Morgunblaðið - 30.08.1979, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 1979
V erdur skortur
á fískumbúðum?
— KOMI til yíirvinnu- og vakta-
vinnubanns Grafíska sveina-
félagsins eftir helgi þýðir það, að
okkur afköst minnka um allt að
helming og við gætum því ekki
afgreitt það sem þarf, sagði
Pálmi Viðar Samúelsson hjá
Umbúðamiðstöðinni í samtali við
Morgunblaðið í gær, en Umbúða-
miðstöðin framleiðir umbúðir
undir frystan fisk fyrir Sölumið-
stöð hraðfrystihúsanna.
Pálmi sagði að unnið væri á
vöktum og yfirvinna væri talsverð
hjá fyrirtækinu þannig að afköst-
in minnkuðu um allt að helming.
Hann sagði að lager væri nú með
minnsta móti.
Það væri m.a.
vegna sumarleyfa starfsfólks,
mikils afla í sumar og vegna þess
að sú þróun hefði verið undan-
farið, að stöðugt meira væri flutt
út af frystum fiski í neytenda-
pakkningum, sem kallaði þá á
framleiðslu fleiri askja.
Greenpeace segjast
vera að trufla veiðar
SKIPVERJAR á skipi Green-
peacesamtakanna, sögðu í gær í
skeyti til Morgunblaðsins, að
þeir hefðu elt Hval 9. frá því í
fyrrakvöid, og frá þeim tíma
hefði skipverjum á skipinu ekki
tekist að veiða neina hvali. Sögðu
þeir Greenpeacemenn að þeir
hefðu yfir tveimur gúmmfbátum
að ráða, og yrðu þeir notaðir til
að trufla hvalveiðiskipin.
Þröstur Sigtryggsson í stjórn-
stöð Landhelgisgæslunnar sagði
hins vegar í gær í samtali við
Morgunblaðið, að engar kvartanir
hefðu borist til Gæslunnar vegna
aðgerða Greenpeace, og væru því
engar aðgerðir á döfinni að svo
stöddu. Breytti þar engu um að
Greenpeacemenn hefðu setið við
að senda fjölmiðlum skeyti í gær-
dag.
Einn þeirra þriggja gúmmíbáta
sem teknir voru af Greenpeace-
mönnum er nú f vörslu Landhelg-
isgæslunnar f flugskýli hennar á
Reykjavíkurflugvelli. Hinir bát-
arnir eru um borð í varðskipinu
óðni við Ingólfsgarð.
Síldarsöltun
byrjar í dag
á Homafirði
Dornaflrði, 29. ágúst.
SÍLDARSÖLTUN byrjar hér á
Höfn á morgun, fimmtudag, og
verður fyrsta síldin söltuð hjá
Fiskimjölsverksmiðju Horna-
fjarðar. Á laugardag byrjar
söltun hjá Stemmu, en þar
hefur í sumar verið settur upp
mikill tækjabúnaður og reikn-
að er með að afköst með nýju
vélunum verði 100—120 upp-
saltaðar tunnur á klukkustund.
80 manns verða í vinnu hjá
Stemmu og vantar enn starfs-
fólk.
Gissur hvíti kom með 50
tunnur í morgun og Sóley með
20—30 tunnur. I kvöld er
reiknað með að þriðji báturinn
bætist í hóp reknetabátanna,
Þórir SF. Síldina hafa bátarnir
fengið rétt utan við Ósinn, um
klukkustundarstím.
— Jens.
Strætisvagninn tveggja hæða. —
orðinn að „kaffihúsi" í Reykjavík?
Verður harin innan
Kaffivagn
á tveimur
hœðum?
SVO KANN að fara að
innan skamms aki um göt-
ur Reykjavíkur kaffivagn
á tveimur hæðum. Eigend-
ur nýja matsölustaðarins
Hornsins hafa hug á að
kaupa tveggja hæða stræt-
isvagninn sem kom hingað
til lands í sambandi við
vörusýninguna í Laugar-
dal, og ætla þeir að nota
hann sem færanlegan kaffi-
vagn. Er ætlunin að selja
expressókaffi og fleira úr
vagninum ef af verður. Er
nú beðið leyfis réttra yfir-
valda í málinu.
Áður hafði verið ákveðið
að senda strætisvagninn
aftur til sfns heima, það er
til Lundúna, vegna þess
hve háa tolla þarf að greiða
af honum ef hann verður
keyptur hingað til lands.
Svo kann þó að fara að
hann flendist hér sem fyrr
segir.
Lífeyrissjóður opinberra starfsmanna:
Vextir til félags-
manna ennþá 19%
„SENNILEGA verður endurskoð-
un vaxta lífeyissjóðs opinberra
starfsmanna tengd því, hvað aðr-
ir lífeyrissjóðir gera varðandi
hugmyndir um verðtryggingu
lána, en eftir því sem mér skilst
er ekki ákvarðana að vænta hjá
þeim fyrr en í október,“ sagði
Höskuldur Jónsson ráðuneytis-
stjóri í fjármálaráðuneytinu, sem
sæti á í stjórn lífeyrissjóðs opin-
50 flóttamenn óska eft-
ir að koma til íslands
FIMMTÍU vfetnamskir flótta-
menn á eyjunni Pulau Tengah
hafa látið í ljós ósk um að verða
fluttir til íslands. Rauða krossi
fslands hefur borist skeyti þess
efnis frá Haraldi Kröyer fasta-
fulltrúa alþjóðastofnana f Genf.
Eyjan sem um ræðir liggur rétt
við þá eyju sem upphaflega var
ráðgert að fslensku sendimenn-
irnir Björn Friðfinnsson og
Björn Þórleifsson héldu til en
þeir breyttu áætlun sinni og
héldu í fyrradag áleiðis til Pulau
Tengah til viðræðna við flótta-
fólkið.
Jón E. Vestdal látinn
JÓN E. Vestdal efnaverkfræðing-
ur lést á Grænlandi hinn 24.
ágúst síðastliðinn, og hefur jarð-
arförin farið fram. Jón fæddist 7.
apríl árið 1908, og var því 71 árs
að aldri er hann lést. Foreldrar
Jóns voru hjónin Erlendur
Björnsson hreppstjóri á Breiða-
bólsstöðum á Álftanesi og Marfa
Sveinsdóttir.
Jón varð stúdent árið 1928, og
prófi í efnaverkfræði lauk hann í
Dresden 1932. Vann síðan að
rannsóknum í Dresden og ritaði
doktorsritgerð sína þar og hlaut
doktorsnafnbót árið 1933. Jón E.
Vestdal gegndi ýmsum trúnaðar-
störfum fyrir opinbera aðila og
félagasamtök um ævina. Hann var
forstöðumaður Matvælaeftirlits
ríkisins árin 1934—36, kennari við
Verslunarskólann, formaður
stjórnar Sementsverksmiðju rík-
isins og forstjóri sama fyrirtækis
um skeið.
Þá vann hann einnig að fjölda
rannsókna, einkum verkfræðileg-
um og efnafræðilegum, og eftir
hann liggja mörg rit um sömu
mál.
Eftirlifandi kona hans er Mari-
anne Vestdal.
Þá hefur Rauða krossinum bor-
ist skeyti frá Alþjóðadeild Rauða
krossins þar sem óskað er eftir
þjálfuðum sjálfboðaliðum til
starfa í flóttamannabúðunum
bæði við félagslegt hjálparstarf og
stjórnun flutninga.
Séra Sigurður Guðmundsson,
sem hefur yfirumsjón með undir-
búningi að komu flóttamanna,
sagði í samtali við Mbl. að enn
hefði ekki fundist hentugt hús-
næði til að hýsa flóttamennina í
fyrsta árið. Vildi Sigurður koma
því á framfæri að ef einhver ætti
stórt hús sem hann gæti leigt
undir flóttamennina væri það vel
þegið.
Siguröur sagði að þeir hefðu
óskað eftir sjálfboðaliðum í ýmis
störf og hefðu þær auglýsingar
hlotið góðar undirtektir og reynd-
ar hefðu óskum um hjálp af hvaða
tagi verið alls staðar vel tekið.
berra starfsmanna, er Mbl.
spurði hann í gær, hvað liði
endurskoðun sjóðstjórnarinnar á
vaxtakjörum sjóðsins, en vextir á
lánum til félagsmanna eru nú
19% meðan vextir almennra líf-
eyrissjóða hafa verið 28,5% frá 1.
júní sl. og hækka nú í 33—34% í
kjölfar vaxtahækkunar Seðla-
bankans að sögn Bjarna Þórðar-
sonar framkvæmdastjóra Lands-
sambands lífeyrissjóða.
Höskuldur sagði að stjórnar-
fundir hjá lífeyrissjóði opinberra
starfsmanna hefðu legið niðri
vegna sumarleyfa, en að venju
hefði fundur átt að vera 16. ágúst
sl. Höskuldur kvaðst vilja taka
fram, að enda þótt vextir af lánum
til félagsmanna væru aðeins 19%,
þá væru lán til annarra með
hæstu vöxtum og lán til fjárfest-
ingarsjóða væru með 4% vöxtum
og tengd byggingarvísitölu, þann-
ig að engan veginn væri ljóst að
meðaltalsvextir sjóðsins væru
lægri en gengur og gerist.
Bjarni Þórðarson framkvæmda-
stjóri Landssambands lífeyris-
sjóða sagði í samtali við Mbl. í
gær, að ýmsir sjóðir hefðu þegar
tekið upp 2% vexti og verðtrygg-
ingu á lánum til félagsmanna og
kvaðst hann búast við því að
flestir lífeyrissjóðirnir færu yfir í
það fyrirkomulag, „svo fremi
stjórnvöld ekki bakka frá fyrri
yfirlýsingum um fulla verðtrygg-
ingu“. Sagði Bjarni að ákvörðun-
arvaldið væri hjá stjórn hvers
sjóðs fyrir sig, en gert væri ráð
fyrir samfloti um ákvarðanatök-
una í byrjun október._______
Lenti með fótinn
í fljótandi ál
ÞAÐ SLYS varð í Álverinu í
Straumsvík klukkan 6,30 á mánu-
dagsmorguninn að starfsmaður í
kerskála fór með annan fótinn niður
í ker með fljótandi áli og skað-
brenndist. Maðurinn, sem er 45 ára
gamall, var að vinna við að skipta á
rafskautum þegar óhappið varð.
Sökk fóturinn upp að hné í álið, sem
er tæplega 1000 gráðu heitt. Maður-
inn var fluttur í skyndi á Lands-
spítalann til aðgerðar og að sögn
lögreglu stóðu vonir til þess að
bjarga mætti fætinum.
Reykjavík:
Vilja reisa 80
herbergja hótel
HAFSTEINN Hauksson og fleiri hafa sótt um lóð í Reykjavík, og vilja
fá að reisa þar hótel. Umsókninni hefur verið vísað til lóðanefndar til
umsagnar, og er svars þaðan að vænta á næstunni.
Að sögn Ilafsteins er óskað eftir lóð sem næst miðbænum, og er í
umsókninni raunar bent sérstaklega á eina tiltekna lóð, á horni
Snorrabrautar og Eiríksgötu.
ö
INNLENT
Sagði Hafsteinn að frumteikn-
ingar lægju fyrir, og væri hug-
myndin að byggja 80 herbergja
hótel. Ætlunin væri að reka það
með nokkru öðru sniði en önnur
hótel eru rekin eftir á Islandi.
Ætlunin væri að hafa það opnara
en almennt gerist, og byggja mest
á fólki sem kæmi „skyndilega inn
af götunni". Yrði stefnt að því að
hafa minni fastakostnað, svo sem
í launum til starfsfólks og öðrum
útgjöldum hótelsins ef af yrði.
Hafsteinn sagðist reka bílaleigu
ásamt bróður sínum, og hefði
hann því nokkur kynni af „ferða-
mannaiðnaðinum", og hefðu þeir
af þeim kynnum fengið ýmsar
hugmyndir er þeir vildu hrinda í
framkvæmd. Hafsteinn sagði
þetta vera milljónafyrirtæki, upp
á hundruð milljóna sennilega, en
hann væri líklega einn fárra
eftirlifandi bjartsýnismanna og
því legði hann í að reyna þetta
fyrirtæki.