Morgunblaðið - 30.08.1979, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 1979
Slökun og sjálfsstjórn”
Á DAGSKRÁ íræðslustarfs
Rannsóknastofnunar vitundar-
innar á síðari hluta árs 1979 er
námskeið í slökun og sjálfstjórn
og útgáfa fræðslurits um það
efni.
Eftir því sem sjúkdómum teng-
dum streitu og spennu fjölgar í
hinu tæknivædda þjóðfélagi okkar
verður brýnni þörf fyrir sérhvern
einstakling á jafnvægi milli álags
og hvíldar, spennu og slökunar.
Á námskeiðunum, sem hefjast
snemma í september verður gerð
grein fyrir mikilvægi slökunar og
leiðum til streituleysandi lifnað-
arhátta.
Fjallað verður um slökunarað-
ferðir, og þessar helstar:
— Stigslökun Jacobsen (progres-
sive relaxation)
— Sjálfstjórnarþjálfun Schultz
(Autogenes training)
— Losun spennu
— Mataræði gegn streitu
— Öndun og slökun
— Bætiefni, sérstök næringarefni
og tæknileg hjálpartæki til losun-
ar streitu og slökunar
— Stjórn hugans og hagnýting
ímyndunaraflsins við slökun
Kennslan fer fram í hópum og
einstaklingstímum.
Leiðbeinandi er Geir Viðar Vil-
hjálmsson sálfræðingur.
(Fréttatilkynning)
Fyrirlestur um
jóga og hugleiðslu
í KVÖLD kl. 20.30 verður almennur
fyrirlestur um jóga og hugleiðslu á
vegum Ananda Marga í stofu 204
Lögbergi, Háskóla íslands, 2. hæð.
Fyrirlesari er ný-sjálenski kvenjóg-
inn Av. Ananda Ketana Ac., læri-
sveinn Shrii Shrii Anandamurtis,
stofnanda Ananda Marga. Annar
fyrirlestur verður haldinn þriðj||-
dagskvöldið 4. sept. kl. 20.30 á sama
stað.
(fréttatilkynning)
INNLENT
Norðurlönd á tvíæri
í SEPTEMBER verður sýningin
Norðurlönd á tvíæri (biennal) í
Feneyjum höfð uppi á Kjarvals-
stöðum í Reykjavík en síðan verð-
ur hún leyst upp. Sýningin er
nokkuð smækkað framlag norr-
ænna manna til tvíærissýningar-
innar (bienalsins) í Feneyjum
1978. Hún hefur áður verið sett
upp í Moss, Álaborg, Stokkhólmi
og Helsinki. íslenski þátttakand-
inn, Sigurður Guðmundsson, er
umsjónarmaður sýningarinnar í
Reykjavík. Norræna listmiðstöðin
stendur fyrir sýningunni.
Vitni vantar
að ákeyrslum
RANNSÓKNADEILD lögregl-
unnar í Reykjavík hefur beðið
Mbl. að auglýsa eftir vitnum að
eftirtöldum ákeyrslum í borg-
inni. Þeir, sem kynnu að geta
gefið upplýsingar um eftir-
greindar ákeyrslur eru beðnir að
hafa samband við deildina í sfma
10200.
Þriðjudaginn 31. júlf s.l. var
ekið á bifreiðina R-9598 sem er af
teg. Wartburg, brún að lit, við
Mjólkurbúðina að Laugavegi 158.
Skemmd á bifreiðinni er á gafli að
aftan og vinstra afturljósi. Varð á
tímabilinu frá kl. 18,00 til 19,00.
Föstudaginn 10. ágúst s.l. var
ekið á bifreiðina R-58079 sem er
Mazda, gul að lit, í stæði við
Thorvaldsenstræti milli kl. 08,00
og 15,00 eða við Landsbankann
milli kl. 15.10 og 15.40. Vinstra
frambretti svo og ljósabúnaður
vinstra megin skemmd. í skemmd-
inni var sjáanleg rauðbrún máln-
ing.
Föstudaginn 17. ágúst var ekið
á bifreiðina R-2387 sem er Subaru
station bifreið, rauð að lit, við hús
nr. 3 við Garðastræti. Skemmd á
vinstra framaurbretti og var blá
málning í skemmdinni og er því
um háa bifreið að ræða. Varð frá
Akranesi, 27. ágúst.
ÞAÐ HEFIR verið miklum erfið-
leikum bundið á undanförnum
árum, að rækta blóm og tré f
húsagörðum hér á Akranesi. —
Orsökin er næðingur vegna
strjálbýlis, sandfok áður en göt-
urnar voru steyptar, sjórok og
sendinn og efnasnauður jarðveg-
ur. Á seinni árum hafa skilyrði
skánað, þegar byggðin fór að
þéttast og fólk hefur fengið
aukinn áhuga á að búa út skrúð-
garða við heimili sfn. Aftur á
móti hefir lítið verið gert af því
„opinbera“ til að prýða bæinn
með trjárækt.
Nú hefir bæjarstjórnin skipað
„fegrunarnefnd" og ráðið ungan
mann og vonandi áhugasaman
sem garðyrkjuráðunaut, og ber að
virða það framtak. — Vonandi
verður framhald á slíku, sem mun
stuðla að fegrun Akranesbæjar og
umhverfi hans.
Fegrunarnefndin hefir nú ný-
lega valið tvo fegurstu garða
bæjarins, og eru þeir að Furu-
grund 41, eigendur eru Erla Karls-
dóttir og Sigurgeir Sveinsson, og
einnig að Vesturgötu 131, en
eigendur hans eru Jóna Guð-
mundsdóttir og Bergmundur
Stígsson. — Júlfus.
Ljóflm. Júlíufl ÞórÚarson.
Opnuð hefur verið Snyrtistofan Fegrun aö Búðargerði 12, Reykjavík. Eigendur snyrtistofunnar
eru snyrtifræðingarnir Elísabet Magnúsdóttir og Rósa Þorvaldsdóttir. Snyrtistofan Fegrun
annast alla snyrtingu; húðhreinsanir, andlitsböð, vaxmeðferðir, fótaaðgerðir, fótsnyrtingu,
litanir, plokkanir, handsnyrtingu og andlitssnyrtingu.
Verðlaunagarðurinn að Furugrund 41.
Akranes:
ÓMf <nr.|;
Q
Minningargj afir til
Rauðamelskirkju
NÝLEGA fóru fram talsverðar
endurbætur á Rauðamelskirkju,
rafmagn var leitt f kirkjuna og
hún máluð að innan. ( fyrra var
einnig unnið að ýmsum endurbót-
um utan dyra. öll vinna, fyrir
utan raflagnir, hefur verið sjálf-
boðavinna sóknarbarna.
Við hátíðamessu í Rauðamels-
Spánar-
farar láti
bólusetja
sig
gegn kóleru
KÓLERU hefur að undan-
förnu orðið vart á Spáni, og
hafa meðal annars komið upp
fjögur tilfelli í Barcelona og
sjö tilfelli f Malaga. en yfir-
völd á Spáni telja að hætta á
faraldri sé nú gengin yfir.
Landlæknir hafði samband
við Morgunblaðið vegna þess-
ara frétta, og sagði hann
sjálfsagt að ferðamenn til
Spánar létu bólusetja sig til
varnar veikinni. Hins vegar
hefðu ekki komið upp stærri
farsóttir af kóleru hin síðari
ár, svo líklegt yrði að telja að
yfirvöld réðu við vandann.
kirkju 29. júlí sl. bárust kirkjunni
veglegar gjafir, ljósakróna og ann-
ar ljósabúnaður, unninn úr mess-
ing og smíðajárni af hagleiks-
manninum Alexander Einbjörns-
syni. Var hér um að raéða minn-
ingargjafir um Gest Guðmunds-
son, bónda og meðhjálpara á
Rauðamel, og konu hans Ólöfu
Sveinbjarnardóttur, svo og um þá
Geir Gestsson, Áskel Geirsson og
Jóhannes Jóhannesson, en þann
dag voru þrjátíu ár liðin frá
andláti Jóhannesar. Gefendur
voru vandamenn og vinir þeirra
Rauðamelshjóna, og voru þeim
færðar þakkir fyrir þessar höfð-
inglegu gjafir.
Ljóst er að Rauðamelskirkja,
sem nú skortir sjö ár í aldaraf-
mælið þarfnast enn frekari endur-
bóta og lagfæringa, sem hafa
talsverðan kostnað í för með sér.
Er mikill hugur í fámennum
söfnuði að hlúa að Guðshúsi sínu
og varðveita það í sem upphafleg-
ustu gerð. Fjárstuðningur til
þeirra framkvæmda væri þakk-
samlega þeginn, og geta velunnar-
ar Rauðamelskirkju sent framlög
sín til form. sóknarnefndar, Odds
Sigurðssonar, Kolviðarnesi, eða
undirritaðs.
Séra Elnar Jónsson.
SMulholtt.
Frá lögreglunni:
Fegurstu gard-
arnir valdir
Silfurkörinn;
Fjörutíu rokklög
á nýrri hljómplötu
Silfurkórinn hefur nú sent frá sér sfna þriðju hljómplötu, en það eru
SG-hljómplötur sem gefa hana út. Á þessari nýju plötu eru 40 lög, allt
rokklög frá árunum 1955 til 1965.
kl. 16,00 til 17,00.
Mánudaginn 20. ágúst var ekið
á bifreiðina G-2972, sem er Dai-
hatsu, rauð að lit, á Ármúla við
hús nr. 19. Skemmd á hægra
afturaurbretti. Ekki er vitað um
tímasetningu en kom fyrir kl.
14,00.
Mánudaginn 20. ágúst s.l. var
tilkynnt að ekið hefði verið á
bifreiðina R-19180 sem er af
Peugeot gerð á bifreiðastæði vest-
an við Alfheima 68. Skemmd á
bifreiðinni er á vinstri framhurð.
Varð frá miðnætti og til kl. 08.30
um morguninn.
Laugardaginn 25. ágúst s.l. var
ekið á bifreiðina R-51630, sem er
Toyota Mark II gul að lit við
Efstasund 2. Vinstra afturaur-
bretti skemmt. Varð frá kl. 02,00
og þar til seinna þennan sama
dag.
NÝLEGA hefur Silfurkórinn
sent frá sér sfna þriðju hæg-
gengu hljómplötu, sem ber heitið
Rokk-rokk-rokk. Á plötu þessari
eru 40 lög f átta lagasyrpum, allt
eru þetta lög frá árunum 1955—
65 þegar „rokk“-lögin svonefndu
voru hvað vinsælust.
íslenzkir textar við lögin eru
flestir nýir og eru þeir eftir Ómar
Ragnarsson, Jónas Friðrik, Jón
Sigurðsson, Ingunni Steinsdóttur,
Ólaf Gauk og fleiri, en lögin gerðu
á sínum tíma vinsæl á hljómplöt-
um erlendis Elvis Presley, Bill
Haley, Jerry Lee Lewis, Neil
Sedaka, Fats Domino, Little Rich-
ard og ýmsir aðrir söngvarar
þessa tímabils.
Magnús Ingimarsson útsetti öll
lögin fyrir kór og hljómsveit, en
hljóðfæraleikarar eru þeir Ásgeir
óskarsson, Þórður Árnason, Tóm-
as Tómasson, Kristján Þ. Guð-
mundsson, Gunnar Þórðarson,
Rúnar Georgsson og Gunnar
Ormslev.
Hljóðritun fór fram hjá Tón-
tækni h.f. en SG-hljómplötur eru
útgefandi. Þetta er þriðja plata
Silfurkórsins á tæpum tveimur
árum, en hinar fyrri tvær plötur
eru í flokki söluhæstu hljóm-
platna, sem út hafa komið hér á
landi.