Morgunblaðið - 30.08.1979, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.08.1979, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 1979 11 Vífilsfell Spölkorn úi í buskann Eitt þeirra fjalla. sem blasa við augum manna héðan frá höfuðborginni, er Vífilsfellið. Það er ekki stórfenglegt að sjá úr f jarskanum, en þegar nær er komið, breytir það um svip og ýtir undir þá löngun, að ganga þangað upp. Og í dag skulum við framkvæma það verk. i Hægt er að ganga á fjallið frá öllum áttum, en stysta leiðin er úr skarðinu í mynni Jósefsdals og þar skulum við hefja göng- una. Frá kaffistofunni, sem er á mótum hins nýja og gamla vegar um Svínahraunið, ökum við af- leggjarann sem liggur inn í Jósefsdal. Við ökum um Sauða- dali, meðfram Draugahlíðum og Þórishamri og brátt erum við komin í skarðið, en það er suð-austan undir Vífilsfelli. Hér skulum við skilja bílinn eftir, og hefja gönguna. Framundan er brött skriða þakin lausum jarð- vegi. Best er að velja leiðina milli tveggja grunnra vatnsrása, sem liggja þar niður, ofan frá brún, eða ganga eftir annarri hvorri rásinni, því þar er fastara undir fæti. Þegar komið er upp á brúnina fyrir ofan, tekur við sléttur melur. Hann er kærkom- inn, því brekkan er erfið og hefur komið mörgum hraustum kappanum til að blása og svitna örlítið. Við hvílum okkur nokkra stund á brúninni og litumst um, því landslagið hefur breytt um svip og útsýnið aukist að miklum mun. Síðan tekur við annar áfangi. Handan melsins rís mó- bergsklettur allbrattur, sem fer lækkandi til austurs. Okkur finnst hann óárennilegur í fyrstu, en tökum samt stefnuna á hann og fikrum okkur upp eftir honum. Er á reynir, er hann auðveldari viðfangs en okkur sýndist. Þegar efstu brún kletts- ins er náð, blasir við útsýnið til vesturs yfir Bláfjöllin og út á Flóann. En ekki höfum við enn náð efsta tindi. Einn stallur er eftir og sá brattasti. Hér hefur Ferðaféiagið komið fyrir kaðal-j spotta, þeim til styrktar, sem smá aðstoð þurfa, en flestir hlaupa upp án nokkurrar aðstoð- ar. Þegar við höfum klifið stall- inn, er „hæsta tindi náð“ og ekki annað eftir en „rifja upp og reyna að muna, fjallanöfnin, náttúruna" með aðstoð útsýnis- skífunnar, sem Ferðafélagið lét setja hér upp árið 1940. (Tilvitn- anir eru úr Fjallgöngunni, kvæði eftir Tómas Guðmundsson.) Meðan við dveljum hér við út- sýnisskoðun og fleira, rifjast upp sagan un nafn fjallsins. í þjóð- sögu segir, að Ingólfur Arnarson hafi gefið Vífli þræli sínum bústað, sem síðan var nefndur Vífilsstaðir. Á miðju Álftanesi er Sviðsholt. Þar bjó Sviði. Vífill og Sviði stunduðu mjög sjó, og segir sagan, að þeir hafi tveir einir róið til fiskjar á áttæringi. I þjóðsögunni segir síðan: „Langt fyrir ofan Vífilsstaði er fell eitt, sem Vífilsfell heitir. Þó það sé snöggt um lengri vegur upp að felli þessu frá Vífilsstöðum, en til sjávar, gekk Vífill allt um það á hverjum morgni upp á fellið, til að gá til veðurs, áður en hann fór að róa, og reri ekki, ef hann sá nokkra skýskán a lofti af fellinu, og tók því fellið nafn af honum. En ef honum leist róðrarlega á loftslag gekk hann til skips og reri með Sviða.“ Og nú stöndum við á sömu steinun- um og Vífill forðum, hér uppi á fellinu, ef marka skal sannleiks- gildi sögunnar. En tæplega myndu margir á okkar öld geta leikið það eftir honum, að skjót- ast þessa leið frá Vífilsstöðum fram og aftur, áður en hann ýtti frá landi. En nú skulum við huga að heimferð. Sjálfsagt er að leggja smá lykkju á leiðina og skjótast niður í Jósefsdalinn. Þá förum við til hægri þegar við erum komin ofan fyrir efstu klettana, og göngum vestur brúnirnar. Gott er að komast niður gilið, sem merkt er leið A á kortinu, eða ganga alla leið vestur fyrir dalbotninn og þar niður í dalinn (leið B). Jósefsdal- ur er mjög sumarfagur, fjöllum luktur, en rennisléttur í botninn. Suður úr honum er ólafsskarð, kennt við Ólaf bryta í Skálholti, sem ég sagði frá, þegar við gengum á Lyklafellið. Fyrrum var alfaraleið um Ólafsskarð og sjást götuslóðirnar enn. Dalur- inn dregur nafn af Jósef bónda, sem þar bjó fyrrum. Hann var góður smiður, en forsmáði guð svo með blóti og formælingum, að bærinn sökk og Jósef með. En líklega hefur verið bætt fyrir brot Jósefs, því til skamms tíma voru hér aðalskíðalönd Ármenn- inga, skíðaskáli þeirra og fleiri byggingar og gekk vel. Við göngum austur úr dalnum, fram hja Grettistaki, stórum stökum steini við veginn og upp í skarðið. Þar bíður bíllinn okkar. SKELLIÐ ,YKKUR IBÆINN SKOÐIÐ SÝNINGUNA Hér er einstakt tækifæri. Vegna sérstakra samninga milli Flug- leiða, Hótel Esju, Hótel Loftleiða og Alþjóðlegu vörusýningar- innar, er utanbæjarfólki boðið sérstök vildarkjör á gistingu, þegar keyptur er flugfarmiði í bæinn og til baka ásamt aðgöngu- miða á sýninguna. Frí gisting fyrstu nóttina, síðan sérstök kjör. Snúið ykkur til afgreiðslna og umboðsmanna Flugleiða um land allt og leitið nánari upplýsinga. Skeltið vkkur af stað. Það er margt að sjá: 150 sýningardeildir. 10OOm^ sérstök sjávarútvegssýning. Stórglæsilegar Disco tísku- sýningar. Landsfrægir skemmtikraftar. Skoðunarferðir um borgina í 2ja hæða strætisvagni. ALÞJÓÐLEG VÖRUSÝNING mw9 OPNUM KL.3 FLUGFAR OG GISTING Á GÓÐUM HÓTELUM, - ALLT í EINUM PAKKA. VELKOMIN TIL REYKJAVÍKUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.