Morgunblaðið - 30.08.1979, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 1979
31
Sigmundur Eyvinds-
son Minningarorð
í dag fer fram frá Kópavogs-
kirkju útför Sigmundar Eyvinds-
sonar, fisksala að Borgarhóls-
braut 68, í Kópavogi.
Hann andaðist 21. ágúst síðast-
liðinn, tæplega 65 ára gamall.
Hann átti við þrálát veikindi að
stríða síðustu æviárin, enda
vinnuslitinn þó að hann léti aldrei
yfirbugast í þrotlausu starfi og
þjónustu, sem honum var einlæg
og meðfædd.
Sigmundur var fæddur í
Reykjavík 1. september 1914. Ung-
ur missti hann foreldra sína, en
systkinin voru þrjú yngri en Sig-
mundur, Þorsteinn og Jóhann og
hálfsystir þeirra Jónína.
Móðir Sigmundar lést úr
spönsku veikinni 1918, en faðirinn
2 árum síðar. Var þeim systkinum
komið í fóstur.
Sigmundur ólst upp í æsku hjá
ömmu sinni og afa, Jóhönnu Jóns-
dóttur og Þorsteini Oddssyni, er
þá bjuggu í lítilli leiguíbúð við
Njálsgötu 29 í Reykjavík.
Þau hjón, Þorsteinn og Jónína,
voru þá nýflutt austan úr Rangár-
vallasýslu.
Þorsteinn Oddsson var umsvifa-
mikill maður, röskur, knár og
hugsjónaríkur. Hann var einn af
stofnendum Dagsbrúnar og Al-
þýðuflokksins. Hann var lengi
sjómaður og um árabil verkstjóri
hjá Kvöldúlfi.
Hugur Sigmundar hneigðist á
unga aldri að hafinu. Þangað
leitaði hann starfa.
Á fermingaraldri, fjórtán ára
gamall leysti hann heimaklafann
og fór sem hjálparkokkur á togar-
ann Njörð. Þar með mótaðist hans
ævistarf í þriðjung aldar.
Hann nam matreiðslustörf hjá
Kristínu Thoroddsen, Fríkirkju-
vegi 3 í Reykjavík, á námskeiði
einn karla með átján stúlkum.
Sigmundur fór margar svaðil-
farir um úfinn sæ. Hann var
matsveinn á m.a. Hauki, sem
keyptur var hingað til lands 1944
frá Ameríku, en flutti á leiðinni
farm tii Bretlands, en þaðan kom
skipið aldrei til heimahafnar.
Skipið sökk sunnan Færeyja og
skipshöfnin reri lífróður í björg-
unarbát til næstu hafnar í Fær-
eyjum, og fékk þar afbragðsmót-
tökur hjá frændum vorum. Skip-
stjóri var Lárus Blöndal sonur
Bjarna Þorsteinssonar tónskálds á
Siglufirði.
Sigmundur var í skipsrúmu hjá
aflasæiustu skipstjórum þessarar
aldar og má þar nefna Guðmund
Jónsson á gamla íslendingi, en
lengstum á Skallagrími, Nikulás
Jónsson á Otri, Þórð Hjörleifsson
á Helgafelli, Benedikt Ögmunds-
Minning - Jón Pálsson
tómstundaráðunautur
Fæddur 23. apríl 1908.
Dáinn 22. ágúst 1979.
Með Jóni Pálssyni er fallinn frá
einn merkasti brautryðjandi í
íslensku æskulýðsstarfi. Hann
varð vinur og leiðbeinandi flest-
allra íslenskra barna og unglinga
á þeim árum, er hann annaðist
tómstundaþátt Ríkisútvarpsins,
óþreytandi við að leiðbeina ungu
áhugafólki, sem ekki hafði í önnur
hús að venda, um fjöldamargt það,
sem fyrir hans tíð hafði ekki
gengið greiðlega að fá aðstoð og
leiðsögn við. Ræki menn í vörð-
urnar í söfnun sinni hvers konar,
við smíðar, félagsstörf, gerð lík-
legra og ólíklegra hluta eða við
tilraunir af einhverju tagi, þá var
að skrifa Jóni Pálssyni, senda
honum merkilegar teikningar,
kassa af grjóti, skeljum eða öðrum
dýrmætum og merkilegum hlut-
um. Jón Pálsson ræddi síðan við
sendandann á öldum ljósvakans
og fór samtímis þannig höndum
um bæði vandamálin og gripina,
að frá útvarpstækjunum gekk
hnarreist ungt fólk, sem með
alveg sérstökum hætti hafði notið
leiðsagnar.
Hann bjó yfir ótrúlegri þekkingu á
fjölmörgum áhugasviðum ungs
fólks, og var óþreytandi í starfi
sínu við að skipuleggja holl tóm-
stundastörf fyrir reykvíska æsku.
Flestir eða allir starfsþættir
Æskulýðsráðs Reykjavíkur frá
upphafi bera með einhverjum
hætti merki þessa ótrúlega elju-
manns, sem taldi flest þýðingar-
meira en að meta í krónum að
kvöldi vinnustundafjölda dagsins.
Hann skilur eftir sig djúp spor í
þeim málaflokki, sem hann helg-
aði mikinn hluta starfsævi sinnar,
og þeirra mun lengi sjá staðina.
Frumherjastarf hans við tóm-
stundamál unglinga breytti smám
saman föstum hugmyndum um
handavinnu og föndur. Það er
enginn vafi á því, að þróun og
breytingar í kennslu handmennta
í íslenskum skólum undanfarna
áratugi má rekja beint eða óbeint
til starfs Jóns í Ríkisútvarpinu og
hjá æskulýðsráði.
Undirritaður var fyrst aðdáandi
útvarpsmannsins Jóns Pálssonar,
síðan einn af þeim leiðbeinendum,
er hann hafði yfir að segja í
tómstundastarfi í skólum Reykja-
víkur, og loks yfirmaður hans hjá
æskulýðsráði. Aðrir eru betur til
þess fallnir að gera æviferli Jóns
verðug skil. Mér er efst í huga
frábær samvinna og ómetanleg
leiðsögn í starfi að málum, sem
voru þessum síunga hugsjóna-
manni alltaf jafnmikil metnaðar-
mál, og að leiðarlokum vil ég korna
á framfæri fátæklegum þökkum
mínum og annarra samstarfs-
manna hjá Æskulýðsráði Reykja-
víkur.
Eiginkonu Jóns, Vilborgu
Þórðardóttur, dætrum þeirra og
fjölskyldum, er vottuð dýpsta
samúð.
Hinrik Bjarnason.
son á Maí og marga fleiri mætti
telja í þessari röð, enda var
Sigmundur eftirsóttur matsveinn.
Eftir að Sigmundur gekk í síð-
asta sinn með sjópokann í land,
yfirgaf hann ekki samband sitt við
sjóinn og samstarf við sjómanna-
stéttina.
Hann setti þá á stofn fisksölu í
Kópavogi og rak hana til dauða-
dags.
Sigmundur var einn af frum-
byggjum Kópavogs, reisti þar
fyrst sumarbústað 1946 á gróður-
snauðri auðn, en hóf um leið
ræktun og byggingu íbúðarhúss,
er hann fluttist í ásamt eiginkonu
sinni og börnum 1950.
Hann kvongaðist eftirlifandi
eiginkonu sinni, Aðalheiði Olgu
Guðgeirsdóttur, 9 desember 1934.
Hefir hún reynst honum hugljúf
og farsæl húsmóðir á fögru heim-
ili þeirra, að Borgarhólsbraut 68 í
Kópavogi.
Börn þeirra eru, Eyþór, bryti í
Útvegsbanka íslands, Svava, hús-
móðir í Kópavogi, Þorsteinn,
eggjabóndi í Elliðahvammi, Ólaf-
ur iðnaðarmaður í Breiðholti,
Guðbjörg, sjúkraliði í Reykjavík,
Jóhanna, húsmóðir í Kópavogi og
Guðgeir, iðnverkamaður í Kópa-
vogi.
Eg hefi þekkt Sigmund undan-
farin 12 ár og oftast hitt hann
daglega, þegar leið hans hefir
legið til sonar hans í Útvegsbank-
ann. Áður hafði ég þekkt bróður
hans, Þorstein togaraskipstjóra í
Bretlandi, sem látinn er fyrir
nokkrum árum. Við vorum skóla-
bræður í barnaskóla Hafnarfjarð-
ar. Hann ólst upp hjá manndóms-
fólki í Hafnarfirði, Sólveigu og
Guðmundi Hólm. Mér var því ljóst
þegar ég kynntist Sigmundi að
stofninn var sterkur og hann lifir í
minningunni.
Sigmundur var mikill mann-
dómsmaður, dugnaðarforkur og
snyrtimenni mikið.
Megi guðsblessun fylgja látnum
vini.
Adolf Björnsson.
SKYRTUTILBOÐ
Allar skyrtur á Kr. 3500- i dag
í hlutverki sínu sem leiðbein-
andi naut Jón sín að ég hygg best,
það var honum alveg einstök gleði
og lífsfylling að sjá ungt fólk
tendrast áhuga fyrir viðfangsefni
og ná tökum á því. Hæfileikar
hans nutu sín með sérstökum
hætti í útvarpi. Hann var við verk
sín þar jafn ósérhlífinn og annars
staðar, og sparaði enga fyrirhöfn
til þess að leita sér upplýsinga, ef
á þurfti að halda, til þess að greiða
úr vanda hvers einstaklings. Hitt
fór ef til vill fram hjá mörgum
nema þeim sem þekkja fjölmiðla-
vinnu, að Jón var fágætlega góður
útvarpsmaður, sem á viðkunnan-
legan og vandaðan hátt var sjálf-
sagður og velkominn gestur í
hverju húsi; menn hlustuðu gjarn-
an á tómstundaþáttinn þótt þeir
væru ekki að föndra við nokkurn
skapaðan hlut, bara af því að það
var svo gaman að heyra í honum
Jóni.
Þegar æskulýðsstarf á vegum
Reykjavíkurborgar hófst, réðst
Jón Pálsson til starfa hjá Æsku-
lýðsráði Reykjavíkur, árið 1957.
Við þá stofnun vann hann síðan
óslitið til ársins 1977, er hann lét
af embætti fyrir aldurs sakir,
enda þótt til hans væri leitað af
þeim slóðum til leiðsagnar og ráða
allt til hins síðasta.
Það var einstakt lán fyrir
Æskulýðsráð Reykjavíkur að fá
liðsmann á borð við Jón Pálsson.
Al'ííl.YSINIiASlMINN ER:
22480 ^
Urvals Lee Cooper efni,
bæöi rifflaö flauel og denim
Aðalstrœti 4
.