Morgunblaðið - 30.08.1979, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.08.1979, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 1979 25 tieitar u utan- óvakíu þessu máli. En hann lét þau orð falla þegar hann frétti um þessi viðbrögð Hótels Sögu að rétt væri að strika ísland út af lista um þau lönd sem prinsinn óskar að heim- sækja,“ sagði Ingólfur Guð- brandsson. Hann sagði einnig að enn væri ekki hægt að fullyrða hvort prinsinn kemur eða kemur ekki og hann vissi til þess að Hótel Loftleiðir hefðu sýnt áhuga á því að hýsa prinsinn. „En mér er ekki kunnugt um nokkurn gististað í víðri veröld sem myndi taka slíkt mál þeim tökum sem Hótel Saga hefur nú gert,“ sagði Ingólfur. „Það var búið að gera samning um móttökurnar með þessum hætti og þegar það ekki stenst eru það eðlileg viðbrögð hjá slíku fólki að kippa að sér hendi því prinsinn hefur ástæðu til þess að líta á sig sem óvelkomna „persónu non grata" á íslandi eftir þessi við- þrögð hvort sem þau eru Hótel Sögu eða utanríkisráðuneytinu að kenna." 1 / ■ -vl 1* I* SgJ , m óðhátíð! 191 tonn og sá sami á sama tímabili í fyrra. Til 31. júlí 1977 var humaraflinn hins vegar orð- inn 344 tonn. Ef litið er á töflu yfir meðalafla í löndun kemur í ljós að til júlíloka í ár var hann 4,2 tonn í löndun, 4,4 tonn í fyrra og 3,8 tonn af óslitnum humar til júlíloka 1977. FEGRUNARNEFND Hafnarfjaröar valdi nýlega fegurstu garöana þar í bæ. Fyrir valinu varö Miövangur 102, en eigendur hússins eru hjónin Ebba Ásgeirsdóttir og Siguröur Jónasson. &á fengu raöhúsin Miövangur 147—157 viöurkenningu fyrir fallega garöa. Loks eru veitt sérstök verölaun fyrir gömul og vel viö haldin hús og aö þessu sinni voru þau verölaun veitt fyrir Brandsbæ. „Erum mjög óhressir” — og munum skoða samstarfið í heild í ljósi þessa segir Kristján Benediktsson borgarfulltrúi Framsóknarflokks „MENN taka nú stundum svolítið sterkt til orða í hita augnabliksins,“ sagði Kristján Benediktsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, er hann var spurður álits á þeim orðum formanns Fulltrúaráðs framsóknarféiaganna í Reykjavík að samstarfsgrundvöllur meirihlutaflokkanna þriggja í borgar- stjórn væri brostinn. Kristján kom í fyrrakvöld til Reykjavíkur eftir tveggja vikna fjarveru. „Borgarmálaráð Framsóknarflokks- ins mun sjálfsagt taka þetta mál til gaumgæfilegrar athugunar og skoða samstarfið í heild í ljósi þessara atburða. Við erum mjög óhressir yfir þessum málum og erum ekkert ánægðir með það að vera í samstarfi við Alþýðuflokkinn og Alþýðubandalagið um stjórn Reykjavíkurborgar og þessir aðilar séu svo að afgreiða mál með minnihiutanum, þegar þeim býður svo við að horfa. Við að rifja upp þau Kristján. Kristján sagði að eins og áður hefði komið fram hefði Björgvin Guðmundsson óskað eftir því 14. ágúst á borgarráðsfundi að ráðn- ingu framkvæmdastjóra Æsku- lýösráðs yrði frestað. Þar sem hann hefði sjálfur verið að fara í tveggja vikna frí sagðist Kristj- ár hafa óskað eftir því við Bjorgvin að málið yrði ekki tekið fyrir á meðan hann væri fjarver- andi og hefði þetta verið fast- mælum bundið milli sín og Björgvins. Þá hefði Æslulýðsráð gert samþykkt um að hraða ákvörðun um ráðningu fram- kvæmdastjóra og sagði Kristján að þessi samþykkt væri að vísu ekkert nema blaður og vitleysa, því nægir starfskraftar hefðu verið til staðar hjá ráðinu til að sinna nauðsynlegum störfum. Þetta bréf hefði verið tekið á dagskrá fundarins á föstudag í síðustu viku og sagðist Kristján og vega það og meta,“ sagði vera svoiítið hissa á og undrandi á formanni borgarráðs að taka málið á dagskrána miðað við þeirra fyrra samkomulag. „Þáttur Sjafnar Sigurbjörns- dóttur í þessu máli samkvæmt því sem fundargerðin segir er að mínum dómi næsta furðulegur," sagði Kristján, „hún veit um það samkomulag sem við Björgvin höfðum gert. Sjöfn situr á fund- inum sem varamaður minn en samt beitir hún sér fyrir því á fundinum að málið verði afgreitt þegar í stað án þess að sýnileg séu nein rök fyrir því að þurfi nauðsynlega að afgreiða málið endilega þá. Þetta tel ég vera mjög óvenjulega óskammfeilni hjá borgarfulltrúanum og slíka, sem ég hef ekki áður kynnst í skiptum mínum við borgarráðs- menn og borgarfulltrúa." Kristján sagði að Sjöfn hefði ekki staðið ein að þessari sam- þykkt í borgarráði. Þar hefðu einnig setið tveir fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins og þeim hefði verið kunnugt um frestunar- beiðni sína. Þeir hefðu hins vegar brugðið sér í hlutverk púkans á fjósbitanum en hann hefði hins vegar átt von á því frá þeim báðum að þeir tækju til greina ósk borgarráðsmanns um frestun á afgreiðslu málsins þar til að hann gæti verið viðstaddur. Varðandi ágreining um hver ætti að vera varamaður sinn í borgarráði sagði Kristján að reglan væri að í borgarráði gætu ekki setið aðrir en þeir, sem ættu sæti í borgarstjórn en í borgar- stjórn væri hann eini fulltrúi flokks síns. Aðalmenn og vara- menn meirihlutans í borgarráði hefðu verið kosnir af sameigin- legum lista og hann hefði ekki kjörið sér neinn sérstakan vara- mann heldur látið röðina ráða eins og almenna reglan segði til um. Þannig hefði fyrsti varamað- ur, Adda Bára Sigfúsdóttir, tekið sæti sitt þegar hann hefði verið fjarverandi og ef hún væri fjar- verandi þá annar varamaður, Sjöfn Sigurbjörnsdóttir. „Ég baar ekki fram neina ósk um að einhver sérstakur væri boðaður sem varamaður minn í þetta skipti heldur yrði röðin látin ráða. Það er hins vegar þegjandi samkomulag um að borgarráðsmenn geta óskað eftir að ákveðinn varamaður taki sæti þeirra. Þannig mætir til dæmis Sjöfn Sigurbjörnsdóttir ávallt sem varamaður Björgvins og það verður að teljast eðlilegt. Ég hef ekki merkt mér neinn varamann sérstaklega," sagði Kristján. Kristján var þá spurður hvórt hann mundi óska eftir því að Sjöfn Sigurbjörnsdóttir sæti framvegis ekki sem varamaður sinn í borgarráði og sagðist hann ekkert vilja fullyrða um það. „Ég hef látið röðina ráða en mun hins vegar áskilja mér rétt til að ákveða hverju sinni eftirleiðis, þegar ég verð fjarverandi, hvaða varamaður situr fundinn fyrir mig líkt og aðrir borgarráðs- menn hafa gert á undanförnum árum,“ sagði Kristján.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.