Morgunblaðið - 30.08.1979, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 30.08.1979, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 1979 27 Söfnun er hafin til styrktar flóttafólki á gíróreikning 46000 FJARSÖFNUN Hjálpar- stofnunar kirkjunnar og Rauða kross íslands til að- stoðar flóttafólki í SA-Asíu hófst þann 26. ágúst og stendur yfir til 9. septem- ber. Fjölmiðlar hafa undan- farnar vikur og mánuði flutt ítarlegar fréttir af atburðum austur þar og vandamál flóttamanna á þeim slóðum eru lands- mönnum því kunn, að svo miklu leyti sem hægt er að kynnast neyð úr fjarlægð. Að baki þessarar fjársöfn- unar sem Hjálparstofnun kirkjunnar og Rauði kross- inn beita sér fyrir, liggja þær staðreyndir, að aðkallandi er að aðstoðin berist eins fljótt og kostur er, og hins vegar sú staðreynd að við Islendingar getum með sameiginlegu átaki veitt aðstoð sem um munar. Hjálparstofnanir á Norðurlöndunum og í Vest- ur-Evrópu efna á sama tíma til landssafnana vegna þessa flóttafólks, og er það von manna að verulegt fjármagn safnist þessa daga. Hér á landi geta menn komið fram- lögum til skila í söfnunar- bauka sem verða staðsettir víða, eða með því að fara í banka, sparisjóð eða pósthús og leggja þar inn á gíróreikn- ing númer 46000 sem er reikningur söfnunarinnar. Sóknarprestar, Rauða kross deildir um land allt og skrifstofur Hjálparstofnun- arinnar og Rauða krossins í Reykjavík taka jafnframt við framlögum. Fjársafnanalista sem nota má við fjársafnanir á vinnustöðum geta menn fengið á skrifstofunum í Reykjavík. Gefi annar hver íslending- ur að jafnaði 2000 krónur verður útkoman liðlega 240 milljónir króna þegar upp er staðið. Menn eru eindregið hvattir til að láta ekki sitt eftir liggja. Það gefur enginn of lítið, nema sá sem gefur ekkert. Það er von þeirra sem að söfnuninni standa, að þeir sem ekkert gefa verði Sárafáir. (FrétUtilltynninB). SUS-þingið á Húsavík: Ungir sjálfstæðismenn efna til undirbúnings- funda víða um landið SAMBAND ungra sjálfstæðismanna heldur þing sitt á Húsavík dagana 14. til 16. september næstkomandi. Þegar hafa á vegum stjórnar Sambandsins verið undirbúin drög að ályktunartillögum um ýmsa málaflokka, sem teknir verða fyrir á þinginu. Til undirbúnings þinginu verða og haldnir fundir á vegum SUS og félaga ungra sjálfstæðismanna víðsvegar um landið um næstu helgi. Verður á þessum fundum fjallað um starfsemi SUS og undirbúning þingsins á Húsavík og er allt ungt sjálfstæðisfólk hvatt til að fjöl- menna og sérstaklega er óskað eftir því að væntanlegir þingfull- trúar komi á fundina. Á fundina mæta fulltrúar og stjórn SUS og munu þeir fjalla um undirbúning þingsins og starfsemi SUS. Á Vesturlandi heldur Þór F.U.S. á Akranesi fund á föstudagskvöld- ið 31.' ágúst n.k. kl. 20.30 í Sjálf- stæðishúsinu en gestir fundarins verða Inga Jóna Þórðardóttir og Haraldur Blöndal. Félag ungra sjálfstæðismanna í Mýrasýslu heldur fund að Borgarbraut 4, Borgarnesi á mánudag, 3. september kl. 21 og mæta Þorvald- ur Mawby og Haraldur Blöndal á fundinn. Á Vestfjörðum halda kjördæmissamtök ungra sjálf- stæðismanna fund í Sjálfstæðis- húsinu á Isafirði, föstudaginn 31. ágúst kl. 20.30 og koma á þann fund Guðmundur Þórðarson, Einar Guðfinnsson og Erlendur Kristjánsson. Víkingur, félag ungra sjálf- stæðismanna á Sauðárkróki, held- ur fund á laugardag, 1. september kl. 13.30 í Sæborg á Sauðárkroki og mæta á þann fund Pétur Rafnsson og Jón Ormur Halldórs- son. Laugardaginn 1. september verður einnig fundur hjá Nirði, félagi ungra sjálfstæðismanna í Siglufirði kl. 17.30 í Sjálfstæðis- húsinu. Á þann fund koma Pétur Rafnsson og Jón Ormur Halldórs- son. A Akureyri heldur Vörður F.U.S. fund föstudaginn 31. ágúst kl. 20.30 á skrifstofu Sjálfstæðis- flokksins, Kaupvangsstræti 4 og koma á þann fund Hilmar Jónas- son og Jón Magnússon. Félag ungra sjálfstæðismanna á Húsa- vík heldur fund laugardaginn 1. september kl. 14 á Hótel Húsavík en á þann fund mæta Hilmar Jónasson og Jón Magnússon. Fjölnir F.U.S. Rangárvallasýslu heldur fund fimmtudaginn 30. ágúst kl. 20.30 í Verkalýðshúsinu á Hellu og koma á þann fund Anders Hansen og Tryggvi Gunn- arsson. Á föstudagskvöld 31. ágúst kl. 20.30 verður fundur hjá F.S.U. í Árnessýslu í Sjálfstæðishúsinu, Tryggvagötu 8 á Selfossi og mæta á þann fund Anders Hansen og Tryggvi Gunnarsson. Eyverjar F.Ú.S. Vestmannaeyjum haida fund fimmtudaginn 30. ágúst kl. 20.30 í Sjálfstæðishúsinu í Eyjum og mæta á þann fund Þorvaldur Mawby og Sigurður Jónsson. í Reykjavík heldur Heimadallur fund þriðjudaginn 4. september kl. 20.30 í Valhöll, Háaleitisbraut 1. Á þann fund koma Pétur Rafnsson og Jón Magnússon. Jón Magnússon, formaður Sambands ungra sjálfstæðis- manna, sagði að oft hefði verið kvartað undan því að þinggögn lægju ekki fyrir fyrr en sama dag og SUS-þing hæfust. Stjórn SUS hefði því ákveðið í vor að láta undirbúa ályktunartillögur um nokkra málaflokka, sem lægju fyrir síðast í ágúst og þessi ályktunardrög yrðu þá send út til félaganna. Nú lægju fyrir álykt- unardrög í nokkrum málaflokkum og mætti þar nefna tillögur um breytingar á stjórnarskránni, ein- staklinginn og persónuvernd hans, nýjar leiðir í stjórnmálabarátt- unni, þróun ísl. atvinnuvega, verkalýðsbaráttuna og Sjálf- stæðisflokkinn, utanríkis- og varnarmál, efnahagsmál, mennta- mál og landbúnaðarmál. Jón sagði að mikill áhugi hefði komið fram innan stjórnar SUS fyrir því að þingið yrði helgað málinu: sókn í verkalýðsbaráttunni, og eins og fram hefði komið lægju fyrir ályktunardrög varðandi þennan málaflokk. Einar Ólafsson fyrrverandi bóndi í Lækjarhvammi í Reykjavfk heldur hér á heiðursskjalinu. Einar bjó lengi í Lækjarhvammi og hefur stundum verið nefndur sfðasti bóndinn f Reykjavfk en Einar hefur einnig tekið mjög virkan þátt í félagsmálum bændastéttarinnar. Einar í Lækjar- hvammi heiðurs- félagi í Jarð- ræktarfélagi Reykjavíkur EINAR ólafsson fyrrverandi bóndi í Lækjarhvammi í Reykja- vík, vai kjörinn heiðursfélagi í Jarðræktarfélagi Reykjavíkur á síðastliðnu vori. Fimmtudaginn 23. ágúst kom stjórn félagsins saman ásamt heiðursfélaganum og nokkrum gestum. þar sem Einari var afhent heiðursskjalið, en það teiknaði listamaðurinn og bóndinn Jón Kristinsson f LamÞ ey. Jarðræktarfélag Reykjavíkur var stofnað 17. október 1891. Einar Ólafsson sem nú er 83 ára, hefur verið formaður þess í 36 ár, en iét af störfum í stjórn félagsins á síðastliðnu ári. Fram undir 1930 voru um 200 félagar í Jarðræktarfélagi, enda voru þó nokkrir bændur á höfuð- borgarsvæðinu. Nú eru félagar 50, það eru aðallega hestamenn og garðyrkjumenn. Núverandi stjórn Jarðræktarfé- lagsins skipa þeir Edwald Malm- quist, Birgir Matthíasson og Helgi Kristófersson. umbúðum. Prófaðu þig *•••* áfram . Finndu þitt bragð. Salmiak-lakkrís, salt lakkrís, mentol eucalyptus eða hreinn lakkrís. Kosta ekki meira en venjulegar hálstöfluri! (32 í pakka) "

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.