Morgunblaðið - 30.08.1979, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 1979
35
starfsþrek og starfsvilji ætti að
ráða því hvort fólki væri sagt upp
störfum, en ekki óréttlát regla
sem í þokkabót stæði jafnvel til að
breyta. Albert sagði að einangrun-
in væri það versta sem gamla
fólkið gæti hent og hvatti hann
því borgarfulltrúa til að sam-
þykkja framkomna tillögu þeirra
Magnúsar L. Sveinssonar.
Guðrún Helgadóttir tók næst til
máls. Hún taldi það fyrirhyggju-
leysi að samþykkja tillögu sjálf-
stæðismanna því að efni hennar
gæti gengið þvert á niðurstöður
nefndarinnar sem hefði málið í
endurskoðun. Hins vegar sagðist
hún sammála Albert Guðmunds-
syni um það að leyfa ætti fólki að
vinna þó að það væri eldra en
sjötíu ára. Sagði hún það skoðun
sína að fólk eldra en sjötíu ára
ætti ekki að gegna embættum,
heldur ætti að útvega því hluta-
starf við hæfi. Að lokum spurði
hún Davíð Oddsson um hvað hann
hefði fyrir sér í því, að harðar
væri gengið eftir því fólki sem náð
hefði hámarksaldri, léti af störf-
um.
Fasta reglu
verður að hafa
Þessu næst talaði Egill Skúli
Ingibergsson borgarstjóri. Sagði
hann að reglunni væri ekki beitt
af meiri hörku nú en verið hefði,
hins vegar gat hann þess að alltaf
væri nokkuð um frávik frá henni.
Taldi hann að einhverja fasta
reglu yrði að hafa að henni yrði
fyigt. Ekki sagði hann heppilegt
að nema umtalaða reglu úr gildi
því að það væri óréttlátt gagnvart
þeim aðilum sem þegar hefðu
verið látnir hætta fyrir aldurs
sakir.
Að máli borgarstjóra loknu tók
Þór Vigfússon til máls. Lýsti hann
ánægju sinni með þau orð Alberts
Guðmundssonar að ekki ætti að
senda gamalt fólk inn í einangrun
ellinnar. Hins vegar kvaðst hann
ekki skilja forsendur þess að
fresta ætti uppsögnum hinna öldr-
uðu starfsmanna. Síðan vakti
hann athygli á undantekningu
þeirri sem verið hefði um margra
ára skeið, að fólk sem hætta ætti
störfum á árinu fengi að vinna til
loka þess árs.
Tillagan flutt
af gefnu tilefni
Birgir ísleifur Gunnarsson tók
næstur til máls. Sagðist hann eiga
sæti í nefnd þeirri sem ynni nú að
endurskoðun á þessari umdeildu
reglu. Gat hann þess að nefndin
hefði, að ósk formanns hennar,
tekið frí frá störfum í sumar og
úrlausnar því ekki að vænta á
næstunni. Sagði hann að fulltrúar
meirihlutans í nefndinni væru lítt
kunnugir þessum málum og þyrftu
því fulltrúar Sjálfstæðisflokksins
oft að upplýsa fulltrúa meirihlut-
ans um, hvað þar væri á ferðinni.
Síðan sagði Birgir að tillaga
þeirra Alberts og Magnúsar væri
flutt af gefnu tilefni, því að nú
væri verið að láta ýmsa hæfa
einstaklinga hætta störfum, ein-
ungis fyrir aldurs sakir. Einungis
væri verið að fara fram á að fresta
þessum uppsögnum þar til að
nefndin hefði lokið sínum störf-
um.
Sigurjón Pétursson tók næstur
til máls. Sagði hann að fulltrúar
meirihlutans í nefndinni væru
ekki áhugalausir um störf hennar,
þrátt fyrir orð Birgis ísleifs
Gunnarssonar. Sigurjón taldi lítið
réttlæti í því að leyfa sumum
mönnum að halda áfram störfum,
þegar ekkert væri hægt að gera
fyrir hina sem þegar hefði verið
sagt upp. Því væri skoðun hans að
reglan yrði að gilda enn um sinn,
því að einhverja reglu yrði að
hafa. Deiluna sagði hann aðeins
standa um það hvort þrír einstakl-
ingar ættu að njóta meira réttlæt-
is en aðrir. Hins vegar myndi
skapast ósamræmi ef að tillaga
sjálfstæðismanna yrði samþykkt
og því væri frávísunartillaga flutt.
Næstur kom upp Albert Guð-
mundsson. Sagði hann að reynt
væri með þessari tillögu að koma í
veg fyrir að það óréttlæti sem
dunið hefði yfir hingað til dyndi
yfir áfram. Ekki eigi að láta það
dynja endalaust yfir. Nú væri því
tilefni til að breyta þessari reglu.
Höggvið á hnútinn
Þá kom upp Sjöfn Sigurbjörns-
dóttir. Hún sagði sig sammála því
að fresta ætti uppsögnum aldr-
aðra starfsmanna Reykjavíkur-
borgar. Flutti hún síðan breyt-
ingartillögu við tillögu sjálfstæð-
ismanna, en sú tillaga var efnis-
lega samhljóða tillögu þeirra Al-
berts Guðmundssonar og Magnús-
ar L. Sveinssonar.
Davíð Oddsson tók næstur til
máls og sagði að sér virtist að
tillaga Sjafnar hyggi á hnútinn og
lagði til að þessi tillaga yrði
samþykkt.
Birgir ísleifur Gunnarsson kom
einnig í pontu og hvatti til að
tillaga Sjafnar yrði samþykkt.
Síðan var tillagan borin undir
atkvæði og samþykkt með átta
atkv. sjálfstæðismanna og Sjafn-
ar, Atkvæði gegn tillögunni
greiddu fulltrúar Abl. og Gerður
Steinþórsdóttir fulltrúi, Fram-
sóknarflokksins.
legur frestur yrði veittur til að
hægt væri að koma málinu í
réttan farveg.
Næst Davíð tók til máls Guðrún
Helgadóttir. Taldi hún til lítils að
ræða þetta mál. Sagði hún að hún
vildi ekki gera borgarfulltrúum
það til hæfis að ræða málið frekar,
en taldi ljóst hvernig að málum
ætti að standa. Sagði hún að
lokum að ráða ætti Elínu því að
auk annars, þá ætti hún stöðu inni
hjá borginni.
Þá tók Gerður Steinþórsdóttir
til máls. Taldi hún að Dröfn hefði
leyfi frá störfum sem fóstra, en
ekki sem forstöðumaður og kæmi
hún því úr fríi sem slík, en ekki
sem forstöðukona. Taldi hún að öll
gögn lægju frammi og því hægt að
taka skýra afstöðu til málsins.
Sagði hún að um tvo umsækjendur
væri að ræða og bæri að velja
annan þeirra og sagðist hún
harma þá tilfinningasemi sem
komin væri í málið.
„Málið snýst
um formhliðina“
Þessu næst tók Ólafur B. Thors
til máls. I upphafi máls síns tók
hann fram að ekki væri verið að
tala um hvort umsækjandanna
væri hæfari til starfans, heldur
snerist málið um formhliðina.
Taldi hann ljóst að í málinu væru
mörg vafaatriði sem athuga bæri
betur. Sjálfsagt væri að taka
málið fyrir að nýju og að athuga
öll gögn betur í millitíðinni. Síðan
sagði Ólafur að ekki væri hægt að
veita einhverjum rétt með því að
brjóta rétt á öðrum.
Þá kom Guðrún Helgadóttir í
pontu. Minnti hún á að þegar
málið hefði verið afgreitt í félags-
málaráði hafði fulltrúi Sjafnar
Sigurbjörnsdóttur greitt atkv.
með ráðningu Elínar Torfadóttur,
en nú færi Sjöfn fram á að
afgreiðslu málsins yrði frestað.
Sjöfn hefði verið í lófa lagið að
setja fulltrúa sinn inn í málið og
láta hann greiða atkv. gegn ráðn-
ingu Elínar. Það hafði hún hins
vegar ekki gert og því væri
frestunarbeiðni hennar skrýtin.
Að máli Guðrúnar loknu kom
Sjöfn Sigurbjörnsdóttir upp.
Sagði hún að sér hafði ekki verið
fært að koma á þann fund felags-
málaráðs sem um væri rætt. Hins
vegar benti hún á það að fulltrúar
Alþýðuflokksins greiddu atkvæði
samkvæmt sinni sannfæringu, á
lýðræðislegan hátt.
Skömmu síðar var frestunartil-
lagan borin undir atkvæði og
samþykkt með fjórtán samhljóða
atkvæðum.
Miðstöð listaverka
að Kjarvalsstöðum
Nokkrar umræður urðu á borgarstjórnarfundinum um tillögu
borgarfulltrúa Abl. um miðstöð listaverka í eigu borgarinnar og
listaverkakaup. Guðrún Helgadóttir kvaddi sér hljóðs og sagði
m.a. að um mikil verðmæti væri að ræða það sem þessi listaverk
væru og kvað hún óþolandi að þau væru eftirlitslaus. eins og þau
væru nú. Taldi hún eðlilegt að verkin væru í geymslu á
Kjarvalsstöðum og undir eftirliti listráðunauts staðarins, meðan
þau ekki hengju uppi. æskilegt taldi hún að verkin skreyttu
stofnanir borgarinnar og væru þar öllum til yndis og ánægju.
Þessu næst tók Sjöfn Sigur- Sagðist hann geta tekið undir
björnsdóttir til máls. Taldi hún
að tillagan væri allra góðra
gjalda verð, en kvað þó greina-
gerð þá sem með henni fylgdi all
kynlega. Sagði hún það rangt
sem í tillögunni segði að enginn
ábyrgur aðili hefði umsjón með
listaverkunum. T.d. væri safn
Jóhannesar Kjarvals í öruggri
geimslu á Kjarvalsstöðum. Bar
Sjöfn síðan upp breytingartil-
lögu, þess efnis að listaverk í
eigu borgarinnar ættu að jafnaði
að varðveitast að Kjarvals-
stöðum og þar í umsjá listráðu-
nauts og stjórnar Kjarvalsstaða,
sem jafnframt ættu að hafa
umsjón með öðrum listaverkum í
eigu borgarinnar.
Hluti tillögu
Alþýðubandalagsins
þegar samþykktar
Þá tók til máls Davíð Oddsson.
hugmyndir þær sem fram hefðu
komið um miðstöð listaverka í
eigu borgarinnar. Sagði Davíð að
árið 1973 hefði verið samþykkt í
borgarstjórn tillaga svipaðs efn-
is, þ.e. um að miðstöð listaverka
í eigu borgarinnar ætti að vera á
Kjarvalsstöðum. Kvað hann að
þessi hluti tillögu Abl. hefði
þegar verið samþykktur. Kvað
hann menn geta sameinast um
breytingartillögu Sjafnar, og
ekki ætti að gera mál þetta að
pólitísku ágreiningsmáli.
Þessu næst tók til máls Guð-
rún Helgadóttir. Sagði hún sér
„lífsins fyrirmunað" að skilja
hver munurinn á tillögum Sjafn-
ar og Abl. væri og sagðist því
geta fallist á tillögu Sjafnar.
Síðan var borin'undir atkvæði
breytingartillaga Sjafnar Sigur-
björnsdóttur og hún samþykkt
með 15 samhljóða atkvæðum.
Opnunartími
sundstaða
Síðasta mál á dag-
skrá borgarstjórnar-
fundarins var tillaga
Alþýðubandalagsins
um opnunartíma
sundstaða rædd nokk-
uð. bór Vigfússon bar
upp tillöguna, sem fól
það í sér að kanna
ætti möguleika á að
hafa sundstaði borg-
arinnar opna um helg-
ar lengur en nú tíð-
kaðist. Einnig bæri að
athuga hvort ekki
væri unnt að opna al-
menningi sundlaugar-
nar í Árbæ og
Breiðholti.
Taldi Þór það fyrirkomulag sem um helgar tíðkaðist viðunandi,
en helgartímann væri nauðsynlegt að lengja. Fulla ástæðu sagði
hann til að gefa þeim sem vildu kost á að synda um helgar, og hin
dýru mannvirki sem sundlaugarnar væru, ættu að vera aðgengileg
sem allra lengst. Einnig sagði Þór nauðsynlegt að kynna fólki
breyttan opnunartíma rækilega með auglýsingum. Sagði hann að
það vekti fyrir tillögumönnum að laða fólk til hollrar og
skemmtilegrar útivistar í borginni og um leið að nýta mannvirki
borgarinnar, sem sundlaugarnar væru.
Hluti tillögunnar samþykktur í íþróttaráði.
Að máli Þórs loknu tók til máls Markús Örn Antonsson (S).
Markús sagðist geta tekið undir margt af því sem Þór hefði sagt.
Sagði Markús að þessi mál hefðu verið lengi á döfinni hjá
borgarstjórn og einnig hefðu farið fram um þessi mál umræður í
íþróttaráði og borgarráði. Árangurinn hefði orðið sá að opnunar-
tíminn hefði verið lengdur, t.d. sunnudagstíminn í Laugardalslaug-
inni. Varðandi þann þátt tillögunnar sem að snýr að sundlaugunum
í Árbæ og Breiðholti, gat Markús þess, að tillaga hefði verið
samþykkt í íþróttaráði þá um morguninn þess efnis að opna bæri
almenningi sundlaugarnar í Árbæ og Breiðholti þann tíma sem
skólarnir störfuðu ekki. íróttaráð hefði lýst sig reiðubúið að annast
laugarvörslu og þ.h. í samráði við forráðamenn skólanna. Þar með
væri sá þáttur í tillögu Alþýðubandalagsins óþarfur, búið væri að
samþykkja þann þátt tillögunnar í íþróttaráði. Að öðru leyti kvað
Markús sig samþykkan tillögunni.
Þessu næst var tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 15
samhljóða atkvæðum.