Morgunblaðið - 30.08.1979, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 1979
9 rússnesk njósnadufl
hafa fundist við landið
RÚSSNESKA njósnaduflið, sem
fannst á reki 30 sjómflum aust-
ur af Horni í síðustu viku er
níunda duflið sömu tegundar,
sem finnst hér við land á undan-
förnum árum.
Hér á eftir verða duflin talin
upp og hvar þau fundust, en
Landhelgisgæzlan hefur haldið
skrá yfir njósnaduflin rúss-
nesku:
1972: Sigurfari VE fann dufl á
reki við Vestmannaeyjar 28.
október.
1975: Tvö dufl fundust rekin
sama dag, 22. febrúar, annað við
Stokksnes og hitt á Landeyjar-
sandi. 2. apríl fannst dufl rekið á
Fossafjöru á Síðu og 3. apríl
fannst annað dufl rekið á fjöru í
Ófeigsfirði á Ströndum. 20. júní
fannst dufl á reki út af Krísuvík-
urbjargi.
1976: Annað dufl finnst á reki
út af Krísuvíkurbjargi nálega
ári seinna eða 22. júní.
1979: Dufl finnst á Þingeyjar-
sandi í Húnafirði 6. maí. Dufl
finnst á reki útaf Horni seinni-
part ágúst.
Ný norsk framleiðsla:
Tölvustýrð handfæravinda
NÝLEGA var kynnt á Kaupstefn-
unni í Laugardalshöll ný hand-
færavinda af gerðinni Autofisker
II. Ilandfæravinda þessi er hin
fullkomnasta að allri gerð og er
m.a. tölvustýrð. Þetta er norsk
framleiðsla og framleiðandinn er
As. Fiskeriautomatikk.
Handfæravinda þessi er tölvu-
stýrð eins og áður sagði, hún lóðar
mw
Hin nýja tölvustýrða handfæravinda er fyrir miðri mynd, en til vinstri
er eldri gerðin. Á myndinni eru þeir Sigurður Guðmundsson
sölumaður hjá ATIAS hf. og T. Christiansen framleiðandi þessara
tækja.
dýpið sjálf og skiptir ekki máli þótt
botninn sé mishæðóttur því vindan
getur látið línuna fylgja botninum.
Handfæravindan er rafknúin og er
hægt að fá hana fyrir breytilegan
straumstyrk.
Þá var einnig kynntur forveri
þessarar handfæravindu og heitir
sú vinda Autofisker. Vinda af þeirri
gerð hefur verið í notkun í íslensk-
um handfærabátum í nokkur ár og
hefur reynst ‘vel hér á landi sem
annars staðar, að sögn fram-
leiðanda þessara tækja. T.
Christiansen, en hann er staddur
hér á landi um þessar mundir. Sú
handfæravinda er að sögn ekki eins
fullkomin og hin nýja og liggur sá
munur m.a. í hinni sjálfvirku
dýptarstillingu nýju handfæravind-
unnar, sem þó er aðeins lítið eitt
dýpri.
Einnig var kynnt á Kaupstefn-
unni ný beituskurðarvél, sem að
sögn framleiðandans er hin full-
komnasta. Hún sker niður beitu í
ýmsum stærðum og lengdum, allt
eftir öngulstærðinni.
Umboðssali fyrir þessi tæki hér á
landi er Atlas hf. að Vestfjörðum
undanskildum, en þar er Júlíus
Helgason umboðsaðilinn.
„Dapurleg tíðindi”
— segir Þór Magnússon um sölu hússins Vesturgata 29
„OKKUR þóttu það óneitanlega
dapurleg tfðindi þegar það
fréttist, að seija ætti húsið, og
einhvern veginn fannst manni
nú að það væri komið í þær
hendur að tryggt væri að það
yrði verndað,1* sagði Þór Magn-
ússon þjóðminjavörður og for-
maður húsfriðunarnefndar f
samtali við Morgunblaðið í gær-
kvöldi. Þór var spurður álits á
þeirri ákvörðun Menningar- og
fræðslusamtaka alþýðu að selja
húsið Vesturgötu 29, en MFA
þá húsið að gjöf frá Þorkatli
Valdimarssyni fyrir ári síðan. í
húsinu bjó á sfnum tíma Ottó N.
Nikuiásson, fyrsti forseti ASÍ,
og var það ástæða þess að
Þorkell ákvað á sínum tfma að
gefa húsið.
Þór Magnússon sagði að það
hefðu þótt gleðileg tíðindi þegar
Þorkell gaf húsið á sínum tíma.
Húsið sagði hann aldrei hafa
verið tekið til umræðu í nefnd-
inni, meðal annars vegna þess að
það væri talið í góðum höndum.
Sagði hann að geta mætti þess
að húsið væri á þeim hluta sem
lagt hefði verið til að yrði vernd-
aður. Þór sagði að það hefði
slegið sig ónotalega þegar hann
frétti um sölu hússins, og sú
spurning hlyti að vakna, hverjir
gætu átt svona hús ef jafn sterk
samtök og hér væri um að ræða
hefðu ekki efni á að þiggja það
að gjöf og láta flikka upp á það.
Sagðist hann vera þeirrar skoð-
unar, að bæði frá verndunar-
sjónarmiðum og frá sögu húss-
ins ættu samtökin að sjá sóma
sinn í að vernda og varðveita
þetta hús. Vert væri að halda
minningu fyrsta forseta ASÍ á
loft á þennan hátt.
Húsfriðunarsjóð sagði Þór
ekki vera sterkan, og hefði hann
í mörg horn að líta, bæði til
viðhalds og stærri verkefna.
Ekki væri þess því að vænta að
hann réði við að kaupa húsið, og
sagði Þór að hann byggist ekki
við því að húsfriðunarnefnd léti
málið til sín taka. Þó gæti hann
ekkert fullyrt um það nú.
Af verkefnum húsfriðunar-
sjóðs sagðist Þór geta nefnt sem
dæmi Norska húsið í Stykkis-
hólmi, kirkju á Rauðasandi,
Neðasta kaupstað á ísafirði, hús
í Flatey og fleira og fleira.
Nýstefnur í
New York og
Rauschenberg
TVÆR bandarískar listsýn-
ingar verða opnaðar á Kjarvals-
stöðum í dag, en sýningarnar
eru haldnar á vegum stjórnar
Kjarvalsstaða og Menningar-
stofnunar Bandaríkjanna. Á
blaðamannafundi sem þessir
aðilar héldu á Kjarvalsstöðum í
gær til að kynna sýningarnar
kom fram meðal annars að
sýningar þessar eru farandsýn-
ingar og hafa verið settar upp í
flestum höfuðborgum Evrópu.
Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, for-
maður stjórnar Kjarvalsstaða,
mun opna sýningarnar í dag og
sendiherra Bandaríkjanna á
Á' sýningu verka Rauschen-
bergs eru 31 grafíkverk, en hann
er formbyltingarmaður og oft
erfitt að flokka listaverk hans í
málverk, höggmyndir eða eitt-
hvað annað. Jafnvel grafíkverk
hans er erfitt að flokka, eins og
gestir á sýningunni munu án efa
sannreyna.
Á sýningunni „The New York
Avant Garde of the 1970‘s“ er 51
mynd, en höfundarnir hafa allir
notið styrks frá stofnun í New
York sem nefnist „Institute for
Art and Urban Resources'*. Sú
stofnun hefur veitt listamönnum
aðstöðu í gömlum byggingum í
Liósm. Mbl. Ól.K.M.
I góða veðrinu í gær var boðið upp á kaffi undir berum himni,
.þegar sýningarnar voru kynntar blaðamönnum.
íslandi, Richard A. Ericson, mun
flytja ávarp. Jass-tríó ‘79 mun
leika við opnunina, en í því eru
Guðmundur Ingólfsson, Guð-
mundur Steingrímsson og
Gunnar Hrafnsson. Þeir munu
einnig leika í húsinu síðasta dag
sýningarinnar, 9. september.
Farandsýningarnar eru ann-
ars vegar grafíkmyndir eftir
Robert Rauschenberg og hins
vegar sýningin: „The New York
Avant Garde of the 1970‘s, sem
á íslensku útleggst sem nýjar
stefnur í New York á sjöunda
áratugnum.
New York, bæði fyrir vinnustof-
ur, sýningarsali og hvers kyns
aðra listastarfsemi.
Eins og fyrr segir eru sýn-
ingarnar komnar hingað fyrir
tilstuðlan Menningarstofnunar
Bandaríkjanna á Islandi, en
forstöðumaður hennar er Paul
J. Saxton.
Um uppsetningu sýninganna
hafa séð þeir Magnús Tómasson
og Sigurður Þórir Sigurðsson.
Sýningarnar eru í vestursal
Kjarvalsstaða og verður opið
alla virka daga kl. 14.00—22.00
fram til 9. september.
Eitt verkanna á sýningunni f vestursal Kjarvalsstaða.
Sumarferð Fríkirkju-
safnaðar í Hafnarfirði
Fríkirkjufólkið í Hafnarfirði
mun fara í árlega ferð sína næsta
sunnudag. Verða lágsveitir Árnes-
sýslu skoðaðar undir leiðsögn
Ágústs Þorvaldssonar á Brúna-
stöðum, fyrrum alþingismanns.
Farið verður um Stokkseyri og
Eyrarbakka og hlýtt á sögu stað-
anna. Séra Sigurður Sigurðarson
tekur á móti ferðafólkinu við
Villingaholtskirkju ásamt framá-
mönnum sóknarinnar. Að lokinni
hátíðarstund í kirkjunni verður
síðan drukkið kaffi í Þjórsárveri,
en þar er þekktur höfðingsbragur
á öllum veitingum, og blandað
geði við heimamenn.
Farið verður síðan upp með
Þjórsá og staðnæmst á Selfossi og
skoðuð söfnin ef tími vinnst til.
Upplýsingar um ferðina eru
veittar í Verzlun Þórðar Þórðar-
sonar Suðurgötu 36, sími 50303,
hjá Ólafi Pálssyni símar 50424 og
52666 og Kristbjörgu Guðmunds-
dóttur sími 53036.