Morgunblaðið - 30.08.1979, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.08.1979, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 1979 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson Ritstjórn og skrifstofur Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla Sfmi 83033 Áskriftargjald 3500.00 kr. é ménuði innanlands. í lausasölu 180 kr. eintakið. Þjóðin hlær Það er beinlínis hlægilegt, þegar Tómas Árnason, fjármálaráðherra, lýsir því yfir digurbarkalega í Morgunblaðinu í gær, að Framsóknarmenn séu „komnir í þær stellingar að segja hingað og ekki lengra“ og ætli nú að fara að stjórna efnahags- og fjármálum þjóðarinnar. Sjálfur var Tómas Árnason stórorður á miðju sumri, lagði fram tillögur um nýja fjáröflun fyrir ríkissjóð og krafðist afgreiðslu á þeim. Því var ekki sinnt. Þá var haft við orð, að samstarfsflokkar Framsóknar hefðu frest fram í ágúst. Nú er sá mánuður að líða og engin merki þess, að stjórnarflokkarnir hafi komið sér saman um eitt eða neitt. Fjármál ríkissjóðs stefna því í enn meira öngþveiti en þau eru þegar komin í undir fjármálastjórn Tómasar Árnasonar. Bersýnilegt er, að núverandi fjármálaráðherra er maður hinna stóru orða — hreystiyrði liggja honum létt í munni en hins vegar verður minna úr verki, þegar til á að taka. Þess vegna brosa menn, þegar Tómas Árnason segir „hingað og ekki lengra". Hvílík tíðindi! Nú er haft við orð, að Framsóknarmenn undirbúi tillögur í efnahagsmálum, sem miði að því, að verðbólgan verði komin niður í 30% í lok árs 1980. Hafa menn heyrt þetta einhvern tíma áður? Töluðu sömu menn ekki um það fyrir 12 mánuðum, að þeir yrðu komnir með verðbólguna niður í 30% nú? Hvað er orðið um það markmið? Dettur Framsóknarmönnum í hug, að einhver taki mark á þeim? Framsóknarflokkurinn ber meiri ábyrgð en nokkur annar stjórnmálaflokkur á þeirri óðaverðbólgu, sem hér hefur geisað allan þennan áratug. Framsóknarflokkur- inn hefur veitt tveimur ríkisstjórnum forstöðu á þessu tímabili. Sú sem nú situr hamast við að slá verðbólgu- met þeirrar fyrri. Um leið og Ólafur Jóhannesson sezt í stól forsætisráðherra fer verðbólgan á skrið. Honum er bersýnilega um megn að veita nokkurt viðnám eða sýna nokkra þá forystu í málefnum þjóðarinnar, sem dugar til þess að halda verðbólgunni í skefjum. Ríkisstjórnin er stjórnlaus og þjóðin forystulaus. Kjósendur hafa gert sér grein fyrir þessu, og kveðið upp sinn dóm yfir þessum verðbólguferli Framsóknarflokksins, meö því að gera hann að minnsta flokki þjóðarinnar. Framsóknarflokkurinn átti aðild að ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum í fjögur ár. Framsóknarmönnum var annt um, að sú ríkisstjórn næði ekki árangri í verðbólgubaráttunni. Þegar ljóst var orðið vorið 1977, að Geir Hallgrímsson hafði minnkað verðbólguna um helming frá því sem hún var þegar hann tók við forsætisráðherraembætti af Ólafi Jóhannessyni, greip formaður Framsóknarflokksins inn í kjarasamninga með afdrifaríkum hætti. Verkalýðsforingjar spurðu, hvernig menn gætu búizt við því, að þeir semdu um minna en það, sem formaður annars stjórnarflokksins taldi eðlilegt að launþegar fengju í kauphækkun. Þannig tóku Framsóknarmenn þátt í því að koma verðbólgu- skriðunni af stað á ný eftir að Geir Hallgrímsson og Sjálfstæðisflokkurinn höfðu náð henni niður um helming. Nú situr ríkisstjórn undir forsæti Ólafs Jóhannesson- ar. Á síðustu þremur mánuðum hefur verðbólguhraðinn verið svo mikill að nemur 70% ef miðað er við heilt ár. Frá byrjun árs til ársloka er gert ráð fyrir, að verðbólgan verði 50—55%. Hún hefur aldrei verið meiri á því tímabili. Ólafi Jóhannessyni er því að takast að slá eigið verðbólgumet. Láta þessir menn sér virkilega til hugar koma eftir það sem á undan er gengið, að einhver taki mark á því, þegar þeir lýsa því yfir digurbarkalega, að nú loksins ætli þeir að segja „hingað og ekki lengra“. Er það nú ekki fullseint sagt? Ovissa um komu Faisals prins: Utanríkisráðuneytið i að gefa eftir vistarver ríkisráðherra Tékkósl ÓVÍST er hvort Saad al Faisal prins af Saudi Arabíu kemur hingað í sumarleyfi ( september, eins og gert hafði verið ráð fyrir. Ástæðan er sú að Hótel Saga hefur afturkallað þá gistingu sem búið var að staðfesta við fulltrúa prinsins, vegna þess að utanríkisráðherra Tékkósló- vakíu mun dvelja í svftu hótelsins þegar hann kemur til íslands í opinbera heimsókn í september og dvelur í tvo daga. Að sögn Ingólfs Guðbrandsson- ar sem staðið hefur að undirbún- ingi heimsóknar prinsins, verður þessi afstaða Hótels Sögu til þess að íslendingar og raunar hótelið sjálft munu missa af tugmilljóna viðskiptum. Prinsinn fyrirhugaði að koma til íslands með 16 manna fylgdarlið og dvelja hér að minnsta kosti í þrjár vikur og að sögn Ingólfs Guðbrandssonar hafði verið samið um það við Hótel Sögu, að prinsinn fengi til afnota fimm svítur í hótelinu auk nokkurra gistiherbergja þann tíma sem hann dveldist hér á landi. „Móttökustjóri Hótels Sögu sýndi mér og fulltrúa prinsins Saiim A. Yones hótelið hátt og lágt og að því loknu óskaði Yones eindregið eftir því að fá gistingu fyrir prinsinn á Hótel Sögu þann tíma sem hann dveldist hér á landi," sagði Ingólfur Guð- brandsson í samtali við Morgun- blaðið í gær. „Daginn eftir stað- festi ég þetta við móttökustjóra hótelsins og lofað var að senda skriflega staðfestingu á skrifstofu mína innan klukkustundar, en þessi gistisamningur við Hótel Sögu var felldur inn í heildar- samning við ferðaskrifstofuna Út- sýn um móttöku prinsins. Eftir þriggja tíma bið gáfumst við Yones upp á því að bíða og ég lofaði að færa Yones staðfesting- una síðar þá um kvöldið. Þegar ég fór svo að grennslast eftir henni lá gistingin alls ekki á lausu og taldi hótelstjórinn öll tormerki á gist- ingu fyrir prinsinn þar sem búið var að lofa utanríkisráðuneytinu stórri íbúð undir utanríkisráð- herra Tékkóslóvakíu þessa tvo daga. Ég óskaði síðan eindregið eftir því að afstaða Hótels Sögu og utanríkisráðuneytisins yrði end- urskoðuð þar sem mikilla hags- muna væri að gæta og hvort ekki væri hugsanlegt að útvega aðrar vistarverur fyrir utanríkisráð- herra Tékkóslóvakíu en það fékk engar undirtektir og hefur verið neitað þverlega," sagði Ingólfur Guðbrandsson og bætti því við að heimsókn prinsins hefði ekki að- eins viðskiptalega þýðingu heldur væri það og mikil landkynning að einn auðugasti og áhrifamesti maður heims veldi ísland til að eyða í sumarleyfi sínu. „Ég hef dvalið erlendis síðustu viku og enn ekkert heyrt frá Salim A. Yones um ákvörðun hans í Smávegis óklárt og strákarnir streða í trollinu, skipstjórinn iætur sitt ekki eftir liggja og er einnig kominn á dekk, sá með húfuna. Haförninn á humar- trolli fyrir austan Eyjar, verið er að hífa og er vængurinn að koma inn. (Ljósm. Sigurgeir Jónasson). Aftur er kastað og nú er afturhlerinn látinn fara. Lítinn humar að fá eftir þj HUMARVERTÍÐINNI lýkur nú um mánaðamótin, en vegna Htill- ar veiði framan af var veiðitíma- bilið framlengt tii loka þessa mánaðar. Humarbátarnir, sem róa frá Hornafirði, hafa fengið ágætan afla og betri humar en fyrr í sumar sfðustu vikurnar. Hjá Vestmannaeyjabátum var þessu hins vegar öfugt farið. Humarvertfðin gekk allvei fram- an af, en í byrjun ágúst breytti um og sfðan hefur aflinn tregast meir og meir. Sigurgeir Jónasson ljósmyndari Morgunblaðsins í Eyjum brá sér á gúmmítuðru sinni austur fyrir Eyjar fagurt ágústkvöld fyrir skömmu, en á þeim slóðum halda humar- og spærlingsbátar sig aðallega. Það var lítið að hafa hjá þeim á Haferninum, en þó eitt- hvert kropp eins og þeir kalla það kallarnir. í Vestmannaeyjablaðinu Dag- skrá er greint frá humarafla til loka júlímánaðar og var hann þá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.