Morgunblaðið - 02.09.1979, Side 27

Morgunblaðið - 02.09.1979, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 1979 27 Jón Ó. Gunnlaugsson fv. stjórnarráðsfulltrííi Fæddur 8. október 1890. Dáinn 23. ágúst 1979. Jón Ól. Gunnlaugsson, fyrrv. stjórnarráðsfulltrúi, lézt á sjúkra- húsi 23. f.m. nærri 89 ára. Hann fæddist 8. október 1890 að Kiðjabergi í Grímsnesi, sonur hjónanna Gunnlaugs óðalsbónda þar Þorsteinssonar kansellíráðs Jónssonar, og eiginkonu hans Soffíu Skúladóttur prófasts Gísla- sonar að Breiðabólsstað í Fljóts- hlíð. Hann stundaði nám í Reykja- víkur menntaskóla en síðan í lýðháskólanum í Askov og loks á Ladelund búnaðarskóla. Að loknu námi 1912 hóf Jón búskap en gekk jafnframt að eiga unnustu sína, Jórunni Halldórsdóttur bónda Jónssonar í Þorlákshöfn. Varð Jón þá bóndi á þrem nafnfrægum býlum næsta áratug, Hjalla í Ölfusi, Minniborg í Grímsmesi og Skálholti í Biskupstungum. Jór- unn dó 1919, aðeins 27 ára, og varð Jón þá afhuga búskap að sinni, þó hann brygði ekki búi í Skálholti að fullu fyrr en 1922. Hafði hann þá tekið við, frá 1. maí 1920, starfi í skrifstofu dóms- og kirkjumála- ráðuneytis og starfaði þar til 1923, er hann tók við starfi í atvinnu- og samgöngumálaráðuneyti og stóð þar um árabii fyrir sjúkramála- deild. Árið 1950 varð Jón aftur starfsmaður dóms- og kirkjumála- ráðuneytis og annaðist hin síðari árin útgáfu Stjórnartíðinda og Lögbirtingablaðs, en hann lét af störfum vegna aldurs eftir ára- mótin 1960—61. Síðari kona Jóns var Ingunn Elín Þórðardóttir í Mýrarhúsum Jónssonar og konu hans Halldóru Jónsdóttur. Ingunn lézt 1968. Jón átti 11 börn, en 7 þeirra lifa hann: Þuríður hjúkrunarfræðing- ur, m. Valdemar Sörensen, Guð- rún Sigríður fulltrúi, m. séra Grímur Grímsson, Halldór ólafs- son aðalgjaldkeri, m. Sigfríður Bjarnar, Kafl fulltrúi, m. Helga Guðmundsdóttir, Þórður cand. mag., ókv., Bryndís deildarstjóri, m. Geir í. Geirsson, Jórunn skrif- stofustjóri, m. Egill Marteinsson. Barnabörn Jóns eru 12 en þeirra börn orðin 16. Hér hefur verið rakinn hinn opinberi starfsferill Jóns Gunn- laugssonar og mundi um margan fullsagt. Jón var hins vegar sam- hliða svokölluðu daglegu starfi slíkur félagsmálamaður, að með ólíkindum er. Hann var á búskap- arárum sínum m.a. í sóknarnefnd og hreppsnefnd í Biskupstungum. Stóð að stofnun U.M.F. Hvöt í Grínsnesi og Málfundafélagi í Þorlákshöfn. Eftir að Jón fluttist til Reykjavíkur urðu félagsmála- störf hans svo margvísleg og umsvifamikil, að ekki verður rakið til hlítar. Hann gerðist einn af forustumönnum góðtemplarasam- takanna um 1935 og varð formað- ur húsfélags bindindismanna og vegna margvíslegra forustustarfa innan þess félagsskapar var hann kjörinn heiðursfélagi st. Framtíð- in nr. 173 og Stórstúku íslands. — Jón var sæmdur riddarakrossi Fálkaorðunnar 1960. Jón Gunnlaugsson var um ára- tugaskeið og til dauðadags í stjórn Elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar, hann var einn helzti forgöngumaður að stofnun hælis- ins í Skálatúni og í stjórn þess um árabil, hann var einn helzti frum- kvöðull að stofnun byggingarsam- vinnufélags Stjórnarráðsins og stóð einnig að stofnun starfs- mannafélags Stjórnarráðsins. Ekki skal þessari upptalningu haldið lengur fram, en ég vil að lokum þakka langt og ljúft sam- starf við hann um tvo áratugi. Jón naut þess að vera þrekmaður og heilsuhraustur svo af bar. Hann var, er Stjórnarráð íslands varð 75 ára í byrjun þessa árs, elztur að árum þeirra starfsmanna þess, er enn voru á lífi, og var er þess afmælis var minnzt enn hrókur alls fagnaðar af hófsemi sinni og mildi. Jafnaðargeð hans var ein- stakt og starfsvilji hans og sam- vizkusemi fágæt. Hann sameinaði það að vera af gamla skólanum, því að horfa alltaf fram á veginn og hafa alltaf kjark til að brjóta upp á nýjum úrræðum, er til bóta horfa. Slíkir eru vormenn íslands. Baldur Möller. í dag kveðjum við Jón Gunnlaugsson fyrrv. stjórnarráðs- fulltrúa en hann var í nær 34 ár í stjórnarnefnd Grundar. Þeir voru allir nánir sam- starfsmenn í Góðtemplararegl- unni, Flosi Sigurðsson trésmíða- meistari, Jón Gunnlaugsson og faðir minn Sigurbjörn Á. Gíslason og þess vegna tók Jón sæti í stjórnarnefnd á Grund 6. sept. 1945. Jón Gunnlaugsson var athugull og ráðsnjall maður, sem gott var að starfa með. Áhugi hans á vandamálum smælingja, aldraða og vanheilla var mikill og lagði hann gjörva hönd á plóginn til úrlausnar mála. Þáttur hans í störfum Góðtemplara var mikill og farsæll og verður efalaust lengi í minnum hafður og þá ekki síður barátta hans og störf í þágu vangefinna, en hann var einn stofnanda Skálatúnsheimilisins í Mosfellssveit. Stjórnarnefnd, starfsfólk og heimilisfólk á Grund, Minni-Grund og í Ásunum fyrir austan kveður góðan vin og sam- herja með söknuði og þakklæti fyrir öll störfin, sem unnin voru fyrir aldraða. Börnum hans, tengdabörnum og öðrum ástvinum færum við inni- legar samúðarkveðjur. Gísli Sigurbjörnsson. Heiðursmaður hefur lokið æfi sinni. Jón Ó. Gunnlaugsson frá Kiðjabergi fyrrv. stjórnarráðsfull- trúi andaðist á Borgarspítalanum 23. ágúst nær 89 ára að aldri. Aðrir munu rekja ætt hans og uppruna og niðjatal. Hér verður aðeins rakinn einn áhrifamikill þáttur í lífsstarfi hans en það er barátta hans að bindindismálum. Jón gerðist félagi í stúkunni Framtíðin nr. 173 I.O.G.T. árið 1935 og gekk þegar til starfa af miklum áhuga í félagsmálum bindindismanna. Alla fjölskyldu sína, frændur og vini kom hann með til starfa í stúkunni, og fyrrum sveitunga sína úr Gríms- nesi og Biskupstungum sem hann gat náð til. Einnig beitti hann sér fyrir bindindisáróðri og stúku- stofnunum í Árnessýslu og víðar um Suðurland. Hann var bjart- sýnn á stór átök í þessum málum. Vann að stofnun fyrir drykjusjúka menn (Kumbravogur) og stofnun barnaheimilis (Skálatún), stofnun sjóðs til styrktar þessum málum, sem sýndist stórátak en verð- bólgan hefir gert að smáum hlut, miðað við krónuupphæðirnar í dag. Ekki vann Jón að þessum mál- um með hávaða eða auglýsinga- skrumi, heldur með rólegri frið- samlegri ýtni og stöðugu starfi. Ekki verður sannað með tölvum hversu mörgum hann bjargaði til heilbrigðs og hamingjusams lífernis, en allir stúkufélagar hans þakka störf hans og kveðja hann með mikilli virðingu.og senda afkomendum hans og venslafólki hjartkærar kveðjur. Blessuð sé minning hans. Gunnar Árnason. Aðlaðandi og eftirbreytnisverð- ur forustumaður. Jón Gunnlaugs- son stjórnarráðsfulltrúi gekk í stúkuna Framtíðina 1935 og hefur verið heiðursfélagi hennar frá 1960 og fulltrúi hennar í stjórn Elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar hafði hann verið í 35 ár er hann varð 85 ára. Ég spurði eitt sinn einn af stofnfélögum Framtíðarinnar (1918), hvenær vegur hennar hefði verið mestur og fékk það svar, að með komu Jóns Gunnlaugssonar í stúkuna hefði risið ný lífsalda. Hann var alla tíð einstakt prúð- menni, látlaus og aðlaðandi og sýndi það sig vel á því, hve margt af hans fólki og samstarfsmönn- um fylgdi honum inn á þá hug- sjónabraut. Öll kynni af Jóni sýndu það greinilega, að hann tók einkunnar- orð Góðtemplara Reglunnar mjög alvarlega. Hann leyndi ekki, að hann taldi orðið bróðir (Reglu- bróðir) leggja sér alvarlega skyldu á herðar gagnvart hverjum slíkum einstaklingi. Einn dag heyrði hann það, að ég var vant við kominn að ná í bíl á réttum tíma austur á Selfoss, að mæta þar til starfs á sýningu. Hann bauð mér þegar sæti í sínum bíl. Seinna vissi ég, að mjög.erfiðar aðstæður átti hann við, er hann var að leggja af stað, en á réttum tíma kom hann, og er að sýningar- hliðinu kom, og ég sá hann ætla að snúa við, spurði ég hann, hvort hann hefði ekki ætlað til Stokks- eyrar, þar sem ég vissi hann hafa umsjá með barnaheimili Reglunn- ar að Kumbaravogi, en hann kvað nei við, sagðist ætla beint heim. Hann hafði sem sagt af bróður- huga metið mest þarfir eins Reglu Bróður. Svona var bróðir Jón Gunnlaugsson bróðir í reynd. Verðleika manns eins og Jóns, kunni maður eins og Gísli for- stjóri Grundar vel að meta, og naut st. Framtíðin þess vel á fundi sínum er Jón varð 85 ára. Þannig njóta félög sem aðrir góðra manna. Ég vildi sannarlega óska þess, að st. Framtíðin bæri gæfu til að eignast marga slíka syni og dætur, til gengis góðs starfs og áhrifa þess útávið. Þótt mjög vanheill væri Jón nú síðustu árin, bar hann samt ljós- lega sína höfðinglegu ró og mann- kærleika tign. Gott fordæmi gaf hann í stúku sinni og í hinum fjölmörgu störfum Reglunnar í heild, sem á honum því óteljandi margt að þakka og biðjum við honum öll fararheilla til ljóssins landa í, Trú, Von og Kærleika. Ingþór Sigurbjörnsson. æðstitemplar, st. Framtíðin. Þeir hverfa héðan úr þessum heimi góðu gömlu félagarnir í Góðtemplarareglunni. Á dögunum var Páll Kolbeins kvaddur í dóm- kirkjunni í Reykjavík, en nú Jón Ó. Gunnlaugsson í sömu kirkju. Báðir þessir góðu og tryggu félag- ar eiga langan starfsdag að baki. Páll var um áratuga skeið emb- ættismaður í Umdæmisstúku Suð- urlands og starfaði á vegum henn- ar í hinum ýmsu þáttum starfsem- innar. Hann var lengst af í stjórn Barnaheimilis templara og Skála- túnsheimilisins og bar ábyrgð á fjárreiðum þessara stofnana. Páll Kolbeins var traustur og góður félagi, sem vann að hugðar- efnum sínum af trúmennsku og kostgæfni. Jón Ó. Gunnlaugsson var mikill persónuleiki. Yfir honum var reisn og virðuleiki eins og frændum hans flestum. Um skeið var Jón umdæmistemplar og í stjórn Um- dæmisstúku Suðurlands um lang- an aldur. í Umdæmisstúkunni vann hann geysimikið starf, stofn- aði nýjar stúkur og átti frum- kvæði að eða tók þátt í að koma á fót margháttaðri starfsemi á veg- um templara á Suðurlandi. Ber þar kannski hæst Barnaheimili templara. Jón Ó. Gunnlaugsson var mikill athafnamaður og þess vegna stundum umdeildur. Allir eru þó sammála um að hann hafi staðið í fremstu röðum Góðtemplararegl- unnar og unnið henni ómetanlegt gagn. Jón var traustur og velviljaður og unni dýpstu hugsjónum Góð- templarareglunnar af alhug. Hann skilur eftir sig spor, sem aldrei gleymast þeim sem þekktu hann, spor, sem vísa öðrum greið- færustu leið um myrka stigu mannlífsins. Báðum þessum góðu félögum þakka eg af alhug fyrir trúmennsku þeirra og virðingu fyrir hugsjónum Góðtemplara- reglunnar, þakka þeim fyrir hátt- prúða framgöngu í hvívetna og fyrir það að mér gafst kostur á að starfa með þeim að hugðarmálum okkar allra. Eg bið þeim allrar blessunar í nýjum heimi. Stefán H. Halldórsson umdæmistemplar. Fyrsta minning mín um Jón Gunnlaugsson, sem á þriðjudag er borinn til grafar, er frá því ég var 7 ára. Það var eitt fyrsta sinn er ég kom til Reykjavíkur og ég hljóp ógætilega út á götu fyrir bíl. Þegar ég komst ómeiddur yfir, þrátt fyrir allt, tók Jón mig í fangið og sagði hlýlega: Svona máttu ekki flýta þér, þótt þú sért svangur. Nú þegar hann er allur, kemur þessi minning í huga minn og hugsa ég líka, að hans verði lengst minnst fyrir ástúð sína til þeirra sem minna máttu sín, barna, gamalmenna og hinna vangefnu. Hann var um áratuga skeið í stjórn Elliheimilisins Grundar og hin síðari ár var hann þar meira og minna viðloðandi, meðal ann- ars sem bókavörður heimilisins. Ekki gátu allir vistmenn notfært sér bækurnar vegna sjóndepru og ellihrumleika, svo hann las fyrir þá og aðra, sem vildu á hlýða, bækur af ýmsu tagi. Veit ég að margir voru honum þakklátir fyrir þetta. Þá var hann meðhjálp- ari við guðsþjónustur á Grund og samrýmdur bæði starfsfólkinu og vistmönnunum. Eins og áður er sagt var hann óvenjulega barngóður og lék hann sér oft við okkur þegar við vorum lítil. Það hlýtur að hafa verið honum þungbært að missa sum barna sinna á unga aldri, en aldrei heyrði ég hann æðrast yfir því. Aftur á móti minntist hann þess oft, þegar hann á æskuárum sín- um var viðstaddur uppboð á mun- aðarleysingjum, en áður en félags- leg forsjá komst á það stig sem við þekkjum, var munaðarleysingjum ráðstafað til þeirra sem buðust til að hafa þá fyrir minnst meðlag og var þá efnt til uppboðs eða undir- boðs á smælingjum þeirra tíma. Þó að það, sem að framan er lýst, hafi gerst fyrir mjög löngu, hafa ýmsir þættir félagshjálpar orðið útundan fram á síðustu ár. Fyrir fáum áratugum voru ekki til nein heimili fyrir vangefin börn. Jón Gunnlaugsson var þá áhrifa- maður í Stórstúkunni og beitti sér fyrir því, að hún kom upp vist- heimili fyrir vangefna að Skála- túni í Mosfellssveit. Þótt fleiri hafi lagt hönd á plóginn, er alveg víst að enginn lagði jafn mikið að sér og hann, bæði við öflun fjár- magns og eins við reksturinn fyrstu árin. Sparaði hann hvorki til þess fé né fyrirhöfn, því þá taldi hið opinbera sér ekki skylt að annast rekstur slíkra heimila, þótt það hafi tekið við öllum rekstri þess síðan. Hélt hann þó ætíð tengslum við Skálatún og var þar síðast gestur á samkomu nú í vor. Hér verður ekki að öðru leyti vikið að fjölbreyttum æfiferli Jóns Gunnlaugssonar, en hin síðustu æviár sín var hann að Brávalla- götu 14 og naut umönnunar Þóru Gísladóttur og Valgerðar móður hennar. Var hann við góða heilsu þar til hann lagðist banaleguna. Minning hans mun lifa í hugum okkar sem þekktum hann og nut- um ástúðar hans. P.S. t Minningarathöfn um ÞÓRUNNI KRISTJANSDÓTTUR, Miöfelli Mosfellaaveit, fer fram frá Fossvogskirkju miövikudaginn 5. september kl. 10.30. Jarösett veröur á Akranesi sama dag kl. 14.00. Syatkini. Faðir okkar og tengdafaðlr, JÓN Ó. GUNNLAUGSSON, fyrrv. atjórnarráöafulltrúi, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunnl í Reykjavík þriöjudaginn 4. september kl. 13:30. Þuríöur J. Sörenaen Vaidemar Sörensen, Guörún S. Jónadóttir, Grímur Grímsson, Halldór Ó. Jónsaon, Sigfríöur Bjarnar, Karl J. Eiríks, Helga Guömundsdóttir, Þóröur Jónsson, Bryndís Jónsdóttir, Geir í. Geirsson, Jórunn Jónsdóttir, Egill Marteinsson. Lokað vegna jarðarfarar, Haraldar Gunnlaugssonar, fyrir hádegi mánudaginn 3. september. G. Ólafsson h.f. Suöurlandsbraut 30, R. t HARALDUR Gunnlaugaaon, verzlunarmaöur, Laufóavegí 10. sem lést 27. þ.m. veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavtk mánudaginn 3. septenber n.k. kl. 10.30. Sesaelja Vaidimaradóttir, börn, tengdabörn og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.