Morgunblaðið - 02.09.1979, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 1979
Sorpeyðingarstöð Suð-
urnesja tekin í notkun
SORPEYÐINGARSTÖÐ Suður-
nesja var 8.1. tekin formlega í
notkun að viðstöddum fjölda
gesta, m.a. sendiherra íslands í
Frakklandi, Einari Benedikts-
syni, og yfirmanni varnarliðsins á
Keflavíkurflugvelli, kaptein
Keen. Jóhann Einvarðsson bæjar-
stjóri f Keflavfk gangsetti stöðina
sem stendur við Hafnarveg innan
svæðis varnarliðsins.
Sorpeyðingarstöð Suðurnesja er
sjálfstætt fyrirtæki í eigu Sam-
bands sveitarfélaga á Suðurnesj-
um og mun hún þjóna öllum
sveitarfélögunum auk varnarliðs-
ins á Keflavíkurflugvelli. Stöðin
eyðir um þrjátíu tonnum af sorpi á
dag en afkastageta hennar ef allar
vélar eru keyrðar á fullu er um
80—90 tonn á dag. Kostnaðurinn
við byggingu stöðvarinnar er um
800 milljónir króna og greiðir
varnarliðið 60% kostnaðarins en
er ekki eignaraðili.
„Það er ekkert spursmál að þessi
sorpeyðingarstöð skiptir miklu
máli fyrir Suðurnesin“ sagði Har-
aldur Gíslason framkvæmdastjóri
Sambands sveitarfélaga á SuÓur-
nesjum.
„Hér er engin mold til að grafa
sorpið í svo allt slíkt veldur mikilli
mengunarhættu hér. Þetta er því
lífsspursmál fyrir okkur því sorpið
eyðist ekki hér í hrauninu."
Haraldur kvað uppi áætlanir um
að nýta þá orku sem myndaðist í
stöðinni við brennsluna. Sagði
hann orkuna jafngilda einu tonni
af olíu á klukkustund, eða 137.000
krónum, en helst kæmi til greina
að nýta hana í sambandi við
fiskmjölsverksmiðju. Kvað hann
ekkert vera ákveðið í þessu efni en
fylgst væri náið með tilraunum á
þessu sviði í Frakklandi.
Mengunin frá stöðinni er lítil
sem engin. Allur reykur er hreins-
aður áÓur en út í andrúmsloftið
Sorpi ekið inn í stöðina
kemur og gjall sem kemur úr
brennsluofninum er aðeins 2% af
því sem inn fer. Er gjallinu ekið í
uppfyllingu víðs vegar í hrauninu
kring um verksmiðjuna.
Að lokinni athöfninni við sjálfa
stöðina var haldið til síðdegis-
drykkju þar sem Albert K. Sanders
formaður stjórnar Sorpeyðingar-
stöðvarinnar, kaptein Keen og
Haraldur Gíslason fluttu ávörp.
Ákvörðun um byggingu sorpeyð-
ingarstöðvar á SuÓurnesjum var
tekin 23. maí 1977. Verkið var
síðan boðið út og var tilboði frá
franska fyrirtækinu Laurent
Bouillet Industrie tekið og var
forstjóri þess fyrirtækis viðstadd-
ur athöfnina í gær. Bygging sjálfr-
ar stöðvarinnar hófst 25. ágúst
1978.
I stjórn Sorpeyðingarstöðvar
Suðurnesja sitja Ellert Eiríksson,
Albert K. Sanders, Eiríkur Alex-
andersson, Gylfi Gunnlaugsson
Þórður Gíslason, Gunnar Jónsson
og Jósef Borgarsson.
Auk þess sem Sorphreinsunar-
stöðin hefur keypt sorphreinsunar-
bifreið fyrir móttöku á sorpi frá
öllum sveitarfélögunum á Suður-
nesjum verða staðsettir stórir
sorpkassar við stöðina á kvöldin og
um helgar. Tveir starfsmenn hafa
verið ráðnir til stöðvarinnar, þeir
Helgi Guðleifsson og Sigurður Ög-
mundsson.
Jóhann Einvarðsson bæjarstjóri í Keflavík gangsetur Sorpeyð-
ingarstöðina. Myndir Heimir Stígsson.
Glæsilegt skrifstofu-, iönaöar- og
lagerhúsnæði er til leigu aö Vatna-
göröum 14, Reykjavík. Lysthafendur
geta leitað upplýsinga á staönum
milli kl. 5—7 alla daga eöa í símum:
35631 — 19130 og 42889.
Saumið sjálf
Skermanámskeiöin eru aö hefjast.
SAUMAKLÚBBAR
— KVENFÉLAGASAMTÖK
Sendum kennara á staöinn.
Leitiö upplýsinga.
Höfum allt sem til þarf
Luxemborg
3 stærölr
Langamma
10 stærölr
StBÉ&ííi
Augna grlnd
12 stærölr
UPPSETNINGABUÐIN „
Hverfisgötu 74 Sími 25270 Reykjavík.
Bullworkerþjálfun!
Skjót og örugg aðferð
til aö byggja upp vöövastæltan líkama
Markviss þjálfun aöeins 5. mínútur
á dag.
JA
Æfingaspjald og
24 síöna skýring-
arbæklíngur
fylgja hverju
tœki. Islenzkar
Þýöingar má
klippa út og líma
á spjaldiö
aöeins 5. mínútur á
dag til aö byggja upp
vöövastæltan líkama.
Innbyggður
AFLMÆLIR
•ýnir bár fré
degi til dags
að pðr vex próttur
LíkamsÞjálfunartaekiö BULLWORKER
hefur náö vinsældum almennlngs í öllum aldursflokkum. Þaö telst tll aöalkosta tækislns aö þaö hentar fólki sem hefur lítinn
tíma til íþrótta- og leikflmlsiökana, vegna annrtkis og það hefur jafnframt vakiö veröskuldaöa hrifningu þeirra, sem höföu gefist
uþp á öllu ööru en aö láta reka á relöanum og héldu slg alls óhæfa til aö ná nokkrum árangrl i líkamsrækt. Æfingarnar eru ekkl
einungis ótímafrekar — tækió vekur líka furöu manna vegna þess hve lítillar áreynslu æfingaíökanir meö því krefjast og hve
árangur af þeim er samt skjótur og óvófengjanlegur. Rannsóknir hafa sýnt aö meö 60% orkubeitingu næst 4% vöövastæling á
viku hverri þar til hámarklö hefur náöst. Þaö sem Bullworker-æfingar hafa komlö til leiöar hjá öörum geth þær líka áorkaö hjá
þér. í hverrri æfingu njóta slaklr vöövar góðs af auknu blóöstreymi, sem flytur með sér súrefni og sópar Durt eiturefnum. Allur
líkaminn hlýtur ábata af að aukakflóin fara aö brenna upp og líðan þín stórbatnar.
Þér er boöiö að kauþa Bullworker gegn skilatryggingu. Vlljiröu elnhverra hluta vegna ekki halda tækinu, er þér trjálst aö skila
því ásamt veggspjaldinu og krefjast endurgreiöslu innan 14 daga frá móttöku þess.
SENDUM ÓKEYPIS 24
SÍÐNA LITMYNDA-
BÆKLING.
Pöntunarsími
44440,
kl. 10—4 í dag
og alla virka
daga.
14 daga skilatrygging
Við skorum á Þig að reyna Bullworker i tvœr vikur, halda pví, ef Þú
sannfærist um kosti Þess innan 14 daga, en skila Því ella meö
æfingaspjaldinu og krefjast endurgreiðslu. Viljirðu eingöngu fá
upplýsingar um tœkiö til Þess aö geta áttaö pig betur áöur en pú
ákveöur Þig, munum viö senda Þér bæklinginn. Geröu okkur grein
fyrir hvaö pú vilt á afklippingunum hér ffyrir neöan, — og svar okkar
berst pér fljótlega.
Póstverzlunin
Hdmaval
pósthólf 39,
202 Kópavogi.
• Sendu afklippinginn sem beiðni um nánari
upplýsingar ón skuldbindingar EÐA sem
pöntun gegn póstkröfu með 14 daga skilarétti
frá móttöku tækisins.
• Sendíð mór:
□ Upplýsingar
□ ...stk. Bultworker
NAFN
I
I
II
I 1
Buliworker gerir þér
kleift að verða hreykinn
af líkamshreysti þinni.
HEIMILISFANG
1
m
[