Morgunblaðið - 15.09.1979, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.09.1979, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 1979 DÓMKIRKJAN: Kl. 11 messa. Sr. Hjalti Guðmundsson. LANDAKOTSSPÍTALI: Kl. 10 messa. Organleikari Birgir Ás Guðmundsson. Sr. Hjalti Guð- mundsson. Ásprestakall: Messa kl. 11 árd. að Norðurbrún 1. Sr. Grímur Grímsson. ÁRBÆJARPRESTAKALL: Guðsþjónusta í safnaðarheimili Árbæjarsóknar kl. 11 árd. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. BREIÐHOLTSPRESTAKALL: Guðsþjónusta í Breiðholtsskóla kl. 11. Sr. Jón Bjarman. BÚSTAÐAKIRKJA: Messa kl. 11 árd. Organleikari Guðni Þ. Guðmundsson. Sr. Ólafur Skúla- son, dómprófastur. FELLA- og Hólaprestakall: Guðsþjónusta í safnaðarheimil- inu að Keilufelli 1 kl. 11 árd. Sr. Hreinn Hjartarson. FRÍKIRKJAN í Reykjavík — Messa klukkan 14. Organisti Sigurður ísólfsson. Prestur séra Kristján Róbertsson. GRENSÁSKIRKJA: Messa kl. 11. Organleikari Jón G. Þórar- insson. Almenn samkoma n.k. fimmtudag kl. 20:30. Sr. Halldór S. Gröndal. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Þriðjudagur: Bænaguðsþjónusta kl. 10:30. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Karl Sigurbjörnsson. LANGHOLTSPRESTAKALL — Guðsþjónusta klukkan 14. Sóknarnefnd. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11 árd. Kirkjuklukkurnar teknar í GUÐSPJALL DAGSINS: Lúk. 17.: Tíu líkþráir. LITUR DAGSINS: Grænn. Litur vaxtar og þroska. notkun. Organisti Orthulf Prunner. Prestarnir. LAUGARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Þriðjudagur 18. sept.: Bænastund kl. 18. Sóknarprest- ur. NESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Orgel og kórstjórn Reynir Jónasson. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. FÍLADELFÍUKIRKJAN: Almenn guðsþjónusta kl. 8 síðd. Clarense Glad boðinn velkominn frá Jerúsalem. Fórn til trúboðs- ins. Einar J. Gíslason. GRUND elli- og hjúkrunar- heimili: Messa kl. 2 síðd. Séra Þorgrímur V. Sigurðsson mess- ar. Fél. fyrrv. sóknarpresta. DÓMKIRKJA KRISTS Kon- ungs Landakoti: Lágmessa kl. 8.30 árd. Hámessa kl. 10.30 árd. Lágmessa kl. 2 síðd. Alla virka daga er lágmessa kl. 6 síðd. nema á laugardögum, þá kl. 2 FELLAHELLIR: Kaþólsk messa kl. 11 árd. GARÐAKIRKJA Guðsjónusta kl. 11 árd. Oddur Albertsson aðstoðaræskulýðsfulltrúi, tekur þátt í athöfninni. Séra Bragi Friðriksson. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagaskóli kl. 10 árd. — Helgunarsamkoma kl. 11 árd. Klukkan 20 bæn og hjálpræðis- samkoma kl. 20.30. KÓPAVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. árd. Sr. Þorbergur Kristjánsson. KAPELLA ST. Jósefssystra í Garðabæ: Hámessa kl. 2 síðd. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Messa kl. 2 síðd. Sóknarprestur. FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: Guðsþjónusta kl. 2 síðd. Safnað- arstjórn. KAPELLA ST. Jósefsspitalans Hafnarfirði: Messa kl. 10 árd. KARMELKLAUSTUR: Hámessa kl. 8.30 árd. Virka daga er messa kl. 8 árd. KEFLAVÍKURKIRKJA: Sunnudagsskólastarfið hefst kl. 11 árd. Sóknarprestur. AKRANESKIRKJA: Barnasamkoma kl. 10.30 árd. Messa kl. 2 síðd. Séra Björn Jónsson. Á morgun, sunnudaginn 16. september, verða nýjar kirkju- klukkur teknar í notkun i Háteigskirkju við messu, er hefst kl. 11 árdegis. Verður þá flutt ávarp ásamt viðeigandi athöfn og söng. Siðan verður klukkunum samhringt. Kirkjuklukkurnar eru fjórar og voru þær steyptar af klukku- gerðarmönnum Koninklijke Eijsbout í Asten á Hollandi, sem steypt hafa klukkur fyrir kirkjur víða um heim. Hérlendis eru klukkur Hi.llgrímskirkju i Reykjavík og Kristskirkju í Landakoti frá þessari klukkugerð. Sá hún einnig um uppsetningu ásamt starfsmönnum frá byggingafélaginu „Ármannsfell", en Einar Þorbjörnsson, verkfræð- ingur, hafði yfirumsjón með verk- inu. Inntu allir þessir aðilar starf sitt af hendi með miklum ágætum. Háteigskirkja hefir verið án kirkjuklukkna þar til nú. Fyrir tveim árum var ákveðin útvegun 1 Garðastræti 45 Símar 22911—19255. Nýjar kirkjuklukk- ur 1 Háteigskirkju klukknanna. Kvenfélag Háteigs- sóknar hafði þá heitið fjárstuðn- ingi, sem varð til þess, að hafist var handa. Hefir kvenfélagið lagt fram 2 millj. króna, sem safnað hefir verið með kaffisölu og bösur- um og að auki 1 millj. króna úr minningarsjóði félagsins. Einnig hafa nokkrir úr söfnuðinum lagt fé af mörkum, en megin hluti kaupverðsins hefir þó verið greiddur með safnaðargjöidum til kirkjunnar og lánsfé. Er nú kirkjunni fjár vant. Mun mjög vel þegið, ef safnaðarfólk í Háteigs- söfnuði og aðrir velunnarar kirkjunnar vildu styrkja kirkjuna með fjárframlögum. Öllum, sem stuðlað hafa að því að kirkju- klukkurnar eru nú komnar og fá hljómað, eru færðar alúðarþakkir. (Frá Háteigskirkju) Fjöldi ungra sjátístæðismanna á SUS-þinginu á Húsavík SUS-þinginu, sem hófst á Húsa- vik, verður fram haldið i dag og munu nefndir starfa, auk þess sem almennar umræður verða um stefnumótun og starfsemi Sambandsins. í kvöld verður sameiginlegt borðhald allra þing- fulltrúa á Hótel Húsavík. þar sem Birgir ísleifur Gunnarsson, formaður framkvæmdastjórnar Sjálfstæðisflokksins, flytur ræðu. Einnig flytur ávarp Katrín Eym- undsdóttir, bæjarfulltrúi á Húsa- vík. Þingið var sett í gærkvöldi, er Jón Magnússon formaður SUS fiutti ræðu, bauð þingfulltrúa ’.f! Romna og gerði grein fyrir störfum Sambandsins undanfarin tvö ár, eða frá þinginu í Vest- mannaeyjum árið 1977. Þá flutti Halldór Blöndal formaður Kjör- dæmissamtaka Sjálfstæðisflokks- ins í Norðurlandskjördæmi eystra einnig ávarp. Að því loknu voru almennar umræður og síðan skipt- ust þingfulltrúar niður í ýmsar starfsnefndir þingsins, auk þess sem kjörbréfanefnd og uppstill- ingarnefnd tóku til starfa. SUS-þinginu á Húsavík lýkur á morgun, sunnudag, með því að kjörinn verður formaður og stjórn SUS til tveggja ára. Fjölmargir þingfulltrúar voru komnir til Húsavíkur þegar í gær, en búist er við að allt að 170 ungir sjálfstæðismenn muni sækja þing- ið, alls staðar að af landinu. Þetta er XXV. þing SUS sem haldið er frá upphafi, en Samband ungra sjálfstæðismanna var stofnað árið 1930. 2ja herb. nýtízku íbúðir viö Kríuhóla og Vesturberg. 3ja herb. um 70 fm. kjallaraíbúö. Lítiö nlöurgrafin viö Sogaveg. Laus nú þegar. Sandgeröi Einbýli 200 fm. Húsinu er vel við haldlö. Lúxua sér hæö Um 150 fm. sér hæð auk bAskúrs í austurbæ Kópavogs. ibúöin er í smíöum tilbúin undir tréverk og málningu. Nánari upplýsingar aöeins á skrifstofu vorri. Á kaupendaskrá um 300 kaupendur aö öllum stæröum og gerðum eigna. í sumum tilfellum allt aö staðgreiösla fyrir réttar eignir. Ath. makaskipti m.a. á glæsilegum sér hæöum og einbýlishúsum. Jón Arason, lögmaöur, málflutn- ings- og fasteignasala. Opið laugardag 1—5. Selfoss tilb. undir tréverk Vorum aö fá í sölu 12 íbúðir f fjölbýlishúsi á Selfossi. íbúöirnar seljast tilb. undir tréverk og eru 2ja—5 herb. Hægt er aö fá bílskúra keypta meö hverri íbúö ef óskaö er. íbúðirnar veröa afhentar í sept. 1980. Fast verð. Seljandi bíður eftir húsnæðis- málaláni. Hagstæðir greiðsluskilmálar. Teikningar og allar nánari uppl. á skrifstofu okkar. Krtetján öm JónMon, Miustj. riGNAVCR sr Suöurlandsbraut 20, aímar 82455 — 82330, 5 umsóknir um embætti borgardómara NÝLEGA rann út umsóknar- frestur um embætti borgardóm- ara i Reykjavík. Umsækjendur eru fimm: Frið- geir Björnsson, settur borgardóm- ari, Garðar Gíslason, settur borg- ardómari, Hjalti Zophaniasson, deildarstjóri í dómsmálaráðuneyt- inu, Steingrímur Gautur Kristj- ánsson, héraðsdómari í Hafnar- firði, Valtýr Sigurðsson, aðal- fulltrúi í Keflavík. Hvít jörð Húsavik 13. september. í MORGUN var jörð alhvít og trjágreinar svignuðu undan snjó. Þegar á daginn leið tók upp við ströndina en inn til landsins er allt hvítt að sjá og samkvæmt upplýsingum frá Ljósavatnsskarði er þar snjór yfir öllu. Fréttaritari. ÁSGARÐUR GARÐABÆ Góö 3ja herb. risíbúö í tvíbýlis- húsi. 45 ferm bflskúr fylgir. Verö ca. 20 mlllj. MARÍUBAKKI Glæsileg 3ja herb. íbúö á 2. hæö. Sér geýmsla, sér þvotta- hús. Verö ca. 23 millj. KRÍUHÓLAR 2ja herb. íbúö á 3. hæö. Verö 16 millj. HRAUNBÆR 3ja herb. íbúö 90 ferm. Verö ca. 22 mlllj. KJARRHÓLMI 3ja herb. íbúð á 2. hæö. Verö ca. 22 millj. VESTURVALL AGATA 3ja herb. íbúð á jaröhæö 75 ferm. Sér inngangur, sér hiti. Útb. 12—13 millj. KLEPPSVEGUR 4ra herb. íbúö 110 ferm. 3 svefnherb. KRÍUHÓLAR Góö 3ja herb. íbúö ásamt bflskúr. SKERJAFJÖRÐUR 3ja herb. íbúö 75 ferm. (sam- þykkt). Verö 16—17 millj. SKERJAFJÖRÐUR 3ja herb. íbúö á jaröhæö ca 70 ferm. Útb. 10—11 millj. HVERAGERÐI Einbýlishús 136 ferm. 4 svefnherb. HVERAGERÐI Fokhelt einbýlishús 130 ferm. Teikningar og uppl. á skrifstofunni. EINBÝLISHÚS — RAÐHÚS í Grindavík og Sandgerði. VEGNA MIKILLAR SÖLU UND- ANFARIO VANTAR OKKUR ALLAR STÆRÐIR FASTEIGNA Á SÖLUSKRÁ. HÖFUM KAUP- ENDUR MEÐ MIKLAR ÚT- BORGANIR AO: 2ja og 3ja herb. íbúöum, 3ja herb. íbúöum meö bflskúr. Útb. mikil. 4ra og 5 herb. íbúöum og sérhæöum meö eöa án bflskúrs. Einbýlis- húsum og raðhúsum á Reykja- víkursvæöinu, Kópavogi, Hafn- arfiröf og Mosfellssveit. Pétur Gunnlaugsson, lögfr. Laugavegi 24, slmar 28370 og 28040.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.