Morgunblaðið - 15.09.1979, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.09.1979, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 1979 Fiskvinnslan: Milljarða sparnaður Hagræðingin í fiskvinnslunni er sífellt að komast á hærra stig, og nú síðast hefur tölvuvæðing átt sér stað. IBM kynnti nýlega sérstakt tölvukerfi þar sem hugbúnaðurinn er algjörlega hannaður af íslenskum aðilum. Byggist kerfið á því að taka upp skráningu upplýsinga við hvert vinnslustig og má þannig fá upplýsingar með skjótum hætti um það hver nýtingin er á hverjum stað og er þá hægt að grípa inn í ef eitthvað fer úrskeiðis. Af skráningarþáttum má sem dæmi nefna vigtarskráningu, framleiðslueftirlit og lagerskráningu. Til að auðvelda stjórnendum eftirlitið með vinnslu hverrar afurðar og pakkningar getur hann séð á skermi hver nýt- ingin er samanborið við t.d. meðalnýtingu fyrir lengra tímabil og eins hver nýtingin ætti að vera samkvæmt upp- lýsingum framleiðenda fisk- vinnsluvéla. Þetta bætta upp- lýsingastreymi leiðir einnig til þess að mun minna fer nú í yfirvigt en áður. Hægt er að tengja stimpilklukkur við tölv- una og hefur það að sjálfsögðu mikla þýðingu í sambandi við framlegð, launauppgjör og skiptingu launakostnaðar á deildir. Er hér um mjög stórt stökk að ræða fram á við og má í því sambandi nefna að ef bæta má nýtinguna fyrir heildina um 2% þá sparast álíka upphæð og einn skuttog- ari kostar í dag. ísbjörninn og Utgerðarfélag Akureyringa eru brautryðjendur á þessu sviði hérlendis og er þetta enn eitt dæmið um þá hagræðing- arstarfsemi sem sífellt er unn- ið að í fiskvinnslunni. Það er athyglisvert að hér er algjör- lega um íslenskt hugvit að ræða og væri því vel athug- andi hvort ekki mætti nýta þetta kerfi í öðrum atvinnu- greinum s.s. almennum verk- smiðjuiðnaði eða þá að hefja útflutning á því til nágranna- landanna. Skráning í vinnslusal, Nýjar útflutn- ingsafurðir ÁRIÐ 1975 var fyrirtækið Bjallaplast h.f. stofnað á Hvolsvelli af nokkrum einstaklingum og sveitarfélag- inu. Framkvæmdarstjóri fyrirtækisins er Jóhannes Pálsson en starfsmenn eru átta. Þar sem fyrirtækið hefur farið ótroðnar slóðir við framleiðslu og markaðs- öflun lék viðskiptasíðunni forvitni á að afla frétta og vita hvernig til hefði tekist. Jóhannes sagði að framleiðslan hefði frá upphafi beinst að þremur afurðum þ.e. rafbúnaði fyrir íbúð- arhús, lyfjaglösum og rafgeyma- klóm. Lyfjaglösin eru hugmynd hans og eru með sérstöku öryggis- loki. Einkaleyfis hefur nú verið aflað í 13 löndum og hér á landi hefur viðkomandi ráðuneyti gefið út regluráðuneyti þar sem segir að nota eigi þessi glös undir hættuleg lyf. Ætti ekki að vera vanþörf á slíku þar sem m.a. 70% slysa barna undir 3ja ára aldri orskaast af því að þau hafa náð í lyf. Junior Chamber hreifingin hefur prófað þessi glös á barnaheimilum í Kópavogi og var niðurstaðan mjög jákvæð. Það sýnir hins vegar vel aðstöðuleysi íslenskra fyrirtækja að þessi hugmynd er um fjögra ára gömul en framleiðslan hófst fyrst í lok síðasta árs sagði Jó- hannes. Fyrirtækið hefur í raun aldrei náð sér reglulega á strik þrátt fyrir góðan vilja hrepps- nefndarinnar. Miklir möguleikar eru að fá lán hjá lánastofnunum til húsbygginga en almennt fer minna fyrir þeim þegar kaupa á vélar svo ekki sé minnst á fjár- mögnun þátta eins og vöruþróun- ar og markaðsleitar. Helstu framtíðarverkefni okkar eru uppbygging og endurnýjun framleiðslutækja svo og markaðs- leit erlendis fyrir rafgeymaklærn- ar og lyfjaglösin. Það er erfitt að byggja upp iðnfyrirtæki með ein- hverja afkastagetu hér á landi því allir virðast trúa á bílskúrsiðnað- inn enda gera þeir það gott sem hann stunda, sagði Jóhannes Páls- son að lokum. Tólf hjóla dráttarvél Sumir halda því fram að allt sé svo stórt í henni Ameríku. Til að sanna að eitthvað sé til í þeirri staðhæfingu birtist hér mynd af 12 hjóla John Deere dráttarvél sem er framleidd fyrir vestan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.