Morgunblaðið - 15.09.1979, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 15.09.1979, Blaðsíða 48
LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 1979 á ritstjórn og skrifstofu. 10100 P«rgnnbl«kjt Sími á afgreiöslu: 83033 |H*r0untiIn&ib Bandaríkjastjórn heimilar breytingar á Atlantshafsflugi Flugleiða: Helmingurferðanna framhjá íslandi BANDARÍSK ílugmálayfirvöld hafa gefið leyfi sitt fyrir því að Flugleiðir megi fljúga beint frá Bandaríkj- unum til Luxemborgar í 50% ferða sinna. Ákveðin skilyrði fylgja þó ákvörðun Bandaríkjamanna og meðal annars hafa Flugleiðir fengið boð um nýja lendinga- staði og yrði ákveðinn fjöldi ferðanna beint til Luxemborgar að fara í gegnum þessa staði, sem eru Cleveland og Detroit. Flugleiðir fóru síðastliðið vor fram á að mega fljúga hluta ferða sinna frá Bandaríkjunum án við- komu á íslandi. Með því sparast umtalsverðar upp- hæðir, m.a. í eldsneyti og lendingagjöldum. Fyrir nokkru barst jákvætt svar frá þar til bærum yfirvöld- um í Bandaríkjunum og eru þessi mál nú í nánari at- hugun hér á landi. Flugleiðir fljúga nú frá Keflavík til New York, Chi- cago og Baltimore, en sam- kvæmt leyfum Bandaríkja- manna mega þeir nú fljúga yfir ísland í annarri hverri ferð sinni að meðaltali. Er í því sambandi miðað við ferðafjölda á ári, þannig að samkvæmt leyfum frá Bandaríkjunum gætu þeir lent á íslandi í öllum ferð- um sínum í hálfan mánuð, en síðan flogið yfir næsta hálfa mánuðinn. Slíkt fyr- irkomulag yrði þó varla samþykkt af hálfu ís- Flugleiðir með áætlun til Kairó? FRAMUNDAN eru viðræður egypsk flugmálayfirvöld um loftferðasamning milli ís- lands og Egyptalands. Að sögn Ragnars Arnalds sam- gönguraáðherra er unnið að undirbúningi viðræðna í ráðuneytinu þessa dagana. Flugleiðir munu hafa áhuga á að taka jpp áætlun- arfiug milli Luxemborgar og Kairó og síðan jafnvel eitt- hvað áfram. lenzkra yfirvalda, sem munu í máli þessu gæta þess að eðlilegar samgöng- ur haldist vestur yfir haf. Eins og áður sagði eru Flugleiðum sett ákveðin skilyrði eða valkostir og m.a. þarf félagið að taka upp áætlun til Cleveland eða Detroit. Þarf ákveðinn fjöldi ferðanna beint til Luxemborgar að fara frá þessum stöðum. Ekki er ólíklegt, ef af þessu verður, að flug á þessa staði verði tengt þeim stöðum sem Flugleiðir fljúga nú til vestan hafs. í GÆR var unnið að síldar- söltun í báðum söltunar- stöðvunum á Höfn i Horna- firði fram á kvöld og síld var fryst fram undir mið- nætti. Hópur fólks vinnur þessa dagana að síldarsölt- un á Höfn en nær 30 bátar eu nú á reknetaveiðum. Ljósm. Jens. Höfn Hornafirði, 14. september. MJÖG GÓÐ sildveiði var í gær á miðum reknetabátanna úti fyrir Austur- og Suðurlandi og er þetta besti veiðidagurinn á vertiðinni fram til þessa. Alls var landað á Höfn i gær 2630 tunnum og er sildveiðin á vertíðinni þá orðin alls liðlega 9000 tunnur. Bátarnir sem stunda þessar veiðar eru nú orðnar fast að 30 og fengu nokkrir þeirra yfir 300 tunnur i gær. Má gera ráð fyrir að bátarnir verði við þessar veiðar fram í nóvember en alls mega þeir veiða 15000 tunnur af sild. —Jens. F jár lagaf r u m varpid: N iðurstöðutölur um 330milljarðar NIÐURSTÖÐUTÖLUR fjárlaga- frumvarps rikisstjórnarinnar, sem fjallað var um á aukafundi rikisstjórnarinnar i gær, eru um 330 milljarðar króna og er þá talin með lántaka sú, scm nýlega fékkst heimild fyrir með bráða- birgðalögum, en hún nemur 4,5 milljörðum króna. Fjárlög, sem afgreidd voru á Alþingi 22. desember í fyrra eftir' að Tómas Árnason fjármálaráð- herra hafði hótað að segja af sér ef Alþýðuflokkurinn stæði ekki að afgreiðslu fjárlaga fyrir jólin, námu 209 milljörðum króna. Hækkun fjárlagafrumvarpsins frá fjárlögum í fyrra er því 57,9%. Frá fjárlögum 1978 og til fjárlaga- frumvarpsins nú, en fjárlög 1978 voru síðustu fjárlög ríkisstjórnar Geirs Hallgrímssonar, er hækkun- in 136,6%. Niðurstöðutala fjárlaga fyrir árið 1978 var 139,5 milljarðar króna. Forsendur fjárlagafrumvarps- ins nú eru m.a. þær, að verðbólgan verði 30% í árslok 1980, eins og stefnt skyldi að með núgildandi fjárlögum að yrði við lok þessa árs. Fiskverðsákvörðun fyrir 1. október: Sjómenn munu gera kröfu um sömu hækkun og bændur „ÞESSI ákvörðun stjórnvalda um hækkun búvöru, leiðir til þess óhjákvæmilega, að t.d. sjómenn munu gera miklu ákveðnari kröfur um fullar bætur og jöfnuð við iaunahækkanir annarra og þá m.a. þær hækkanir, sem bændur hafa fengið bæði á þessu ári og hinu síðasta,“ sagði Ingólfur Ingólfsson, forseti Farmanna- og fiskimannasambands íslands, i samtaii við Morgunblaðið i gær, er hann var spurður álits á búvöruhækkuninni, er ríkisstjórnin hefur ákveðið að komi tii framkvæmda á mánudag. Ingólfur Ingólfsson kvað því ekki verða á móti mælt að sjó- menn hefðu farið verulega hallir frá samanburði við tekjuhækkun annarrs starfsstétta. Kvað hann b;. • . raun undirstrika afstöðu stjórnvalda í málinu. „Nú á þessu hausti," sagði Ingólfur, „þegar verðákvarðanir verða teknar, þá hlýtur þetta að verða þess vald- andi að kröfum verður stillt á þar.n veg, að sjómenn fái fulla leiðréttingu sinna kjaramála.“ Ingólfur kvað óhjákvæmilegt að sá hluti fiskverðs, sem tekinn hefði verið út úr skiptum kæmi nú inn í skipti. Mundu sjómenn reyna að endurheimta það og einnig annað sem eftir hefði setið. „Það er ekki bara því sem munar, heldur verulega meiru," sagði Ing- ólfur, en kvað aðspurður enn ekki ljóst nákvæmlega hve miklu mun- aði. Væri það m.a. vegna þess, að útreikningar annarra væru „meira og minna villandi og í sumum tilfellum vísvitandi rangir í opin- berum plöggum. Því stendur yfir athugun á því, hver raunveruleg hækkun þessara hópa hefur verið og munum við miða okkar kröfur við það og að fullum jöfnuði verði náð.“ Að undanförnu hafa fundir ver- ið haldnir í yfirnefndinni um almenn fiskverð og einnig síldar- verð, en það hefur ekki verið ákveðið, þó svo að síldveiðar í reknet hafi byrjað 20. ágúst sl. Við ákvörðun fiskverðs 1. október þarf m.a. að taka tillit til olíuverðs þá og olíugjaldsbreytingar. Olíu- gjaldsbreytingin, sem ákveðin var með bráðabirgðalögunum 20. júlí sl. fellur niður um næstu mánaða- mót, en 7% olíugjaldið stendur áfram. 18 þúsund krónur á mánuði hjá 5 manna fjölskyldu HIN mikla búvöruhækkun, sem taka á gildi á mánudag, mun kosta hverja 5 manna f jölskyldu um 18 þúsund krónur i aukin útgjöld á hverjum mánuði eða 216 þúsund krónur á ári. Er þá miðað við mjög eðlilega neyziu mjólkur og annarra landbúnað- Þegar öll búvöruhækkunin er komin til framkvæmda, varan sjálf svo og unnar kjötvörur, sem hækka munu i kjölfar bú- vöruhækkunarinnar, lætur nærri að framfærsluvisitala hækki af þessum sökum um það bil um 4%.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.