Morgunblaðið - 15.09.1979, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 15.09.1979, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 1979 • Mynd þessi er af íslandsmeisturum KR i 2. flokki, eftir að Þróttur hafði verið lagður að velli í úrslitaleik fyrir skömmu. Það fór ekki milli mála, að KR var sterkara og þó að Þróttur hafi verið óheppinn að komast ekki á blað í leiknum. hefði KR átt að skora fleiir mörk en þau þrjú sem litu dagsins ljós. Ljósm: Kristján. íslandsmótið ræðst ekki fyrr en í lok síðasta leiks SÍÐASTA umferðin í 1. deildar keppninni í knattspyrnu fer fram þessa helgi. Oft hefur mótið verið spennandi, en nú keyrir um þverbak. Svo gæti farið að fimm lið verði efst með sama stigafjölda, KR, Valur, ÍBV, Akranes og Keflavík (KR lék að vísu í gærkvöldi og voru úrslit leiks KR-inga gegn Fram ekki kunn þegar þetta er ritað). Frekar er þó ólíklegt að svona fari, til þess þurfa bæði Valur og IBV að tapa leikjum sínum, Skagamenn að gera jafntefli í síðasta leik sínum og Keflavík og KR að vinna leiki sína. Þó að allt geti gerst, er ólíklegt að þessi verði úrslit allra umræddra leikja. Flótti frá Ármanni? TÖLUVERÐAR sviptingar eru i félagaskiptum körfuknattleiks- manna og er cinkum nokkuð um að Ármenningar séu á faralds- fæti. Fyrst og fremst ber að geta landsliðsmannsins Atla Arason- ar, sem genginn er í ÍS. Til stúdenta fór einnig félagi Atla úr Ármanni, Jón Björgvins- son. Jón Steingrímsson hefur einnig flutt sig um set, gekk úr Ármanni yfir í raðir Valsmanna. Tveir Bandaríkjamenn hafa hins vegar bæst í flokk Ármenninga, leikmaður að nafni Camel og þjálfari, mun kunnari, að nafni Bob Starr. Camel þessi var kom- inn hálfa leið til Valsmanna, sem þó tóku á síðustu stundu við Tim Dwyer. Áemenningar höfðu hug á að fá Stewart Johnson aftur til liðs við sig, en kappinn var samn- ingsbundinn argentínsku félagi og var málið þar með útrætt. Öll úrvalsdeildarfélögin hafa tryggt sér Bandaríkjamenn fyrir veturinn. John Johnson verður áfram með Fram, Mark Christen- sen verður með ÍR, en hann lék með Þór á síðasta keppnistímabili. Ted Bee verður áfram með Njarð- vík og Dwyer með Val. Trent Smock mætti til leiks hjá IS fyrir skömmu. I annarri deild er að vonum minna um erlenda leikmenn og þjálfara. Þó er áður greint frá þeim Camel og Starr hjá Ár- manni. Allt bendir til þess að Mark Holmes verði með Grindvík- ingum í vetur, sem og í fyrra. ÍBV mun vera að kanna málið og er ekki útilokað að þeir fái til liðs við sig erlendan leikmann. Löggan kældi Coe BRESKI hlaupagikkurinn og heimsmetabrjóturinn Sebastian Coe varð fyrir því óhappi fyrir skömmu að togna illa á legg. Það atvikaðist á einkennilegan hátt. Coe var að æfa við þjóðbraut nokkra og skokkaði í vegarkantin- um. Lögreglubifreið stöðvaði hann og skrifaði niður fyrir að tefja umferð og skapa hættu. Var mikið pexað og þráttað þarna við þjóð- brautina og loks þegar lögreglan hafði sig á brott, hafði Coe kólnað svo niður, að um leið og hann hljóp af stað á ný, tognaði hann og varð að hætta við svo búið. Er ekki Ijóst hve lengi kappinn verður frá vegna þessa. Fram og KR léku í gærkvöldi eftir að þetta var ritað og því ekkert um leik þann að segja hér, annað en að fyrirfram var leikur- inn mjög tvísýnn á pappírnum. Efstu liðin, Valur og ÍBV, eiga erfiðari leiki eftir en margan grunar. Valsmenn leika nyrðra gegn KA á sunnudaginn. Þess er skemmst að minnast, að Vals- menn töpuðu sínu eina stigi á síðasta keppnistímabili gegn KA norður á Akureyri og var leikur- inn þá einnig síðasti leikur lið- anna í deildinni. Þrátt fyrir að KA sé fallið í 2. deild, er liðið áberandi sterkara nú en á síðasta keppnis- tímabili, á sama tíma og Vals- menn eru fjarri því að vera með eins sannfærandi lið og í fyrra. Vestmannaeyingar sækja Vík- ing heim í dag og þó að á ýmsu hafi gegnið hjá Víkingum í sumar, er það lið, sem getur unnið flest lið íslensk ef sá er gállinn á því. Eyjamenn ættu því að vara sig og það gera þeir væntanlega, minn- ugir tapsins gegn Fram í síðustu umferð mótsins. Skagamenn fá stigin heldur ekki gefins, en þeir þurfa að sækja þau í hendur Þróttara. Þróttur er úr allri fallhættu og því allt álag á leikmönnum á bak og burt. Þrótt- ur hefur verið drjúgur að hala inn stigin að undanförnu, þannig að Skagamenn verða að hafa sig alla við ætli þeir sér bæði stigin. Það segir margt um hversu jafnt Islandsmótið hefur í raun og veru verið í sumar, að leikir þessir Leikir helgarinnar eru þessir: LAUGARDAGUR: eru svo tvísýnir á pappírnum, þó að þar eigist við jafnvel topplið og botnlið. Enginn leikur er unninn fyrirfram, en líkurnar á því að IBK sigri Hauka í Keflavík í dag verða að teljast miklar. Haukarnir hafa verið með áberandi slakasta liðið í deildinni. Keflavík á því möguleika á Evrópusæti þrátt fyrir allt, en um tíma nærri mótslokum virtist slagurinn ein- göngu ætla að standa á milli IBV og Vals, ÍA, KR og ÍBK virtust ætla að heltast úr lestinni. Úrslit mótsins verða ekki ráðin fyrr en að síðasta leik mótsins lýkur, slík hefur spennan verið. Laugardalsvöllur Keflavíkurvöllur SUNNUDAGUR: Laugardalsvöllur Akureyrarvöllur 1. deild Víkingur - ÍBV 1. deild ÍBK - Haukar 1. deild Þróttur - í A 1. deild KA - Valur kl. 14.00 kl. 16.00 kl. 16.00 kl. 16.00 Norðurlandameistara mót í kraftlyftingum MÓTIÐ verður haldið í Laugardalshöllinni laugardag og sunnudag 15. og 16. september n.k. og hefst báða dagana kl. 13.00. Fyrri daginn verður keppt í þyngdarflokkunum 52, 56, 60, 67.5 og 75 og seinni daginn í þyngdarflokkunum 82.5, 90,100,110 og +110. Landslið íslands: 52 kg fl. Gísli Valur Einarsson, KR. 56 kg fl. Daníel Olsen, KR. 60 kg fl. Kristján Kristjánss., ÍBV. 67.5 kg fl. Hörður Markan, Á. 75 kg fl. Skúli Óskarsson, UÍA. 82.5 kg fl. Sverrir Hjaltason, KR. 90 kg fl. Gunnar Steingrímss., ÍBV. 100 kg fl. Hörður Magnúss., KR. 110 kg fl. Óskar Sigurpálss., ÍBV. +110 kg fl. Jón Páll Sigmarsson, KR. Keppendur frá Noregi, Svíþjóð og Finnlandi koma til mótsins. í þeim hópi eru 5 núverandi Evrópumeistarar og tveir heimsmethaf- ar. Evrópumeistararnir eru Yrjö Haatanen, Fi., Unto Honkonen, Fi., Ray Yvander, Sv., Hannu Saarelainen, Fi. og Lars Backlund, Svíþjóð, en hann mun keppa í sama flokki og Skúli Óskarsson. Heimsmethafarnir eru Raimo Valineva, sem á heimsmet í réttstöðulyftu í 67,5 kg. fl. 287,5 kg og Lars Hedlund, Svíþjóð, sem keppir í þyngsta flokki og hefur pressað mest manna í heiminum í bekkpressu 278 kg. Sérstakur gestur L.S.Í. á mótinu er forseti Alþjóðasambands kraftlyftingamanna, Englendingurinn Vic Mercer. Tekst Skúla óskarssyni að setja nýtt heimsmet á kraftlyftingamótinu um helgina?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.