Morgunblaðið - 15.09.1979, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.09.1979, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 1979 Þorgerftur Ingólfsdóttir stjórnandi Hamrahlíftarkórsins ræðir vift Gottfried Wolters, einn af virtustu kórstjórum Evrópu, um islenskar tónsmíðar. Hamrahlíðarkómiim vel tekið á Europa Cantat Átta kórar voru valdir til þess að syngja við slit hátíðarinnar. Hamrahlíðarkórinn var einn þeirra kóra og hér sést kórinn bíða eftir því að röðin komi að honum. Hamrahlíðarkórinn fór í sína sjöundu utanlands- ferð nú í sumar, er hann lagði leið sína til Luzern í Sviss og tók þátt í kóra- mótinu „Eruopa Cantat“ (Evrópa syngur), en sú hátíð er talin vera með þeim merkustu sinnar teg- undar í Vestur-Evrópu. Hamrahlíðarkórinn varð fullgildur aðili að evrópska kórasambandinu (Europáische Föderation junger Chöre), sem stendur að Europa Cantat, og er hann fyrsti íslenski kórinn sem gerist aðili að sambandinu, en áður hefur Pólýfónkórinn sung- ið sem gestur á tveimur hátíðum. Europa Cantat-hátíðin er haldin á þriggja ára fresti og var síðast haldin í Leicester í Englandi 1976. Þá var Hamrahlíðarkórnum boðið að syngja sem gesti og varð það til þess að farið var að veita kórnum athygli, sem leiddi til þess að kórnum var boðin aðild að sambandinu, en mjög strangar kröfur eru gerðar til kóra innan sambandsins. Vildu halda uppi heiðri íslands Rúmlega 3000 þátttakendur voru á Europa Cantat og komu þeir frá öllum löndum Vestur-Evrópu, nema Irlandi, en einnig sungu kórar frá Japan, Bandaríkjunum og ísrael á hátíðinni sem gestir. Hamrahlíðarkórinn dvaldi í Sviss í tvær vikur og var í nógu að snúast allan tímann, að sögn Þorgerðar Ingólfsdóttur stjórn- anda kórsins. Sagði hún, að Hamrahlíðarkórinn hefði verið einn af þeim kórum, sem komu lengstan veg, utan kóranna frá öðrum heimsálfum, og þrátt fyrir að meðalaldur kórfélaga hefði verið mjög lágur miðað við hina kórana hefði hann staðið sig mjög vel. „Krakkarnir fundu, að annað- hvort var að duga eða drepast og ákváðu að standa saman og halda uppi heiðri íslands sem þeir svo sannarlega gerðu," sagði Þorgerður. „Á hátíðinni í Luzern voru saman komnir ailir bestu kórar Evrópu, en við voru aðeins lítill kór frá litlu landi. Það var því mjög gaman að fylgjast með því hve kórinn vakti mikla athygli" Alls tóku um 90 kórar þátt í hátíðinni, en af þeim voru á milli þrjátíu og fjörutíu kórar valdir til þess að halda sjálf- stæða tónleika og var Hamra- hlíðarkórinn einn þeirra. Boðið kom með nokkurra mánaða fyrirvara og þá var strax ákveðið að taka fyrir íslenska tónlist til að kynna á erlendri grund. Sungin voru íslensk verk frá ýmsum tímum, bæði þjóðlög og íslenskar tónsmíðar bæði nýjar og gamlar. Tónleikarnir voru haldnir í stóru nútíma- safni í Luzern og var hluti þeirra tekinn upp fyrir þýska sjónvarpið. Að sögn Þorgerðar gengu tónleikarnir svo vel, að Hamrahlíðarkórinn var einn fjögurra kóra, sem boðið var að endurtaka tónleikana, og var það talið mikill heiður. „Seinni tónleikarnir voru haldnir í St. Pálskirkju í Luzern fyrir fullu húsi og var alveg unun að því að sjá hvað krakkarnir nutu sín vel, enda var þeim vel tekið af áheyrendum," sagði Þorgerður. Auk þessara tónleika var Hamrahlíðarkórinn einn þeirra kóra, sem boðið var að halda fjallatónleika, sem haldnir voru, er þátttakendur hátíðar- innar fóru í dagsferð upp í svissnesku alpana. í Guðs- þjónustu, sem haldin var á vegum hátíðarinnar fyrir allar kirkjudeildir, var Hamrahlíðar- kórinn valinn til þess að leiða sönginn og var það mjög hátíðleg athöfn að sögn Þor- gerðar. Sungu íslensk lög á esperanto Samhliða Europa Cantat var í Sviss haldið alþjóðaþing esperantista og var Hamrahlíðarkórinn fenginn til að syngja á þinginu. Aður en kórinn fór út, hafði hann æft íslenska tónlist, sem sungin var

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.