Morgunblaðið - 15.09.1979, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 15.09.1979, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 1979 35 Jón í». Arnason Lífríki og lífshættir XLI: Það er barnaskapur að gera því skóna, að vinstriverkum linni nema réttarríkið verði endurreist og það geri skyldu sína. Með örari samgöngum á milli landa og heimsálfna, og þar af leiðandi fjölþættari samskiptum og nánari kynnum einstaklinga og þjóða af ólíkum kynþáttum, hafa gagnkvæm andúð, öfund- sýki og beinn fjandskapur — alveg sérstaklega í garð vest- rænna þjóða — vaxið í nokkurn veginn sama hlutfalli. Ekkert hefir heldur á skort, að innan hinna einstöku þjóðfélaga hafi vinstristrauma úr sams konar uppsprettulindum gætt af ámóta þunga, einnig sífellt vaxandi. Næstum sjúklegt tómlæti um ábyrgð og skyldur gagnvart samborgurum, ríki og þjóðfélagi er víðast hvar á hraðri leið með að komast í dyggðatölu. Stétta- barátta og sérhagsmunahyggja, sósíalismi og liberalismi hafa borið blómlegan ávöxt, enda þannig komið fyrir alllöngu, að skilningur af öðrum toga er naumast lagður í stjórnmál lengur. Þetta á ekki síður við í ofátslöndum en hungurheimin- um, þar sem aumkunarverð lífsskilyrði gætu þó verið afsök- un fyrir slíkum „skilningi". Tjaldað til einnar nætur Afleiðingarnar, m.a. stríð og borgarastyrjaldir, auðgunar- glæpir og hryðjuverk hafa því sízt þurft að koma á óvart. Lífsflótti æskunnar á vald iðju- leysis og eiturefnaneyzlu, eld- fimt hatur þeirra, sem ekki hafa megnað að verða ríkir fljótt eins og 1. boðorð „velferðarríkisins" mælir fyrir um, endurfæðing óstjórnarhyggju, kaldrifjað kæruleysi milljónaskara, er eiga að baki sér áratuga skólagöngu, um vald, virðingu og viðgang sinna eigin menningarheim- kynna, eru aðeins nokkur dæmi um eindregið vantraust Vestur- landabúa á þá þjóðfélagsskipun, sem þeim er ætlað að una, og því dágóður vitnisburður um van- hæfni hennar. Við þetta má og bæta dómgreindarleysi „stjórn- málamanna", sem ímynda sér að verðbólgubrall og gengisklækir séu forsendur velmegunar, séu orsakir en ekki afleiðingar al- mennrar siðgæðishnignunar. Fátt hefir þess vegna verið ánægjulegra en að ýmsir hinna mætustu manna hafa reynt að gera sér og samtíð sinni grein fyrir, hversu langt upplausnar- ástandið hafi þegar leitt að glötunarmörkum. I þeim hópi er t.d. Alexander King, yfirfor- stjóri vísindadeildar OECD og forseti IFIAS („The Internation- al Federation of Institutes for Advanced Studies"), sem lýsir yfir (í bók sinni, „The State of the Planet", London 1976) á einkar hæversklegan og yfirlæt- islausan hátt: „Persónulega trúi ég því ekki, að við séum þegar komin að úrslitastund þjóðfélagslegrar upplausnar, en margt bendir til að við séum á braut, sem auð- veldlega gæti legið út í heims- þrengingar; það er þess vegna knýjandi nauðsyn að taka að- steðjandi vandamál til ennþá rækilegri yfirvegunar, í þeim tilgangi að öðlast víðtækari og nákvæmari vitneskju um ástand og horfur, en hingað til hefir verið gert.“ Hér er hvorki mælt af þjósti né farið með öfgar. Ábyrgur raunsýnismaður, öllum mála- vöxtum þaulkunnugur, telur ein- sýnt að staldra beri við og hefja könnun á heiminum eins og hann er í raunveruleikanum. Alexander King var ekki sá fyrsti, sem það hafði gert, og hreint ekki sá síðasti eins og öllu vakandi fólki er kunnugt. King og samherjar hans hafa sannar- lega ekki þurft að kvarta undan, að viðfangsefnin hafi verið látin afskiptalaus í orði. Þau hafa verið og eru til stöðugrar yfir- vegunar, umræðu og athugunar. Árlega fjalla um þau fjölmargar nefndir, þing og ráðstefnur fær- ustu lærdóms- og vísindamanna veraldar á flestum sviðum mannlegra lífshátta og náttúru- ríkis. Brigður eru yfirleitt ekki bornar á, að fræðilegar niður- stöður og árangur standist sann- gjarnar kröfur og rökstudda gagnrýni. Það er bara ekki nóg. Allt veltur síðan á að láta hendur standa fram úr ermum. Ríkis- „Og engar nýjar hugmyndir eiga upptök sín í hinni goðsögulegu sál lýðsins." Ludwig von Mises. Orðaflaumur í athafna stað valdið ræður úrslitum, en það er (eða á að vera) í höndum lög- mætra stjórnvalda, þar sem verkefnin eru ekki á færi ein- staklinga eða samtaka þeirra. En einmitt þar hefir sandur komizt í smurningsolíuna. Ríkis- valdið á Vesturlöndum hefir orðið herfang atkvæðabundinna „stjórnmálamanna", sem eðli málsins samkvæmt hljóta að miða athafnir sínar nær ein- göngu við það, sem peninga- hyggjuhópar halda að sé hag- kvæmast fyrir sig í bili. Og þar sem hagsmunaárekstrar eru að jafnaði ekki fátíðari en axar- þeir hafa hrökklazt úr áhrifa- stöðum. Rógurinn um ríkið Þetta verður þeim mun hryggilegra því betur sem því er gefinn gaumur, að af sögunni getum við auðveldlega lært að alltaf, þegar stjórnvöld reynast vanhæf eða glata sjálfstrausti sínu, þá glata þau jafnframt trausti hugsandi hluta þjóðfé- lagsþegnanna með þeim afleið- ingum, að fjöldinn gefur sig rótleysingjum af ýmsu tagi feg- ins hugar á vald. En það, sem verra er, og klastursverk, takmark þess er að hrifsa án afláts til sín víðtækari og smásmyglislegri þrengingar- rétt yfir einka- og athafnalífi baráttuhæfari hluta þjóðanna jafnframt því að gefa undir- málsöflum og niðurdrepssmælki lausari tauminn í sífellu. Leið þess er jöfnun, þ.e. hatur á náttúruréttinum, en mjög nærri kjarna hans kemst stórskálúið Einar Benediktsson, þegar hann segir, að „það æðra því lægra skal ráða Á meðal grátbroslegri vitnis- burða um úrkynjunaráhrif vinstrimennsku á afstöðu istöðu- Sjálfs- morð Ríkið Ríku- vegna og ein- leg ótta stakl- upp- við ingur- skera dauðann inn sköft valdhafanna, verða þeir að lofa öllum öllu, hversu fráleitt sem kvabbiö og kröfurnar kunna að vera. Útkoman getur því sjaldnast orðið annað en úr- ræðaleysi, en úrræðaleysi þýðir upplausn og öngþveiti. Það er alveg sérstaklega þessi staðreynd, sem mér virðist ugg- vænlegust við ríkjandi ástand, þ.e. óhæfni ríkisvaldsins og handhafa þess til að valda verk- efnum sínum og bregðast við úrlausnarefnunum á viðeigandi hátt. Ég þykist fylgjast ssémi- lega með helztu samtíðaratburð- um, en ég fæ ekki með bezta vilja komið auga á, að þess verði vart að leiðtogar Vesturlanda geri sér grein fyrir tímanna táknum — fyrr en þá í fyrsta lagi eftir að jafnframt skiljanleg eftirköst: Ríki og ríkisvald bíða hnekki sem slík. Um langt skeið hefir sú árátta verið tízka að rakka hvort tveggja niður. Vinstrisinnum hefir tekizt að leika dómgreind þegnanna svo grátt, að þeim er fyrirmunað að gera greinarmun á réttarríki og vinstraríki. Vit- anlega er vinstraríkið bölvunar- vert, það er afskræming eða öllu heldur gagnstæða þess, sem varðveizlufólk (e. conservatives) og allt framsýnisfólk hefir frá upphafi haft í huga, þegar það tókst það risavaxna verkefni á hendur að skipa þjóðfélagslegum lífsháttum með sem réttlátust- um hætti. Vinstraríkið er a priori menningarfjandsamlegt lausrar borgarastéttar til eigin ríkis, eru t.d. (1) vangaveltur oddvita hennar um, hvort Karl mesti marxi hafi í rauninni ekki e.t.v. verið frjálshyggjumaður(!), og (2) skilyrðislaus játning þess, að milljónamorðinginn Lenin, stofnandi þrælstjórnarríkjanna (ásamt Trotsky), hafi haft sér- lega djúphugsaðan og aðlaðandi fagnaðarboðskap í pússi sínu, þegar hann prédikaði að með afnámi ríkisins væri hamingju- heimur mannkynsins loks full- skapaður. Þegar eyru eru léð að þvílíkum óhugnaði, er komið út fyrir velsæmismörk, þá er jafnvel meðalheimskunni misboðið. Og þá er líka beinlínis hreinlætis- skylda að rifja upp fyrir „frjáls- hyggjumönnum", er á slíkt hlusta, hverjum augum hinn heimskunni og heilsteypti frjáls- hyggjumaður, hagvísindamaður- inn Ludwig von Mises, leit ríkið, en um það kemst hann m.a. þannig að orði (í bók sinni, „Omnipotent Government", New Rochelle, N.Y., 1969): „Með hliðsjón af mannlegu eðli eins og það er, þá er ríkið nauðsynleg og ómissandi stofnun. Rikið er, sé því réttilega stjórnað, grunvöllur þjóðfélagsins, mannlegra samskipta og menningarlifs. Það er ákaflega heillavæn- legur og sérstaklega gagnleg- ur aðili í viðleitni manneskj- unnar til að efla mannlega hamingju og velfarnað.“ Þetta álít ég, virðingarfyllst, að allir þeir, sem tala meira en hugsa um frelsi, er gjarnara að makka og semja við andstæð- ingana en bérjast við þá og buga, ættu að hafa ofarlega í huga og hegða sér samkvæmt því. En þó umfram allt annað að gera skarpan greinarmun á réttarríki og vinstraríki. Auk þess hlyti það að verða þeim afar mikilvægur leiðarvísir í hugmyndaleit sinni, sem tæp- lega má taka lengri tíma en orðið er, ef komast á hjá hug- sjónagjaldþroti, að þeir tækju mið af kenningarkjarna þeirra, er þróttmestir og djarfastir hafa reynzt í stríðinu gegn óreiðu- hyggjunni, um náttúruréttar- lega afstöðu ríkisins til einstakl- ingsins. Og hann er í stuttu máli þessi: (i) að ríki og ríkisvald láti alla þá, sem vilja, þora og geta staðið á eigin fátum, sýna þjóðlélaginu skylduga hollustu og bera ábyrgð gerða sinna — í friði, (ii) að ríki og rikisvald veiti öllum þeim, og þeim ein- um, sem detta, hrasa eða verða fyrir óverðskuld- uðu tjóni í lífsbarátt- unni, rausnarlega hjálp til þess að standa upp aftur og oðiast trú á mátt sinn og megin á ný, og (7/7) að ríki og ríkisvald láti alla þá, sem gerast brotleg- ir gegn samborgurum sínum og þjóðfélagi, sæta réttlátri refsingu, og láti alla þá, sem leggjast niður sökum eigin ræfildóms — liggja kyrra. Heimurinn yrði vissulega ekki fullkominn að þessar reglur næðu rótfestu — — en hann myndi verða langtum þrifalegri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.