Morgunblaðið - 15.09.1979, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.09.1979, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 1979 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fróttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og skrifstofur Auglýsingar Afgreiösla hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aöalstræti 6, sími 10100. Aöalstræti 6, sími 22480. Sími83033 Áskriftargjald 3500.00 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 180 kr. eintakið. Hækkun vörugjalds og söluskatts Eftir að ríkisstjórnin hafði setið hálfan fjórða mánuð fyrir áramótin í fyrra, bjuggust flestir við, að skattheimtan væri komin í það hámark, að ekki yrði vegið aftur í þann knérunn á þessu ári. Að vísu voru fjárlögin botnlaus, svo að tug milljarða eða svo vantaði upp á til að endar næðu saman og var þá talið, að bilið yrði brúað með nýrri lántöku hjá Seðlabankanum. Þegar kom fram á sumarið láku þær fréttir út frá fundum ríkisstjórnarinnar, að fjármálaráðherra hefði lagt fram tillögur um verulegar skattahækkanir. Um þær varð þó ekki samkomulag fremur en annað og dróst svo fram til 10. september, er bráðabirgðalögin um hækkun söluskatts og vörugjalds sáu dagsins ljós, mánuði áður en Alþ'ingi á að koma saman til löggjafarstarfa. Hinar nýju álögur nema um milljarði króna á mánuði í hækkuðu vöruverði og vaxa síðan í réttu hlutfalli við verðbólguna svo hér er enn um margra milljarða króna álögur að ræða eða a.m.k. 12—15 milljarða á ári. Ásamt þessu hefur verið samið um bráðabirgðalán hjá Seðlabank- anum til þess að fleyta ríkissjóði yfir áramótin. Fjármálaráðherra hefur sagt, að ástæðurnar fyrir fjárskorti ríkissjóðs séu einkum tvær: verðbólgan og olíuverðshækkanirnar. Vitaskuld er það rétt, að þetta hvort tveggja veldur auknum útgjöldum, en hinu sleppir ráðherr- ann viljandi, að tekjurnar vaxa að sama skapi. Ef þetta dæmi yrði gert upp nákvæmlega, getur allt eins farið svo, að ríkissjóður hafi hagnast en ekki tapað. Fyrir því er áralöng reynsla við svipaðar kringumstæður. Á það ber einnig að líta í þessu sambandi, að vegna þeirra breytinga, sem Alþingi gerði á kaupgjaldsvísitölunni fyrir páska, með því að tekið var tillit til viðskiptakjara, hafa olíuverðshækkan- irnar ekki fengizt bættar með hærri launum. Það er því fyrst og fremst á almenningi í landinu, sem þær hækkanir hafa bitnað, og koma fram í lakari lífskjörum en ella. Hitt er svo annað mál, að frammistaða ríkisstjórnarinnar í olíumálunum hefur verið hörmuleg og lítil merki um, að þar verði breyting á til batnaðar á næstunni. Að sögn fjármálaráðherra þýða skattahækkanir þessar 1,3% í verðlagshækkun og hefur hann lýst þeirri skoðun sinni, að þær eigi ekki að fara inn í verðbótavísitöluna. Nú væri að sjálfsögðu á það lítandi fyrir launþega að taka á sig enn frekari byrðar til þess að koma verðbólgunni niður, ef ríkisstjórninni væri treystandi fyrir húshorn. En því miður hefur reynslan sýnt, að svo er ekki. Yfirlýsingar ráðherr- anna hafa reynzt einskis virði og um stefnumörkun í efnahagsmálum hefur ekki verið að ræða, heldur látið danka frá degi til dags. Og merkin sýna verkin. Verðbólgan er komin upp í 52—54% á þessu ári að dómi Þjóðhagsstofnun- ar, sem ávallt hefur verið í lægri kantinum. Sennilega mun það sýna sig, að verðbólgan verður mun meiri, jafnvel 55-60%. Verkalýðshreyfingin hefur sýnt ríkisstjórninni fádæma umburðarlyndi og umhyggju eins og bezta móðir jóði sínu. Efalaust ganga menn eins og Guðmundur J. og Karl Steinar svo upp í þessu hlutverki sínu, að þeir geta hugsað sér að halda leiknum áfram enn um hríð. Hitt mun þó almennara um verkalýðsleiðtoga, að þeir séu crðnir langþreyttir og taki það óstinnt upp, ef nokkuð verður hróflað við kjarasamning- um fram yfir það sem orðið er eða nýir skattar á lagðir. Ríkisstjórnin hefur fengið gullið tækifæri, sem hún hefur nýtt illa. Launþegar eru búnir að sætta sig við meiri kjaraskerðingu á liðnu starfsári stjórnarinnar en þeir gátu þolað fyrri ríkisstjórn og risu gegn í kosningunum vorið 1978. Samt er verðbólgan nú meiri en nokkru sinni fyrr, skattaálögurnar þyngri og atvinnuöryggið í hættu. Það er þess vegna ekki undarlegt, þótt biðlund fólksins í landinu sé á þrotum. Frelsið verður að greiða dýru verði Falleg ung stúlka spurði feimnislega á lýtalausri frönsku hvort hún gæti leiðbeint mér. Sýndist þessi íslenzka blaðakona eitthvað ráðvillt þarna í þrönginni í flóttamannabúðunum í Pulau Bidon, út af Malasíu. Það urðu fyrstu kynni af Nguyen Cao Mink Chau, er reyndist vera bróðurdóttir Nguyen Cao Ky, fyrrverandi forsætis- ráðherra í Víet Nam, sem á sínum tíma var títt getið í fréttunum hér á íslandi, en rekur nú búð í Bandarikjun- um. Þess vegna hafði fjölskylda hennar átt svo erfitt uppdráttar síðan stríðinu lauk á árinu 1975. - sagði unga flótta* konan Nguyen Cao Mink Chau í þessu viðtali við fréttamann Mbl. E. Pá. Faðir Mink Chau átti lyfjabúð, sem var gerð upptæk af nýju valdhöfunum eftir fall Saigon, og hann hnepptur í fangelsi. Mamma hennar hefur síðan haft ofan af fyrir þeim systkinunum með útsaumi og prjónaskap. Sjálf var Mink Chau í skóla og kenndi að auki frönsku, en af því að hún var bróðurdóttir Kys, þá fékk hún hvorki lengur að læra né kenna. Móðirin hafði fyrst komið elsta syni sínum á flóttamannabát og sent hann í burtu. Þau vissu ekkert hvað af honum hafði orðið. Líklega hefur hann farist í hafi, eins og svo margir aðrir flótta- menn. Nú hafði henni tekist að greiða far yngri systkinanna, Mink Chaus og 14 ára bróður hennar, en varð ein eftir að bíða eftir manni sínum úr fangelsinu. Á endanum höfðu systkinin lent í Malasíu á báti, sem var að sökkva. Þar voru þau í yfirheyrsl- Nguyen Cao Mink Chau og bróðir hennar 14 ára voru nýkomin i flóttamannabúðirnar. Móðir þeirra sendi fyrst elsta son sinn úr landi, og hafði svo tekist að koma yngri börnunum tveimur í flóttamanna- bát, en varð sjálf eftir í Viet Nam. Faðir þeirra er í fangelsi. Stokkhólmsbréf Sænsku kosnin Þessa dagana er kosningabar- áttan og undirbúningur kosn- Inganna, sem veröa þann 16. september n.k., í fullum gangi. Formenn flokkanna feröast um landiö, tala á fundum og á torgum úti. Eins koma þeir fram í sjón- varpi, hver sitt kvöldiö og sitja fyrir svörum. Spurningarnar eru flestar um efnahagsmálin, skattana, orku- vandamáliö, hvaö þeir séu reiöu- búnir aö gera til aö minnka at- vlnnuleysiö og hugsanlegt sam- starf flokkanna eftir kosningar. Áberandi er hvaö baráttan mæöir mikið á hinum einstöku formönn- um flokkanna. Var lítiö rætt um eöa ritaö um væntanlegar kosningar, þar til um miöjan ágúst. Þá settu flokkarnir upp sín heföbundnu auglýsinga- spjöld með kosningaáróöri, sem blasa viö almenningi á torgum úti, viö akvegi og á lestarstöövum svo eitthvaö sé nefnt. KOSNINGARNAR 1976 Kosningabaráttan í dag er mjög ólík þvi sem var fyrir þremur árum. Fram til haustsins ’76 höföu sósíal- demókratar (jafnaöarmenn) setiö nær sleitulaust í stjórn í rúma fjóra áratygi. Reyndar vissu menn þá aö meirihluta þeirra væri ógnaö af borgaralegu flokkunum, en flestir töldu þó aö Olof Palme, formanni sósíaldemókrata, mundi takast aö stýra þeim til sigurs. Úrslit kosn- inganna ’76 uröu þau, aö sósial- demókratar (jafnaöarmenn) fengu 42,7 prósent atkvæða, VPK vanst- er partiet kommunisterna (kommúnistar) 4,8 — samtals at- kvæöamagn vinstri flokkanna 47.5 prósent. Misstu þeir þar meö meirihlutann yfir til borgaralegu flokkanna þriggja. Folkpartiet (frjálslyndur flokkur) fékk 11,1 prósent, móderatar (hægri flokkur) 15,6 og Centern (miöflokkur) 24,1 eöa samtals 50.8 prósent. Borgaralegu flokkarnir þrír mynd- uöu síöan stjórn meö Torbjörn Falldin, formann stærsta flokksins, sem forsætisráöherra. ÖRLÖG FYRRI STJÓRNAR Eins og menn muna sprakk sú stjórn áöur en þriggja ára kjör- tímabilinu lauk. Aöalmál síöustu kosninga voru orkumálin og fram- tíð kjarnorkuveranna. Fálldin og flokkur hans, Centern, stóöu fast á kosningaloforöi sínu um aö ekki Palme horfir sigurviss i formenn borgaralegu flokkanna, þá Fálldin, UllsU forsætisróöherrastólinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.