Morgunblaðið - 15.09.1979, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.09.1979, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 1979 Flugleiðir sýknaðar af kröfum FIA GERÐARDÓMUR í svoneíndu jafnlaunamáli flugmanna, sem Félag islenzkra atvinnuflugmanna sótti gegn Flugleiðum h.f. féll hinn 5. september síðastliðinn. Niðurstaða dómsins er að Flugleiðir skuli sýknaðir aí kröfum FÍA i málinu. Gerðardóminn skipuðu Auður borbergsdóttir borgardómari, formaður, og hæstaréttarlögmennirnir Jón Finnsson og Guðmundur Skaftason. I samningum, sem undirritaðir röðun á starfsaldurslista er meg- voru milli FÍA og Flugleiða hinn 4. apríl síðastliðinn urðu aðilar sammála um að skjóta jafnlauna- kröfu FÍA til gerðardóms, en krafa FIA var um að flugstjórar og flugmenn hjá Flugleiðum h.f. „fái sömu laun án tillits til þess á hvaða leiðum og hvaða flugvéla- tegundum þeir fljúgi, miðað við að starfsaldurinn sé sá sami.“ Félag- ar innan Félags Loftleiðaflug- manna munu hafa um 6% hærri laun en félagar í Félagi íslenzkra atvinnuflugmanna. I forsendum dómsins segir m.a.: „Félög flugmanna í þjónustu varn- araðila fylgja ekki sömu stefnu í launamálum að því er jafniauna- stefnu varðar. Ágreiningur um inkveikja að kröfu sóknaraðila, en í málinu hafa ekki verið færðar fram gildar ástæður vandkvæða á því að sameina starfsaldurslista félaganna. Dómurinn telur að frumskilyrði þess, að unnt sé að taka kröfu sóknaraðila til greina sé, að félög flugmanna í þjónustu varnaraðila fylgi sömu stefnu í launamálum að því er launajöfnun varðar. Þessi félagslega samstaða er ekki fyrir hendi og því ber þegar af þeirri ástæðu að sýkna varnaraöila af kröfum sóknaraðila í máli þessu.“ Málið sótti fyrir FÍA Guðmund- ur Ingvi Sigurðsson hæstaréttar- lögmaður, en lögmaður Flugleiða var Baldur Guðlaugsson héraðs- dómslögmaður. „Óttumst að salan kunni að minnka” — segir formaður Stéttarsambands bænda „BÆNDUR eru almennt ánægðir með þá hækkun, sem varð á verðlagsgrundvellinum og það Bóndi fann sprengiefni Björk, Mývatnssveit, 14. sept. BÓNDI í Mývatnssveit fann í dag sprengiefni í gjótu skammt frá bæ sfnum. Tilkynnti hann lögreglunni á Húsavik um fundinn og fóru lög- regiumenn á staðinn. Reyndust þetta vera 60 til 70 kfló af sprengi- efni og 149 hvellettur. Mun hér vera um að ræða sprengiefni sem hvarf fyrir um hálfum mánuði úr húsnæði Léttsteypunnar f Mývatnssveit. Forsaga þessa máls er að fyrir 5 vikum komu starfsmenn frá Raf- magnsveitum ríkisins til starfsmanna Léttsteypunnar í Mývatnssveit með sprengiefni og hvellettur og báðu þá um að geyma það fyrir sig. Starfs- menn Léttsteypunnar tóku fram að það væri algjörlega á ábyrgð starfs- manna RARIK að geyma efnið í húsinu, því að það væri ólæst. Tóku starfsmenn RÁRIK fram að þeir ætluðu að sækja sprengiefnið og hvelletturnar fyrir kvöldið. Ekki sóttu þeir það og fyrir hálfum mánuði vitnaðist að það væri horfið. Var upphaflega talið að þarna hefði verið um að ræða um 100 kíló af sprengi- efni en seinna var talað um að þetta hefðu aðeins verið 25 til 30 kíló en eins og fyrr sagði fundust í gær milli 60 og 70 kíló af sprengiefni. Ekki hafði í gær verið upplýst hver eða hverjir væru valdir að hvarfi sprengiefnisins. Kristján kom fram á aðalfundi Stéttar- sambandsins fyrr í mánuðinum að menn töldu að það hefði ekki verið hægt að búast við betri niðurstöðu núna eins og ástandið er. Hitt er annað að menn eru hálfsmeykir við þessa miklu verð- hækkun. Þegar niðurgreiðslurnar standa fastar vegur þetta mikið gagnvart neytendunum og verðið nær tvöfaldast eins og á smjörinu. Menn óttast að salan kunni að minnka eitthvað af þessari ástæðu og það er okkar áhyggjuefni núna að niðurgreiðslurnar skuli vera orðnar þetta lítið hlutfall af verð- inu og nokkru minni en sölukostn- aðinum nemur,“ sagði Gunnar Guðbjartsson, formaður Stéttar- sambands bænda, er hann var spurður álits á afgreiðslu ríkiss- tjórnarinnar á tillögum sex- mannanefndar um nýtt búvöru- Gunnar sagði að sá skaði, sem bændur hefðu orðið fyrir vegna þeirrar ákvörðunar ríkisstjórnar- innar að fresta ákvörðun um nýtt verð á nautgripaafurðum um hálf- an mánuð næmi um 200 milljónum króna en eftir væri að reikna það tjón út nákvæmlega. Það væri krafa bændasamtakanna að þessi skaði yrði bættur bændum og landbúnaðarráðherra hefði lýst því yfir á aðalfundi Stéttarsam- bandsins að það yrði gert. Gunnar sagði að ekkert hefði verið rætt um það af hálfu ríkisstjórnarinn- ar með hvaða hætti þessi skaði yrði bættur. Nýjar íslenskar kartöflur hafa verið á boðstólunum í verzlunum í Reykjavík siðustu daga. Ljósm. Kristján. Nýtt kartöflu- verd á mánudag NÝTT verð á kartöflum tekur gildi á mánudag og kostar hver 5 kílóa poki af kartöflum í smásölu samkvæmt því 1216 krónur og er nýja verðið 19,1% hærra en það verð, sem gilti á íslenskum kartöflum frá 1. júlí sl. Siðustu daga hafa nýjar islenskar kartöflur verið seldar i verzlunum á sérstöku sumarverði og hefur 2,5 kiló kartöflupokinn verið seldur á 950 krónur i smásölu en sam- kvæmt nýja verðinu, sem tekur gildi á mánudag kostar 2,5 kiló pokinn af 1. flokki 623 krónur. Framleiðendur fá nú 239 krón- ur fyrir hvert kíló af 1. flokks kartöflum og hefur verðið hækk- að, sem svarar þeirri 19,72% hækkun, sem nú hefur orðið á verðlagsgrundvelli landbúnaðar- vara. Niðurgreiðslur á kartöflum verða óbreyttar og eru 90 krónur á 1. verðflokki. Heildsöluverð á 1. flokki af kartöflum í 50 kíló- poka er 8.950 krónur pokinn og heildsöluverð 25 kílópoka er 4.519 krónur og er þá einnig miðað við 1. verðflokk. íslendingur bjargaðist úr sjávarháska MANNBJÖRG varð er danska flutningaskipið Kristine Söby fórst í gær á Atlantshafi, miðja vegu milli írlands og Nýfundnalands. Stýrimaður á skipinu var íslendingur, Hrafn Margeir Heimisson, 24 ára, frá Horna- firði, en hann hefur verið stýrimaður á dönskum skip- um í þrjú ár, þar af í sex mánuði hjá eigendum Kristine Söby, skipafélaginu Mortensen & Lange. Ekki var í kvöld vitað um orsök slyssins, en slæmt veð- ur hefur verið á þeim slóðum þar sem skipið fórst. Áhöfninni á Kristine Söby, alls 10 manns, var bjargað um borð í sovézka veðurskip- ið Musson. Haldið verður með skipbrotsmennina til Montreal í Kanada. Kristine Lange var 499 brúttólesta skip og var á leið til Ný- fundnalands með vörur, sem það hafði lestað í Antwerpen. Þór aðstoð- ar belgískan togara VARÐSKIPIÐ Þór aðstoðaði í fyrradag belgískan togara, Lady, við að ná upp vörpunni, en tog- vinda togarans var biluð og náði hann vörpunni ekki inn. Kallaði togarinn á varðskipið og bað um aðstoð. Var varpan tekin um borð í Þór, sem kom í gær með vörpuna til Reykjavíkur og þangað kom togarinn einnig. Er gert ráð fyrir að hann taki vörpuna um borð að lokinni viðgerð á vindunni. Togar- inn var staddur rúmar 30 mílur vestur af Snæfellsjökli, þegar hann bað um aðstoð varðskipsins. Fjármál Tryggingastofnunarinnar: Ráðherrar Alþýðuflokks- ins neituðu að standa að afgreiðslu stjórnarmála -og Magnús H. Magnússon hótaði afsögn „VIÐ RÁÐHERRAR Alþýðu- flokksins höfðum tilkynnt á ríkisstjórnarfundi, að við mynd- ekki standa að afgreiðslu um neinna mála í ríkisstjórninni, Spariskírteinin frá 1967: 1000 krónumar orðn- ar að 41.148 krónum Á MÁNUDAGINN hefst endur- greiðsla á spariskírteinum rik- issjóðs scm gefin voru út árið 1967. Með vöxtum, vaxtavöxt- um og visitöluuppbót hafa þau bréf nú rösklega fjörutíu og eittfaldast að verðgildi, þannig að bréf sem var árið 1967 að upphæð 1000 krónur, er nú orðið ígildi 41.148 króna. Þetta er fyrsti flokkur 1967, sem nú er verið að hefja endur- greiðslu á, en þau voru á sínum tíma gefin út til tólf ára, þannig að nú hætta þau að bera vexti og verðbætur eru ekki lengur reikn- aðar á þau. Fyrstu spariskírteini ríkissjóðs, sem gefin voru úf árið 1964, voru til tíu ára, síða var það lengt í tólf ár, allt til ársins 1970 að gefin voru út fjórtán ára bréf. Fjórtán ára bréf voru gefin út um skeið, síðan var það lengt í átján ár, og nú eru gefin út tuttugu ára bréf, að því er Sighvatur Jónasson hjá Seðla- bankanum tjáði Morgunblaðinu í gær. nema fjárhagsvanda Trygginga- stofnunarinnar yrði kippt í lið- inn. Málinu var þó ekki kippt í lag nema að hálfu leyti og þess vegna tilkynnti ég á ríkisstjórn- arfundi á mánudagsmorgun, að ef heildariausn fengist ekki strax, þá sæi ég mér ekki fært að gegna ráðherraembættinu leng- ur. Málið leystist svo síðar um daginn og bráðabirgðalögin um tekjuöflun íyrir ríkissjóð voru samþykkt," sagði Magnús H. Magnússon heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra í samtali við Mbl. í gær. „í sjálfu sér virði ég þá afstöðu Tómasar að vilja standa við hallalausan rekstur ríkissjóðs í árslok, eins og sagði í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórn- arinnar, en mér fannst það frá- leitt að láta það bitna á lífeyris- þegum að erfiðlega gekk að ná samkomulagi innan ríkisstjórn- arinnar um leiðirnar til þess.“ Magnús sagði, að Trygginga- stofnunin hefði átt að greiða 3 milljarða króna fyrir 10. septem- ber sl. og 900 milljónir króna þann 11. „Tryggingastofnunin slapp fyrir horn með þessar greiðslur," sagði Magnús. „En vandi sjúkra- húsanna var áfram óleystur, þar til daggjöldin voru hækkuð í gær. Með því tel ég að fjármál Trygg- ingastofnunarinnar standi í eins góðu lagi og unnt er til áramóta, þar sem tekjuaukinn af bráða- birgðalögunum á meðal annars að fara til þess að brúa bil stofnunar- innar. Varðandi hækkun daggjald- anna er þó þess að geta, að 9,17% launahækkunin 1. september er þar ekki tekin með, en ég vænti þess að hún komi inn í síðar." aí»svn$ Vegna verkfallsins reynd ekki unnt að láta Lesb koma út með blaðinu núna kemur hún um næstu hel laugardaginn 22. sept.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.