Morgunblaðið - 11.11.1979, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.11.1979, Blaðsíða 1
Sunnudagur 11. nóvember 1979 Bls. 49—80 jt '•V* v ,»4fi . #„ J % VERÐBOL GA N William Guttmann, höfundur þessarar greinar, var ungur námsmadur í Þýskalandi á árunum 1922—23, þegar verðbólgan þar í landi var hvað mögnuðust. Hann minnist þess enn, er verð eins kaffibolla tvöfaldaðist aðeins á þeim tíma, sem það tók hann að Ijúka úr honum. William, ásamt Patriciu Meehan, er höfundur bókarinnar „Dýrtíðin mikla“ en hér horfir hann um öxl til síðustu tveggja árþúsundanna. Það er ekki eins og ffrírbærið i * Eftir William Guttmann Verðbólga og verölitlir peningar eru engin ný bóla í mannkyns- sögunni heldur nmstum því jafn göniul peningunum sjáitum. Á Vesturlöndum er sú veröþensla, sem helst íhendur við óhóflega seðlaprentun, aðeins rúmlega tveggja alda gamalt fyrirbrigði en Kínverjar aftur á móti, sem fyrstir fundu upp á pappírspeningunum, tengu aö kynnast hrunadansi verðbólgunnar þegar á elleftu öld vegna þess, aö þeir höfðu enga stjórn á seölaútgáfunni. í gömlu Róm voru gengisfellingar iíka algengar og var aöferöin sú, að hlutur góömálma í myntinni var minnkaöur og stundum verulega. Þegar Diokletianus keisari kom til valda í Rómaríki árið 284 tók hann aö erföum stjórnlausa dýrtiö, sem fyrirrennarar hans höfðu hrint afstað meö hömlulausri sláttu verölítillar myntar. Diokletianus reyndi að treysta gengiö meö því aö láta slá nýja gull- og silfurpeninga en örlög þeirra urðu þau, að spákaupmenn alls konar söfnuöu þeim gamla, gengisfellda myntin var eftir sem áöur í umferð og dýrtíöin blómstraöi sem tyrr. Diokletianus varð iika tyrstur manna til aö reyna aö hafa stjórn á tekju- og launapólitíkinni án þess aö hann heföi þar erindi sem erfiöi og þegar hann var allur á veldisstóli var sú tilraun gefin upp á bátinn. Landafundir Landafundir Spánverja í Ameríku uröu til þess, aö gríöarmikiö af gulli og silfri barst til landsins og aukinn kaupmáttur olli svo því, aö allt verðlag tvöfaldaöist. Markaðurinn fylltist af ódýrum, innfluttum vörum en innlendur iönaöur staðnaöi. Afleiöingarnar uröu alvarlegar fyrir spænskt efnahagslíf og að lokum einnig fyrir pólitíska stöðu þjóöarinnar. Á Vesturlöndum er þaö í Frakklandi um 1720 sem fyrst má sjá afieiöingar verðbólgu þar sem pappírspeningar eru undirrótin. Ástæöan fyrir dýrtíöinni var fjármálaleg ævintýramennska Skota nokkurs, John Laws aö nafni, sem var í miklu uppáhaldi viö frönsku hiröina. Fjárglæfrarnir voru fólgnir í ævintýralegu braski meö hiutabrót í fyrirtæki, sem átti aö hagnýta sér ímyndaðar auölindir í frönsku nýlendunum. Eftirspurnin eftir bréfunum var svo æðisgeng- in, aö sagt er, að ýmsar viröuiegar franskar frúr hafi jafnvel boöiö John Law blíöu sína gegn því, aö hann seldi þeim hlutabréf í þessu platfyrirtæki. Margir högnuðust enda vel á hlutabréfabraskinu og gróöann festu þeir síðan í einhverju varanlegu, jöröum, gulli og skartgripum, sem varö svo til þess aö verölagiö rauk upp úr öllu valdi. Eftir frönsku stjórnarbyltinguna gáfu stjórnvöld út ríkisskuldabréf og eftir því sem þeim fjöigaöi urðu þau æ algengari sem gjaldmiöill í viöskiptum manna á meðal. Árið 1975 haföi verðgildi þessara ríkisskuldabréfa hrapað svo, aö þau voru ekki metin nema til 1/500 af veröi eins gullfranka. Seölaprentun í kjölfar amerísku byltingarinnar varð einnig mikil dýrtíð, þegar lýðveldið unga tók til viö seölaprentunina með þeim afleiðingum, að hinir nýútgefnu „meginlands-dollarar“ urðu með öllu verðlausir. (Benjamín Franklín benti raunar á, að seðlaprentunin væri aðeins dulbúin sköttun). Þegar lagt var til, aö eitthvert taumhald yröi haft á tekjum og verðlagi var því vísað fyrirlitlega á bug og sagt, að þaö stríddi gegn grundvallarreglum um frelsi einstaklingsins. Meö heimsstyrjöldinni fyrri lauk hálfrar aldar skeiði stöðugleika í efnahagsmálum Evrópuþjóöa. Afleiðingar styrjaldarinnar voru þær, aö verðbólgudraugurinn, sem lengi haföi látiö lítið á sér kræla, reis upp magnaöri en nokkru sinni fyrr. Þeir, sem biöu lægri hlut í styrjöldinni, uröu aö sjálfsögöu mest fyrir barðinu á dýrtíöinni, einkum þó Þýskaland þar sem eitt fyrirstríðsáramark jafngilti einni milljón marka eftir stríö. Seinni heimsstyrjöldin ýtti svo enn af stað annarri veröbólguskriðu og þá var sett þaö dýrtíöarmet, sem enn hefur ekki veriö slegiö. Methafarnir voru Ungverjar en hver eining gjaldmiöils þeirra fyrir stríð jafngilti 130 trilljón (milljón milljónir milljóna) einingum eftir stríö. Frá styrjaldarlokum hefur verðbólgan leikið lausum hala um lönd og álfur. Hinn fyrrum stolti dollar er orðinn gugginn og grár og rýrnar um 13% á ári hverju og jafnvel V-Þjóöverjar, sem reynslunni ríkari, eru fúsari til aö fórna næstum öllu í baráttunni við verðbólguna, hafa mátt horfa upp á gjaldmiðilinn sinn rýrna um 5% árlega. ? V S I | *4--

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.