Morgunblaðið - 11.11.1979, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.11.1979, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 1979 Tilraun Við vitum öll, að blóm drekka vatn. Við skulum gera örlitla tilraun og sjá> hvernig tekst. Þið þurfið að útvega ykkur ljósleitt eða hvítt blóm og síðan örlítið vatn með lit í, t.d. vatnsliti. Setjið nú blómið niður í vatnið og eftir um það bil 2 klukkustundir hefur blómið sogið svo mikið vatn í sig, að það er eins á litinn og vatnið! Ef vatnið er rautt, verður blómið rautt, sé vatnið blátt verður blómið blátt o.s.frv. Þið skuluð ekki spara litinn ef þið viljið ná góðum árangri! Aðeins eitt að lokum: Klippið ekki pottablómin heima hjá ykkur! Fáið leyfi til að gera tilraunina! Fáeinar gátur 1. Eg fer geysi hratt yfir og sá, sem reynir að handsama mig, nær mér aldrei. Hver er ég? 2. Á torginu í miðbæ Reykjavíkur er stór steinn, og þegar haninn galar, hreyfist hann alltaf. Getur þú fundið einhverja almennilega skýringu við þessu? 3. Eg er eins og gult blóm, sem springur út tólf sinnum á ári! Geturðu giskað á hver ég er, áður en tólf ár eru liðin? 4. Hvítt er ég og fallegt, búið til í þeim tilgangi að þjóna mönnunum. En meðan ég þjóna þeim og er þeim þæði til gagns og augnayndis líður ævi mín hratt og innan skamms er lífi mínu lokið. Vitið þið hver ég er? •rpia}I þ QijSun; g jjeju3 uumj anSacj ‘jntjjn jsijAojij uuiunjj 'Z 'uujjnpuiy\ \ uiusnBq Finnið gallana Getið þið hjálpast að við að finna skekkjurnar í myndinni? Þær eru nokkrar — Hvað finnurðu margar? Biddu einhvern annan um að reyna líka! Skrýtlur Soltnir fiskar Pabbi, eru fiskarnir ekki alltaf svangir? Jú, drengur minn, svaraði faðir hans strax. En ekki, þegar ég fer í veiðiferð. Þá hafa þeir alltaf nýlokið við að borða. F uglahræða „Haldið þér ekki, að þér ættuð að setja upp fuglahræðu í garðin- um yðar, frú J6na?“ „Finnst yður það vera svo nauðsynlegt? Ég er í garðinum á hverjum einasta degi!“ NN Kennarinn útskýrði fyrir nem- endum sínum, hvað NN þýddi. Hann sagði, að það væri sá, sem ekki vildi láta nafns síns getið, vildi vera ónafngreindur af ýms- um þekktum eða óþekktum ástæð- um. Allt í einu fór einhver nemand- inn að hlæja hástöfum aftarlega í skólastofunni. Kennarinn varð reiður yfir þessari óvæntu truflun og sagði byrstur: „Hver var að hlæja?“ „NN“ var svarað. Armúla 1 A. Sími 86113. Við stórt eða smátt má treysta Toyota vörulyftara Toyota vörulyftarar hafa náð almennum vinsældum fyrir styrkleika — góðan frágang og lítinn viðhaldskostnað. Toyota býður fjölbreytt úrval vörulyftara allt frá 700 kg,- 30 tonna lyftigetu. Toyota vörulyftara er hægt að fá drifna fyrir rafmagni, - gasi, - bensíni, - eða diesel. Hvar sem auka á afköst og nýtingu á vinnu- og lagerplássi, er þörf á Toyota lyftara. Toyota er stærsti framleiðandi vörulyftara í Japan — notið yður reynslu þeirra og hugkvæmni. •TOYOTA NYBÝLAVEGI 10 - KÓPAVOGI - SfMI 44144 Betri gæði og fljótari þjónusta - það er einkenni TOYOTA I / j __ TOYOTA LYFTARAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.