Morgunblaðið - 11.11.1979, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 11.11.1979, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 1979 77 þörf var talin á alvarlegri refs- ingu, en hún fór þannig fram að sjúklingurinn var vafinn inn í votar segldúkslengjur, mjög fast, alveg upp í handarkrika. Þegar segldúkurinn þornaði skrapp hann saman með þeim afleiðingum að brennandi sársauki fór um allan líkamann, þannig að sjúklingur- inn varð viðþolslaus af kvölum. Ætlazt er til þess að starfsfólkið fylgist með púlsi sjúklingsins meðan á þessu stendur og ef púlsinn er orðinn veikur á að vefja dálítið ofan af svo sjúklingurinn geti dregið andann, en síðan er hert á aftur. Þess eru mörg daemi að fólk hefur látið lífið í þessari meðferð, — yfirleitt hefur það kafnað af því að hjúkrunarfólkið hefur ekki brugðið nógu skjótt við eða af því að það hefur hreinlega gleymt sjúklingnum.“ Öll er þessi frásögn einber tilbúningur, eða heilaspuni sjúkr- ar sálar. Því er nefnilega þannig farið að segldúkur skreppur ekki saman við að þorna, hann þenst út. Fyrir allmörgum árum notaði vegagerð ríkisins segldúkstjöld og ég bjó í slíkum tjöldum í mörg sumur. Þegar þurrkur var urðu tjöldin slök og slöptu niður, en strax og rigndi urðu þau stríðþan- in, segldúkurinn skrapp saman við að blotna. Þetta veit hver maður, sem man þessi tjöld. Því er það að þegar sjúklingurinn í frásögn Búkovskis er vafinn í votar segl- dúkslengjur, verða vafningarnir hólkvíðir þegar dúkurinn þornar. Þetta getur hver maður prófað á sjálfum sér. Ur því Búkovski lýgur þessu að okkur, skyldi þá ekki fleira geta verið missagt í fræðum þeim, er hann flytur okkur um Sovétmenn?' R.Þ. Þessir hringdu . . • Fyrirspurn til Erlends Jónsson- ar Velvakandi hefur af gefnu tilefni verið beðinn að spyrja Erlend Jónsson, einn af bók- menntagagnrýnendum Morgun- blaðsins, um það hvað hann meini með því þegar hann, um leið og hann gagnrýnir bók hér í blaðinu nýlega, segir að hún sé hvorki góð né vond en aftur á móti „stórbrot- in“. Hann hlýtur að leggja ein- hverja sérstaka merkingu í orðið og kannski hefur það hvorki neikvæða né jákvæða merkingu í meðferð hans. En er orðið “stór- brotinn" þá að verða eitt af þessum merkingarlausu viðrinum í íslenskri tungu? Fyrirspyrjandi kveðst ekki minnast þess til að mynda, að Erlendur Jónsson eða aðrir gagn- rýnendur hafi notað þetta orð um önnur ritverk, t.d. skálda á borð við Halldór Laxness og Tómas Guðmundsson. Fyrirspyrjandi bætir við, að komið sé að því að fólk þurfi að hafa orðaskýringar hvers bók- menntagagnrýnanda fyrir sig til að skilja hvað þeir eru að fara. SKAK Umsjón: Margeir Pétursson I sovézku 1. deildar keppninni, sem nú er nýlokið, kom þetta stórathyglisverða hróksendatafl upp í skák þeirra A. Ivanovs, sem hafði hvítt og átti leik, gegn Vitolins. 85. Hg5+! (en ekki 85. h7 Hf6+!= Kxg5 86. h7 Hel+ 87. Kd6 Hdl+ 88. Ke7 og svartur gafst upp án þess að bíða eftir Hel+ 89. Kf8 Hhl 90. Kg7 o.s.frv. Þetta skemmtilega herbragð er vel þekkt í slíkum hróksendatöflum. Þeir Smyslov og Levenfishc geta þess t.d. í hinni ýtarlegu bók sinni „Hróksenda- töfl“. Mikið af þessu fer því fyrir ofan garð og neðan vegna mismunandi notkunar á orðum og það, sem er einlægt fullyrt í einni setningu, er dregið til baka í þeirri næstu. En fróðlegt verður að heyra skýringar Erlends Jónssonar. Velvakandi sneri sér til Erlends Jóiissonar og bar undir hann ofangreinda fyrirspurn. Hann sagðist ekki geta svarað þessu öðru en því að vísa manninum á orðabækur. I orðabók Sigfúsar Blöndals er orðið „stórbrotinn" sagt þýða „stórlyndur". Samkvæmt því er hér um stórlynda bók að ræða. HÖGNI HREKKVÍSI 03^ SIG6A V/öGA í TOPPURINN FRA FINNLANDI Sértilboð a argerð 1980 26“ kr. 730.000. 22“ kr. 699.980 Útborgun 35% og rest á 6 mán. Staðgreiðsluafsl. 5%. Til afgreiðslu Í 29800 BUÐIN Skipholti19 A9 EK\0^\ <6ö9/ VOKKW

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.