Morgunblaðið - 11.11.1979, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 1979
65
Glefsur úr bók Lindu Goodman „Love Signs“
annað hvort falli þau eins og flís við rass
ellegar að milli þeirra sé eilíf streita. Þessi
merki hafa einhvern veginn í ser þá
náttúru gagnvart hvort öðru — í þeim er
einhver ögrun sem hvorugt virðist geta
leitt hjá sér.
Það getur verið hvumleitt þegar aðeins
annar aðilinn sýnir heiðarlega viðleitni og
hinn kemur ekki til móts í neinu. Píslarv-
ætti er til lengdar firna þreytandi, nema
því aðeins að báðir aðilar fórni einhverju.
En þetta er svo sem ekki alveg vonlaust.
Satúrnus stjórnar steingeit og Venus
voginni. Þetta kemur þeim til góða, þar
sem þau hafa í sér hæfileika til að jafna
ágreining. En fyrst og fremst þurfa
aðilarnir að skilja að hvorugur er að reyna
að skyggja á hinn. Þetta vefst óneitanlega
töluvert fyrir báðum. Hvernig getur
steingeitinni dottið í hug að bera upp á vog
að hún sé óréttlát? Það er eitthvað það
allra versta sem vogin getur hugsað sér.
Því að hún veit að hún vill gera rétt.
Hvernig getur vogin borið upp á steingeit-
ina að hún sé óvitur og flani stundum að
hlutunum. Bæði steingeitin og vogin eru
svo mikið ágætis fólk. Vogin er glaðsinna,
jákvæð og opin. Steingeitin er alvörugefn-
ari, íhaldssamari, fer sjaldan út í neinar
öfgar í afstöðu eða framkomu.
Þessi merki búa yfir miklum krafti og
viljastyrkur þeirra er aðdáunarverður.
Þau komast það sem þau ætla sér, en
aðferðum þeirra svipar um fátt saman. En
þau hafa bæði áhuga á listum. Margar
steingeitur eru listamenn eða hafa í sér
listræna æð. Sama máli gegnir um vogir.
Smekkur þeirra er ólíkur þar líka. Stein-
geitin dáir ekki síður vandað og fagurt
handbragð og það sem er hagnýtt og
endingargott, vogin er gefnari fyrir það
fíngerðara og glæsilegra. Steingeitinni
hættir til að verða leið á eilífri bjartsýni
vogar og það sem henni finnst óákveðni.
Og voginni finnst steingeitin stundum of
neikvæð. Nái þau samhljómi og hafi þeim
tekist að slípa af kantana geta samskipti
þeirra líka orðið harla góð.
Vog/ vatnsberi
23. september— 23. október/
20. janúar — 20. febrúar
Vogin ásakar vatnsberann fyrir að vera
á stundum nokkuð einþykkur. Það er að
vísu rétt, enda telst vatnsberinn til hinna
svokölluðu föstu merkja. Vatnsberanum
finnst vogin stjórnsöm og smásmyglisleg.
Það er líka satt. Eftir að þau hafa síðan
sagt hvort öðru sannleikann, mun réttlæt-
iskennd vogar segja til sín og hún
viðurkennir að hún eigi til stjórnsemi.
Aftur á móti heldur vatnsberinn fast við
þá skoðun sína að hann sé ekki einþykkur.
Fólk sem er fætt í vatnsberamerki hefur
þá náttúru að því finnst flestir gallar sínir
harla jákvæðir — allt að því kostir. Auk
þess finnst vatnsberunum samræður af
þessu tagi tímasóun. Annað hvort á fólk
saman eða ekki. Ef ekki, þá fari hver sína
leið. Annars finnst vatnsberanum að ráð
væri að einbeita sér að því að vera saman
og gera allt mögulegt. Lífið býður upp á
svo margt sem er áhugavert. Orðakrúð og
endalaust tal er vatnsbera sjaldnast að
skapi. Hann vill framkvæma og hann
hugsar allt öðruvísi og er langtum fram-
sýnni og stærri í sniðum en vogin. En um
rökræður kærir hann sig ekki. Þá fer
hann. Hann grípur stundum til þessa,
þegar hann telur að vogin sé að taka sig á
rökfiminni.
En vatnsberinn virðir vogina engu að
síður fyrir það hversu mjög hún reynir að
vera hlutlaeg og réttsýn. Vogin hrifst af
sérstæðu umburðarlyndi og sterkri mann-
úðarkennd vatnsbera. Þí ríkir milli þeirra
gagnkvæm virðing. Þau lítilsvirða ekki
hvort annað í orðum eða gerðum, jafnvel
ekki þegar í brýnu slær.
Þær stundir kunna að koma að sveiflur
vogar geti komið vatnsberanum í uppnám.
Vatnsberum hættir til að bregðast við með
meiri tilfinningum en þeir láta í ljós og
vatnsberi er auðsærðari en hann vill láta
aðra halda. Vogin getur beinlínis orðið
veik af þeirri spennu sem kann að koma
upp á milli þeirra.
Vog getur kennt vatnsbera ýmislegt,
meðal annars að taka ekki öllu eins og
sjlfsögðum hlut, hún hefur á henn sefandi
áhrif en sveigjanleika er erfitt að koma
upp í vatnsbera. Vatnsberi er fullkomlega
fordómalaus og langlundargerð hans er
mikið nema þegar að honum sjálfum er
stefnt tilfinningalega. Vatnsberi getur líka
kennt voginni að heimurinn er ekki bara
svartur og hvítur og hann getur meira að
segja fengið hana — öðrum fljótar — til að
venja sig á að taka ákvarðanir. En
ópersónuleg afstaða vatnsbera til einstakl-
inga — sem á stundum er meira á
yfirborðinu — getur líka vakið sárindi og
gremju hins vandmeðfarna vogarmerkis.
Vogin / Fiskar
23. sept — 23 okt.
20. febrúar — 20. marz
Þarna getur oft myndast ágætt sam-
band — milt og notalegt.
Fiskur og vog skilja sjaldnast hvort
annað í upphafi. Forsendur og afstaða
vogar og persónuleiki hennar er fiskinum
mikil gáta. En vogin hneigist að fiskinum
vegna þess að hann virðist svo meðfæri-
legur og þægilegur. Og hann er reiðubúinn
að hlusta á hana. Þetta er stundum
fullkomin blekking, því að fiskurinn lætur
engan ráða yfir sér. En hann er þegjanda-
legur og fer ekki út í rökræður, enda hefur
hann ekki sérstaklega mikið til málanna
að leggja um það sem voginni er hjart-
fólgnast. Vogin lítur svo á að þögn sé sama
og samþykki. Það er nú eitthvað annað. Og
þegar vogin uppgötvar þetta verður henni
illa bilt við.
Vogin er alltaf að velta málunum fyrir
sér og hún er lengi að komast að
niðurstöðu eins og áður segir. Fiskurinn er
þekktur fyrir að vera ýmislegt annað betur
gefið en frumkvæði í að leysa vandamál.
Samt kemur fyrir í samskiptum þessara
aðila að fiskurinn verður fljótari til. Svo
þegar vogin er loksins búin að átta sig,
rekst hún á við það sem fiskurinn hafði
ályktað. Það er ekki víst að það komi til
árekstra. Vegna þess að fiskurinn segir
ekkert. Að minnsta kosti ekki strax.
Þau eru bæði viðkvæm og draumlynd og
þau eru orðin ástfangin upp fyrir haus
áður en þau fara að kynnast. Þvert ofan í
það sem verður þegar vog og bogamaður
mætast. En fiskur og vog tengjast á þessu
fyrsta kynningarskeiði sínu svo nánum
böndum að það dugar þeim vel á leiðinni.
Hann sýnir henni þolinmæði og berst
ekki gegn henni eins og ýmsum öðrum
merkjum. Vogin vekur með fiski meiri
ástríðu en önnur merki og fiskur hefur
töluvert æsandi áhrif á hana með þessu
makalausa blíðlyndi. Hann gefur henni sig
aldrei allan. En hann nálgast hana meira
en flestar aðrar — að sporðdrekasambandi
einu undanskildu.
Ljón / Ljón
22. júlí — 23. ágúst
Tvö ljón saman hafa góða möguleika á
því að mynda gagnkvæmt aðdáunarsam-
félag. Auðvitað eru bæði jákvæðar og
neikvæðar manngerðir fæddar í ljóns-
merki sem öðrum, en það er sjaldgæft að
hitta ljón, sem hefur ekki þessa makalausu
hæfni ljónsins að lýsa upp umhverfi sitt
með návist sinni einni saman og ljónin
hafa til að bera hæfileika til mikilla
afreka. Það verður ekki af þeim skafið.
Sum ljón láta sér að vísu nægja að vita um
getu sína, en hirða ekki um að rækta hana.
En flest ljón eru hugrökk og ærleg, einkum
þegar erfiðleikar knýja á. En þau eru ekki
bara gædd undursamlegum eiginleikum.
Þau þola verst gagnrýni allra og hlýtt eðli
þeirra verður að klakahröngli þegar ein-
hver dirfist að gagnrýna þá. Allt sem ljón
gerir er stórt í sniðum. Og ástæðan fyri því
hversu vel ljóni-ljóni semur er ofur
einföld. Þau skilja hvort annað og vita
þörf hvors annars fyrir skjall og örvun.
Þau geta hins vegar lent í erjum vegna
mikilsháttar skapsmuna sinna. Þótt ljónið
búi yfir sjálfstæði og kjarki getur það
samt ekki verið eitt — alténd ekki lengi.
Það hefur ríka þörf fyrir samneyti við
aðra og annað ljón hlúir sérstaklega vel að
öðru ljóni.
Þótt þau skilji eðli hvort annars draga
þau síður en svo af kröfum til hins. Þær
kunna að verða allmiklar. En mjög
jákvætt og hressilegt líkamlegt samband
ljóns-ljóns getur að minnsta kosti framan
af bætt upp alls konar angur hvunndags-
ins. Ljón eru ástríðufull og fyrir líkamleg
atlot, en þau verða líka að gæta sín á að
ofmeta ekki þennan þátt í samskiptum
sínum. Ljón eru ekki öldungis alltaf trygg
maka sínum, en ljón er tryggara ljóni en
flestum öðrum merkjum einnig af skiljan-
legum ástæðum.
Ljón / Jómfrú
22. júlí - 23. ágúst,
23. ágúst — 23. sept.
Jómfrúin er yfirleitt jarðbundin,
praktísk og íhaldssöm. Hún á oft erfitt
með að tjá tilfinningar sínar, hversu
einlægar sem þær kunna að vera. Það
liggur því í augum uppi, að það getur orðið
þreytandi jafn úthverfum persónuleika og
ljónið er að umgangast þessa hæglætis-
veru. Jómfrúin vill hafa reglu á hlutunum
og hún getur verið smámunasöm. Hún er
innhverf og þolir illa bægslagang ljónsins.
Hann magnast á stundum vegna þess
viðbragðsleysis sem ljóninu finnst jóm-
frúin sýna, og ljónið heldur áfram að
reyná~að kalla fram einhver viðbrögð hjá
henni og reynir að fá hana til að vera
opinskárri en henni er hreinlega gerlegt.
Ljónið snýst í kringum sjálft sig, en það
getur einnig verið ljúflyndisvera, auðmjúk
og elskurík ef hún fær nógu mikla aðdáun
og tilfinningar þess eru virtar. Það er
mjög hætt við því að jómfrúin geti ekki
uppfyllt kröfur ljónsins að þessu leyti.
Þráttt fyrir nálægð þessara merkja eru
þau ólík sem dagur og nótt. Og það er
sjaldgæft að einstaklingar í þessum
merkjum nái samhljómi sem fullnægir
báðum.
Jómfrúin er auðvitað langt frá skaplaus.
Hún hefur heita lund og hún á það til að
sýna hug sinn á þann hátt að það snertir
jafnvel tilætlunarsamt hjarta ljónsins. En
þá er líka hætt við að bæði hafi orðið að
ganga í gegnum það mikið angur að ekki
verði um bætt.
Ljón / Vog
22. júlí — 23. ágúst
23. sept. — 23. október
Ljón og vog falla um margt mjög
skikkanlega saman. Bjartsýni og jákvæð
afstaða vogar, sem fer í taugarnar á
mörgum öðrum merkjum í samneyti við
vog, á ljómandi vel við ljónið. Líklegt er að
oftar verði það vogin sem vægir, ef þessir
aðilar deila. Og þær stundir koma að
voginni er oboðið. En oftast gætir hún þess
að sýna ljóninu tilhlýðilega umönnun og
hrifningu. Vogin dáir það sem er fallegt,
ljónið vill það sem er stærst og bezt. Þetta
kemur dálítið vel heim og saman. Vogin er
hrifin af hugrekki ljónsins og þreki og
ljónið hrífst hins vegar af mjúklyndi
vogarinnar og sveiflur hennar finnst því
stundum beinlínis spennandi. Kímnigáfa
þeirra er afar ólík. Kímnigáfu ljóns þrýtur
þegar grínið beinist að því, vogin getur vel
tekið slíku gagnvart sjálfri sér.
Það eykur á ljóma daganna þegar
einstaklingar úr þessum merkjum veljast
saman. Þau eru listræn og viðkvæm, hvort
á sinn máta. Bæði þurfa óvenjulega mikla
örvun. Ljónið krefst hamingju af lífinu,
vogin tekur því þakksamlega þegar vel
gengur, hún er færari að stilla lund sína og
þetta vekur í bland ánægju ljónsins. Vogin
er að vísu jákvæð og hún er lítillátari en
ljónið, en hún getur rokið mjög illilega upp
ef hún telur fram af sér gengið. Reiði
vogar er svo slík að ljóni finnst hún sem
margt annað í fari hennar bærileg og
jafnvel sjarmerandi.
I næstu grein verður fjallað um sam-
skipti
Krabba / krabba
Krabba / ljóns
Krabba / jómfrúr
Krabba / vogar
Ljóns / steingeitar
Ljóns / vatnsbera
Ljóns / fiska
Hrúts / bogamanns
Hrúts / steingeitar
Hrúts / vatnsbera
Hrúts / fiska
((h.k. tók saman)