Morgunblaðið - 11.11.1979, Blaðsíða 14
62
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 1979
Frá Thomas Romantschuk, fréttaritara Morgunblaðsins i Helsinki.
Hvað verður í Finnlandi þegar Uhro Kekkonen lætur
af forsetaembætti? Nú þegar hefur þessi spurning
lengi verið á döfinni. Enn líður á löngu þar til næst
verður efnt til forsetakosninga í Finnlandi. Þær
verða árið 1984, en þrátt fyrir það er spurningin um
eftirmann Kekkonens nokkuð, sem stöðugt varpar
skugga á stjórnmálalífið í landinu. Kekkonen verður
forseti eins lengi og hann sjálfur vill. Ef hann vill
halda áfram fram að næstu kosningum er hæpið að
nokkur hafi hug á að koma í veg fyrir það, að
minnsta kosti verður tæpast nokkur, sem beitir sér
gegn því. En enginn er eilífur, — ekki einu sinni
Kekkonen.
En hann hefur svo lengi setið
við stjórnvöl finnsku þjóðarskút-
unnar, að margir þeirra, sem
gerðu ráð fyrir því að taka þátt í
keppninni um sæti hans, eru að
verða of gamlir, og líkamlegt
atgervi manna er misjafnt. Nýir
menn koma þó fram á sjónar-
sviðið jafnt og þétt og sam-
keppnin stendur nú fyrst og
fremst um að hafa sem bezta
aðstöðu í tímans fyllingu, og sú
samkeppni er hörð.
Þessi barátta er einna hörðust
innan Miðflokksins, flokks
Kekkonens sjálfs. Johannes
Virolainen, Nylands-bóndinn, er
elzti og aðsópsmesti flokksfor-
maður í Finnlandi. Hann nálgast
nú eftirlaunaaldur og er al-
mennt búizt við því að hann segi
af sér á landsfundi flokksins
næsta sumar. Miðflokkurinn
hefur löngum verið klofinn í
tvær fylkingar, „landbúnaðar-
bændur" Virolainens og „mal-
biksbændur“ Ahti Karjalainens,
sem líka hafa verið nefndir
vinstri armur flokksins. Þeir
hafa jafnan notið stuðnings
stóriðjuaflanna í landinu, en sá
stuðningur hefur ævinlega
reynzt þungur á metunum þegar
nýr forseti er kjörinn. Karja-
lainen-armurinn hefur á undan-
förnum árum styrkt stöðu sína
jafnt og þétt, en þar að auki
hefur Karjalainen, sem sjálfur
bíður átekta í Seðlabankanum,
með flokkskerfið í sinni hendi,
það er að segja Mikko Imminen
flokksritara. Framvinda mála
innan flokksins hefur þó haft í
för með sér að nýir hópar hafa
myndazt, og „undrabarnið' Paa-
vo Vayrynen, keppir að því að
taka við flokksformennsku af
Virolainen. Vayrynen er utan-
ríkisráðherra í stjórn Koivistos,
en hann er aðeins rúmlega
þrítugur að aldri. Vayrynen taldi
sig til skamms tíma til Karja-
lainen-arms flokksins, en Vayr-
ynen hefur verið svo stórstígur á
framabrautinni að undanförnu
að hann er í rauninni búinn að
kljúfa Karjalainen-arminn.
Vayrynen hefur nú Ahti Pekkala
fjármálaráðherra og Eino Uusit-
alo innanríkisráðherra að kljást
við, og ef þessir herrar berjast
nógu hatrammlega þá kann það
að verða til þess að formaður
kvennasamtakanna, Marjatta
í skugga
Kekkonens
Kalevi Johannes Ahti Mauno
Sorsa Virolainen Karjalainen Koivisto
Vaananen, beri sigur úr býtum
og verði formaður flokksins. En
Virolainen hefur enn ekki gefizt
upp og hingað til hefur engum
tekizt að steypa honum af stóli,
þótt oft hafi það verið reynt.
Margt bendir til þess að tími
Vayrynens sé senn kominn, og
verði hann kjörinn formaður
flokksins verður það fjöður í
hatt hans — fjöður, sem Ulf
Sundquist, hitt „undrabarnið" í
finnskum stjórnmálum, getur
ekki skreytt sig með, enda þótt
hann sé flokksritari sósíaldemó-
krata og viðskipta- og iðnaðar-
ráðherra í stjórninni. Þeir Vayr-
ynen eru jafnaldrar, en í flokki
sósíaldemókrata verður ekki
vart klofnings í forystusveitinni
enn sem komið er þótt forsend-
urnar séu fyrir hendi. Mauno
Koivisto hefur sýnt sjónarmið-
um flokksstjórnarinnar, með
Kalevi Sorsa í broddi fylkingar,
lítinn áhuga. Enn síður virðist
Koivisto taka mark á þing-
flokknum. Hann lét meira að
segja í ljós von um að þingmenn
yrðu sem lengst í sumarleyfi
þegar hann ávarpaði þingflokk-
inn á síðasta fundi fyrir þinghlé.
Árangurinn hefur orðið vaxandi
óánægja með Koivisto, fyrst og
fremst innan vinstri arms
flokksins. Auk þessara þriggja,
Koivistos, Sundquists og Sorsa,
eiga sósíaldemókratar á að skipa
atkvæðamikilli konu, varafor-
manni flokksins og aðstoðar-
fjármálaráðherra, Pirkko Tyol-
ajarvi, en hún hefur að undan-
förnu látið í ljós aukinn áhuga á
metorðum. Gagnstætt helztu
konu í forystusveit Miðflokksins
hefur Tyolajarvi þau tromp á
hendi, að hún er dáð og virt
langt utan raða flokks síns og á
sér fáa óvildarmenn innan hans.
Klofningurinn hjá vinstri öfl-
unum, það er að segja meðal
kommúnista og vinstri-sósíalista
er djúpstæðari en í öðrum flokk-
um. í því sambandi hafa forseta-
kosningarnar ekki áhrif á gang
mála. Hér skipta menn sér í
Stalínista og meirihlutann.
Stalínistar eru oft kenndir við
leiðtoga sinn, Taisto, en þeir
hafa um árabil látið sér sjón-
armið meirihlutans í léttu rúmi
liggja og taka yfirleitt lítið mark
á flokkssamþykktum hans.
Ástæða er til að ætla að áhugi
forsetans á að hafa kommúnista
með í ríkisstjórn eigi rót sína að
rekja til þess að hann vilji veikja
stöðu þeirra og stuðla þannig að
mótun „bláhvíts sósíalisma", en
Kekkonen hefur verið talsmaður
norræns lýðræðis, það er að
segja borgaralegs lýðræðis. En
nú virðist sem formaður komm-
únistaflokksins, Aarne Saarin-
en, hafi fengið nóg af uppi-
vöðslusemi minnihlutans, og
nýlega lýsti hann því yfir í ræðu
að ekki dygði að hluti flokksins
væri í stjórnarandstöðu sam-
tímis því sem flokkurinn ætti
aðild að ríkisstjórn. Hann vildi
ekki útiloka þann möguleika að
flokkurinn kynni að klofna.
Af fjórum stærstu flokkum
landsins er það einungis Hóf-
sami hægri flokkurinn, sem hef-
ur ástæðu til að hæla sér af
samstöðu og einhug. Stjórnar-
andstaðan hefur þjappað flokks-
mönnum saman, auk þess sem
segja má að erkiíhaldið innan
flokksins sé ekki lengur til.
Flokkurinn kaus sér nýjan for-
mann í sumar. Það var Ilkka
Suominen, sem tók við af Harri
Holkeri, en hinn nýi leiðtogi
hefur tekið upp nýja nafngift og
segir að flokkurinn sé „mið-
hægriflokkur". Sannleikurinn er
sá að Suominen sjálfur hefur
ekki getað bent á nokkurn meiri
háttar mun á skoðunum sínum
og sósíaldemókrata á því hvaða
leiðir skuli farnar til að leysa
þjóðfélagsleg vandamál, þótt
blæbrigðaamunur kunni að vera
á því hvernig þessir aðilar vilja
standa að lausn efnahagslegra
vandamála. Suominen hefur lýst
því yfir að hann gæti sem bezt
átt aðild að stjórn með hinum
„hófsömu vinstri öflum“, það er
að segja Saarinen-armi komm-
únistaflokksins.
Þetta verður sízt til að ein-
falda málin fyrir sósíaldemó-
krata og Miðflokkinn. Fyrst og
fremst er það Miðflokkurinn,
sem getur búizt við því að
komast í klípu, en sósíaldemó-
kratar einnig, þar sem hin nýja
stefna Hófsama hægri flokksins
virðist eiga hljómgrunn hjá
yngstu kjósendunum, sem ella
hefðu ljáð sósíaldemókrötum
atkvæði.
Hvernig fylgi flokkanna skipt-
ist kemur næst í ljós í byggða-
kosningunum næsta haust.
Þangað til — og sjálfsagt í
framhaldi af þeim kosningum —
munu kommúnistar, sósíaldemó-
kratar og miðflokksmenn reyna
að koma sér saman í samsteypu-
stjórn. Þátttaka Sænska þjóðar-
flokksins skiptir í þessu sam-
bandi minna máli. Hvernig til
tekst er önnur saga, en eflaust
mun þar mestu valda hvernig
hinum ýmsu stjórnmálaleiðtog-
um gengur að hafa hemil á
persónulegri metorðagirnd
sinni.
cMIAMI
SEACH
A sólskinslandinu Florida
Miami ber af flestum sólarstööum
í Ameríku og Evrópu. Þar er
sjórinn notalega hlýr og ómeng-
aður, og hressandi golu leggur
frá Atlantshafinu. Flugleiðir
bjóða nú ferðir til Florida á 3ja
vikna fresti allt árið. Flogið er
um New York og þar geta menn
staldraó við í bakaleið og Iengt
feröina ef þá lystir. Dvalið er á
lúxus hótelum eða í íbúöum á
sjálfri Miami ströndinni. Þaðan
er ekki nema örskot í iðandi
borgarlífið.
Frá hótelinu bjóðast skoðunarferóír til: Disney
World - heims teiknimyndapersónanna,
Seaquarium - stærsta seedýrasafns heims,
Safari Park - eftirmynáar fnimskóga Afríku,
Everglades þjóðgarðsins, sem á engan sinn
lika og fjölmargra annarra áhugaverðra
staða. í Miamiborg eru konsertar, leikhús,
diskótek, íþróttakeppnír, hesta-og hundaveð-
hlaup og frumsýningarbíó
NÆSTU 3JAVIKNA FERDIR VERDA
getum við boðið gistingu í tvíbýlis-
herbergi og ferðir fyrir kr. 322.000 -
en ódýrari gisting er éinnig fáanleg
búi t.d. 5 fullorðnir saman í íbúð.
Kr. 309.000 -pr. mann. Fyrir böm er
verðið rúmlega helmingi lægra.
nov
5 3
jan FLUCLEIDIR
&
Búið er á lúxus hóteli , Konover og í
Flamingo Club hótel ibúðum. Um
Nánari upplýsingar: Söluskrifstofur okkar
Lækjargðtu 2 og Hótel Esju Sími 27800,
farskrárdeild, sími 2S100, skrifstofur okkar
úti á iandi, umboðsmenn og ferðaskrifstofur.