Morgunblaðið - 11.11.1979, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.11.1979, Blaðsíða 2
50 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 1979 Er birta tók 8. septemer 1779 grúfði sorgarský yfir landlæknis- setrinu að Nesi við Seltjörn. Þá um nóttina hafði Bjariii Pálsson, landlaeknir andast þar eftir lang- varandi veikindi 60 ára gamall. Hann var norðlenzkrar ættar, fæddur að Upsum við Eyjafjörð 17. maí 1719, kominn af tápmiklu fólki í báðar ættir. Foreldrar hans voru Páll Bjarnason, prestur að Upsum og kona hans Sigríður Ásmundsdóttir bónda að Brúna- stöðum í Fljótum. Séra Páll var gáfumaður, hag- mæltur, búsæll og mjög vel látinn og kona hans Sigríður var sögð mjög vel gefin, fallega hagmælt, glaðlynd, ræðin, skemmtin og stálminnug. Bjarni var tólfta barn þeirra prestshjónanna í 16 systkina hópi og komust 12 þeirra til fullorðins ára, en 3 drengir höfðu dáið kornungir úr Stóru-bólu er þá hrjáði um landið, og ein systir dó á unglingsaldri. Séra Páll dó er Bjarni var ekki fullra 12 ára gamall og 4 systkini hans yngri, og var rómað, hve móðir þeirra var dugleg að koma þeim til mennta, einkum sonun- um. Eftir lát föður síns fór Bjarni til föðurbróður síns, séra Guðmundar Bjarnasonar að Stað í Hrútafirði og naut um hríð tilsagar hans, fór þaðan í Hólaskóla, en hvarf svo frá námi um hríð og vann að búi móðu sinnar, en hún hafði flust að Karlsá og síðar að Höfða. Hann tók svo upp nám aftur og útskrif- aðist stúdent frá Hólum í júlí 1745, og var Gunnar bróðir hans þá rektor skólans. Bjarni var sagður mjög eftir geði móður sinnar, hann vann ötullega að búi hennar á sumrum, meðal annars sem formaður á hákarla- og fiskibáti hennar, og brátt fannst það í náttúru Bjarna sem síðar varð raunin á að hann var fæddur til læknislistar, eins og stendur í æfisögu hans. Hann siglir svo til Hafnar og er skráður í stúdentatölu við háskól- ann þar í desember 1746 og leggur aðallega stund á náttúrufræði og læknisfræði. í júlí 1784 varð hann baccalaur- us philoshopiae ásamt Eggert Ól- afssyni og 24. september 1759 tekur hann próf í læknisfræði „með efsta ærutitli," eins og sagt er í æfisögu hans. Bjarni naut styrkja frá háskól- anum bæði frá Borehs Kollegium og eins úr sjóði Árna Magnússon- ar. Hann ferðaðist um landið með Eggert Ólafssyni sumarið 1750, þá aðallega til handritasöfnunar og aftur 1752—1757 til rannsókna á náttúru landsins og er ferðabók þeirra Eggerts og Bjarna, sem fyrst kom út á dönsku 1772, árangur þeirra rannsókna, „eitt hið gagnmerkasta rit, sem um ísland hefur verið skráð fyrr og síðar" segir Steindór Steindórsson frá Hlöðum í formála að þýðingu sinni á bók þeirra 1943. Hneigð Bjarna til læknislistar féll fljótt í góðan jarðveg, því að næg voru verkefnin í læknislausu landinu. Til hans var mjög oft leitað er þeir Eggert ferðuðust um landið, og einnig er þeir dvöldust í Viðey á vetrum hjá Skúla fógeta, síðar tengdaföður Bjarna og segir svo í æfisögu hans „að nóg aðkall var af veikum úr ýmsri átt, var það bæði, að hann var oft til þeirra sóttur úr næstu byggðum, enda stóð Viðey þá, sem síðan í Skúla tíð opin fyrir mörgum sjúklingi svo vikum, mánuðum, já misserum skipti." Bjarni mun fljótt hafa komist að raun um, að nauðsyn bæri til að lærður læknir settist að í landinu, og mun Magnús Gíslason, amt- maður hafa beitt sér fyrir því á æðri stöðum, en heimildum ber saman um, að mestu hafi ráðið um stofnun landlæknisembættisins áhrif vísindafélagsins danska og aðalkennara Bjarna prófessors J. Bchwalds, enda naut Bjarni mikils álits meðal kennara sinna, svo talið var sjálfsagt að hann yrði skipaður í hina nýju stöðu. Jón Gunnlaugsson læknir: Bjarni Pálsson landlæknir Bjarni var svo skípaður fyrsti landlæknir íslendinga þann 18. marz 1760, og fékk hann birt embættisskilríki sín á Þingvöllum 18.júlí þá um sumarið. Ákveðið var að hann skyldi fyrst um sinn setjast að á Bessa- stöðum, en þar stóðu þá auð rúmgóð, en hrörleg og gömul húsakynni yfirvalda, en byggja átti þar nýja amtmannsstofu fyrir Magnús Gíslason, amtmann, sem þá sat á Leirá og beið þess að byggt yrði upp á Bessastöðum. Er Bjarni landlæknir reið heim frá Þingvöllum, eftir að hafa veitt móttöku embættisskilríkjum sínum, tók hann með sér sjúkling að beiðni amtmanns. Hvað hrærst hefur í huga landlæknis er hann hélt heim með hinn sjúka mann, sem amtmaður hafði falið honum til umönnunar, lækninga og vist- unar er hvergi skráð En hann hefur hlotið að hugsa til aðstöð- unnar sem ekki var uppörfandi, hann þá ógiftur og húsakynnin í gamla valdsmannssetrinu síst til þess fallin að hýsa sjúka. En hann var þá maður á besta aldri, margfróður og með brennandi áhuga á hverskonar viðreisn landsins. Hann hlaut að vita af kynnum sínum af landi og þjóð, að hverju hann gekk, að svo miklu leyti sem mannleg framsýni hefur skyggnst inn í óráðna framtíð. En Bjarna landlæknis beið of- urmannlegt starf. I erindisbréfi var honum falið að hafa umsjón með heilbrigðismálum landsins, veita sjúkum læknishjálp, hafa lyfjasölu og annast læknakennslu, kenna að minnsta kosti 4 efni- legum skólapiltum, sem síðar yrðu skipaðir fjórðungslæknar landsins og jafnframt að kenna ljósmæðr- um og auk þess skyldi hann hafa eftirlit með þeim hrörlegu stofn- unum sem geymdu holdsveika og líta eftir tugthúslimum. Hann átti sjálfur að velja fram- tíðarsetur fyrir landlæknisem- bættið og valdi hann Nes við Seltjörn, og skyldi þar r iist vegl- egt múrhús á konungskostnað og átti landlæknir að búa þar leigul- aust. Laun voru 300Rd á ári, auk þess 200Rd fyrir meðul handa snauðum og þeim átti að veita ókeypis læknishjálp. En hvernig var umhorfs í land- inu, er fyrsti landlæknir okkar settist hér að. Landsmenn voru þá rúmlega 43 þúsund um 7 þúsundum færri en þegar fyrsta manntal var gert hér 1703, enda er átjánda öldin talin sú þungbærasta í sögu þjóðarinn- ar. Drepsóttir herjuðu alltaf öðru hvoru, barnadauði var gífurlegur og hungurvofan alltaf á næstu grösum. Jón Gunnlaugsson. Erindi flutt á Seltjarnarnesi á 200. ártíð hans 8. sept. sl. En Bjarni landlæknir hófst ótrauður handa. Hann tók til sín sjúklinga þau 3 ár sem hann sat á Bessastöðum og hóf þar lækna- kennslu og þaðan útskrifaðist frá honum fyrsti nemandi hans þann 1. júlí 1763, Magnús Guðmundss- on, síðar fjórðungslæknir í Norð- lendingafjórðungi. Sumarð 1761 hófst bygging landlæknissetursins að Nesi og hafði Bjarni umsjón með fram- kvæmdum þar. Hann varð því oft að fara á milli Bessastaða og Ness, og mun Magnús Guðmundsson hafa aðstoðað Bjarna við störfin að Bessastöðum er hann dvaldi í Nesi. Ekki fór heldur hjá því, að hugur Bjarna beindist öðru hvoru til Viðeyjar. Þar hafði hann oft dvalið við nám og störf og nú var svo komið, að gjafvaxta dóttir Skúla fógeta, Rannveig og Bjarni landlæknir höfðu fellt hugi sam- an. Þau höfðu heitbundist haustið 1762, en brúðkaup þeirra fór fram í Viðey þann 1. júlí 1763 og lá Rannveig þa á sæng að sínu fyrsta barni. Þau fluttust svo um haustið 1763 í hið nýja og veglega múrhus í Nesi, þá var Bjarni landlæknir 44 ára gamall, Rannveig kona hans 21 árs og Steinunn litla dóttir þeirra fárra mánaða gömul. í ævisögu Bjarna landlæknis segir Sveinn Pálsson, læknir, tengdasonur hans: „Brátt fannst það, að þau hjónin voru fram- kvæmdasöm og útséð í bústarfi, hafði Bjarni Landph. ærinn skipa- útveg til fiski-afla, og eins farnað- ist honum landbúnaður ágæta vel, enda hafði Rannveig kona hans vanist nokkru meður föður sínum, jafnvel um nokkur ár gegnt þeim störfum innan stofu í Viðey, sem nóg þóttu handa tveimur eða þremur". Allan starfstíma sinn í Nesi hafði Bjarni nemendur í læknis- fræði og frá honum útskrifuðust 4 læknar, sem síðar urðu fjórð- ungslæknar, en alls munu 11 ungir menn hafa lært læknisfræði hjá honum í lengri eða skemmri tíma og luku sumir þeirra námi erlend- is, auk þess fékk hann til landsins lærða yfirsetukonu og sjálfur kenndi hann 15 ljósmæðrum, sem svo dreifðust um landsbyggðina. Hann hafði lyfjabúð frá fyrtu tíð á Bessastöðum og í Nesi til ársins 1772, en þá fluttist Bjarni Jónsson, lyfsali að Nesi og tók við lyfjasöl- unni. Bjarni landlæknir hafði allan starfstíma sinn í Nesi sjúklinga í þar til gerðu húsi og var það rekið í sambandi við heimili hans, auk allra þeirra sjúklinga sem leituðu til hans jafnt að nóttu sem degi. Hann lét sér mjög annt um sjúklinga sína og var þeim mjög góður sem fátækir voru og þvi gekk sljótt á efni þeirra hjóna, enda alltaf örtröð í Nesi. Hann var einnig mjög skyldu- rækinn og ósérhlífinn við að sinna erfiðum ferðalögum. Hann fram- kvæmdi einnig nokkar skurðað- gerðir, sem var mikið þrekvirki á þeim tíma. Bjarni landlæknir var ópenna- latur — auk ferðabókar þeirra Eggerts og Bjarna, sem Bjarni átti sinn stóra þátt í að safna efni í, þótt Eggert ritaði hana — ritaði Bjarni mikið bæði um náttúru- fræði og læknisfræði. Nokkuð af ritgerðum hans komu út erlendis en ýmis rit lét hann eftir sig í handritum hér heima, þó fyrst og fremst embættisbréfabók sína og dagbók, sem varðveizt hafa slitur af. Hann hafði áhuga á því að stofnaður yrði einn holdsveikra- spítali fyrir allt landið en fékk því ekki framgegnt. Ofan á allt það erfiði, sem landlæknisembættið var Bjarna, bættust við veikindi hans, sem fljótt fór að bera á, eftir að hann fluttist að Nesi. Sjúkdóm- ur hans ágerðist með árunum, og var hann oft sárþjáður og lá oft þungt haldinn, við það bættist breiskleiki hans, of mikil vín- nautn, sem einnig tók á starfsþrek hans. En hver var hann þá þessi norðlenzki prestasonur, þessi Abraham íslenzkra lækna, eins og prófessor Gðmundur Hannesson komst að orði. Séra Jón Þórláksson, skáld og síðar prestur á Bægisá, var einn vetur ritari Bjarna landlæknis, en þá hafði séra Jón misst hempuna í fyrra skiptið vegna barneignar, með stúlku sem hann unni. Séra Jón lýsir Bjarna í eftirfar- andi erindi: Mun til meðaumkvan i manns brjósti, ef hún eigi var altöm Bjarna. og séra Jón Steingrímsson, síðar prestur, lýsir honum svo: „í allri raun og veru einn sá hjartabesti maður við aumingja og nauð- þrengda". Þetta var vitnisburður tveggja vina hans. Bjarni var mikill trúmaður. í æfisögu hans segir: „Það var vani hans, er hann kom heim frá sjúkum að heimta kirkjulykil, áður en hann gengi til herbergis, læsti sig þar inni, varpaði sér flötum og þakkaði Guði sínum þegar vel gekk, en barmaði sér ella, og jafnvel minnti Guð á, að hann hefði lofað að styrkja góðan vilja og honum væri dýrðlegt og verðugt að hjálpa þræli sínum“. Til er lýsing á heimsókn til Bjarna landlæknis nokkrum vik- um áður en hann dó. Þar er á ferð vinur hans séra Jón Steingríms- son og lýsir hann í æfisögu sinni þessum atburði á eftirfarandi hátt: „Minn trúfasti vin herra Bjarni landphysient lá í rekkju lengi áður en hann burtkallaðist. Ég finn hann þar hann lá sæng- urliggjandi og vildi þar kveðja hann, en hann svarar: „Nú er svo ástatt, að ég vil kveðja þig annars- staðar og ætla að reyna að til þess að komast á fætur“ fór svo í annað kamers, setur þar til borð og tvö vínstaup, lætur síðan á mig kalla og segir: „Nú drekk ég þér til okkar síðustu skilnaðar skál og mína dauðans skál... Þú munt nokkuð lengur lifa en þó ei háaldraður verða. Ég óska þér lukkulegrar reisu og lífdaga." Með því lét hann konu sína, madame Rannveigu, þénara sinn mr. Jón Einarsson og þjónustu- stúlku Hólmfríði Hjálmarsdóttur byrja þetta vers: Allra skt'pna þá aðstoð dvin aðötoð xóð vertu mér, frá vinum skilja verð ég min minn vin tak mig að þér etc. sem sungið var með lystilegustu raddarhljóðum, því öll þau voru dágóðir söngmenn, og hann mjög gefinn fyrir söng, en ég söng aftur á móti þetta vers: Þótt sundrumst nu sú er vor trú etc. Við supum af glösunum, þakk- aði hvor öðrum, ei án trega, allt umliðið og kvöddumst svo. Ég fór minn veg en hann fór í rúm sitt, lá nokkrar vikur þar á eftir, þar til Guð gerði farsælan enda á hans mæðu“. Þetta var leiftursýn inn á heim- ili Bjarna landlæknis skömmu áður en hann dó. Hann hafði lokið starfi sínu, honum hafði tekizt, þrátt fyrir heilsuleysi og marg- víslega raun, að festa í sessi þá stofnun, sem honum hafði verið falið að gróðursetja fyrsta vísi að.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.