Morgunblaðið - 11.11.1979, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.11.1979, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 1979 63 KAKTUS (Opuntiaceae) Þó kaktusa megi telja í röðum þeirra inniblóma sem hvað flestir hafa spreytt sig á að rækta í stofum sínum hefur fram til þessa ekki gefist tækifæri til að geta þeirra í þessum þáttum. Verður nú reynt að bæta úr því með grein sem Sigurlaug Árnadóttir í Hraunkoti hefur skrifað um kaktusa en Sigurlaug hefur talsvert fengist við ræktun þeirra sem og annars sem gróið getur hvort heldur er innan dyra eða utan. Greinin verður birt í þrennu lagi. Kaktusar eru fyrirhafnarlítil inniblóm og sem stendur mjög í tísku og vinsælir. Þeir þola misjafna meðferð en gera þó sínar lágmarkskröfur. Fjölbreytni kaktusa er gífurleg, sagt er t.d. að yfir 9000 tegundir af þeim séu nú fáanlegar í Bandaríkj- unum. Hér ætla ég að nefna fáeina sem mælt er með fyrir byrjendur í kaktusrækt. Cereus peruvianus er hávaxinn súlukaktus, auðveld- ur viðfangs. Hann blómstrar ekki fyrr en hann er orðinn um það bil tveggja feta hár. Blómin eru næstum ótrúlega stór, hvít að lit, en þau standa stutt. Echinocactus grusonii — „Gylta tunnan". Þetta viðurnefni hefur hann hlotið vegna fínna gulra brodda sinna. Gymnocalycium oft nefndur „hökukaktus“ vegna þess að litlar hökur skaga fram undan hverri broddaþyrp- ingu. Þessir kaktusar blómstra ungir. Mammilaria — kaktusar eru oftast stuttir og kringlóttir. Afbrigðin M.hahniana, M.plumosa og M.polyhedra eru skemmtileg. Blóm þessara kaktusa 4 eru ekki sérlega ásjáleg en þeir eru blómsælir. Opuntia rufida er flatur kaktus með mjög litla brodda en argvítuga fyrir hendurnar. Best er að láta hann standa bakatil við hina svo enginn glæpist til að snerta hann. Opuntia paediophylla hefur langa meinlausa brodda — (pappírsbrodda). Hann er skemmtilegur í kaktusa- hópnum. Oreocereus celsianus eða O.trolli eru báðir ræktaðir vegna langra silfurhæra sinna. Þeir þurfa mikla birtu því hárin hindra mjög að sólin nái vel til þeirra. Þessir „öldungar" hafa sinn sérstaka sjarma. ■■■“^^"■■■■“■■■■■■■■■■■^™^ Mínar innilegustu þakkir sendi ég frændfólki og vinum sem glöddu mig á einn eöa annan hátt meö heimsóknum, gjöfum á níræöisafmæli mínu 23. október og geröu mér þaö ógleymanlegt. Guö blessi ykkur. Sveinbjörg Ormsdóttir. J.Hinriksson hf Véhverkstoebi Súðarvogi 4 SÍMI 84677 esiin orunar RÓBERT ARNFINNSSON FLYTUR LÖG EFTIR GYLFA Þ. GÍSLASON Nú er komin út önnur hljómplata þeirra Róberts Arnfinnssonar og Gylfa Þ. Gíslasonar. Á þessari plötu flytur Róbert 13 ný lög eftir Gylfa við Ijóð margra af helstu skáldum þjóöarinnar. Undirleik annast félagar úr Sinfóníuhljómsveitinni undir stjórn Jóns Þetta er gullfalleg hljómplata sem á örugglega eftir að vekja mikla ánægju meöal íslenskra tónlistarunnenda. FALKINN Suðurlandsbraut 8 Laugavegi 24 Vesturveri ___Simi 84670_Sími 18670 Sími 12110

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.