Morgunblaðið - 11.11.1979, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.11.1979, Blaðsíða 3
I MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 1979 51 Auk veikinda sinna hafði hann orðið að þola þá raun að sjá að baki tveggja barna sinna ungra, sem dóu í Nesi og vinar síns og samstarfsmanns Eggerts Ólafs- sonar sem drukknaði á Breiðafirði ásamt konu sinni og fylgdarliði vorið 1768, og sem hann tregaði mjög. Er Bjarni andaðist 8. september 1779 voru starfandi læknar í landinu 4 nemendur hans: Magnús Guðmundsson, læknir í Norðlend- ingafjórðungi, þá orðinn veikur að holdsveiki, Hallgrímur Bach- mann, svili Bjarna læknis í Vest- firðingafjórðungi, Brynjólfur Pét- ursson læknir í Austfirðingafjórð- ungi og Jón Einarsson aðstoðar- læknir Bjarna í Nesi og gegndi hann landlæknisembættinu eftir að Bjarni dó þar til Jón Sveinsson tók við embættinu í september 1780. Hér var brotið blað. í æfisögu hans segir „Er hann leiddur með 2 börnum sínum rétt fyrir innan kirkjudyr, sem seinast stóð í Nesi við Seltjörn". Eftir stóð ekkjan Rannveig Skúladóttir 37 ára gömul með 5 börn. Elst þeirra var Steinunn 16 ára gömul, en hún dvaldi lang- tímum hjá afa sínum Skúla fógeta í Viðey, Skúli 14 ára, hann sigldi með fálkaskipi til Hafnar nokkru áður en faðir hans dó, hann ætlaði að læra lyfjafræði, en hann hvarf frá námi, fór í siglinu til Kína og talinn látinn þar. Hallur 13 ára, hann sigldi ári eftir lát föður síns, en það skip fórst í hafi og Eggert 8 ára og Þórunn 3 ára. Landlæknisheimilið var fátækt er Bjarni landlæknir dó, enda alltaf mikil gestnauð í Nesi og allir ölmusumenn fengu þar ókeypis aðhlynningu, en þeir voru þá mjög margir í landinu, jafnvel talið að þeir væru sjötti hver landmanna. En Rannveig átti hauk í horni þar sem var faðir hennar Skúli fógeti. Börnin hennar þrjú, sem náðu fullorðinsaldri, báru gæfu til þess að sá út þeim frækornum, sem foreldrar þeirra höfðu gefið þeim og uppskeran varð mikil. Steinunn giftist Vigfúsi Þórar- inssyni, sýslumanni í Hlíðarenda, og meðal margra barna þeirra voru Bjarni Thorarensen amt- maður og skáld og Skúli Thorar- ensen, læknir á Móeiðarhvoli og var hann 15 barna faðir. Eggert varð prestur, sat í Stafholti og víðar og var barnmargur, og Þórunn giftist Sveini Pálssyni, lækni og áttu þau 15 börn. Því er ættarmeiðurinn stór og ná limir hans um allt landið og víðar. Þjóðin færir Bjarna Pálssyni, landlækni og Rannveigu konu hans þakkir fyrir fórnfúst braut- ryðjendastarf, sem bar ríkulegan ávöxt. Nemendur hans voru fáir, er hann féll frá og læknum fjölgaði mjög hægt fyrstu áratug- ina eftir fráfall hans, en það slokknaði aldrei á kyndlinum. Arið 1800 voru læknarnir aðeins 5 og ljósmæður um 20. Nú á 200 ára dánardægri Bjarna landlæknis hefur Seltjarnarnes- kaupstaður reist honum minnis- varða í Nesi. Ríkissjóður hefur keypt Nesstofu og afhent Þjóð- minjaverði hana til varðveizlu — prófessor Jón Steffensen hefur gefið veglega gjöf til þess að í Nesi verði komið upp safni og rann- sóknarstofnun á sviði sögu heil- brigðismála og Rotaryhreyfingin á íslandi hefur ákveðið nú á 75 ára afmæli hreyfingarinnar að hefja söfnun til stuðnings endurreisnar Nesstofu. Allt þetta þökkum við læknar og þeir aðrir, sem vita hvers virði störf Bjarna landlækn- is voru fyrir þjóðina. Einnig ber að þakka öllum þeim sem átt hafa og varðveitt Nesstofu þau 145 ár, sem liðin eru frá því landlæknir flutti þaðan. Lokaorð mín skulu vera hin sömu og Guðmundar Hannesson- ar, prófessors er hann ritaði á 200 ára afmæli Bjarna landlæknis fyrir 60 árum: „Og líklega getum vér ekki hrósað oss af því að vera samvizkusamari og ósérplægnari í starfi voru en Bjarni var“. Fimmtugur í dag: Pálmi Jónsson alþingismaður í dag er fimmtugur Pálmi Jóns- son, alþingismaður, á Akri í Húna- þingi. En það býli varð landskunn- ugt er faðir hans, Jón Pálmason alþingismaður, bjó þar um áratugi við mikla hagsæld, rausn og gengi. Pálmi sonur hans mun snemma í föðurgarði hafa haft veður af stjórnmálum er faðir hans tók mikinn þátt í og dvaldi því lang- dvölum að heiman vegna þingsetu. Pálmi Jónsson var fæddur 11. nóvember 1929 á Akri á Torfalækj- arhreppi. Voru foreldrar hans Jón Pálmason, alþingismaður og ráð- herra, og segja menn að eigi færri en 15 alþingismenn norður hér séu í hans ættboga. Kona Jóns, móðir Pálma, er Jónína Valgerður Ólafsdóttir bónda í Minnihlíð í Bolungarvík Ólafsson- ar og konu hans, Margrétar Ólafs- dóttur, systur Marsebilar, konu Matthíasar Ólafssonar alþing- ismanns í Haukadal í Dýrafirði. Pálmi sonur þeirra hjóna að Akri er yngstur sinna systkina og ólst upp við bústörfin enda var honum ætlað að verða bóndi og taka við föðurleifð sinni. Hann fór því á bændaskólann að Hólum og lauk þaðan prófi 1948. Eggert bróðir hans stundaði lang- skólanám og varð lögfræðingur, gaf sig nokkuð að þjóðmálum um skeið, gerðist þá ritstjóri Islendings á Akureyri. Annars starfaði hann ávallt syðra. Hafði Jón faðir hans haft hug á um skeið að efla hann til mannaforráða, en Eggert varð eigi gamall maður og andaðist árið 1962. Pálmi Jónsson var jafnan heima og starfaði á búi föður síns er oft var mikið að heiman við þingstörfin og ýmis nefndarstörf í þágu föður- landsins. Pálmi sýndi sig að vera slyngur bóndi sem faðir hans. Hann þótti nefndarmaður í heimahéraði og var allur með hugann á sinni heimajörð. Mátti segja að hann héldi sér eigi mikið fram, né sækti til mannaforráða umfram aðra menn. En þó svo væri um hagi hans, þá duldist mönnum eigi, að hér fór góður og gegn maður er stóð fyrir sínu og vildu menn efla hann til forystu. Margir höfðu haft að orði við föður hans á árum áður að Pálmi færi á þing. Pálmi Jónsson tók við búi á Akri 1953 og kvæntist Helgu Aðalbjörgu Sigfúsdóttur frá Breiðavaði í Langadal 26. des. 1956. Hefur hjónaband þeirra verið hið farsælasta og Helga verið góð stoð manni sínum við búskapinn heima í héraði og haldið heimili með honum í Reykjavík um þingtímanrf. Hefur hér líkt farið og með þeim hjónum Jóni á Akri og konu hans, Jónínu. Þau hjón Pálmi og Helga eiga þessi börn: Jón, Jóhönnu Erlu og Nínu Margréti. Reyndist Pálmi ágætur bóndi og framfarasinnaður er bætti föður- leifð sína og stóð framarlega í félagsmálum sveitar sinnar. Helga kona hans myndarhúsmóðir og heimakær. Er heimili þeirra hið besta að gestrisni og myndarbrag. Það var því eigi undarlegt þó þeir tímar færu í hönd að Pálmi Jónsson yrði kallaður til starfa á sviði þjóðmálanna. Er menn settust á ráðstefnu um væntanlega þing- menn Húnvetninga fyrir Sjálfstæð- isflokkinn og höfðu skyggnst um bekki eftir völdum manni í þing- mánnssess. Vildu margir fá Pálma á Akri. Var það eigi eingöngu að hann væri sonur Jóns á Akri heldur og að hann hafði getið sér góðan orðstír meðal héraðsbúa og þótt farsæll í starfi, glöggur um fram- vindu mála og góður ræðumaður. Var haft prófkjör heimafyrir og kom upp hlutur Pálma er mest fylgi átti, en á þessum árum voru þau eigi mikið höfð um hönd í vorum blessaða Sjálfstæðisflokki. Var Pálmi kosinn á þing 1967 fyrir Norðurlandskjördæmi vestra og hefur síðan setið á alþingi við góðan orðstír. Hafa honum verið falin ýmsar ábyrgðarmiklar stöður, svo sem formennska í stjórn Raf- veitna ríkisins, átt sæti í nýbýla- stjórn, í landnýtingar- og land- græðslunefnd og yfirfasteigna- matsnefnd. Þá hefur hann á alþingi jafnan setið í fjárhagsnefnd. Pálmi ber gott skyn á þau mál sem faðir hans, er verða megi til hagsælda kjördæminu. Pálmi er vel máli farinn og létt um ræðuhöld. Hann er maður vinsæll að hér- aðsbúum og alúðlegur í framgöngu. Mun því mörgum hugsað vel til hans á þessum tímamótum í ævi hans. Hann hefur með sæmd haldið uppi merki föður síns, hins mikla þjóðmálaskörungs. Pétur Þ. Ingjaldsson. ■I kalmar innréttingar hf. 45 Á SKEIFUNNI8, SIMI82645 Kalmar einingareldhús eru samsett úr stööluö- um einingum, sem eru fáanlegar í 30 mismunandi geröum og í 15 verðflokkum. Famenn mæla, skipuleggja og teikna ykkur aö kostnaðarlausu og án allra skuldbindinga af ykkar hálfu. Barstólarnir nú aftur fyrirliggjandi á lager í ýmsum litum. Kalmar! Kalmar innréttingar hf. bjóöa eitt fjölbreyttasta úrval innréttinga, sem völ er á.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.