Morgunblaðið - 11.11.1979, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 1979
71
Ljósm: Kristján.
ffclk í
fréttum
Björg á heimili sínu á Háteigsveginum. Það sést að vísu ekki á myndinni, en vegna íyrirhugaðrar
myndatöku heíur Björg þurft að lita hár sitt rautt, og þannig mun hún birtast landsmönnum í
leikritinu Vandarhöggi. — Það er að segja þeim sem eiga litasjónvarp!
Þurfti að lita á sér hárið fyrir
upptöku á sjónvarpsleikritinu
BJÖRG Jónsdóttir verður með-
al leikenda í sjónvarpsleikrit-
inu Vandarhögg eftir Jökul Jak-
obsson sem tekið verður upp á
næstunni. Leikstjóri verður
Hrafn Gunnlaugsson, en kvik-
myndatakan fer fram norður á
Akureyri.
Björg sagði í stuttu spjalli við
Morgunblaðið að leikritið hefði
Jökull skrifað skömmu áður en
hann lést, og hefði það ekki
komið fyrir margra augu ennþá.
Sagði hún leikritið eiga að ger-
ast í dag, á okkar tímum, en að
öðru leyti vildi hún ekki segja
neitt um efni þess en sem komið
væri. „Kvikmyndun hefst á Ak-
ureyri hinn 21. nóvember næst-
komandi," sagði Björg, „og verð-
um við fyrir norðan á meðan á
kvikmyndun stendur." Björg er
sjónvarpsáhorfendum að góðu
kunn, meðal annars fyrir leik
sinn í þáttunum Undir sama
þaki og í Silfurtunglinu, auk
þess sem hún hefur komið fram í
nokkrum sjónvarpsþáttum öðr-
um. „Það var nú eiginlega bara
tilviljun að ég byrjaði á þessu,“
sagði Björg, „en ég vann í
Sjónvarpinu þegar unnið var að
þáttunum Undir sama þaki, og
síðan hefur þetta komið hvað af
öðru, og ég hef haft mjög gaman
af þessu." Leiklistin hefur þó
fram til þessa aðeins verið
tómstundastarf eða aukavinna
hjá henni, og til skamms tíma
var Björg flugfreyja hjá Flugfé-
lagi Islands.
Eins og áður hefur verið frá skýrt í Morgunblaðinu fékk Dagbjört
Höskuldsdóttir í Stykkishólmi nýlega að gjöf forláta kökukefli, og
hér sést Magnús L. Sveinsson afhenda hinum unga kvenskörungi
gripinn
Um 700 manns á
biðlista í Club eitt
+ „Starfsemi klúbbsins hefur
gengið nokkuð vel, en þó hefur
þetta ekki verið eins og það var
hugsað í upphafi, og margt
hefur komið okkur á óvart í
rekstri Club 1,“ sagði Stefán
Magnússon framkvæmdastjóri
Club 1 í óðali er við hittum
hann nú i vikunni. Nokkuð á
annað ár er nú liðið síðan
eigendur skemmtistaðarins óð-
als ákváðu að gera tilraun með
rekstur klúbbs sem einungis
væri opin félögum og gestum
þeirra.
Stefán sagði að aðsóknin væri
ekki eins mikil í miðri viku og
vonast hafði verið til, en hins
vegar væri alltaf troðfullt um
helgar. Félaga í klúbbnum sagði
hann nú vera um 340 manns, og
væri ekki unnt að fjölga þeim
mjög mikið, en 700 manns væru
hins vegar á biðlista. „Hér er
fólk á öllum aldri, og álíka
margir karlar og konur,“ sagði
Stefán, „og fólk er hér úr öllum
stéttum og starfsgreinum. Al-
þingismenn, kaupsýslumenn,
námsmenn, verkamenn og lög-
fræðingar, svo að dæmi séu
nefnd.“
Stefán Magnússon i hinum vistlegu húsakynnum Club eitt í Oðali
við Austurvöll. Nú eru í klúbbnum um 340 manns, en 700 eru á
biðlista. Myndina tók Emilia Bj. Björnsdóttir.
Lét sér
hvergi
bregða
ÞAU eru mörg og ólík verk-
efnin, sem fréttamenn fá til
úrlausnar. Sigrún Stefáns-
dóttir hjá Sjónvarpinu
þurfti i vikunni að taka
viðtal við sæfarana tvo á
skútunni Solaris og til að
komast um borð í fleyið
þurfti hún að klífa niður
grútarötuð friholtin á
bryggjunni. Sigrún lét sér
hvergi bregða og kleif
„þritugan hamarinn“ af
snilld þó svo að klæðnaður
hennar hafi ekki verið sá
heppilegasti, sítt, vítt pils og
ljós kápa. Jón Björgvinsson
býðst til að aðstoða Sigrúnu
á myndinni, en nafni hans
Arason er spotzkur á svip.
Ljósm. Emilia.
... Vel virðist samt fara á með þeim
Dagbjörtu og Birni Þórhallssyni og Baldri
Óskarssyni, enda mun ætlunin að nota
kökukeflið fyrst og fremst á framsóknar-
menn! — Björn er sem kunnugt er sjálfstæð-
ismaður, og Baldur hætti að vera ungur
framsóknarmaður fyrir nokkrum árum.
Kökukeilið hennar Dagbjartar í Stykkishólr
j