Morgunblaðið - 11.11.1979, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.11.1979, Blaðsíða 4
52 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 1979 VER SPRENGJUR & GAFNAFAR Kennir kjamorkravni lakari á nams- árangur • Tilraunir með kjarnorkuvopn ollu því, að heil kynslóð banda- rískra ungmenna er ógreindari en ella hefði verið, segir bandarískur eðlisfræðingur, dr. Ernest Stern- glass að nafni, og bætir því við, að geislavirkt úrfelli hafi haft þessi áhrif á fóstrin í móðurkviði. Þessi kenning dr. Sternglass styðst einnig við það, að um tíu ára skeið var námsárangur banda- rískra nemenda miklu lakari en áður hafði verið uns hann tók aftur að batna árið 1976. Slakastir voru líka þeir nemendur, sem komu frá þeim héruðum, þar sem mest var um geislavirkt úrfelli eftir kjarnorkuvopnatilraunirnar á sjötta áratugnum. „Þetta er raunar ekki neinn nýr sannleikur," segir dr. Sternglass. „í skýrslu um Hiroshima frá árinu 1969 er bent á, að fjöldi andlega vanþroska barna, sem voru í móð- urkviði þegar sprengjan féll, var í réttu hlutfalli við fjarlægðina frá Slökustu nemsndurnir voru í þeim hér- uðum þar sem mest var um geislavirkt úr- felli. sprengistaðnum. Því nær sem mæðurnar voru sprengingunni og því meiri sem geislunin var því meiri urðu áhrifin á andlegan greindarþroska barnanna." Dr. Ernest Sternglass segir, að geislavirkt úrfelli sé aðeins eitt með öðru, sem hafi áhrif á þroska- ferii fóstursins og nefnir þar til skordýraeitur, áfengisneyslu og reykingar þungaðra kvenna og óhóflegt lyfjaát. Sternglass heldur því fram, að þessi uppgötvun sín þýði það, að stjórnvöld verði nú að gera gangskör að því að kanna til hlítar áhrif geislunar á fóstur. Hann segir og, að það hafi verið fyrir hans orð að allar þungaðar konur voru fluttar úr nágrenni Þriggja mílna eyjar í Pensylvaníu í kjölfar kjarnorkuslyssins, sem þar varð í vor. - ROSS WABY. &fl***a& ~ itamses II hefur nú aftur verið hafinn til vegs og vir5- ingar og skipað til öndvegis ; þjóðminjasafninu í Kairó eftir andlitssnyrtinguna sem franskip fegrunarlæknar Kóng- urinn er kominn úr viðgerð gerðu á honum á dögunum, og auk þess fékk faraó dálitla meðferð, sem á að koma í veg fyrir, að hans htign verði sveppagróðri og sníkjudýrum að bráð. Læknismeðferðin hófst með því, að Ramses lagði land undir fót og hélt til Parísar, í sína fyrstu ferð þangað, og henni lauk með þriggja ára sóttkví í Kairó á meðan ménn voru að fullvissa sig um, að óværan væri nú með öllu úr sögunni. Nú er svo komið, þökk sé frönskum kjarneðlisfræðing- um og fegrunarlæknum, að Ramses II er við bestu „heilsu", þ.e.a.s. við svo góða heilsu, sem sá getur verið, sem hefur verið dauður í meir en 3000 ár. Enn má sjá henna- litaðar hárleifar í hnakkanum, húðin er óskemmd og stök tönn gægist út úr öðru munn- vikinu. Egyptar nú á dögum bera mikla virðingu fyrir Ramses II, sem ríkti yfir Egyptalandi, RAMSES II: Sadat (fyrir miðju) var í móttökunefndinni Sýrlandi, Palestínu og Jórd- aníu um 1300 fyrir Krists burð. Auk þess vann hann sér það til frægðar, að því er haft er eftir dr. Ahmed Abdel Hamid, frægum Egyptalands- fræðingi, að hann átti 111 börn með 90 eiginkonum. Fyrstu 12 börnin dóu í æsku en það þrettánda, drengur að nafni Mnepthah, tók við ríki- dómi af föður sínum. Dr. Hamid segir, að þegar Ramses hafi dáið, hafi líkami hans verið meðhöndlaður á sama hátt og líkamar annarra faraóa fyrir hans daga og eftir. Fyrst voru iðrin, lifur, hjarta, lungu og heili, tekin og þau geymd í sérstökum krukk- um. Síðan var líkaminn látinn liggja í blöndu salts og krydd- jurta í 70 daga, sem gerði að verkum, að allur raki hvarf úr vefjunum, og að því loknu var hann vafinn líni og settur í líkkistu, sem síðan var komið fyrir í grafhvelfingunni eða píramítanum. — Shyam Bhatia SJONVARP—— Falk fer aftur í frakkann • Gamall kunningi er væntan- legur á sjónvarpsskjáinn eftir tveggja ára hlé. Það er Colombo lögregluforingi í krumpaða, hvíta rykfrakkanum sínum og með vind- il í munnvikinu, en hann er í þann veginn að fara aftur á stúfana og elta uppi glæpamenn með sínum sérstæðu aðferðum. Peter Falk, sem lék Colombo, er 51 árs að aldri og hefur nú um tveggja ára skeið einbeitt sér að kvikmyndaleik. Er óhætt að segja, að Colombo hafi rutt honum veginn til vinsælda á þeim vett- vangi, en nú er hann farinn að sakna síns gamla vinar og hyggst taka upp þráðinn að nýju. Um þessar mundir vi'nnur hann að gerð samnings við Universal Studio um nýjar Colombo-syrpur. — Ég hef alltaf verið veikur fyrir Colombo, og er það enn, — segir Peter Falk. — Eg vil halda áfram að leika hann, ef handritin eru góð og upptökurnar stangast ekki á við upptökur á kvikmynd- unum mínum. — Colombo-syrpurnar heppnuð- ust vel, og Colombo féll fólki í geð, af því að hann var manneskju- legur. Hann verkaði þægilega á mann. Colombo er laus við allt oflæti og hann lítur ekki niður á fólk. Ein ástæðan fyrir vinsældum hans er vafalaust sú, að hann skeytir engu um fánýt stöðutákn, fín hús, ríkidæmi og þess háttar, eins og mörgum hættir til á þessum síðustu og verstu tímum. Það sem knýr hann áfram er forvitni og einlægur áhugi á við- fangsefnunum frá degi til dags. Og Peter Falk bætir við: — Annað sem mér líkaði vel við Colombo-syrpurnar var það, að þær voru gersneyddar öllu ofbeldi. FALK: „manneskjulegur“ Þar voru engin slagsmál, barsmíð- ar, augnstungur, nauðganir, elt- ingaleikir á bílum og þess háttar della. Mér þótti vænt um Colombo og maður saknar þess, sem honum þykir vænt um. Þegar Falk hætti í Colombo- þáttunum fékk hann 150.000 sterl- ingspund — eða sem svarar 122 milljónum króna — fyrir hvern þeirra og hafði frjálsar hendur með handrit og fleira. Þegar hann byrjar aftur, á hann von á enn hærri greiðslum! Falk er kvæntur Sheru Denese, sem er 29 ára gömul dansmær. Hún kveðst vera ánægð með það, að maður hennar skuli ætla að bregða sér í hvíta rykfrakkann aftur. — Það var hálfgerð sorg- arstund, þegar Peter lagði þennan útþvælda rykfrakka til hliðar. Við geymum hann inni í svefnherberg- isskáp, og Peter hefur meira að segja harðbannað mér að senda hann í hreinsun, því að hann er hræddur um, að hann týnist þar, eða verði stolið. Þessi rykfrakki er áreiðanlega mesti dýrgripurinn í húsinu okkar. - JOHN HISCOCK CHAPPAQUIDDICK Feimnis- mál fært í kvik- mynda- búning • Hollywood er nú um það bil að taka Edward Kennedy á hval- beinið með þvi að sviðsetja at- burði þeirrar örlagaríku nætur er Mary Joe Kopechne beið bana í Chappaquiddick. Taka myndar- innar sem áætlað er að kosti um eina milljón dollara, hófst í siðasta mánuði á þeim slóðum þar sem slysið átti sér stað. Kvikmyndaframleiðandinn Glenn Stensel, sem á sínum tima ætlaði sér að gera mynd i sam- vinnu við forsetabróðurinn Billy, sem átti að heita „Jarðhnetur“, sagði i viðtali, að hann hefði kynnt sér málið mjög vel og kannað það frá öllum hliðum. „Ég hef svarið við Chappa- quiddick-gátunni,“ segir hann. „Það sem fram kemur i kvik- myndinni mun gera annað tveggja — að gera Kennedy að hetju eða verða honunt til áfellis. Hvort sem verður þá munum við leysa gátuna, enda búum við yfir ýmsum upplýsingum, sem ekki hafa komið fram áður.“ Glenn Stensel hefur enn ekki fengið leyfi yfirvalda i Massa- chusetts tii að taka myndina á slysstaðnum en Glenn segist ætla KENNEDY: „opinber persóna“ að halda ótrauður áfram. „Látið þá bara reyna að stöðva mig,“ er eftir honum haft. í kvikmyndinni verður ekki notast við nein dulnefni heldur við raunveruleg nöfn þeirra sem við sögu koma og lögfræðingar Stensels fullvissa hann um, að vegna þess, að Kennedy er „opin- ber persóna“, geti hann engum vörnum við komið svo lengi sem framleiðendur myndarinnar halda sig við staðreyndir máls- ins. Stensel, sem jafnframt er leikari og handritshöfundur, seg- ist ætla að fara með hlutverk í myndinni en er hins vegar enn á höttunum eftir einhverjum sem líkist Kennedy nógu mikið til að geta leikið hann. — PETER BRENNAN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.