Morgunblaðið - 11.11.1979, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.11.1979, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 1979 61 En hvers vegna í ósköpunum var svo vinsæll stjórnmála- maður látinn víkja úr ráðherra- stól og gerður að óbreyttum þingmanni? Ástæðan gæti verið eftirfarandi: Gro Harlem Brundtland hefur enga reynslu af hinum almennu störfum Stór- þingsins því að þar hefur hún aðeins starfað sem ráðherra. Norskir fjölmiðlar hafa skilið þessa breytingu þannig, að Gro Harlem Brundtiand hafi nú ver- ið sett í „forsætisráðherraskóla“. I haust var talað um að hún yrði formaður þingflokks Verka- mannaflokksins, en þegar Tryggve Bratteli lagði áherzlu á að halda því embætti var hún gerð að ritara í þingflokknum. Reiulf Stenn, formaður Verka- mannaflokksins, var við myndun síðustu ríkisstjórnar gerður að viðskiptaráðherra, en einnig er hann formaður í utanríkismála- nefnd Stórþingsins, sem er mik- ilvægt embætti innan þingsins. Gefið var í skyn að Gro Herlem Brundtland tæki við þessu emb- ætti, en svo varð ekki, hún er „bara“ óbreyttur þingmaður. Gro Harlem Brundtland hefur sjálf þetta að segja um þessa þróun mála: — Eg hef lengi verið þeirrar skoðunar, að ég skyldi á sínum tíma taka sæti mitt í Stórþinginu til að fá þá reynslu, sem störfin þar gefa. Eg var kosin á þing 1977 og að sjálfsögðu er það nauðsynlegt að starfa á þinginu einhvern hluta fjögurra ára kjörtímabils. Hún er einnig spurð, hvort hún hafi ekki verið lækkuð í tign með því að verða nú óbreyttur þingmaður: — Þetta er villandi spurning vegna þess að við verðum líka að hugsa um að forysta flokksins eigi fulltrúa á þeim sviðum stjórnmálanna, sem oftast eru í sviðsljósinu, en ekki aðeins í ráðherrastólunum. Það var þess vegna eðlilegt þegar Eiulf Stee, formaður flokksins, tók sæti í ríkisstjórn- inni, að ég flytti mig þá um set og tæki sæti mitt í Stórþinginu. í sjálfu sér hefði það ekki verið óframkvæmanlegt að öll stjórn flokksins gegndi ráðherradómi en þó hefur það augljóslega sínar veiku hliðar, segir Gro Harlem. Meðal stjórnmálamanna hefur þeirri spurningu verið varpað fram hvort Gro Harlem Brundt- land sé forsætisráðherraefni Verkamannaflokksins. Niður- staðan er þessi: Stuðningsmenn hennar í Verkamannaflokknum halda því fram, að með þessum undirbún- ingi verði Gro Harlem Brundt- land tilbúin að verða forsætis- ráðherra þegar þar að kemur. Andstæðingar hennar í flokkn- um halda því hins vegar fram að með því að hún sé nú orðinn óbreyttur þingmaður sé hún í raun orðin áhrifalaus í flokknum og muni ekki í framtíðinni hafa nauðsynleg völd innan flokksins til að taka við forsætisráðherra- embættinu. Brundtland-hjónin og börnin fjögur fara þegar þau mögulega geta í siglingu á bát sínum í norska sker jagarðinum. Hún var valin á þing árið 1977, en sæti hennar hefur nær allan tímann verið setið af varaþing- manni. Hún er einnig varafor- maður í Verkamannaflokknum og til þess að fá sem víðtækasta reynslu hefur flokksforystan ákveðið að hún skuli sitja á þingi um stund. í ráðherrastólnum á norska Stórþinginu siðastliðinn vetur. Við hlið Gro Harlem Brundtland er Rolf Hansen, sem í haust lét af embætti varnarmálaráðherra og varð umhverfismálaráðherra, en þeirri stöðu gegndi Gro Harlem áður. Ótrúlega skjótur frami, en skiptar skoðanir um ágœti og styrk frúarinnar barna móðir. Hún býr á Bygdö í Ósló, sem er eitt aldýrasta og eftirsóttasta „hverfi" borgarinn- ar. Vegna hressilegs yfirbragðs og kjarnyrtra svara hefur hún iðulega verið kölluð „kjaftakell- ingin frá Bygdö“. Maður hennar er sérfræðingur við utanríkis- málastofnun ríkisins og tekur einnig virkan þátt í starfsemi Hægri flokksins, en einskorðar sig við bæjarmálefni. Gárung- arnir hafa því haft á orði að ekki vanti umræðuefni þegar fjöl- skyldan Harlem Brundtland er saman komin við morgunverðar- borðið og stjórnmálin eru til umræðu. Þegar frúin fyrst fór að taka þátt í stjórnmálum fyrir alvöru í Noregi leið ekki á löngu þar til hún var komin í sviðsljósið. Sem umhverfismálaráðherra var hún óhrædd við að taka ákvarðanir og stóð fast á sínu. Því er oft haldið fram, að það sé ekki ráðherra, sem stjórni í ráðuneyt- inu, heldur embættismennirnir. Þessu var alls ekki svona farið í umhverfismálaráðuneytinu með Gro Harlem Brundtland sem æðsta yfirmann. Sagt var að hin minnsta ákvörðun væri ekki tekin nema hún legði blessun sína yfir hana, hún stjórnaði embættismönnunum með harðri húsbóndahendi. Umhverfismálaráðherrann lenti fljótlega í illdeilum við iðnaðarráðuneytið vegna stefnu- mótunar í virkjunarfram- kvæmdum í norskum ám. Stefna hennar var mjög hörð og lítt sveigjanleg, t.d. beitti hún sér af hörku gegn því að hróflað væri við ákveðnum vatnsföllum. Hún hefur barizt fyrir því að Harð- angursheiðin yrði gerð að þjóð- garði og uppbyggingu olíusvæð- isins í Norðursjónum hefur hún gagnrýnt mjög, einkanlega vegna öryggisaðbúnaðar og ónógra mengunarvarna. Það síðastnefnda er ástæðan fyrir deilum hennar og Bjart- mars Gjerde olíu- og orkumála- ráðherra Noregs. Sumir hafa jafnvel haldið því fram, að Gro Harlem hafi verið sett af sem umhverfismálaráðherra vegna þess að hún gat ekki unnið með Gjerde. Ósamkomulagið á milli þeirra kom niður á stefnumótun- inni í orku- og olíumálefnum og sagt er að Gjerde hafi krafizt þess að frúin viki úr ráðherra- stól sínum. Reyndar hefur ósam komulagið í Verkamannaflokkn- um lengi verið öllum augljóst og ástandið vægast vandræðalegt á köflum er ráðherrar flokksins hafa sem mest deilt sín á milli. Ung, lifleg og mikill áhuga- maður um íþróttir og útivist. Þannig kemur Gro Harlem Brundtland þúsundum landa sinna fyrir sjónir og þessi atriði hafa gert hana mjög vinsæla í Noregi. (Myndir Aftenposten). Reiulf Steen, formaður Verkamannaflokksins, og Gro Harlem Brundtland, varaformaður flokksins, hafa skipt um hlutverk. Hann er setztur í ráðherrastól, hún hefur tekið sæti sitt á Stórþinginu. ÞEIR ERU margir, sem þegar hafa bent á Gro Harlem Brundtland sem arftaka Oddvars Nordlis í embætti forsætisráðherra í Noregi. Hún yrði þá fyrsta konan til að gegna þessu embætti þar í landi, en á þessu stigi eru engin þau teikn á lofti, sem benda til, að Nordli þóknist að segja af sér á næstunni eða þær aðstæður skapist, að hann verði að láta af embætti. Á fáum árum hefur Gro Harlem Brundtland unnið sig úr því að vera algjörlega óþekkt á stjórnmálasviðinu upp í það að vera nú orðin einn af risum Verkamannaflokksins og þess má geta að í skoðanakönnunum hefur ítrekað komið fram, að hún er einn af vinsælustu leiðtogum flokksins. Á hinn bóginn er Gro Harlem umdeilt meðal stjórnmálamanna og innan Verkamannaflokksins eru skoðanir mjög skiptar um það, hvort hún sé bjargvætt- ur þessa jafnaðarmannaflokks eða skaðvaldur fyrir j af naðarstef nuna. Það kom mjög á óvart þegar hún var útnefnt sem umhverf- ismálaráðherra í ríkisstjórn Tryggve Brattelis í september 1974. Fram að því hafði lítið farið fyrir frúnni á stjórnmála- sviðinu. Gro Harlem Brundtland er læknir að mennt og þegar hún varð ráðherra var hún starfandi sem aðstoðaryfirlæknir hjá Heilbrigðisstjórninni. Stjórn- málaleg afrek hennar voru ein- göngu tengd setu í nefndum innan Verkamannaflokksins, en að auki hafði hún tekið virkan þátt í starfi vinstri sinnaðra stúdentasamtaka á námsárum sínum. Gro Harlem Brundtland er fertug að aldri, gift og fjögurra Margir telja, að Gro Harlem Brundt- land verði fyrst norskra kvenna til að gegna embætti forsætisráðherra. í þessari grein skrifar Jan Erik- Lauré, fréttaritari Morgunblaðsins í Ósló, um þessa umdeildu konu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.