Morgunblaðið - 29.11.1979, Síða 3

Morgunblaðið - 29.11.1979, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ' FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1979 3 Valdimar Indriðason um stöðuna í Vesturlandskjördæmi: Markmiðið er tveir kjördæma- kjörnir og einn landskjörinn MARKMIÐIÐ sem við stefnum að í kosningabaráttunni eru tveir kjördæmakosnir þing- menn og einn landskjörinn (uppbótarþingmaður), ef at- kvséðahlutföll milli kjördæma verða okkur hagstæð, sagði Valdimar Indriðason sem skip- ar þriðja sætið á framboðslista Sjlafstseðisflokksins i Vestur- landskjördæmi í viðtali við Morgunblaðið i gær, er hann var inntur tíðinda um stöðu flokksins og líkur í kosninga- baráttunni. Kosningabaráttan hefur haft eðlilegan stíganda í Vestur- landskjördæmi, sagði Valdimar. Framboðsfundir hafa þegar ver- ið haldnir á Hellissandi, Ól- afsvík, Grundarfirði, Breiðabliki (Kolbeinsstaðahreppi), Stykk- ishólmi, Logalandi (Reykholts- dal) og Búðardal. Síðustu fund- irnir verða svo í Borgarnesi í kvöld (þ.e. í gærkveldi) og á Akranesi á morgun (þ.e. í dag). Færð hefur verið góð í kjördæm- inu og fundarsókn sömuleiðis, síst minni en í vorkosningunum í fyrra — og sumstaðar betri. Svo virðist sem fólk hafi haft áhuga fyrir þessum fundum. Baráttuhugur er í sjálfstæðis- mönnum í kjördæminu og mark- mið þeirra er að fá 'þrjá þing- menn úr sínum hópi, tvo kjör- dæmakjörna og einn uppbótarm- ann, ef atkvæðahlutfall verður okkur hagstætt. í síðustu kosn- ingum var mjótt á munum milli Sjálfstæðisflokks og Framsókn- Valdimar Indriðason arflokks, innan við 50 atkvæði, að við næðum einum kjördæma- kjörnum þingmanni til viðbótar, og byrinn er með okkur nú, hér sem annars staðar. Þá fengu Frjálslyndir um 300 atkvæði, en líklegt er að það fylgi dreifist á alla flokka. Ég vil ekkert fullyrða um niðurstöður, sem aldrei ráðast fyr en við talningu, en markmið- ið sem við höfum sett okkur er ljóst: tveir plús einn, og við munum sækja fast að því marki, vopnuð góðum málstað og vax- andi baráttugleði. Framsókn: Vilmimd- ur ekki ráðherra Kratar: Þá er sam- starf útilokað „Hér er spurning til Fram- sóknarflokksins. Steingrimur Hermannsson vill mynda vinstri stjórn eftir kosningar, og ólafur Jóhannesson hefur látið að þvi liggja að hann verði forseti íslands. Ef Steingrímur myndar vinstri stjórn, hvernig ætlar hann að láta það ganga upp, að Alþýðuflokkurinn verði þar inni i myndinni með Vilmund Gylfa- son sem ráðherra. Hver á að skrifa upp á það?“ spurði einn læknanna á vinnustaðafundi á Landspitalanum i gær. Árni Benediktsson, fulltrúi Framsóknarflokksins á fundinum svaraði spurningunni og sagði, að ef til slíkrar stjórnarmyndunar kæmi þá yrði Vilmundur aldrei ráðherra og sízt af öllu dómsmála- ráðherra. Vilmundur væri ekki að hans skapi og margra ef ekki flestra annarra framsóknar- manna — það gæti hann fullvissað fundarmenn um. Jón Baldvin Hannibalsson, Al- þýðuflokki, tók síðar til máls á fundinum. Hann sagði í tilefni af yfirlýsingu Árna: „I tilefni af þessum orðum Árna um Vilmund, þá munu Framsókn- arflokkur og Álþýðuflokkur aldrei vinna saman að myndun neinnar ríkisstjórnar. Alþýðuflokkurinn ætlar sér að ráða því sjálfur, hvaða menn hann velur til ábyrgð- arstarfa." Samkeppni útvarpsins: Ekkert barnaleik- rit verðlaunahæft EKKERT af leikritum þeim, sem barst i samkeppni rikisútvarpsins um barnaleikrit, reyndist að mati dóm- nefndar verölaunahæft, en 30 handrit bárust.lfi fyrir útvarp og 14 fyrir sjónvarp. Útvarpsráð skipaði fimm manna dómnefnd, sem í sátu: Elín G Ólafs- dóttir kennari, Gunnar Stefánsson bók- menntaráðunautur, Hallveig Thorlac- ius skjalaþýðandi, Kristín Unnsteins- dóttir bókavörður og Steindór Hjör- leifsson leikari. Samkeppni þessi var haldin í tilefni barnaársins og voru sex verðlaun í boði; þrenn fyrir útvarpsleikrit og þrenn fyrir sjónvarpsleikrit. UTSALAN framlengd um tvo daga fTM Hjá okkur uröu lítilf jörlegar skemmdir vegna reyks í verzluninni. Þrátt fyrir það höfum viö ákveðið að gefa^ afslátt af vörum verzlunarinnar. Nú er gott tækifæri til að ná í ódýrar jólagjafir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.