Morgunblaðið - 29.11.1979, Side 11

Morgunblaðið - 29.11.1979, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1979 11 VIÐ VELJUM NÝJA STJÓRN 2. OG 3. DES: 15.000 ný störf 15.000 þúsund íslendingar þurfa ný störf næstu 10 ár. Sjálfstæðisflokkurinn einn flokka hefur mótað stefnu í atvinnumálum sem tekur mið af þessari staðreynd. Verðbólgustefna vinstri flokkanna leiðir beint til at- vinnuleysis: — An tafar skal ráðist í stækkun Búrfellsvirkjunar miðað við að framkvæmdir geti hafist við tvær nýjar stórvirkjanir á öðru og þriðja ári næsta kjörtímabils. — Undirbúningur að nýju stórfyrir- tæki á sviði orkufreks iðnaðar hefjist þegar á næsta ári og framkvæmdir fyrir lok kjörtíma- bilsins. — Afkastaaukandi aðgerðir verði hafnar á næsta ári með áherslu á tæknilegar endurbætur í almenn- um iðnaði og fiskiðnaði. — Miðað skal við að þessar atvinnu- greinar hafi fyrir lok kjörtíma- bilsins náð svipuðum afköstum og gerist í nágrannalöndum okkar. Með þessu skapast 7.500 ný störf í framleiðslugreinum sem eru und- irstaða annarra 7.500 nýrra starfa í öðrum greinum. Lægri skattar — Skattar vinstri stjórnar að upphæð 350.000 - á hverja fjögurra manna fjölskyldu verða felldir niður. — Tekjuskattur af almennum launa- tekjum verður felldur niður. Fjög- urra manna fjölskylda hafi þannig 665 þúsund á mánuði tekjuskatts- frjálsar. ‘W • j • Lægn vextir — Vextir munu ekki hækka á næsta ári. — Vextir munu lækka hratt frá því sem nú er samhliða leiftursókn gegn verðbólgu. 80% húsnæðislán — Fólk sem byggir eða kaupir í fyrsta sinn fái lán sem nemur 80% af byggingarkostnaði. Bundið slitlag á vegi 10—15 ára áætlun. — Lagt verði bundið slitlag á alla helstu vegi landsins á næstu 10—15 árum. * / — Þegar á næsta kjörtímabili verði lagt slitlag á hluta hring- vegarins. — Þessar framkvæmdir verði fjármagnaðar með núverandi tekjum af umferðinni og framlög- um úr Byggðasjóði enda eru þessar framkvæmdir brýnasta verkefnið á sviði byggðamála. Aukið frelsi Stefna Sjálfstæðisflokksins í menn- ingarmálum grundvallast á þeim sömu frjálsræðishugmyndum og trausti á einstaklingunum, sem efna- hagsmálastefna flokksins byggir á. — Útvarpsrekstur verði gefinn frjáls að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. — Frelsi komi í stað miðstýringar í skóla- málum. — Frjáls listsköpun og menningarstarf ein- staklinga og félaga verði stutt. — Listiðnaður verði efldur með innlenda og erlenda markaði í huga. — Nýjar listgreinar svo sem kvikmynda- iðnaður veri sérstaklega studdar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.