Morgunblaðið - 29.11.1979, Page 12

Morgunblaðið - 29.11.1979, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1979 ÞAÐ IIEFUR vcrið haft á orði að mikil breidd sé á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurlandskjördæmi og má neína um efstu sætin. að í fyrsta sæti er virtur talsmaður bænda. Steinþór Gestsson á Ilæli. í öðru sæti er framkvæmdastjóri frystihúss í Eyjum. Guðmundur Karlsson. og í þriðja sæti er verkalýðsleiðtogi á Suðurlandi. Sigurður óskarsson á Ilellu. Kosningabarátta sjálfstæðismanna í Suðurlandskjördæmi er scrstæð nú að því leyti, að ckki náðist samstaða um niðurröðum á lista. Þar er þó ckki um hugsjóna- eða málefnaágreininK að ræða heldur landamerkjadeilur þar sem mönnum bcr ekki saman hvaða svæði á rétt á ákveðnum sætum framboðslista. Það fer þó ckkcrt á milli mála að Sjálfstæðisflokkurinn er í sókn á Suðurlandi sem annars staðar á landinu. Við röbbuðum um stöðuna við Guðmund Karlsson sem við 'fyrrgreindar aðstæður skipar baráttusæti Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi. enn frekar fyrir hendi í niðursuðu og fullvinnslu sjávarafurða. Þá sýnist mér eðlilegt að í Eyjum byggist upp fyrirtæki sem fram- leiði tæki og búnað fyrir fisk- vinnslu og sjávarútveg og í þeim efnum hafa Vestmannaeyingar nú þegar allnokkra reynslu með vélsmiðjunni Þór og nýju fyrir- tæki í rafeindaiðnaði. Það er grunntónninn í stefnu okkar Eyja- manna að við hljótum nú sem fyrr að byggja á framtaki einstaklings- ins í atvinnulegri uppbyggingu Eyjanna." Suðurlands- kjördæmi útundan á ýmsan hátt „Hvernig finnst þér staða Suð- urlandskjördæmis sem heildar vera gagnvart öðrum landshlut- um?“ „Suðurlandskjördæmi sem heild hefur á ýmsan hátt orðið útundan í atvinnuuppbyggingu síðustu ára. Við höfum orðið eftir í uppbygg- ingu atvinnufyrirtækja í sjávar- útvegi og iðnaði, uppbygging fisk- gamalreyndur og virtur þingmað- ur og þekkilegasti fulltrúi bænda var látinn víkja fyrir nýgræðing- um. Þá var þetta niðurstaða meirihiuta kjördæmisráðs og því hefði verið eðlilegt að menn virtu meirihlutaákvörðun nú.“ „Nú hefur sjálfstæðisfólk í kjör- dæminu látið í ljós mikla óánægju með þessa þróun mála.“ „Eðlilega eru menn óánægðir með það að við skulum ekki geta farið fram í einni fylkingu, en við verðum að láta þetta yfir okkur ganga að þessu sinni. Við skulum Guðmundur Karlsson á tali við tvo kunna ^trillukarla í Eyjum, Ágúst ólafsson og Jón Guðmundsson eða Gústa í Gíslholti og Jón í Sjólyst eins og þeir eru nefndir í daglegu tali. Ljósm. Mbl. Sigurgeir „Aldrei „Kosningabaráttan í Suður- landskjördæmi," sagði Guðmund- ur Karlsson, „hefur mótast tölu- vert af þeim ágreiningi sem hefur orðið hjá okkur sjálfstæðis- mönnum og starfið hefur orðið nokkuð í samræmi við það og því nokkuð á annan veg en venjulega þótt mín reynsla af kosningabar- áttu sé ekki löng. Við höfum verið með ágætis fundi víða um Arnes- sýslu og mjög góðan fund úti í Vestmannaeyjum. Einnig höfum við verið á ferðinni í Rangárvalla- sýslu og í Vestur-Skaftafellssýslu. Þá höfum við farið töluvert í fyrirtækjaheimsóknir og alls stað- ar hefur okkur verið vel tekið, fengið jákvæðar undirtektir. Maður hefur því ástæðu til að ætla að Sjálfstæðisflokkurinn standi vel í kjördæminu." „Víðlent kjördæmi og ólíkir hagsmunir“ „Nú er talsverð sérstaða hjá kjördæminu miðað við stærð og atvinnuskiptingu." „Kjördæmið er afskaplega víðlent og hagsmunir eru ólíkir. Varðandi ágreining má segja, að nú sé vík milli vina sem stendur, en sérstaðan er, að þetta er eitt stærsta landbúnaðarkjördæmi landsins og hins vegar öflugur sjávarútvegur í Vestmannaeyjum, Þorlákshöfn, Eyrarbakka og Stokkseyri og síðan eru þéttbýlis- Uppbyggingu hitaveitunnar þarf að taka markvissari tökum Þá má benda á þá jákvæðu þróun, að um áramótin er að fara af stað niðursuðufyrirtæki hjá Lifrarsamlagi Vestmannaeyja og þar þurfum við að gera okkur fulla grein fyrir hvaða möguleikar eru Rætt við Guðmund Karlsson sem skipar 2. sætið á lista Sjálfstæðis- flokksins í Suðurlandskjördæmi dregist saman hjá þjónustu- greinum sem hafa séð um viðhald flotans og því er enn frekar en áður nauðsyn á því að ljúka byggingu skipalyftunnar sem hef- ur verið æði lengi á undirbún- ingsstigi. Með tilkomu hennar myndu skapast verkefni við bygg- ingu og viðhald fiskiskipaflotans. meiri nauðsyn að fylkja sér um Sjálfstæðisflokkinn“ svæðin á Selfossi, Hveragerði, Hellu, Hvolsvelli og Vík með önnur hlutverk, en þó tengd hin- um fyrri að mismiklu leyti. Hvarvetna á þessu svæði þarf að byggja upp þjónustu og atvinnu- möguleika og á það við um alla þættina þrjá, landbúnað, sjávar- útveg og þéttbýlissvæðin með iðn- að. Afleiðingar eldgossins hafa háð Eyjunum Vestmannaeyjar hafa í ýmsu tilliti talsverða sérstöðu, ekki sízt vegna eldgossins, sem þar varð 1973, og ég held að það sé staðreynd, sem maður hélt í byrj- un, að mannlíf og athafnalíf í Eyjum myndi ekki jafna sig á skemmri tíma en 10—15 árum. Ibúafjölgunin hefur verið hægari en menn gerðu sér vonir um og atvinnuuppbyggingin ekki sem skyldi. Sérstaklega hefur þróunin orðið neikvæð í útvegsmálum. Bátum hefur fækkað á síðustu árum svo að til vandræða horfir. Þar verður að grípa í taumana og snúa þeirri þróun við, því það ér grundvallaratriði fyrir atvinnulíf í Eyjum að halda við og endurnýja bátaflotann til þess að tryggja stöðuga atvinnu fólks. Togaraflot- ann í Eyjum þarf að auka um 2—3 togara. Um leið og fyrrgreindur sam- dráttur hefur orðið hafa verkefni * ^ fik ft g| *«**« veiðiflota Sunnlendinga hefur ekki orðið sem skyldi og tekjur á síðustu árum hafa orðið lægri en landsmeðaltal. Um leið hefur fólki heldur fækkað. Það er sýnilegt að unga fólkið flyzt í burtu þar sem ekki hafa verið sköpuð atvinnu- skilyrði fyrir það. Við þessu þarf að sporna og snúa sér að meiri atvinnuuppbyggingu en verið hef- ur.“ Líta ber á kjördæmið sem eina heild „Hvernig metur þú pólitíska og félagslega þróun í Suðurlands- kjördæmi?" „Okkur Sunnlendingum hefur enn ekki tekizt að líta á kjördæm- ið sem eina heild þrátt fyrir 20 ára gamla kjördæmaskipan. Hver þingmaður hefur litið á sig sem talsmann síns héraðs eða sinnar sýslu. Þetta viðhorf gekk á meðan engar mannabreytingar urðu, en þetta getur ekki gengið lengur með þessum hætti. Ef kjördæma- skipanin á að vera óbreytt þá þarf þetta sjónarmið að breytast í heild. Það er ekki óeðlilegt að fámennari sýslur eða jaðarsvæði bregðist til varnar þeirri þróun sem á sér stað í uppbyggingu þéttbýlisins. Það sem nú er að gerast í þessum málum innan raða sjálfstæðismanna í Suðurlands- kjördæmi er bein afleiðing frá því í fyrra þegar Rangæingar og Vestmannaeyingar tóku höndum saman um skipan listans þegar þó ætla að okkur takist að sam- eina kraftana áður en langt um líður. Menn hafa skilning á því að frekja og yfirgangur er ekki aðals- merki lýðræðislegra vinnu- bragða." Sæti sjálístæðismanna úr Eyjum í hættu „Nú í fyrsta skipti um áratuga skeið er mikil hætta á því að sæti sjálfstæðismanna í Vestmanna- eyjum falli út.“ „Það hafa orðið átök innan allra flokkanna á Suðurlandi og þótt Vestmannaeyingar hafi átt, eins og sumir telja, of marga þingmenn eða fulltrúa flokkanna búsetta í Eyjum á síðasta þingi, þá er ekkert útlit fyrir að svo verði í framtíðinni og því er full ástæða fyrir Eyjamenn að halda vöku sinni og tryggja áfram sem hingað til öruggt þingsæti frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins. Aldrei hefur verið meiri nauðsyn fyrir Vest- mannaeyinga en nú að fylkja sér um Sjálfstæðisflokkinn.“ Leiftursóknin vinnur á „Hvernig taka Sunnlendingar leiftursókn sjálfstæðismanna í þeirri stefnu sem boðuð er?“ „Ég held að Sunnlendingar geri sér grein fyrir því að svo getur ekki haldið áfram sem horfir. Ekkert samfélag stenzt til lengdar þann verðbólguhraða sem er í okkar þjóðfélagi. Því verður ekki

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.