Morgunblaðið - 29.11.1979, Síða 13

Morgunblaðið - 29.11.1979, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1979 13 komizt hjá átökum. Skilyrði eru ekki lengur fyrir vinnubrögðum sem hafa gilt til þessa. Fólk hefur ekki þrek eða þolinmæði til lang- varandi átaka, því boðum við ákveðin og hröð vinnubrögð. Fólk er þreytt og óttaslegið vegna þróunarinnar hér og vill kalla fram þau vinnubrögð sem Sjálf- stæðisflokkurinn boðar nú. Eg held að fólk geri sér almennt grein fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn kemur drengilega fram. Fyrir síðustu kosningar boðaði flokkur- inn að taka þyrfti á ákveðinn hátt á þjóðfélagsvandamálunum og boðaði ekki þá fremur en nú gull og græna skóga. Sjálfstæðismenn lofa ekki árangri átakalaust, við gerum okkur grein fyrir því að takast verður á við vandamálin í samfélaginu og við skulum gera okkur fulla grein fyrir því að þau átök munu koma víða við. En árangur mun skila sér áður en langt um líður í betri og taustari lífskjörum." Loðmulla vinstri manna verst launþegum „Sumir óttast að láglaunafólkið beri skarðan hlut frá borði í þessum aðgerðum.“ „Láglaunafólkið fer betur út úr stefnu Sjálfstæðisflokksins heldur en þeirri loðmullu sem vinstri menn hafa haldið uppi. I stefnu Sjálfstæðisflokksins eru atriði um tekjutryggingu, skattalækkun og afnám óeðlilegra vísitölubóta. Þessi atriði bæta tvímælalaust hag launþega. Kaupmáttur launa hefur minnkað og staða launa- fólks og þeirra sem minna mega sín hefur stórversnað undir stjórn vinstri manna. Síðasta og tákn- rænasta dæmið um vinnubrögð vinstri manna er hin hlægilega sýndarmennska Alþýðuflokksráð- herranna þar sem þeir eru að afsala sér launahækkun sem er ámóta mikil\og mánaðarlaun lág- launafólks og þetta gera þeir vegna þess að þeir skammast sín fyrir að láta árangur eigin gerða koma svo berlega í ljós rétt fyrir kosningar. Þetta eru svona álíka ódýr loddarabrögð og bílamál þessara ráðherra og annarra í vinstri stjórninni voru á s.l. vetri.“ Skýrum línurnar í íslenskum stjórnmálum „I kosningabaráttunni er rætt um fátt nema stefnu Sjálfstæðis- flokksins." „Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn sem boðar raunveruleg átök við vandamálin í okkar sam- félagi, hinir boða óbreytt vinnu- brögð sem hafa skilað heldur rýrum árangri fyrir almenning. Með þessum vinnubrögðum nú stefnir Sjálfstæðisflokkurinn að því að skýra línurnar í íslenzkum stjórnmálum, gera þær ákveðnari og skarpari en þær hafa verið um langt árabil. Það er stefnt að því að stöðva þá þróun í átt til sósíalisma sem hefur verið meiri en góðu hófi gegnir og fólk hefur almennt ekki gert sér nægilega ljósa grein fyrir.“ Stemmningin með Sjálfstæðisflokknum „Nú eru nokkrir dagar til stefnu, telur þú að hin ákveðna umræða um stefnu Sjálfstæðis- flokksins skili sér í kosningun- um?“ „Mér sýnist að stefnumörkun Sjálfstæðisflokksins hafi að vissu leyti slegið fólk í byrjun, en ég held að því lengur sem líður og meiri umræða verður um þessa stefnu, geri fólk sér grein fyrir því að þetta átak sem Sjálfstæðis- flokkurinn boðar nú, sé það sem fólk vill og óskar eftir. Mér finnst það koma æ betur í ljós hjá fólki að undanförnu að það gerir sér grein fyrir því að það er óhjákv- æmilegt annað en að framkvæma stefnu Sjálfstæðisflokksins miðað við þær aðstæður sem nú eru í okkar samfélagi og ekki sízt finnst mér þetta sjónarníið koma fram hjá unga fólkinu.“ á.j. Friðjón Þórðarson: Yölt er vinstri stjórn Það er einkenni samstjórna á vinstri væng íslenzkra stjórnmála að þær geispa golunni með sama hætti að leiðarlokum. Þar endar allt á brún hengiflugs. Engin samstaða um nein úrræði, sem að gagni mega koma. Um þetta vitna gleggst þeirra eigin orð frá ýms- um tímum. Varðandi afdrif síðustu vinstri stjórnar nægir að vísa til skrifa Eiðs Guðnasonar nú nýlega: „Alþýðubandalagið valdi sér það hlutverk í ríkisstjórninni að standa vörð um verðbólguna. Framsóknarflokkurinn dinglaði stefnulaust milli Alþýðuflokks og Alþýðubandalags, reikull, sem rótlaust þangið. Menn spurðu: Hvorn flokkinn skyldi Ólafur nú svíkja í dag? Þegar framsóknarmenn mönn- uðu sig upp í það að leggja fram tillögur um efnahagsmál átti ríkisstjórnin svo sem fimmtán mínútur ólifað." Við upphaf þings var ljóst, að ekki var samstaða um eitt eða neitt, sem máli skipti innan ríkis- stjórnarinnar. Glundroðinn var í algleymingi. Af þessu má ljóst vera, að það var mikill ábyrgðarhluti að halda slíkri stjórn saman, þó ekki væri nema í 13 mánuði. Nú stjórna landinu leifar vinstri stjórnarinn- ar. Um þá ráðamenn segir Ólafur Friðjón þórðarson Jóhannesson, fyrrv. forsætisráð- herra, reynslunni ríkari: „Það má þakka fyrir meðan þeir gera ekki neitt." Verðbólga hefur magnast hrika- lega í tíð fráfarandi vinstri stjórn- ar. 1. nóvember s.l. hækkaði fram- færsluvísitalan, sem mælir verð- hækkanir á þeim vörum sem við notum til daglegra nota, um 16%. Þétta jafngildir 80% verðbólgu miðað við heilt ár. Byggingarvísi- talan, sem mælir hækkun á vörum til húsbygginga, hækkaði 1. nóv. um 14,9% sem samsvarar 74,2% verðbólgu á ári. Á fyrri hluta stjórnartímabils vinstri stjórnar var verðbólgan minni, en er líða tók á þessa óhagstæðu 13 mánuði hefur vinstri stjórnin misst alla efnahagsstjórn úr böndunum. Nú hefur óstjórn og efnahags- upplausn fylgt vinstri stjórninni í 13 mánuði og stjórnin var, þegar upp úr slitnaði, á góðri leið með að stöðva áratuga sókn þjóðarinnar til bættra lífskjara. Á þessu ári munu þjóðartekjur eða það sem til skiptanna var, minnka um nær 1%. Stöðvun verðbólgu og upp- bygging atvinnulífsins, sem krefst styrkrar efnahagsstjórnar, er for- senda þess að hægt sé að snúa af þessari óheillabraut. Öll verðum við að vona, að takast megi sem fyrst að kveða niður hinn bráðasta efnahags- vanda. En það gerist ekki nema ríkið, hið opinbera, og forráða- menn þjóðarinnar gangi á undan með góðu fordæmi. Jafnframt verðum við að muna það, Sjálfstæðismenn, að við höf- um heitið landsmönnum því í grundvallarstefnuskrá flokks okk- ar, að þeir fái búið við félagslegt öryggi. Við höfum jafnan lagt ríka áherzlu á það, að stéttir þjóðfé- lagsins vinni saman, en ekki hver gegn annarri. Að styðja einstakl- inginn til sjálfsbjargar og búa svo í haginn, að allir geti sótt fram til aukins þroska og farsældar. Til þess að takast megi að snúa við blaðinu skv. framansögðu, verða kjósendur að hafna glund- roðaflokkunum en efla Sjálfstæð- isflokkinn til ábyrgrar stjórnar- forustu á kjördegi. — i skilar fallegum snjóhvítum t er aö setja þurrkara ofan a ? spara þannig gólfrými. Væntan- endum bendum við á okkar ágætu ónustu, auk þess sem við segjum ina sér reynslu þeirra, sem eiga og Phileo þvottavélar og þurrkara árangri. heimilistæki hf HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTUN 8 — 15655

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.