Morgunblaðið - 29.11.1979, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.11.1979, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTTJDAGUR 29. NÓVEMBER 1979 Hreinskilinn og hlífð- arlaus mannþekkjari Stein(?rímur Steinþórsson: Sjálfsævisaga. Andrés Kristjánsson og Örlygur Hálfdánarson bjuggu til prentun- ar. Fyrra bindi. Bókaútgáfan Örn og Örlygur, Reykjavík 1979. Þetta er bók, sem hlýtur að vekja mikla athygli og hljóta aerið misjafna dóma, því að hún hefur fyrst og fremst að geyma fjöl- margar rækilegar, bersöglar og hlífðarlausar mannlýsingar frá tiltölulega nærstæðu tímabili mikilla breytinga, átaka og æs- inga í lífi þjóðarinnar einmitt frá hendi manns, sem var lengi for- ystumaður í hinn nú umdeildu þróun landbúnaðarins, sat lengi á Alþingi og var um skeið forsætis- ráðherra. Það er og auðsætt, að þetta dylst ekki þeim, sem hafa séð um útgáfu handritsins, And- rési Kristjánssyni og Örlygi Hálf- dánarsyni. Þeir skrifa alllangan formála. Þykir mér rétt að birta lítið eitt af því, sem þar stendur: „Þessi sjálfsævisaga er mjög sérstæð og óvenjuleg fyrir margra hluta sakir. Nefna má, að megin- kaflar hennar eru ritaðir tiltölu- Iega skömmu eftir tímabil sín, og eru því mjög ferskir og nátengdir vettvangi, mönnum og málefnum. Ritun fyrsta þriðjungs þessa fyrra bindis lauk höfundur 27. apríl 1943, annars hluta 2. júlí 1944 og Steingrimur Steinþórsson. hins þriðja 29. okt. 1953. Annað sérkenni sögunnar er óvenjulega nærfærnar, opinskáar og tæpi- tungulausar mannlýsingar á mikl- um fjölda samferðafólks, jafnt úr hópi alþýðu sem fyrirmanna í þjóðlífinu. Engin íslenzk ævisaga kemst til jafns við Steingríms sögu að þessu leyti. Þriðja ein- kennið er hispursleysi og óhlífni höfundar við sjálfan sig, og op- inská hreinskilni um líf sitt og störf...“ Þeir Andrés og Örlygur skýra og frá því, að Steingrímur hafi á sjötugsafmæli sínu afhent Búnað- arfélaginu handrit sitt að gjöf og muni hafa vænzt þess, að það yrði gefið út að honum lifandi og hann þá getað sjálfur „staðið fyrir svörum um álit sitt og lýsingu". I hálfan annan áratug hafi svo handritið legið hjá stjórn Búnað- arfélagsins, en loks orðið að ráði, að hin sérstæða ævisaga væri afhent erfingjum höfundar til eignar og ráðstöfunar og þeir síðan samið um útgáfu hennar við Bókaútgáfuna Örn og Örlygur. Það er síður en svo, að unnt sé að gefa í blaðagrein viðhlítandi dæmi um hinar mýmörgu mann- lýsingar, en sá er háttur höfundar að svo ólíkar og misjafnar sem þær eru, eins og mennirnir, sem lýst er. Sögurnaðurinn er að því leyti líkur höfundum Islendinga- sagna, að hann lýsir fyrst mjög nákvæmt ytra útliti jafnt kvenna sem karla, en síðan leggur hann dóm á gáfur þeirra, lundarfar og mannkosti. Rétt er það vissulega hjá riturum formálans, að bókar- höfundur sé hreinskilinn og gædd- ur mikilli mannþekkingu, og lýs- ingar hans á mörgum nánum skoðanabræðrum og samstarfs- mönnum eru sönnun þess, að viljandi sé hann ekki hlutdrægur. Það mun hann þó verða talinn, þá er hann lýsir andstæðingum í æsihita kosninga í Skagafirði, og tekur það jafnt til ýmissa úr alþýðustétt og slíkra manna sem Sigurður sýslumanns úr Vigur, Magnúsar Guðmundssonar ráð- herra og Jóns bónda Sigurðssonar á Reynistað, en af honum hafði ég nokkuð náin kynni á efri árum hans — í tengslum við bóka- og skjalasafnið á Sauðárkróki, og virtist mér hann þarfur menning- ar- og heiðursmaður. Lýsingin á ástandinu í Framsóknarflokknum þegar dró að stofnun Bænda- flokksins, er ljóst dæmi þess, hve Bðkmenntlr eftir GUÐMUND G. HAGALÍN hlífðarlaus söguritarinn er í garð samstarfsmanna sinna og flokks leiðtoga, jafnvel þeirra, sem ekki gengu undan merkjum, já, meira að segja jafntrausts framsókn- armanns og Jörundar Brynjólfs- sonar. Hinn mikli gáfumaður og mannþekkjari virðist og hafa svipaða skoðun og Jónas Jónsson á hvötum Ásgeirs Ásgeirssonar til stjórnarþátttöku og síðan stjórn- armyndunar með Sjálfstæðis- flokkunum upp úr 1931. Sannleik- urinn var sá, að Ásgeir var svo glöggskyggn, að honum var ljóst, að ekki væri til lengdar stætt á afstöðu flokks hans til kjördæma- málsins, og svo stefndi hann þá að því, að ekki væri í það sinn frekar gengið á hlut hinna dreifðu byggða en raun varð á. En harðar en Ásgeir leikur höfundur Tryggva Þórhallsson og þá ekki síður Jónas Jónsson og skörung- inn, konu hans. Réttilega er það tekið fram, að óskynsamlegt og ódrengilegt hafi það verið af Jónasi að koma því til leiðar, að kempan Benedikt Sveinsson var felldur í Norður-Þingeyjasýslu, þótt raunar kæmi í hans stað hinn gáfaði heiðursmaður Björn Krist- jánsson kaupfélagsstjóri, enda kallar Steingrímur það asnaspark Jónasar, þar sem með því var fyrir borð borin sú von, að synir Benedikts yrðu liðsmenn Fram- sóknarflokksins. Til Bjarna Ás- geirssonar liggur höfundi gott orð, en þó sleppur hann ekki alveg við það, að á hann falli nokkur skuggi. Verður því að telja, að með tilliti til slíkrar bersögli, sleppi þeir allvel, andstæðingarnir, þó að ekki verði sagt, að þeim séu slegnir gullhamrar, enda varð sú raunin, að Steingrímur átti eftir að hafa mikið saman við þá að sælda og átti um skeið allmikið undir þeim í harðri baráttu gegn langvinnum verkföllum. En hann virðist hafa sett sér það, að vera allberorður um sjálfan sig og aðra og hefur vissulega langað til þess, að hann gæti með góðri samvizku sagt, að sá fyndi enga lygi, sem lokaði að síðustu bók hans, svo að nokkru sé vitnað til Þorsteins Erlingsson- ar... Og bók hans verður lesin — og ef til vill beðið með nokkurri eftirvæntingu annars bindis. Gísli Konráósson og ævistarf hans er eitt hinna furðulegu fyrirbæra í íslenzku þjóðlífi. í fari hans var ríkust „fýsnin til fróðleiks og skrifta“, fátækleg- ur kostur bóka var notaður til hlítar og andi fornra sagna og kveðskapar bregður blæ yfir daglegt líf. Syrpa þessi úr handritum hans hefur að geyma þjóðsögur og munnmæli hvað- anæva af landinu og er þó að- eins lítið eitt af því er þessi mikli fræðaþulur skráði. Þeir fjársjóðir, sem Gísli Konráðs- son lét eftir sig, verða skemmti- efni margra kynslóða, rann- sóknarefni margra alda, — og „meira þó í huga hans hvarf með honum dánum“. Syrpa Gísla Konráðssonar er án efa ein þjóðlegasta bókin, sem út kemur á þessu ári. Þetta er þriðja bindi þessa bóka- flokks og hefur að geyma 16 nýja þætti um mæður, skráða af börnum þeirra. Alls eru þá komnir 46 þættir i öllum þrem bindum þessa skemmtilega bókaflokks, um húsfreyjur úr sveitum og bæjum og frá víð- um starfsvettvangi. Með safni þessu er mótuð all góð þjóð- lífsmynd þess tíma er þessar húsfreyjur störfuðu á, dregnar fram myndir, sem vart munu gleymast þeim er bækurnar lesa, því hver þáttur safnsins er tær og fagur óður um móður- ást. Enn eru öll þrjú bindin fáanleg, en óðum gengur á upplag fyrri bindanna, svo vissara er að tryggja sér eintak af þeim fyrr en seinna. Tryggva saga Ófeigssonar er tvímælalaust ein merkasta ævisaga síðari tíma. Hún er samfelld baráttusaga manns, sem stöðugt sótti á brattann, mat menn eftir dugnaði, kjarki og krafti, og flokkaði þá í „úr- valsmenn“ og „liðléttinga". Sjálfur var Tryggvi umdeildur, enda maðurinn mikillar gerðar og ærið umsvifa- og fyrirferðar- mikill í íslenzku þjóðlífi síðasta mannsaldurinn. Tryggva saga Ófeigssonar er mesta sjómannabók, sem gef- in hefur verið út á íslandi, og samfelld saga togaraútgerðar frá fyrstu tíð. Bókin er sjór af fróðleik um allt er að fiskveiðum og útgerð lýtur og hún er ekki aðeins einstæð í bókmenntum okkar, hún er stórkostlegt framlag til íslenzkrar þjóðar- sögu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.