Morgunblaðið - 29.11.1979, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1979
19
Hann sagði nokkurn kloíning hafa
ætíð verið í flokknum vegna
NATO-málsins og í framhaldi af
því fjallaði hann um heimsmálin
frá árinu 1948—50.
Ekki hægt
að treysta
stjórnmálamönn um
Nú voru leyfðar fyrirspurnir.
Fjórir læknar kvöddu sér hljóðs
og spurðu þeir m.a. um vegamál,
heilþrigðismál, efnahagsmál og
væntanlega stjórnarmyndun að
loknum kosningum. Arinbjörn
Kolbeinsson læknir flutti mál sitt
í léttum dúr og við góðar undir-
tektir fundarmanna. Hann sagði
m.a., að honum hefði fundist
aðalinntak í ræðum framsögu-
manna, að ekki væri hægt að
treysta stjórnmálamönnum, þó
hefði núverandi ríkisstjórn staðið
við gefin loforð. Hún hefði rofið
þing og einnig boðað til nýrra
kosninga, annað hefði henni ekki
verið ætlað. Hann fjallaði nokkuð
um verðbólguna og sagði hana
afskaplega hressa — og læknar
væru áreiðanlega sammála um að
mæla ekki með innlögn hennar á
sjúkrahús. Arinbjörn rétti síðan
fulltrúum flokkanna spurninga-
lista með röð spurninga um heil-
brigðis- og vegamál, sem hann
sagði nokkurs konar krossapróf.
Einnig kvöddu sér hljóðs og
báru fram fyrirspurnir Gunnlaug-
ur Snædal, Jóhann Guðmundsson
og Páll Gíslason.
Get varla hvatt
ykkur til að kjósa
Alþýðubandalagið
Framsögumönnum var nú gef-
inn kostur á að svara framkomn-
um spurningum. Mætti þá á vett-
vang Guðrún Helgadóttir f.h. Al-
þýðubandalagsins og gaf fundar-
stjóri henni orðið. Hún hóf mál
sitt með því að segja, að hún gæti
varla hvatt fundarmenn til að
kjósa Alþýðubandalagið því skipu-
lagið hjá þeim væri allt í molum,
því kæmi hún svo seint á fundinn.
Hún varði síðan ræðutíma sínum í
að svara framkomnum spurning-
um og fjallaði einnig nokkuð um
efnahagsmál.
I svörum framsögumanna kom
m.a. fram, að Jón Baldvin taldi
samvinnu Alþýðuflokks og Fram-
sóknar útilokaða vegna yfirlýs-
ingar Árna Benediktssonar um að
Vilmundur yrði aldrei ráðherra, ef
Framsókn yrði inni í dæminu í
stjórnarmyndun.
Ræðumönnum gafst síðan í lok-
in tækifæri á að segja nokkur
lokaorð. Fundurinn stóð í tæpar
tvær klukkustundir og voru nokk-
uð á annað hundrað manns við-
staddir, eins og fyrr segir.
Kaupfélag
A-Skaftefllinga;
33.263
kindum
slátrað
Höfn, Hornafirði 28. nóvember
SAUÐFJÁRSLÁTRUN lauk hjá
Kaupfélagi Austur-Skaftfellinga
laust eftir seinustu mánaðamót.
Alls var slátrað í sláturhúsum
félagsins 33.263 kindum, þar af
voru 30.243 dilkar. Meðalþungi
þeirra var 13.61 er það 0.7 kg
minna en á fyrra ári, en þá var
alls slátrað 32.327 kindum þar af
29.618 dilkum með 14.31 meðal-
þunga.
Mestan meðalfallþunga höfðu
dilkar Bergs Þorleifssonar Flatey
14.449, en þyngsta dilkinn átti
Þórgunnur Torfadóttir Hala 28
kgr. Ennfremur var slátrað 457
nautgripum og 27 hrossum.
gunnar
Nýkomnir hljóðkútar og rör
í Saab, Opel Rekord, Mercedes.
Pústviögeröir og ísetning í flestar bifreiðar.
J. SVEINSSON & CO.
Hverfisgötu 116 — Reykjavík.
Sendum
um allan
heim!
Allar sendingar
tryggðar
Litið við i verslun okkar.
Gjafaurvalið hefur aldrei verið fallegra.
RAMMAGERÐIN
Hafnarstræti 19
Er miÓjan heldur mikfl ?
Hún klæóíst af nvc6
Kórónafötum í yfiretæró.
Klasóskemþjónusta ef óskaó er.
BANKASTRÆTI 7 SIMI 29122 AÐALSTRÆTI 4 SIMI 15005
Argerð 1980 komin! Beztu kaup sem þú gerir!
vlettasta tækið frá
- CR0WN -
1) Stereo-útvarpstœki
meö lang-, miö- og FM-stereo bylgju.
2) Magnari
36 wött. Sem sagt nóg fyrir flesta.
3) Plötuspilari
alveg ný gerö. Beltisdrifinn. Fyrir stórar og litlar
plötur. 3 snúninga og 45 snúninga. Vökvalyfta.
4) Segulband
mjög vandaö, bæöi fyrir venjulegar spólur og eins
krómdíoxíöspólur, þannig aö ekki er heyranlegur
munur á plötu og upptöku.
5) Tveir
mjög vandaöir hátalarar fylgja!
í stuttu máli:
Tæki meö öllu!
Verð: 272.550.-
Staögreiösluverö: 264.000-
Greiðslukjör:
Ca. 130.000.- út og rest má deila á allt
aö 5 mánuöl.