Morgunblaðið - 29.11.1979, Síða 22

Morgunblaðið - 29.11.1979, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1979 Geir Hallgrímsson á fundinum i Sjálfstæðishúsinu i Njarðvík Vegna verðbólgunnar búum við nú við 15—20% verri lífskjör en ella. Og verði hún ekki kveðin niður eiga lífskjörin eftir að versna til muna. Það er von okkar, að landsmenn séu reiðubúnir til að leggja mikið á sig í sex til níu mánuði, kannski 12, til að ná verðbólgunni niður. Því skyldum við ekki getað náð verðbólgunni niður til jafns við það sem er í Vestur-Þýskalandi og Sviss. Við gætum jafnvel talið það gott að ná henni niður á það stig sem hún er í Bandaríkjunum og Bretlandi, tveimur af okkar helstu viðskiptalöndum. Það er aðeins eitt ráð við þeirri öfugþróun, sem verið hefur að undanförnu, og það er að ráða niðurlögum verðbólg- unnar." Formaður Sjálfstæðisflokksins kom víða við í ræðu sinni og skýrði í einstökum atriðum hver stefna Sjálfstæðisflokksins í hinum ýmsu málum væri. Hann skýrði hvernig ríkisútgjöldin yrðu skorin niður um 35 milljarða króna frá frumvarpi Tómasar Árnasonar Geir Hallgrímsson á fundi í Njarðvík: Kosningaréttur á að vera hinn sami - hvar sem menn búa á landinu Matthias Á. Mathiesen fyrrv. alþingimaður og Albert K. Sanders fundarstjóri slá á létta strengi. „Gamlar, troðnar slóðir duga ekki lengur gegn verðbólgunni. Það stefnir allt í kollsteypu verði ekki alveg breytt um vinnu- brögð. Við stöndum frammi fyrir mikilli geng- islækkun annars vegar eða öru gengissigi hins vegar ef haldið verður áfram á sömu braut. Það dugar ekki og þess vegna boðum við sjálfstæðismenn nú leiftursókn gegn verðbólg- unni. Við einir höfum kjark til að lýsa ástandinu í þjóðfélaginu eins og það er við viðskilnað þriðju vinstri stjórnarinnar á tveimur áratugum.“ Þann- ig mæltist Geir Hall- grímssyni formanni Sjálf- stæðisflokksins á fundi í Sjálfstæðishúsinu í Ytri- Njarðvík í fyrrakvöld er hann ræddi stefnu Sjálf- stæðisflokksins í efna- hagsmálum vegna kosn- inganna sem framundan eru. „Við höfum oft verið spurðir að því á fundum sem þessum og á vinnustöðum af hverju við höfum ekki farið þær leiðir, sem við boðum þegar við vorum í stjórn. Því er til að svara, að það er einmitt reynsla okkar frá þessum árum sem segir okkur að nauðsyn- legt er að ráðast á vandann með leiftursókn. Það er ætlun okkar að hið opinbera gangi á undan með góðu fordæmi og spari, en við teljum að unnt sé að færa ríkisútgjöldin i niður um 35 milljarða. fyrrverandi fjármálaráðherra. Einnig hvaða stefna yrði tekin í útlána— og vaxtamálum ef Sjálf- stæðisflokkurinn myndaði stjórn að kosningum loknum, hver af- staða hans væri til kaup— og kjarasamninga, fiskverðsákvarð- ana og hverjar umbætur yrðu gerðar í skattamálum. „Við höfum ekki fast land undir fótum né mælikvarða til að meta verk okkar. Verðbólgan hefur hrint okkur út í efnahagslega upplausn. Hún hefur einnig valdið siðferðilegri upplausn, sem er öllu verri, þar sem slík upplausn getur nagað að rótum lýðveldisins þann- ig að það falli. Sjálfstæðisflokkur- inn vill sporna við þessari efna- hagslegu og þjóðfélagslegu upp- lausn og við verðum að sigrast á henni innan sex mánaða, í mesta lagi tólf.“ Margir fundarmenn urðu til að stíga í pontu og varpa fram spurningum er Geir Hallgrímsson hafði lokið ræðu sinni. Einnig ávarpaði Matthías Á. Matthiesen, fyrrverandi alþingismaður og efsti maður lista Sjálfstæðis- flokksins í Reykjaneskjördæmi, fundarmenn. Eyþór Þórðarson spurði hverjar þær fórnir yrðu sem landsmenn yrðu að færa vegna leiftursóknar- innar gegn verðbólgu. Hann sagð- ist vona, að þær yrðu ekki í formi nýrra skatta. Hann sagði enn- fremur, að fyrr yrðu landsmenn að athuga sinn gang en ríkisbákn- ið hefði hremmt þá. Karvel Ögmundsson sagði að afkoma fyrirtækja væri afkoma allra sem við þau ynnu og hvatti formann Sjálfstæðisflokksins til að beita sér fyrir því, að fyrir- tækjum á Suðurnesjum, sem flest ættu við ramman reip að draga, yrði veitt fyrirgreiðsla svo þau stöðvuðust ekki. Hann nefndi einnig kjördæmamálið og sagði að íbúum í Reykjaneskjördæmi væri boðið upp á hróplegt misrétti þar sem atkvæði þeirra væru fimmfalt veigaminni en atkvæði ýmissa landsmanna. Páll Axelsson spurði Geir Hall- grímsson hvort ekki væru að hans dómi brostnar forsendur fyrir núverandi hávaxtastefnu og hvort hægt væri að reka hávaxtapólitík án þess að koma verðbólgunni niður. Eyþór Þórðarson Karvel ögmundsson Halldór Ibsen Björgvin Lúthersson Jóhannes Kristjánsson Garðar Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.