Morgunblaðið - 29.11.1979, Page 24

Morgunblaðið - 29.11.1979, Page 24
2 4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1979 Baráttan stendur um Ellert B. Schram Baráttan í kosninjíunum í Reykjavík um næstu helgi snýst um það, hvort Ellert B. Schram, sem skipar 8. sæti á lista Sjálfstæðismanna í höfuðborginni, nær kjöri. Eins og menn muna náði Ellert B. Schram kjöri í öruggt sæti á framboðslista sjálfstæðismanna í prófkjöri, sem fram fór um skipan listans en stóð upp úr því sæti að eigin frumkvæði til þess að tryggja fulltrúa launþega öruggt sæti á listanum og þar með Sjálfstæðisflokknum og þingflokki hans lífsnauðsynleg tengsl við launþegahreyfinguna. Pétur Sigurðsson hefur komizt svo að orði, að þessi framkoma Ellerts B. Schram sé rriesta íþróttamennska, sem sýnd hafi verið í stjórnmálum hér í áratugi. Skoðanakannanir benda til þess, að Sjálfstæðisflokkurinn eigi vaxandi fylgi að fagna um þessar mundir. Þess vegna munu sumir segja sem svo, að Ellert B. Schram sé öruggur um að ná kjöri. Því fer víðs fjarri. Reynslan frá síðustu kosningum sýnir, að umtalsverður munur er á niðurstöðum kosninga og síðustu skoðanakönnunum fyrir kjördag. Það er því alveg Ijóst, að framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík þarf á öllu að halda til þess að kosning Ellerts B. Schram verði tryggð. Ellert B. Schram hefur starfað mikið meðal ungs fólks og er þjóðkunnur íþróttamaður sjálfur. í samtali við Morgunblaðið í gær ræðir hann sérstaklega um unga fólkið í þessum kosningum og segir: „Eitt af vandamálum stjórnmálaflokkanna er tvímælalaust það, að þeir hafa fjarlægst fólkið eða réttara sagt ýtt því frá sér vegna lýðskrums og stöðugra blekkinga. Ungt fólk metur miklu fremur heiðarleika og hreinskilni. Mitt mat er, að Sjálfstæðisflokk- urinn hafi slegið á þá strengi nú, auk þess sem flokkurinn boðar ákveðnar en áður, að hann muni fylgja eftir stefnu sinni um frjálslyndi og frelsi í mannlegum samskiptum. Ég trúi því að þessi tónn eigi hljómgrunn hjá ungu fólki og það eigi því samleið með Sjálfstæðisflokknum. ... I stefnumótun okkar höfum við ekki sízt hugsað til þess unga fólks, sem stendur í húsbyggingum. Því höfum við lagt fram tillögur í húsnæðismálum sem gera ráð fyrir því, að ungt fólk geti fengið 80% lán af byggingarkostnaði, við viljum rýmka verulega reglur um ferðamannagjaldeyri; gefa ungu fólki tækifæri til að ráðast í arðsaman atvinnurekstur; efla félagsstarf- semi ungs fólks á öllum sviðum; byggja upp varanlegt vegakerfi um landið og stuðla þannig að því á margvíslegan hátt, að ungt fólk, sem aðrir í landi okkar, geti notið þeirra möguleika, sem ísland hefur upp á að bjóða...“. Hörmungarnar, sem dunið hafa yfir fólkið í Kambódíu hafa hreyft alvarlega við samvizku fólks um allan heim. Við Islendingar eigum að leggja það af mörkum, sem við getum og standa fast við bakið á Rauða krossi Islands í því hjálparstarfi, sem hann vinnur að og tekur þátt í. I þessum efnum skipta stjórnmálaskoðanir eða skoðanir á þeim átökum sem fram fara í Kambódíu ekki máli. Aðalatriðið er að við leggjum fram okkar skerf. Rauði krossinn og Kambódía Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 4000.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 200 kr. eintakiö. r ■ i OLAFURI ppOÐRU VELDI Guð blessi kónginn! iá Foröum var ort um minn- ingarnar, sem enginn tæki frá manni. Nú er hins vegar mest á því byggt, aö minningin vari aöeins örskotsstund og algleym- iö taki viö. Þaö gerir ekki sízt okkar ástsæli foringi, Ólafur Jó- hannesson, sem hóf sig í kon- ungatölu í sjónvarpinu á dögun- um. Var þaö ekki vonum fyrr. Svo segja sumir í hálfkæringi aö enginn taki mark á leiöurum blaöanna. Krýningarathöfnln í sjónvarpinu sýnir og sannar á einkar ánægjulegan hátt aö bæöi Ólafur og Þórarinn Þórarinsson trúa og lesa reglulega leiöara þess síöarnefnda. Hefur þaö aukiö lesendafylgi leiðaranna um heiming miðaö viö þaö sem áöur var vitað. Þaö er til marks um lítillæti Ólafs aö hann tekur því vel aö viö hann skuli kennd lög, sem öllum öörum ber saman um aö séu aflgjafi óöaveröbólgu í landinu. Þegar vakin er athygli á aö 1971 var veröbólgan 7 % en nú yfir 70% viö árslok 1979, þá segir Ólafur glaöur: Þetta er áratugur- inn minn. Konungborinn kóngur er ég... og þaö veröa menn aö hafa hvort sem þeim er þaö Ijúft eöa leitt. Síöan höföar Ólafur til minnis- leysis og segist vilja mynda (eöa láta Steingrím mynda eins og tvö prósentin vilja) nýja vinstristjórn. Ólafur ætiar ekki aö gera þaö endasleppt viö þjóöina. Stein- grímur leiötogi tveggja prósent-' anna er sama sinnis. Hann sagöi aö andrúmsloftiö innan vinstri- stjórnarinnar heföi veriö eitur- mettaö, gagnkvæmt hatur hafi heltekið samstarfsflokkana. Og aö sjálfsögöu vill hann slfka stjórn aftur og þaö sem allra fyrst. Kjörorö hans í kosninga- baráttunni er: Beint í eitriö aftur! Hefjum einarða baráttu með samstilltu átaki haturs og eiturs, vopnaöir rýtingum í ermum og okkur eru allir vegir færir. Al- menningur þarf ekki annað aö JÖRUNDURHUNDADAGAKONUNGUR leggja til en algleymi og kross sinn á kjörseðilinn og fær þá í aöra hönd velgengni veröbólg- unnar, skjótvirkari skattpíningu og kauprán í kaupbæti. Af vinstri ávöxtunum skulu menn þekkja þá. Og þótt Steingrímur sé for- maöur er Ólafur kóngur og liöseggjan hans hljómar skýr og táknræn: Áfram Kiddi og kóngsmenn. Meöan þau hróp standa eiga tvö prósentin um sárt aö binda. Þau eru bara krossmenn á atkvæðaseölum. í kosingabaráttunni hafa mörg mál oröiö Ijósari en áöur. Ekki minnsta athygli vekur sú einaröa stefna sem Framsóknarflokkur- inn markaöi í varnar- og örygg- ismálum í marz síöast liönum. Þar var ákveðið, aö Framsóknar- flokkurinn myndi koma sér upp stefnu í þessum málum eftir kosningar og ekki hvika frá henni í kosningabaráttunni. Þessa skýru og ótvíræöu stefnu heföi Kristján Benediktsson ekki getað oröaö betur og reis þó merki hans hæst er hann ákvaö aö Framsóknarflokkurinn væri um- fram allt opinn í báöa enda. Andstæöingar Framsóknar- flokksins hafa ekki mátt sín neitt viö þessari stefnumörkun Fram- sóknarflokksins enda er hún mun Ijósari en stefna flokksins í efna- hagsmálum. Þar hefur flokkurinn þó ekki látiö endana óhnýtta. Hann hefur sem sagt ákveöiö aö verðbólgan eigi aö veröa 30% á næsta ári og 18% 1981. Flokkur- inn er ekki svo vitlaus aö kjafta því í kjósendur hvernig eigi aö fara að þessu, enda gæti þaö eyöilagt allt. Mergurinn málsins er sá, að þessi ákvöröun flokks- ins liggur fyrir. Ekki er hægt aö saka Framsókn um ábyrgöarleysi í þessu sambandi. Hefði flokkur- inn hins vegar fallið í þá freistni aö ákveða, jafnvel meö sam- hljóöa atkvæöum, aö héöan (frá yrði verðbólgan látin vera 9% í fyrra og 4% árið á undan, heföi mátt saka flokkinn um tækifæris- mennsku. En flokkurinn stóð þetta af sér og lét sér nægja aö horfa til næstu tveggja ára. Ef þessi ákvöröun Framsóknar hef- ur þegar verið kynnt Hagstof- unni, þurfa þeir þar ekki aö eyða dýrmætum tíma sínum í útreikn- inga og geta gefiö þessa niöur- stööu út þegar í stað, tvö ár fram í tímann. Þetta er Framsókn eins og hún gerist bezt. Svona viljum viö hafa hana. Guö blessi kóng- inn. Á að refsa Reykvíkingum fyrir dugnað og framsýni? Hugmyndir Olafs Jóhannessonar um hitaveituskatt til veröjöfn- unar á hitakostnaöi mundu þýða 2 milljarða álögur á íbúa orkuveitusvæðis Hitaveitu Reykjavíkur eða um 90 þúsund króna viðbótarskatt á hverja fimm manna fjölskyldu á þessu svæði. Það er umhugsunarefni í þessu sambandi, að um árabil borguðu Reykvík- ingar hærri útsvör en margir aðrir einmitt til þess að byggja hitaveituna upp og eiga auðvitað að fá að njóta þess að þeir hafa áður tekið á sig sérstakar byrðar í þessu skyni. Hitakostnaður er gífurlegt vandamál víða út um land. En þann vanda verður að leysa á annan hátt en þann, að refsa Reykvíkingum fyrir dugnað og framsýni eins og Olafur Jóhannesson hefur lagt til. Flugleiðir: Söluskrifstofum í Gautaborg og Helsingfors lokað um áramót SÖLUSKRIFSTOFUM Flugleiða í Gautaborg og Helsingfors verð- ur lokað um áramótin og hefur m.a. Björn Steenstrup forstöðu- manni Gautaborgsskrifstofunnar verið sagt upp störfum af þeim sökum, en hann starfaði mjög lengi fyrir Loftleiðir í Svíþjóð og siðar FlUgleiðir. Sveinn Sæmundsson blaðafulltrúi Flugleiða sagði í samtali við Mbl. í gær, að hann vissi ekki nákvæmlega tölu þess starfsfólks Flugleiða erlend- is, sem sagt hefur verið upp störfum, en sagðist álíta að uppsagnarhlutfall- ið erlendis væri svipað og hér heima, á bilinu 20 til 30%, mismunandi eftir deildum. Sveinn sagði, að skrifstofa Flug- leiða í Stokkhólmi tæki við sem aðalskrifstofa fyrir Svíþjóð og Finn- land eftir áramót, en hugsanlega yrði fulltrúi félagsins áfram í Helsingfors og í Gautaborg myndi afgreiðsla á flugvellinum verða áfram og þá einnig sem söluskrifstofa þar í borg.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.