Morgunblaðið - 29.11.1979, Side 26

Morgunblaðið - 29.11.1979, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1979 Bíll skemmdist í eldi FÓLKSBIFREIÐ aí Cortinu-gerð gjorcyðilagðist þegar eldur kom upp í bílskúr við húsið Kleppsvegur 96 i Reykjavík á tíunda timanum á þriðjudagskvöld. Eigandi skúrsins og bifreiðarinnar hafði rétt áður verið að þurrka mottur úr bílnum með gassuðutæki. Hann þurfti að bregða sér frá andartak en á meðan kom upp eldur í skúrnum með fyrrgreindum afleiðingum. Myndin sýnir hve miklar skemmdir urðu á skúrnum og bifreiðinni. Japönsk kvikmynd hjá Fjalakettinum FJALLAKÖTTURINN, kvik- myndaklúbbur framhaldsskól- anna, sýnir í kvöld, fimmtudag kl. 21, á laugardag kl. 17 og á sunnudag kl. 17, 19.30 og 22 kvikmyndina Ugetsu Monogatari (Saga Ugetsu) eftir Kanji Mizog- uchi. Þetta er japönsk mynd frá árinu 1953. Hún hlaut m.a. Silf- urljónið á kvikmyndahátíðinni i Feneyjum 1953 og árin 1962 og 1972 var hún kosin ein af bestu 10 myndum allra tíma af kvik- myndagagnrýnendum um allan heim. Aðalhlutverkin í myndinni eru i höndum Machiko Kyo, Mitsuko Mito og Kinuyo Tanaka. Varðskip dró bát til hafnar VÉLARBILUN varð í bátnum Sif frá Suðureyri á þriðjudaginn en báturinn var þá staddur 10 mílur útaf Deild. Varðskip var ekki langt undan og dró það Sif til hafnar. Báturinn er 15 lestir að stærð. Atriði úr kvikmyndinni Ugetsu Monogatari KOSNINGAGETRAUN RAUÐA KROSSINS ÉG SPÁI: Svona einfalt er að vera með. Klippið þessa spá út og berið saman við aðrar sem birtast. ALLIR MEÐ! + RAUÐI KROSS ÍSLANDS HJÁLPARSJÓÐUR Jorundur (iuðmundsson Fjöldi þingmanna '78-79 Spá Alþýðubandalag 14 // Alþýðuflokkur 14 /0 Framsóknarflokkur 12 V Sjálfstæðisflokkur 20 Aðrir flokkar og utanflokka 0 ö Samtals 60 60 Hjólaskófla til sölu Michigan 75 B, árgerö 1972. Vélin er á góðum dekkjum, meö 2,5 rúmm. skóflu. Mögulegt aö lána allt kaupveröiö gegn góöum tryggingum. Gu#mundur Karl880n Austurstræti 17, 5. h. Sími 19711. Kvöld- og helgarsími 74156. Athugasemd frá ÍSAL: Þjóðviljinn snýr staðreyndum við í Þjóðviljanum 28. nóvember 1979 eru feitletraðar á forsíðu stórfelldar ásakanir á hendur ÍSAL á þá leið, að ÍSAL gefi falskar upplýsingar, að um stórfelld skattsvik ISAL hafi verið að ræða til margra ára, að tap Alusuisse í Bretlandi hafi verið millifært sem tap hérlendis og loks, að Ragnar S. Halldórsson hafi komist upp með stórlygar. Til stuðnings þessum ásökunum segist Þjóðviljinn vita í ræður stjórnarformanns Alusuisse, Emanuel R. Meyers, á aðalfundin- um vegna áranna 1976 og 1977 og grein Ragnars S. Halldórssonar í Morgunblaðinu 17. nóvember 1979. Aðaltilvitnun blaðsins er á þessa leið: „Bæði í Frakklandi og í Bret- landi... gengu viðskiptin betur en 1975. Engu að síður mættum við erfiðleikum á báðum þessum lönd- um vegna verðstöðvunar stjórn- valda. Við neyddumst til að selja undir kostnaðarverði í lllangan tíma, og einkum í Bretlandi. Áttum við að þola þetta tap, sem nam tugum milljóna (franka) eða áttum við að hætta við breska markað- inn? Við ákváðum að þrauka. Kost- naðurinn var borinn af dótturfyrirtækjum okkar á íslandi og í Noregi, en endanlega færður af ALUSUISSE i formi hárra greiðslna sem rekstrartap.“ I þýðingu Hilmars Foss, löggilts skjalaþýðanda, er umrædd tilvitn- un á þessa leið. Á hinum tveimur mikilvægu mörkuðum fyrir létta málma í Evrópu, Frakklandi og Englandi, voru viðskiptin betri en árið 1975. En við urðum fyrir mótlæti í báðum þessum löndum vegna verðstöðvana, sem stjórnvöld settu. Sérstaklega neyddumst við til að selja undir kostnaðarverði í Eng- landi um nokkuð langt skeið. Átt- um við að halda áfram að þola tugmilljónatap eða áttum við að gefa breska markaðinn alveg upp á bátinn? Við ákváðum að halda Emanuel R. Meyer, stjórnarfor- maður Alusuisse áfram. Kostnaðinn báru dótturfé- lög okkar á Íslandi og í Noregi, en að lokum ALUSUISSE með stór- felldum greiðslum.“ Og Meyer heldur áfram: „Verðstöðvanir eru freistandi og þægileg vopn í barátt- unni gegn verðbólgu en banvæn fyrir einkaframtakið." Ásakanir Þjóðviljans byggjast á röngum skilningi á feitletraða málsliðnum, hvort heldur sú rang- þýðing stafar af fáfræði eða er gerð af meinfýsni í leit að kosninga- sprengju. Aðalatriði málsins í ofangreindri tilvitnun er það, að í árslok 1976 greiddi Alusuisse verðuppbætur til viðkomandi álvera, þar af til ÍSAL 19,1 milljón svissneskra franka eða jafnvirði 1481 milljónar króna á þáverandi gengi. Þessar uppbætur voru færðar sem slíkar í bókum ÍSAL. „Skilningur" Þjóðviljan snýr því staðreyndum algerlega við og jafnframt kosningabombunni að blaðinu sjálfu. Varðandi ummæli Ragnars í of- angreindri grein í Morgunblaðinu og ummæli Meyers vegna afkomu ársins 1977 þess efnis, að um hagnað hafi verið að ræða hjá ISAL það ár, er þetta að segja: Frá 1970 hefur afkoma ÍSAL verið sem hér er sýnt: Hagnaður ísal á árunum 1970 til 1978 (tap er sýnt í sviga): Ár Milljónir króna 1970 1971 1972 1973 1974 1975 1976 1977 1078 63.9 (226) (251) 10.4 44.8 (984) (9.41) 42.5 126.5 1) Eftir að bókfærð hafði verið ofangreind 1481 milljón króna sem verðuppbætur. Ofangreindar upplýsingar um af- komu ÍSAL staðfesta ummæli beggja: í Morgunblaðinu segir Ragnar: „Síðasti aðilinn, sem hérna á hagsmuna að gæta, þ.e.a.s. eig- endur fyrirtækisins, hin útlendi aðili Alusuisse, hefur hins vegar ekki farið vel út úr þessum rekstri það sem af er. ÍSAL hefur ekki getað greitt arð til þessa, þar sem reksturinn hefur barizt í bökkum, stundum verið verulegt tap eða í bezta falli að reksturinn hefur staðið í járnum." Einnig segir Ragnar í tilvitnaðri blaðagrein, að telja megi að lágmarksarður hjá ÍSAL sé af stærðargráðunni 900 milljónir króna. Afkoman leyfði sem sé ekki arðgreiðslur og má því segja að þegar reksturinn er ekki hagkvæmari en svo að ekki er hægt að greiða arð kallast hann að standa í járnum. Einnig sést að árið 1977 var um hagnað að ræða sem Meyer sá ástæðu til að minn- ast á til að sýna fram á umskiptin, sem höfðu orðið frá því árið áður er Alusuisse hafði þurft aðstyrkja ÍSAL stórkostlega. Af þessu sést, að ummæli stjórnarformanns Al- usuisse stangast alls ekki á við tilvitnuð orð forstjóra ÍSAL eins og Þjóðviljinn vill vera láta. í umræddri Þjóðviljagrein er að lokum ruglað saman hagnaði fyrir og eftir skatta. Hvert mannsbarn hlýtur að sjá, að skattar og arður verða ekki greiddir með sömu peningum, en jafnvel þessi einfalda staðreynd bögglast fyrir brjóstinu á Þjóðviljanum. Að lokum má bæta því við, að mynd sú er á að vera af Meyer stjórnarformanni Alusuisse, er ekki af honum og nafn hans er rangt skrifað. Það kemur sem sé í ljós, að bæði gífuryrði sem feitletr- uð eru í kringum fréttina í Þjóðvilj- anum og efni fréttarinnar er rangt. Það eina, sem ekki tókst að falsa, er myndin frá Straumsvík, en án myndatextans þó. ÍSAL gefur faiskar upp- lýsingar: Gróöi af álverinu borgar tap Alusuisse í Bretlandi • Taprckitur iviitrwika álfélagsin* ALUSUISSE i ál- un»r il)ör*Tildi Vlft Myddum.i verksmiftjum I Bratlandi i undanfðrnum árum hafur “•»ko.i«»6.ry«ði l verið borinn uppl af hagnaðl átverksmlð|unnar I ?i^|^5i^ÍA0ÍA*totata tíío Straumsvlk og álverksmiðiu ALUSUISSE i Noregi. tfr.nkjii • Niðurgrelðslurnar fil verksmiA|anna I Bretlandi tnum vte f> haiu vie bmati nama tugum miljðna svissneskra franka, an hafa veriA "•rk*Wnn’ vi» UvsAum u bðkferðar sam taprekstur hárlendis og I Noregl. Stár- r'SJSSSÍI I.IU .loMvwib ..A„|.4 ..ii—i.. . *' eeueHynrioblu" « • Millifærslur bókfœrðar • Stórfelld skattsvik sem rekstrartap hérlendis ÍSALS til margraára „Höfum framkvæmt frekari rannsóknir en okkur bar“ — segir Jón Sigurðsson forstjóri íslenzka járnblendifélagsins FRÉTT Þjóðviljans í gær um loftmengunarrannsóknir á Grundartanga er öll rangsnúin og vitlaus. Samkvæmt starfsleyíi Járnblendiverksmiðjunnar átti fyrirtækið í eitt ár áður en rekstur var hafinn að kosta rannsóknir á ryki og brenni- steinssamböndum i lofti á svæði í kringum verksmiðjuna til þess að geta notað þær upplýsingar til samanburðar á siðari stigum málsins þegar hægt væri að sjá áhrif verksmiðjurekstrarins á umhverfið,“ sagði Jón Sigurðsson forstjóri íslenzka járnblendifé- lagsins í samtali við Mbl. i gær. „Þessar rannsóknir, áður en reksturinn hófst, voru fram- kvæmdar eftir þeim reglum sem settar voru í starfsleyfinu. Við héldum þessum rannsóknum síðan áfram í sjö mánuði að eigin frumkvæði eftir að fyrri ofn verk- smiðjunnar var tekinn í notkun. Þetta var gert til þess að kanna áhrif rekstursins á umhverfið, en engar upplýsingar lágu fyrir um það. Þessar viðbótarrannsóknir hafa kostað okkur á bilinu 25—30 milljónir króna. Við höfum nú ákveðið að hætta þessum viðbótarrannsóknum þar sem við teljum að ekki verði frekari árangur fyrr en síðari ofn verksmiðjunnar er kominn í gagn- ið. Þessu eru Þjóðviljamennirnir að býsnast yfir. í þessu sambandi hefur heilbrigðisráðherra ekki gert neinar athugasemdir við þessa ákvörðun þótt hún sé ekki í beinu sambandi við óskir heil- brigðiseftirlitsins. Við munum því taka þetta mál til endurskoðunar þegar síðari ofn verksmiðjunnar verður tekinn í notkun," sagði Jón Sigurðsson ennfremur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.