Morgunblaðið - 29.11.1979, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1979
29
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
Útnesjamenn, Marína og Sval-
heimamenn. Seljast næstu
fimmtudaga frá kl. 14—17 á
Hagamel 42. Jón Thorarensen.
Göngugrind
helst Chicco óskast keypt. Uppl.
í síma 52557 eftir kl. 2 í dag og
næstu daga.
Kaupum vel unnar lopapeysur.
S. 27470 — 26757.
IOOF 11 = 1611129830 — =
E.T. II. 9. III.
Kvenfélag
Laugarnessóknar
Jólafundur veróur haldinn
mánudaginn 3. desember í fund-
arsal kirkjunnar kl. 8 e.h.
Allar konur í jólaskap.
Stjórnin.
Basar
Kvenfélags
Hallgrímskirkju
verður i félagsheimili kirkjunnar
laugardaginn 1. desember kl. 3
e.h. Móttaka á gjöfum verður í
félagsheimilinu fimmtudag og
föstudag kl. 5—10 e.h. og laug-
ardag eftir kl. 10 f.h. Kökur eru
mjög vel þegnar.
Fíladelfía
Reykjavík
Almenn samkoma í kvöld kl.
20.30. Ungt fólk syngur. Söng-
stjóri Clarence Glad. Frjálsir
vitnisburðlr. Samkomustjóri
Guömundur Markússon.
Skyggni-
lýsingafundur
Sálarrannsóknarfélag íslands
heldur skyggnilýsingafund meö
bresku hjónunum Robert og
Eileen Ison, sunnudaginn 2. des.
kl. 8.30 aö Hallveigarstööum viö
Túngötu. Kaffiveitingar Að-
göngumiðar verða seldir félags-
mönnum á skrifstofunni, Garöa-
stræti 8.
Stjórnin.
Fíladelfía
Gúttó Hafnarfiröi
Almenn samkoma í kvöld kl.
20.30. Tvísöngur: Garöar Lofts-
son og Dagbjartur GuÖjónsson.
Samkomustjóri: Daníel Glad.
Hjálpræöisherinn
í kvöld kl. 20.30. Almenn sam-
koma.
Allir velkomnir.
AD KFUM
Fundur í kvöld kl. 20.30 aö
Amtmannsstíg 2B. Kristilegt
æskulýösstarf á barnaári, Stína
Gísladóttir æskulýösfulltrúi. Allir
karlmenn velkomnir.
Samhjálp
Samkoma veröur að Hverfisgötu
44 í kvöld kl. 20.30. Allir hjartan-
lega velkomnir.
Samhjálp.
_.EF ÞAÐ ER FRÉTT-
I^pNÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í
V^MORGUNBLAÐINU
raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar
Hestar í óskilum
á Stokkseyri
Móbrúnn, reistur ca. 6-7 vetra hestur, mark:
fjöður framan hægra, bandvanur. brúnn,
heldur smár ca. 8—10 vetra hestur, mark:
stíft vinstra, snúinn á framhófum, bandvanur.
Réttir eigendur eru beönir að hirða hestana
sem allra fyrst og eigi síðar en 5. des. n.k. aö
þeim tíma liðnum verða þeir seldir fyrir
áföllnum kostnaði.
Hreppstjóri Stokkseyrarhrepps.
íbúð til leigu
5 herb. íbúð til leigu í tvíbýlishúsi nálægt
Háskólanum. Leigist frá 15. janúar n.k.
íbúðin er teppalögð og í góðu ásigkomulagi.
Þeir sem hafa áhuga, leggi nafn sitt ásamt
tilboði til blaösins fyrir 5/12 merkt: í-4954.
Iðnaðarhúsnæði
Iðnaöarhúsnæöi viö Smiðjuveg til leigu.
Einnig getur húsplássiö hentað mjög vel fyrir
heildverzlun. Leiga á húsnæðinu sem lager-
pláss getur einnig komið til greina.
Upplýsingar í síma 41896 eftir kl. 20.
óskast keypt
Lopapeysur
Kaupum handprjónaðar lopapeysur. Vantar
aðallega hnepptar, gráar í herrastærðum.
Lesprjón h.f. Skeifunni 6.
Sími 85611.
Sjálfssali
Óskum eftir að kaupa velmeðfarinn Vendo
flöskusjálfssala, þarf að hafa myntgreinir fyrir
50 kr. pening. Tilboð merkt: „Sjálfssali-617.“
sendist augld. Mbl. fyrir 5. desember.
Þau sjá um skipulagningu aksturs kjördagana, frá vinstri: Ágúst Hafberg, Ingvar Sveinsson og
Kristin Thorarensen.
Sjálfboðaliðar aö störfum viö kosningaundirbúning i Valhöll.
Sjálfstæðisflokkurinn:
Siálfboðaliða
MIKILL fjöldi sjálfboða-
liða hefur að undanförnu
lagt af mörkum gífurlegt
starf við kosningaundir-
búning Sjálfstæðisflokks-
ins um allt land, og kjör-
dagana verða mörg
hundruð manns í sjálf-
boðaliðsvinnu fyrir
flokkinn.
Að sögn Sveins H.
Skúlasonar hjá fulltrúa-
ráðinu í Reykjavík hefur
kosningavinnan gengið
vel, en þó vantar alltaf
fleira fólk til starfa.
Kvaðst hann vilja hvetja
alla þá sem vildu vinna
fyrir D-listann á kjördag,
að hafa samband við
skrifstofu Sjálfstæðis-
flokksins í Valhöll,
hverfaskrifstofurnar og
kosningaskrifstofur
flokksins um allt land.
Vegna þess að nú er
einnig kosið á mánudegi,
sagði Sveinn að þörf væri
margra sjálfboðaliða í tvo
daga, sunnudag og mánu-
dag, en það gæti orðið
erfiðleikum bundið síðari
daginn sem ekki er al-
mennur frídagur. Þá
vantar kjördagana
sagðist Sveinn vilja
hvetja alla þá sem tök
hafa á að lána bíla sína
kjördagana, að hafa sam-
band við skrifstofu
flokksins, þar sem veður
og færð á þessum árstíma
gerði bifreiðaþjónustuna
enn mikilvægari en áður,
þar sem eldra fólk og
lasburða ætti erfiðara
með að fara á milli staða
en þegar kosið væri á
vorin.
Sjálfboðaliðar í
Revkjavík geta skráð sig í
sínia 82900.
Að störfum á hverfaskrifstofu Sjálfstæðisflokksins í Háaleitis-
hverfi. Ljósm: Emilía.