Morgunblaðið - 29.11.1979, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 29.11.1979, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1979 í FYRRADAG voru form- lega opnaðir tveir nýir þjóðvegir í Garðabæ. Jón Gauti Jónsson bæjarstjóri í Garðabæ sagði á blaða- mannafundi þá, að þess væri vænst, að nýju vegirn- ir, Arnarnesvegur og Bæj- arbraut, myndu létta til muna á umferðarþunga Hafnarfjarðarvegar í gegnum Garðabæ. Það hef- ur verið reiknað út, að af sex þús. bifreiðum, sem nú fara um Vífilsstaðaveg í Garðabæ, muni um 3—5 þús. bifreiðar nota þessa nýju leið. Þýðir það veru- lega aukið öryggi skóla- barna og annarra vegfar- enda á Vífilsstaðavegi. Þó svo opnun Bæjarbrautar létti nokkuð á umferð um þrengsta hluta Hafnarfjarðar- vegar, fer eftir sem áður um hann allur þungaflutningsakstur til og frá Suðurnesjum og Hafn- arfirði og það vandamál leysist ekki fyrr en með tilkomu Reykjanesbrautar, að sögn Jóns Gauta. Hann sagði einnig, að hann vænti þess, að stjórnvöld beittu sér hið fyrsta fyrir lagn- ingu þess vegar. Forsaga þess, að ráðist var í lagningu þessara vega var sú, að á s.l. hausti samþykkti bæjar- stjórn Garðabæjar að fara þess á leit við Vegagerð ríkisins, að Bæjarbraut, frá Vífilsstaðavegi að væntanlegum Arnarnesvegi, yrði tekin í tölu þjóðvega í þéttbýli. Jafnframt var þess ósk- að, að Vegagerðin legði þann hluta Arnarnesvegar, sem liggur milli Hafnarfjarðarvegar og Bæjarbrautar. S.l. vor var vegur- inn samþykktur sem þjóðvegur í þéttbýli og Vegagerðin ákvað að ráðast í lagningu og frágang Arnarnesvegar að Bæjarbraut og veitt var fé í það verkefni. Garðabær fékk einnig fjárveit- ingu úr 25% vegasjóði og ákvað bæjarstjórn þá að undirbyggja og leggja slitlag á veginn frá Arnarnesvegi að Karlabraut. Með tilkomu þessara vega getur stór hluti íbúa Garðabæj- ar nú ekið mun styttri vegalengd til Reykjavíkur og akstursleiðin er nú öll lögð sliglagi. Einnig mun nú nokkuð létta því umferð- aröngþveiti, sm jafnan er á Hafnarfjarðarvegi frá Arnar- nesi að Vífilsstaðavegi. Bæjarstjórinn benti á, að með tilkomu veganna myndi umferð- arþungi á neðsta hluta Vífils- staðavegar einnig minnka til muna, en sökum staðsetningar skólabygginga bæjarins er þar mikil umferð skólabarna og ann- arra vegfarenda. 10% umferðar á þjóðvegum um Hafnarf jarðarveg Bæjarstjórinn lauk máli sínu með því að ítreka þá skoðun bæjarstjórnar, að hið fyrsta yrði að ráðast í lagningu Reykjanes- brautar, fyrr yrði ekki fengin endanleg lausn á núverandi ástandi á Hafnarfjarðarvegi. Skv. upplýsingum Jóns Rögn- valdssonar hjá Vegagerð ríkisins fer í dag um 10% af akstri á öllum þjóðvegum landsins um Hafnarfjarðarveg, þ.e. sex kílómetra kafla frá Fossvogsdal í átt til Hafnarfjarðar. Sveinn Torfi Sveinsson verkfræðingur, sem einnig var staddur á fundin- um í fyrradag bætti því við, að af þessari umferð hirti ríkið á annan milljarð króna. Sagði hann sína skoðun vera þá, að ríkið ætti að geta séð af ein- hverjum hluta þess fjármagns til varanlegra úrbóta á þessum vegum. Garðabær: Á kortinu má sjá legu nýju veganna. i Nýr tengivegur við Hafnarfjaröarveg' Þegar nýja leiðin inn í Garðabæ er valin af bifreiðastjórum, sem koma úr Reykjavík, er beygt til vinstri á háhæð Arnarneshæðar eins og bifreiðin með G-númer- inu hér á myndinni. Bifreiða- stjórar sem aka þessa leið næstu daga ættu að sýna fyllstu aðgæzlu á þessum nýja stað meðan fólk er að átta sig á nýju vegatengingunni. Ljósm. Mbl. Emilía. „Léttir á um- ferðarþungan- um en varan- leg lausn fæst ekki fyrr en með tilkomu Reykjanes- brautar,“ segir Jón Gauti bæjarstjóri Vegagerðin hefur látið lagfæra aðstæður á Arnarneshæðinni. Er nú ágætt rými fyrir bifreið- ar á Arnarnesvegi, sem bíða eftir að komast yfir akreinina sem liggur til Reykjavíkur. Þarna er stöðvunarskylda, en bifreiðastjórar ættu þó að sýna fyllstu aðgæzlu, því útsýni er ekki alltaf sem bezt, sérstak- lega á þessum tima ársins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.