Morgunblaðið - 29.11.1979, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1979
37
Minmng:
Elísabet V. Kristjáns-
dóttirfrá Vopnafirði
Elísabet V. Kristjánsdóttir frá
Vopnafirði verður jarðsett í dag
frá Dómkirkjunni.
Hún var fædd 23. desember 1892
að Svínabökkum í Vopnafirði.
Foreldrar hennar voru Guðný
Guðnadóttir og Kristján
Grímsson, var hún 3ja í röðinni af
7 börnum sem upp komust. Eftir
lifir nú aðeins Rósa, yngsta barn
þeirra hjóna. Árið 1910 giftist
Elísabet Jóni Sigurjónssyni á
Hólmum í Vopnafirði og bjuggu
þau þar fyrstu árin, en fluttust
síðan til Norðfjarðar og voru þar
til ársins 1931 er þau fluttust til
Reykjavíkur með elsta og yngsta
barn sitt, en alls áttu þau 4 börn;
Óskar, Sigurjón, Guðna og Guð-
nýju.
Jón lést árið 1936 og varð
Elísabet því ekkja aðeins 44 ára.
Eftir það héidu þær mæðgur
heimili saman um nokkur ár. Hún
stundaði ýmis störf, aðallega
framleiðslustörf á veitingahúsum
og venjuleg heimilisstörf hjá dótt-
ur sinni.
Elísabet var að allri gerð mann-
eskja höfðingslundar og mynd-
arskapar. Enda kom það glöggt
fram í verkum hennar, sem og
mikilli vinnusemi. Hún var stór í
sér, en hafði einnig sérstaka
tilfinningu fyrir hlutunum bæði
lifandi og dauðum og henni var
lagið að sjá hvað hentaði hverju
sinni. Oft kom hún á óvart með
hyggjuviti sínu, í umsögnum og
athugasemdum um ýmislegt sem
annars hefði mátt ætla að væri
henni að mestu hulið. Hún var
einstaklega ættrækin, hugurinn
snerist alla tíð um fólkið hennar
og lífsgöngu þess. Fyrir rúmum
tuttugu árum kynntist ég Elísa-
betu og síðan hefur verið töluverð-
ur samgangur milli okkar, þar
sem Elísabet kona mín er sonar-
dóttir hennar, en milli þeirra voru
náin samskipti. Alltaf ríkti eftir-
vænting hjá okkur börnunum þeg-
ar amman kom í heimsókn, þá vai
ætíð von á einhverju góðu seni
ekki sást daglega, fyrir utan þetta
sérstæða sem fylgdi henni eitt-
hvað fínt og óvenjulegt, hafið yfir
hversdagsleikann.
Þrátt fyrir margskonar veikindi
sem hrjáðu hana lengst af, hélt
hún dugnaði sínum og hug fram-
undir það síðasta og mikil var
eljusemin við að rífa sig upp úr
veikindum og spítalalegum. Næmi
hennar hélst nær óskert fram á
síðasta dag og blessunaróskum,
fyrirbænum og kveðjum til allra
sinna gleymdi hún ekki þótt fár-
sjúk væri.
Hún lést að Hrafnistu 21. nóv.
síðastliðinn, þar var hún búin að
vera stuttan tíma. En til heimilis
hafði hún verið um árabil hjá
Guðnýju dóttur sinni og tengda-
syni Kristjáni Elíassyni og var
það henni mikill styrkur síðustu
árin.
Friður sé með henni.
Björn Indriðason.
r'
»1 r'
5,-|
v^NGe.
I
•Q ®> <s> 7
5MJOIJ,
SPESÍUR
400 g smjör
500 g hveiti
150 g flórsykur
Grófur sykur.
HnoðiÖ deigið. mótið úr þvi sivaln-
inga og veltið þeim upp úr grófum
sykri. Kælið deigið til næsta dags
Skerið deigið i þunnar jafnar sneið-
ar, raðið þeim á bökunarplötu
(óþarfi að smyrja undir) og bakið
við 200 C þar til kökurnar eru Ijós-
brúnar á jöðrunum.
SMJÖRIÐ
GERIR
GÆÐAMUNINN
CAfa~rt/ átrt/ciMtfa/i
® © 'v >
SMJOR
SMJÖRHRINGIR
250 g hveiti
250 g smjör
1 Vi dl rjómi
eggjahvita
steyttur molasykur.
Hafið allt kalt, sem fer i deigið.
Vinnið verkið á köldum stað. Myljið
smjörið saman við hveittö, vætið með
rjómanum og hnoðið deigið varlega.
Látið deigið biða á köldum stað i
nokkrar klukkustundir eða til næsta
dags.
Fletjið deigið út 16 cm þykkt, mótið
hringi ca. 6 cm i þvermál með litlu
gati ( miðju. Penslið hringina með
eggjahvitu og dýfið þeim i steyttan
molasykur. Bakið kökurnar gulbrún-
ar við 225° C i 5—8 minútur.
SMJÖRIÐ
GERIR
GÆÐAM UNINN
OWa-cr/ á/n/clba/nn V
r'
°n
°b
•Q _<s> <a>
SMJORL
FINNSKT
KAFFIBRAUÐ
375 g hveiti
250 g smjör
100 g sykur
Vi egg
eggjahvita
afhýddar, smátt skornar möndlur
steyttur molasykur
Hafið allt kalt, sem fer i deigið.
Vinnið verkið á köldum stað. Myljið
smjörið saman við hveitið, blandið
sykrinum saman við og vætið með
egginu.
Hnoðið deigið varlega. og látið það
biða á köldum stað i eina klst. Út-
búið fingurþykka sivalninga. Skerið
þá i 5 cm langa búta Berið eggja-
hvituna ofan á þá og dýfið þeim i
mondlur og sykur. Bakið kökurnar
gulbrúnar, efst i ofni við 200- C i
. ca. 10 min.
SMJÖRIÐ
GERIR
GÆÐAMUNINN
Otfa-c// A/n/cíMtfa/i v
LtankjiiiMtaðakosriing
Utankjörstaðaskrifstofa
Sjálfstæðisflokksins er í Valhöll,
Háaleitisbraut 1, símar 39790, 39788,
39789.
Sjálfstæðisfólk, vinsamlegast látiö skrif-
stofuna vita um alla kjósendur, sem ekki eru
heima á kjördegi.
Skrifstofan gefur upplýsingar um kjörskrá.
Utankjörstaöakosning fer fram í Miöbæjar-
skólanum alla daga 10—12, 14—18 og
20—22 nema sunnudaga 14—18.
Kassettur
beztu kaup landsins
Heildsölubirgðir
1 spóla 5 spólur
60 mínútur kr.800,- kr. 3.800.-
90 mínútur kr. 1.000.- kr. 4.800.-
BUÐIN
Indriði G. Þorsteinsson
UNGLINGSVETUR
Skáldsögum Indriöa G. Þorsteinssonar hef-
ur ávallt veriö tekið með miklum áhuga og
þær hafa komið út í mörgum útgáfum. Tvær
þeirra, Sjötíu og níu á stööinni og Land og
synir, hafa verið kvikmyndaöar og Þjófur í
paradís hefur veriö aö velkjast í dómskerfinu
' undanfarin ár.
Almenna bókaf élagið
Austurstræti 18
sfmi 19707
Skemmuvegi 36
Indridi G. Þorsteinsson
UNGLINGSVETUR
Skáldsagan Unglingsvetur er raunsönn
og kímin nútímasaga. Veruleiki hennar er
oft mildur og viöfelldinn, en stundum
blindur og ósvífinn. Hér er teflt fram ungu
fólki, sem nýtur gleöi sinnar og ástar, og
rosknu fólki, sem lifað hefur sína gleöi-
daga og reynslan hefur meitlað í drætti
sína. Allt er þetta fólk bráðlifandi, sama
hvort þaö eru aðalpersónur eða hefur á
hendi aukahlutverk — hvort heldur þeir
heita Loftur Keldhverfingur eða Sigurður á
Fosshóli.
Unglingarnir dansa áhyggjulausir á
skemmtistöðunum og bráðum hefst svo
lífsdansinn með alvöru sína og ábyrgö.
Sumir stíga fyrstu spor hans þennan
vetur. En á því dansgólfi getur móttakan
orðið önnur en vænst hafði verið, —
jafnvel svo ruddaleg að lesandinn stendur á
öndinni.