Morgunblaðið - 29.11.1979, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 29.11.1979, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1979 39 Hvernig getur annars verið að fyrirtæki, sem nýtur margvíslegra fríðinda á íslandi — ódýr raforka, skattfríðindi, lögvernd Alþjóða- bankans, lægri laun en í ná- grannalöndum og skilningsríkir embættismenn — sé rekið með litlum eða engum hagnaði? Sam- kvæmt forstjóra ÍSAl mun rekst- ur fyrirtækisins hafa „staðið í járnum" undanfarin ár. Auðvitað eru fullyrðingar Ragn- ars S. Halldórssonar í þeim efnum þvaður eitt. ISAL hefur ekki verið tapfyrirtæki í augum eigandans ALUSUISSE. Þvert á móti hefur hagnaðurinn hér verið svo mikill að ALUSUISSE lét ÍSAL taka að sér niðurgreiðsluhlutverk í þágu systurfyrirtækja sinna í Evrópu. Það er rétt að benda forstjóra ÍSAL á ræðu, sem yfirmaður hans Emmanuel Meyer — aðalforstjóri ALUSUISSE - hélt árið 1977 á aðalfundi auðhringsins í Sviss. Þar sagði hann m.a.: „Bæði í Frakklandi og Eng- landi... gengu viðskiptin betur en 1975. Samt mættum við erfiðleik- um í báðum þessum löndum vegna verðstöðvunar stjórnvalda. Við neyddumst til að selja undir kostnaðarverði, einkum í Eng- landi... Kostnaðurinn var bor- inn af dótturfyrirtækjum okkar á íslandi og í Noregi." Eins og getið er áðan, er það á aldi fjölþjóða fyrirtækja að hag- ræða millifærslum innan fyrir- tækis, þ.e. milli dótturfyrirtækja, systurfyrirtækja og höfuðstöðva, þannig að hagnaður komi fram þar, sem hagkvæmast þykir á hverjum tíma. í þessum tilfærsl- um er tekið tillit til gengisskrán- ingar, til tolla og skatta, til fjárfestingarþarfa o.s.frv. Undirritaður hefur því reynt að meta raunverulegan hagnað ÍSAL á árinu 1974 á grundvelli rekstrar- sundurliðunar ÍSAL (sem er ekki opinber). Það ár „tapaði“ ÍSAL skv. opinberum ársskýrslum og blaðaskrifum rúml. 980 millj. króna. Við endurmat á rekstrar- sundurliðun ÍSAL kom í ljós, að raunveruleg niðurstaða gat verið allt að 1600 millj. króna hagnað- ur. Skv. því hefði bókhaldshag- ræðing numið allt að 2500 milljón- um. Við þetta mat voru eftirfar- andi forsendur notaðar: Hagræð- ing á kaupverði hráefna og sölu- verði áls 10%, hagræðing annarra millifærslna 5—15%. Að sjálf- sögðu er hér aðeins um tilraun að ræða, til að meta áhrif vægrar bókhaldshagræðingar á niður- stöðu rekstrarins. Það eru e.t.v. aðeins forstjórar ALUSUISSE erlendis sem vita hið eina sanna í þessu máli. Þeim, sem vildu gjarnan kynna sér ISAL, er vinsamlega bent á ársskýrslu fyrirtækisins (á ensku). Til fróðleiks um innihald þessarar skýrslu er hér birt rekstraryfirlit ÍSAL fyrir árin 1977 og 1978, ljósrit úr ársskýrslu 1978. Nánari sundurliðun fær eng- inn á landinu, hvorki alþingis- menn né óbreyttir borgarar. Menn geta að vísu skrifað ÍSAL kurteist bréf og beðið um nánari sundur- liðun. Undirrituðum hefur verið tjáð af ÍSAL að það svarar ekki „venjulegu" fólki. Niðurstöður ÍSAL er dótturfyrirtæki ALU- SUISSE, bæði formlega og stjórn- unarlega. Höfuðstöðvar auð- hringsins eru í Sviss en starfsem- in er dreifð um allar heimsálfur. Hráefni, vélar, tækni og ákvarð- anir eru flutt inn til Straumsvíkur með skipum, flugvélum og telexi. Framleiðsla og hagnaður eru flutt út frá Straumsvík sömu leið. ÍSAL starfar þannig sem ólífrænn að- skotahlutur í íslensku þjóðfélagi. ítök fyrirtækisins hérlendis eru hins vegar orðin býsna fyrirferð- armikil. Stórir fjölmiðlar gerast þjónar fyrirtækisins með því að breiða út ókeypis (?) áróður þess með reglu- legu millibili. Ákveðin félagssam- tök bjóðá forstjóra hins erlenda fyrirtækis upp á að gegna trúnað- arstörfum. ÍSAL býður áhrifa- mönnum í þjóðfélaginu gagn- kvæma þjónustu með því að til- nefna þá til setu í gervistjórn fyrirtækisins. Þeir sitja þar árum saman, fá þóknun frá fyrirtækinu og nokkrar utanlandsferðir í kaupbæti, en hafa ekkert ákvörð- unarvald, enda hafa þeir ekkert hlutafé að baki sér. Ekki er að undra þótt ónafngreindir „aðilar" hafi stungið upp á margnefndum forstjóra, sem hugsanlegum ráð- herra í utanþingsstjórn (Mbl.8.10.79)! Á sama tíma og ítök ISAL á íslandi fara sívaxandi og valda ýmsum mönnum áhyggjum, reisir eigandinn ALUSUISSE ný álver í baxítlöndunum og mundi því ekki hika við að leggja niður starfsemi sína hérlendis, ef íslendingar færu nú fram á alvöru endurskoðun raforkuverðs og viðunandi skatt- greiðslu. Að óbreyttu ástandi er því erfitt að bera fram slíkar kröfur, þ.e.a.s. á meðan er ekki hugað að annarri atvinnu fyrir starfsfólk álversins í Straumsvík. íslendingar ættu að líta með fyrirhyggju til framtíðarinnar, undirbúa með skipulegum hætti brottför ÍSAL héðan, nýta Búr- fellsvirkjun fyrst og fremst í þágu almannaheilla og hætta að lifa í dagdraumum um örlát stórfyrir- tæki, sem bíða aðeins eftir því að rétta okkur hjálparhönd. Kópavogi. 22.11.79. spair riu pú? Kosningagetraun Rauðakrossinsereinföld. Leikurinn er í þvífólginn að spá um fimm tölur, hvernig sætum verði skipt í komandi Alþingiskosningum. Móttaka seðla í getraunageyma er hjá Rauða kross aðilum og um sjálfa kosningahelgina frá laugardeginum á bensínstöðvum og við kjörstaðina. í fyrra seldum við 20.000 seðla án skipulegrar dreifingar. Þá gat enginn giskað rétt, en þeir sem næst komust, skiptu pottinum milli sín. Nú er búið að dreifa seðlum til flestra heimila á landinu. Ef við þreföldum þátttökuna, verður 12 milljón króna pottur til skiptanna. Kynnist og styðjið starf Rauða krossins innanlands og utan. Lítið við hjá okkur. Valið er auðvelt. RAUÐI KROSS (SLANDS HJÁLPARSJÓÐUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.