Morgunblaðið - 18.01.1980, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.01.1980, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 1980 Dr. Jón Gísla- son látinn Á ÞRIÐJA hundrað manns leit- uðu í gær dr. Jóns Gíslasonar, sem lögreglan lýsti eftir að kvöldi miðvikudags, en hans hafði þá verið saknað frá því kl. 22 á þriðjudagskvöld. Fannst hann í gær látinn í Reykjavík. Lögreglan í Reykjavík lýsti eftir dr. Jóni Gíslasyni í fyrrakvöld og leituðu hans hátt á þriðja hundrað manns m.a. nemendur Verslunar- skólans og var leitað um allt borgarlandið að honum og Baldri Baldurssyni sem saknað hefur verið lengi. Fannst dr. Jón laust gerst kennari við Verslunarskóla Islands árið 1935. Tók hann við starfi yfirkennara skólans árið 1942 og frá árinu 1952 var hann skólastjóri þar til hann lét af því starfi sl. vor. Dr. Jón Gíslason gegndi einnig störfum prófdómara og stundakennara um skeið og hafði hann forgöngu um stofnun Félags framhaldsskólakennara í Reykjavík og nágrenni og formað- ur þess unz L.S.F.K. var stofnað upp úr því félagi. Þá liggja eftir dr. Jón fjölmörg rit og greinar m.a. kennslubækur. fyrir kl. 13 í gær og var hann þá látinn, en leit að Baldri Baldurs- syni hefur enn ekki borið árangur og verður henni haldið áfram. Dr. Jón Gíslason fyrrum skóla- stjóri Verslunarskólans var fædd- ur 23. febr. 1909 að Gaulverjabæ i Flóa. Lauk hann stúdentsprófi frá M.R. 1929, stundaði síðan nám í latínu og grísku í Þýskalandi og lauk doktorsprófi árið 1934. Þá dvaldi hann einnig við nám í París og síðar í Danmörku, Þýskalandi og Frakklandi á ný til að kynna sér verslunarskóla, en hann hafði Lukkudagar: Vinningsnúmer birt í Mbl. EINS og skýrt hefur verið frá í Morgunblaðinu hefur blakdeild Víkings hrundið af stað nýstár- legu happdrætti, sem þeir kalla Lukkudaga. Happdrættið er í almanaksformi og fyrir hvern dag ársins er happdrættisnúm- er á spjaldinu. Alls nemur andvirði vinninga rétt tæpum 17 milljónum. Morgunblaðið mun birta vinningsnúmer í happdrættinu og kemur hér hið fyrsta: Vinningsnúmer fyrir 17. janúar er 2246. Vinningur er hljómplötur að eigin vali hjá Fálkanum fyrir 10.000 krónur. Þess má geta, að þetta er í annað sinn, sem þetta númer kemur upp í Lukkudögum. Vinningar hafa fallið á eftir- talin númer: I. janúar 29855, 2. janúar 10069, 3. janúar 29591,4. janúar 980,5. janúar 2246, 6. janúar 25515, 7. janúar 20440,8. janúar 29500,9. janúar 16003, 10. janúar 19912, II. janúar 26245, 12. janúar 8776, 13. janúar 23835, 14. janúar 1760,15. janúar 1646,16. janúar 7091. (Ljósm. Mbl. ól.K.Mag.) Á vegum Slippfélagsins í Reykjavík er nú unnið að byggingu setningsbryggju utan á uppfyllingunni við Ægisgarð. Á myndinni sjást prammi og krani frá Köfunarstöðinni fyrir framan Slippinn. Geirfinnsmálið: Mikilvægt vitni dregur framburð sinn til baka MIKILVÆGT vitni i Geirfinnsmálinu hefur ritað Þórði Björnssyni ríkissaksóknara bréf og skýrt frá því, að það geti ekki staðið við framburð sinn i málinu, enda hafi hann verið gefinn vegna þrýstings lögreglumanna við yfirheyrslu. Vitnið, Páll Konráð Konráðsson Þormar, bjó með Kristjáni Viðari Viðarssyni á Laugavegi 32 um þær mundir sem Geirfinnur hvarf. Skýrði hann frá því, að Sævar Ciesielski hefði hringt til Krist- jáns daginn senr Geirfinnur hvarf og hefði Kristján skýrt sér frá því, að Sævar hefði beðið hann að koma með sér til Keflavíkur þá um kvöldið til þess að sækja spíra. Kristján hefði farið með Sævari en engan spíra komið með aftur. Sagði vitnið, að Kristján hefði verið breyttur maður eftir þessa för. Fór hann mikið einförum og jók lyfjaneyzluna. Fannst vitninu, að Kristján vildi helst vilja vera í Opið bréf Bellu Kortschnoi til Friðriks Ólafssonar: Þögn þín, þögn FIDE hafa gert son minn hjálparlausan SOVÉSKI stórmeistarinn Viktor Kortschnoi hefur beðið Mbl. að birta eftir- farandi opið bréf til Frið- riks Ólafssonar, forseta FIDE. Kæri herra Friðrik Ólafsson. Sonur minn var dæmdur í 30 mánaða fangelsi þann 19. desem- ber síðastliðinn. Ákæruvaldið gegn honum vissi fullvel, að eini glæpur sonar míns var ást á föður sínum og ósk um að fá á ný að vera við hlið hans. Sonur minn hefur neitað og neitar að svíkja föður sinn. Fjórum sinnum hafa sovésk yfirvöld neitað okkur um að yfirgefa Sovétríkin, án nokkurr- ar lagaheimildar. Nú hafa þau brugðið á það ráð að falsa ákærur á hendur syni mínum, sem kom sér undan að gegna herþjónustu. Yfirvöld reyndu aldrei að dylja þann ásetning sinn, að með dómi yfir syni mínum voru þau að ná sér niðri á bónda mínum, Viktori Kort- schnoi. Markmið þeirra er að koma honum á kné — gera hann óvirkan í baráttunni um heims- meistaratitilinn í skák. Fyrri bón mín til þín brást. Þú kaust að þegja þunnu hljóði. Þögn þín, þögn FIDE, hafa gert son minn og mig hjálparvana og fanga í eigin landi. Það er illt til þess að vita, að samtök eins og Alþjóðaskáksam- bandi, FIDE, sem þú ert forseti fyrir, skuli samþykkja að skák- íþróttin sé notuð til pólitískra ofsókna. Sem eiginkona er það mér ofviða að skilja, af hverju Al- þjóðaskáksambandið hefur aldrei rétt fjölskyldu Viktors Kortschnoi opinberlega hjálp- arhönd. Alþjóða skáksambandið hefur ekkert gert til að reyna að koma í veg fyrir dapurleg örlög 20 ára gamals sonar okkar, Igors. Ég skammast mín fyrir FIDE. Ég skammast mín fyrir alla skákmenn heims, sem hafa horft aðgerðalausir á þær þjáningar, sem fjölskyldan hefur orðið að þola. Nánast enginn skákmaður, að ég tali ekki um sovéska skákmenn, hafa lyft hönd okkur til varnar. Því eru allir skákmenn með- sekir í oksóknum sovéskra yfir- valda á hendur fjölskyldu Vikt- ors Kortschnoi. Ég fullvissa þig, herra Friðrik Ólafsson, um, að sovésk yfirvöid munu ekki láta staðar numið gagnvart syni okk- ar. Svo lengi, sem Viktor Kort- schnoi blandar sér í baráttuna um heimsmeistaratitilinn í skák, þá munu sovésk yfirvöld leita allra færa á að koma höggi á hann og fjölskyldu hans — og nota til þess öll meðul. Aðeins skjót viðbrögð geta bjargað syni okkar. Fordæming allra skákmanna heims á harð- stjórninni mundi hjálpa okkur. Og nú vona ég, herra Friðrik Ólafsson, þegar syni mínum er svo miskunnarlaust refsað, að Alþjóðaskáksambandið bregðist við af hugrekki og dirfsku í að gera eitthvað okkur til hjálpar. 21. desember, Bella Kortschnoi. Kortschnoi vildi koma því á framfæri, að kona hans hefði ekki vitað er hún skrifaði bréfið um mótmæli fjölmargra skák- manna víðs vegar um heim, þegar sonur þeirra var handtek- Bella Kortschnoi. Jafnframt því að Bella Kort- schnoi hefur sent Friðriki Ól- afssyni opið bréf, sem var smygl- að úr landi, þá sendi hún þeim skákmönnum, sem nú berjast um heimsmeistaratitilinn, bréf. Þeir eru Anatoly Karpov, Boris Spassky, Robert Húbner, Lev Polugaevsky, Lajos Portisch, Mikhael Tal og Adorjan. Þar segir hún, að sonur henn- ar hafi verið dæmdur saklaus, svo þeim (skákmeisturunum) verði gert auðveldara að vinna heimsmeistaratitilinn. Hún seg- ir í bréfi sínu, að sovésk yfirvöld hafi unnið í mörg ár gegn Viktor Kortschnoi og að þeir hafi þegj- andi horft á. Því séu þeir sam- sekir sovéskum yfirvöldum. Á því sé ekki nokkur vafi, að að óbreyttu muni sovésk yfirvöld halda áfram að ofsækja fjöl- skyldu Kortschnois til að koma honum úr jafnvægi. Hún endar bréf sitt. „Jafnvel aðeins hótun ykkar um að draga ykkur til baka úr áskorenda- einvígjunum vegna ofsókna á hendur Viktor Kortschnoi mundi binda enda á ofsóknir sovéskra yfirvalda á hendur fjölskyldu Viktors Kortschnoi. Ég skora á ykkur að hleypa í ykkur kjark og þannig létta áþján af fjölskyldu Viktors Kortschnoi. Þá fyrst teflið þið við Viktor Kortschnoi á jafnréttisgrundvelli." vímu. Sambýliskona Páls gaf svip- aða skýrslu, en hún hefur ekki dregið framburð sinn til baka. Páll Konráð er nú refsifangi á Litla-Hrauni og er bréf hans sent þaðan. Tveir vitundarvottar rit- uðu undir bréfið og upplýsti sak- sóknari í gær, að þeir væru Jóhann Sævar Jónsson, sem af- plánaði dóm vegna innbrots í Sportval og skotárásar á vegfar- endur, og Albert Ragnarsson, sem afplánar dóm vegna morðs á Guðjóni Alta Árnasyni í malar- gryfjum í Kópavogi sumarið 1976. Sjá „Þjóðfélagið á rétt á vernd ..á bls. 12. INNLENT Drengur fyrir bíl NÍU ÁRA gamall drengur varð fyrir bifreið á Hæðargarði á móts við hús númer 26 um níuleytið í gærkvöldi. Drengurinn slasaðist mikið, lærbrotnaði og handleggs- brotnaði. Bifreiðin var amerísk en á móti henni kom Mini-bifreið. Er ökumaður hennar beðinn að gefa sig fram við slysadeild lögregl- unnar í Reykjavík. Fannst látin við rætur Ingólfsfjalls BJÖRGUNARSVEIT Slysavarna- félags íslands á Selfossi fann um klukkan 17 í gær lík Lovísu Sigfúsdóttur, Laufhaga 5 á Sel- fossi, við rætur Ingólfsfjalls, þar sem heitir Fjallstún. Lovísa var 33 ára og lætur eftir sig eiginmann og 2 börn, 13 og 14 ára.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.