Morgunblaðið - 18.01.1980, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 1980
19
^Dale .
(Jarnegie
námskeiðið
varpið fengi lagagildi þegar, svo
innheimta ríkis og sveitarfélaga
yrði með eðlilegum hætti um mán-
aðamótin. Það væri heldur ekki
hagur gjaldenda að velta skuldum á
undan sér og greiða á færri gjald-
dögum með hærri afborgunum.
65% hlutfallið miðaðist við 8 millj-
arða lægri tekjuskattsinnheimtu
1980 en upphaflega hafði verið ráð
fyrir gert, svo lægra innheimtu-
hlutfall væri óráðlegt, nema til
kæmu enn frekari lækkun tekju-
skattshugmynda.
Fjármálaráðherra sagðist aldrei
hafa sagt stöðu ríkissjóðs góða,
heldur að þróunin væri í jákvæða
átt, þ.e. batnandi.
Síðan gekk málið til þingnefndar,
sem mælti einróma með samþykkt
frumvarpsins óbreytts. Frumvarpið
var síðan samþykkt samhljóða við
2. og 3. umræðu í deildinni og var
þar með orðið að lögum, þar eð
neðri deild samþykkti það í fyrra-
dag.
Nýta mætti lægra hlutfall
Ólafur Jóhannesson (F) taldi
nægilegt að hafa innheimtuhlut-
fallið 60% hjá ríkissjóði á fyrri
hluta árs 1980, enda væri fjárhags-
staða ríkissjóðs góð að dómi fjár-
málaráðherra. Athuga yrði að fast-
eignagjöld kæmu til innheimtu,
samhliða fyrirframgreiðslum, og
þau væru há orðin, vegna stór-
hækkaðs fasteignamats. Greiðslu-
byrði væri því allþung hjá flestum
fyrri hluta árs. 60% hlutfall væri
og nær þeirri skattastefnu, sem
fjármálaráðherra boðar, m.a. í
frumvarpi að fjárlögum.
ÓIJÓ sagði skilvísa skattgreið-
endur eiga færri formælendur en
vera ætti. Hann lagði áherzlu á að
gjalddagar opinberra gjalda, 10
talsins, ættu að ná til allra greið-
enda, einstaklinga og fyrirtækja, en
ekki einvörðungu fastlaunafólks.
Sér virtist þó sem allir væru ekki
jafnir fyrir framkvæmd laganna að
þessu leyti, enda kæmu stórar
fúlgur til ríkis og sveitarfélaga
síðustu daga árs, jafnvel síðasta.
Sjá þyrfti svo um að eitt gengi yfir
alla í gjalddögum og innheimtu
ríkisskatta.
Innheimtuþörf
sveitarfélaga
Salome Þorkelsdóttir (S) tók
fram að hún gæti fallist á 60%
tillögu Ólafs Jóhannessonar, ef
fjárhagsstaða ríkissjóðs leyfði það
innheimtuhlutfall, m.a. vegna sam-
tíma innheimtu fasteignagjalda til
sveitarfélaga. Hins vegar væri hún
þeirrar skoðunar að sveitarfélög
ættu að hafa sjálfsákvörðunarrétt
um innheimtuhlutfall fyrirfram-
greiðslna, hvert fyrir sig, innan
rýmilegs lagaramma, enda væri
fjárhagsleg staða þeirra mismun-
andi. Hún myndi þó ekki gera
tillögu um breytingu á innheimtu-
hlutfalli nú, vegna þess hve mikið
lægi á að koma frumvarpinu gegn-
um þingið, og vegna þess að þetta
hlutfall myndi nægja flestum sveit-
arfélögum.
14 milljarða sveifla
á tveimur árum
Lárus Jónsson (S) vitnaði til
upplýsinga, sem fjárveitinganefnd
Alþingis hefði nýlega fengið frá
ríkisbókhaldi, þar sem m.a. kæmi
fram:
• — 1) Staða ríkissjóðs gagnvart
Seðlabanka versnaði um 11.5 millj-
arða króna á árinu 1978, m.a, vegna
stjórnvaldsákvarðana á síðari hluta
þess árs. Þennan halla átti að jafna
út á árinu 1979 samkvæmt yfirlýs-
ingum fyrrverandi ríkisstjórnar.
• — 2) Þetta fór á annan veg.
Þegar allt er reiknað, m.a. verð-
bótaþáttur lána, þá versnaði staða
ríkissjóðs gagnvart Seðlabankanum
enn um 2% milljarð 1979. Á þessum
tveimur árum versnaði því staða
ríkissjóðs gagnvart Seðlabanka um
14 milljarða króna.
• — 3) Þó einn afmarkaður reikn-
ingur ríkissjóðs hjá Seðlabanka
sýni góða útkomu, þá er niðurstað-
an á heildardæminu neikvæð um 14
milljarða króna á 2 árum.
LJÓ benti og á að í 3ju gr. frv.
væri aðeins talað um að dráttar-
vextir greiddust ríkissjóði, en
Staða rikissjóðs gagnvart Seðlabanka:
Versnaði um 14 millj-
aróa króna á 2 árum
Lög um fyrirframgreiðslu opinberra gjalda 1980
ólafur
Saiome
Lárus
ólafur Ragnar
Sighvatur
FRUMVARP til laga um greiðslu
opinberra gjalda á fyrri hluta
ársins 1980 var samþykkt sem lög
frá Alþingi í gær. Samkvæmt
frumvarpinu ber að innheimta
fyrirfram til ríkissjóðs fjárhæð
sem svarar 65% af þinggjöldum
hvers gjaldanda á fyrra ári og til
sveitarfélaga fjárhæð sem svarar
70% útsvara fyrra árs með fimm
jöfnum- greiðslum hinn fyrsta
hvers mánaðar frá febrúar til júní
að báðum mánuðum meðtöldum. í
umræðu í efri deild kom fram að
staða rikissjóðs gagnvart Seðla-
bankanum hefur versnað um 14
milljarða króna á sl. 2 árum.
hvergi minnst á sveitarsjóði. Spurði
hann, hvort hér þyrfti ekki að hnika
til orðalagi.
í dag eða á morgun
Ólafur Ragnar Grímsson (Abl)
sem er formaður fjárhags- og
viðskiptanefndar þingdeildarinnar,
spurðist fyrir um, í tilefni af
athugasemdum Ólafs Jóhannesson-
ar og Lárusar Jónssonar, hvort
breytingartillagna væri að vænta
Þegarþú kaupirVolvo
ertu að gera varanlega
fjárfestingu
Allir keppast viö að fjárfesta á arðbæran hátt í
kappi við verðbólguna. í verðbólgukappinu
undanfarin ár, hefur reynslan sannað, að
fjárfesting í Volvo bifreið hefur borgað
sig - margborgað sig.
Endursöluverð Volvo hefur alltaf meira en haldist
í hendur við dýrtíðina.
Þannig færðu bæði varanleg gæði og verðmæti
með í kaupunum.
Margir Volvoeigendur nefna bíla sína „fasteign
á hjólum", enda er það augljóst að þegar
þú kauþir Volvo ertu að gera trausta fjárfestingu
- sem skilar sér.
VOLVO
- fasteign á hjólum
og ef svo væri, hvort ekki þyrfti að
fresta lokaafgreiðslu til morguns til
frekari skoðunar. Hann tók undir
sjónarmið, sem fram höfðu komið,
um slæma rekstrar- og tekjustöðu
sveitarfélaga almennt. Engar
breytingartillögur komu fram.
Málið komið í eindaga
Sighvatur Björgvinsson, fjár-
málaráðherra, sagði málið komið í
eindaga og nauðsynlegt að frum-
★ Meira hugrekki.
★ Stærri vinahópur.
★ Minni áhyggjur.
★ Meiri lífskraftur.
PERSÓNULEGUR
ÞROSKI
-#i
STJÓRNUNARSKÓLINN
Konráð Adolphsson
Sími 82411
AL'GLÝSINGASIMINN ER: & ps.
22480
J«»rounblobib