Morgunblaðið - 18.01.1980, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 18.01.1980, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 1980 Hljomskalahlaup ÍR byrja að nýju HLJÓMSKÁLAHLAUP ÍR fyrir unKmenni hefjast að nýju á morg- un, sunnudag. Alls verður efnt til sex hlaupa og fara þau fram með tveggja vikna millibili. Hlaupin hefjast og enda skammt frá Illjómskálanum og er vegalengd- in um 800 metrar. Væntanlegir keppendur eru beðnir um að koma til skráningar á keppnis- stað eigi síðar en 13.50. en hiaupin hefjast kl. 14.00. Þegar að loknum Hljómskálahlaupun- um, en hið síðasta verður að likindum háð sunnudaginn 30. marz. hefjast Breiðholtshlaup ÍR og fara þau fram í april og maí. Sigurður þjálfar Austra ÞAÐ MUN vera allt að því frágengið. ef ekki ákveðið, að Sigurður Gunnarsson, landsliðs- maður í handknattleik, þjálfi 2. deildar lið Austra á Eskifirði i knattspyrnu á komandi keppn- istímabili. Siguður, sem er fyrr- verandi drengjalandsliðsmaður i knattspyrnu, lék með Hrafnkatli Freysgoða á Breiðdalsvík á síðasta keppnistímabili og þar áður lék hann með Austra. Gunnar er á heimleið Einar Sveinsson Þróttari reynir að brjótast í gegn um vörn Ármanns einbeittur á svip. Ljósm. Rax. Átta vítaköst forgörðum er Þróttur vann Ármann GUNNAR Einarsson, vinstri- handarleikmaðurinn sterki, sem • Gunnar Einarsson „ÞESSI sigur veitir okkur sjálfstraust i hinni erfiðu botn- baráttu framundan. Leikurinn var ekki góður en stigin voru fyrir öllu. „Við stúdentar föllum ekki,“ sagði Gísli Gislason, einn af máttarstólpunum í liði stúd- enta eftir sigur botnliðsins á Fram i úrvalsdeildinni i körfu i gærkvöld. Tvo dýrmæt stig til stúdenta og botnbarátta þessara liða í algleymingi — bæði lið hafa nú hlotið 4 stig úr 10 leikjum. Það var hárrétt hjá Gísla — leikur botnliðanna bauð ekki upp á mikil tilþrif né fallegar körfur. Mikið um villur, taugaspenna þrúgaði bæði lið. Þó var mesta furða hvað liðin skoruðu af stigum þegar mið er tekið af öllum villunum og oft á tíðum slæmri hittni. Fram skartaði nýjum Bandaríkjamanni, Darrel Shouse — aðeins 19 ára gömlum bróður Danny, sem gert hefur garðinn frægan í vetur hér á landi. Og yngri bróðirinn sýndi að hann kann margt fyrir sér í körfunni. En hann var greinilega ekki búinn að átta sig á íslenzkum körfu- knattleik því á 3. mínútu síðari hálfleiks fékk hann sína 5. villu. Þá þegar hafði hann skorað 21 stig, sýnt margar góðar hliðar. leikið hefur í Vestur-Þýskalandi siðustu árin, hefur nú i hyggju að halda heim, þegar keppnistima- bilinu lýkur. Gunnar, sem er margreyndur landsliðsmaður í handknattleik, hefur leikið að undanförnu með Bremen-liðinu Grambke ásamt Björgvin Björg- vinssyni, en þar áður með Göpp- ingen. Gunnar mun hafa i hyggju að taka upp þráðinn hjá FH á nýjan leik, en á sínum yngri árum með FH var oft litið á Gunnar sem einhvern efnilegasta handknatt- leiksmann sem fram hefur komið á íslandi. arftaka Geirs. Gunnar hefur einnig áhuga á þvi að fást við þjálfun heima fyrir, gjarnan hjá einhverju 2. deildar liði. Ekki er að efa, að viðkomandi liðum verður mikill fengur í Gunnari og vonandi fær íslenska landslið- ið að njóta krafta hans og reynslu. — Þ.R. ÍS—Fram 110—95 Þegar hann fór út af skildu tvö stig liðin, 61—59 stúdentum í vil. Þá var ljóst hvert stefndi. Stúd- entar náðu að komast í sjö stiga forustu og héldu henni nokkuð örugglega. Stúdentar voru að vísu í miklum villuvandræðum. Þeir misstu Bjarna Gúnnar Sveinsson út af á 8. mínútu og ýmsir helstu mátt- ÞRÓTTUR treysti stöðu sína í 2. deild mjög með þvi að leggja einn skæðasta keppinautinn, Armann, að velli í Laugardalshöllinni í gærkvöldi með 26 mörkum gegn 23, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 15—11 fyrir Þrótt. En ekkert varðandi úrslitin vakti jafn mikla athygli og sú stað- reynd, að eigi færri en átta vítaköst fóru forgörðum í leikn- um, þ.á m. fimm hjá Sigurliðinu arstólpar liðsins voru komnir með 4 villur. Áður en yfir lauk höfðu þeir Trent Smock og Jón Héðins- son yfirgefið völlinn en þá var líka sigurinn í höfn. Stúdentar höfðu yfir 6 stig þegar þrjár mínútur voru eftir og þá kom góður kafli hjá þeim, þeir breyttu stöðunni í 101—89 og sigurinn í höfn. Skömmu síðar fóru þeir Smock og Jón út af með sínar 5 villur og leiknum lauk 110—95. Stig stúdenta: Trent Smock 40 og hann átti mestan þátt í hinum góða sigri. En hann hafði einnig góða menn með sér. Atli Arason skoraði 22, Jón Héðinsson geypi- sterkur með 21, þá Gísli Gíslason 11, Ingi Stefánsson 8, Bjarni Gunnar 7 og Gunnar Thors 2. Símon Olafsson skroaði flest stig Fram, 26, Shouse 21, Þorvald- ur Geirsson 18, Björn Magnússon 14, Ómar Þráinsson 8, Björn Jónsson 4, Guðmundur Hall- steinsson 2 og Guðbrandur Sig- urðsson 2. Dómarar voru þeir Jón Otti Ólafsson og Kristbjörn Al- bertsson. HHalls. Þrótti. Vítaskytta íslenska lands- liðsins, Sigurður Sveinsson, varp- aði þremur í vaskinn og þeir Einar Sveinsson og Páll Ólafsson hvor sínu. Enginn þessara kappa skoraði úr víti! Hjá Ármanni byrjaði Björn Jóhannsson á að brenna af tveimur, síðan skoraði hann úr nokkrum í röð, en bætti síðan einu slæmu i sarpinn áður en yfir lauk. Hefði mátt ætla, að leikmennirnir fengju prósentur fyrir hvert víti sem færi forgörð- um. Þróttarar stefndu í stórsigur í Þróttur — Ármann 26—23 byrjun og var mótstaða Ármanns engin fyrstú mínúturnar og Þrótt- ur komst í 4—0 og síðan 6—2. Þokkalegur sprettur Ármenninga kom liðinu í 5—6, en þá sigu Þróttarar fram úr á nýjan leik, náðu fjögurra marka forystu sem dugði þeim til leikhlés. Ármann breytti vörninni í síðari hálfleik, lék þá liðið 5—1 vörn og hafði það tilætluð áhrif á sóknarleik and- stæðinganna. Eftir alls kyns til- færingar tókst Ármanni að jafna 16—16 þegar 11 mínútur voru liðnar af síðari hálfleik, en ekki lék liðið neinn snilldarbolta þrátt fyrir það. Aldrei aftur var jafn- ræði með liðunum í leiknum, en munurinn þó oftast aðeins 1—2 mörk, þannig að allt gat gerst. Undir lokin var munurinn orðinn fjögur mörk á nýjan leik, 26—22, en síðasta orðið áttu Ármenning- ar. Þetta var ekki besti leikur vetrarins, svo mikið er víst. En betra liðið vann, það var engum blöðum um það að fletta. Hjá Þrótti má geta markvarðarins Sigurðar Ragnarssonar, sem varði oft af mikilli snilld, ekki síst á niikilvægum augnablikum. Af öðr- um leikmönnum má ekki gleyma Sigurði Sveinssyni, en hann skor- aði þegar honum bauð svo við að horfa. Mörkin hans urðu alls 10 og hann skoraði þó að hann væri tekinn úr umferð, það skipti engu máli, hann var óstöðvandi. Sigurð- ur er nú langmarkhæstur í 2. deild og hefur skorað slétt 60 mörk í 7 leikjum. Páll Ólafsson átti stjörnuleik í fyrri hálfleik, en var orðinn heldur skapillur í þeim síðari, einum of, því fyrir vikið gekk ekkert upp hjá honum. Ólaf- ur Jónsson virtist þyngri en nokkru sinni fyrr, en læddi þó inn mörkum á mikilvægum augnablik- um, auk þess sem hann er kjölfest- an í liði Þróttar. Þá áttu Svein- laugur og Lárus góðan leik. Ármenningarnir voru slakir og eru sveiflurnar í leikjum liðsins dularfullar. Annaðhvort leikur liðið eins og lið sem á erindi í 1. deild, eða þá eins og lið á leið í þá þriðju og þannig léku þeir oft í gær. Þrátt fyrir að Ármenningum tækist að jafna leikinn snemma í síðari hálfleik, voru þeir afar mistækir bæði í sókn og vörn. Þeir Jón Viðar og Kristinn Ingason áttu báðir góðan leik en menn eins og Björn Jóhannssor, og Friðrik Jóhannesson brugðust illa. Friðrik skaut eins og hann væri í uppmæl- ingu, en uppskar afar lítið miðað við skotafjöldann. Þá átti Þráinn ekki einn af sínum betri dögum, lét verja hjá sér hvað eftir annað í dauðafærum. Einnig má geta furðulegs atviks í síðari hálfleik. Ármann var í sókn, en einu sinni sem oftar rann sóknin út í sandinn. Þróttarar brunuðu upp og á meðan þeir voru að skora í rólegheitum, voru Ármenningarnir að skipta varn- arleikmönnum inn á eins og þeir hefðu nógan tíma! MÖRK Ármanns: Friðrik 6, Krist- inn og Jón Viðar 4 hvor, Björn 4 (3), Þráinn 3, Jón Ástvaldsson og Smári Jósafatsson 1 hvor. MÖRK Þróttar: Sigurður Sveins 10, Páll 6, Ólafur H. 5, Sveinlaugur 3, Einar og Lárus eitt hvor. - gg. PéturkeppirviöKist PÉTUR Pétursson er þessa stundina langmarkhæsti leikmaður 1. deildar í IIOl- landi með 17 mörk. Næstur honum kemur Kist, marka- kóngur Evrópu í fyrra, með 11 mörk. Pétur skoraði 17. markið í leik gegn Zwolie um síðustu helgi. „Þetta var drauma- mark,“ sagði Pétur i stuttu spjalli við Mbl. „Sending kom inn i teiginn og ég náði mjög góðu skoti og boltinn snerist inn i markið alveg i bláhornið uppi.“ Pétur sagðist vera í góðu formi og kvaðst hafa verið óheppinn að skora ekki a.m.k. tvö mörk til viðbótar. Hann sagði að frost væri nú i Hollandi og vellirnir grjótharðir. Næstu leikir Feyenoord eru gegn NEC Nijmegen og PSV Eindhov- en, báðir á heimavelli. SS. Stúdentar náðu Fram 'M

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.