Morgunblaðið - 18.01.1980, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.01.1980, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 1980 Minning: Kirstín Pálsdótt- ir Flygenring Fædd 18. ágúst 1897. Dáin 9. janúar 1980. Kirstín fæddist að Þingmúla í Skriðdai. Hún var dóttir hjónanna Páls Þorsteinssonar frá Víðivalla- gerði í Fljótsdal og Elínborgar Stefánsdóttur frá Þóreyjarnúpi í V-Húnavatnssýslu, er ólst upp hjá föðurbróður sínum sr. Halldóri Jónssyni á Hofi í Vopnafirði og konu hans Valgerði Finsen. Kir- stín var heitin í höfuð á Kirstínu Pétursdóttur Guðjohnsen orgel- leikara konu sr. Lárusar frænda síns, en til þeirra fór Elínborg eftir að fóstri hennar lézt. Elín- borg og Páll fóru snemma byggð- um að Tungu í Fáskrúðsfirði. Börn þeirra er upp komust urðu 12. Átta þeirra lifa systur sína Kirstínu. Tunguheimili var rómað fyrir menningu og búnað utan húss sem innan. Minntist Kirstín of lífsbar- áttu foreldra sinna og dáði þau fyrir hugrekki og útsjón í búsýslu. Ung að árum var Kirstín við nám í Flensborgarskóla. Enn- fremur lærði hún á orgel og var um tíma kirkjuorganisti í heima- byggð sinni. Til Noregs fór hún með vinafólki foreldra sinna og dvaldi með þeim árlangt. Hún var þá þegar heitbundin Ingólfi Ágústssyni Flygenring frænda sínum, en Þórunn móðir hans var systir Elínborgar. Ingólf- ur hafði lært búfræði í Hólaskóla og var byrjaður búskap á Hvaleyri við Hafnarfjörð er þau gengu í hjónaband 20. okt. 1917. Var brúðurin tvítug en brúðguminn tuttugu og eins árs. Eftir skamma dvöl á Hvaleyri settust þau að í Hafnarfirði. Samvistir þeirra stóðu rúm 60 ár. Börn þeirra þrjú eru: Þórunn húsfreyja í Hafnar- firði, Ágúst forstjóri íshúss Hafn- arfjarðar og Páll ráðuneytisstjóri í Reykjavík. Kirstín frá Tungu var stórfríð kona sýnum, glaðsinna og prúð í framgöngu. Heilsteypt var hún að persónugerð, og vandvirk svo af bar. Hún dró aldrei í efa gildi þeirra verðmæta er kallast fornar dyggðir og henni voru innrættar í föðurgarði. Heimilið, er hún unni mjög bar þessu vott. Kirstín var og virk við hlið manns síns í örlæti og hjálpsemi við náungann. Hjá þeim var oft þröngt í búi framan af og aldrei auður að ausa af. Þau voru þó ætíð aflögufær vegna ósérplægni beggja og hagsýni og trúmennsku húsmóðurinnar. Mjög lét Kirstín sér annt um hag ástvina sinna og var óþreyt- andi í viðleitni sinni að stuðla að hamingju þeirra, enda fundvís á leiðir. Nokkur síðari ár var Kirstín ekki heil heilsu eftir hjartaáfall og tvö síðustu ár dvaldi hún á Sólvangi í Hafnarfirði. Rúmföst var hún aðeins síðasta mánuðinn sem hún lifði. Maður hennar lézt í september sl. svo segja má að þau yrðu samferða burt eftir langar og farsælar samvistir. Eg kveð tengdamóður mína Kirstínu með heilli þökk. Þóra Jónsdóttir í dag fer fram frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði útför Kirstínar Páls- dóttur Flygenring, sem andaðist 9. jan. Hún var eiginkona Ingólfs Flygenring, en hann andaðist 15. sept. s.l., og má segja að táknrænt sé, hve stutt var á milli andláts þeirra hjóna, þar sem hjónaband þeirra var óvenju farsælt. Mig langar að minnast elsku- t Eiginmaöur minn BJARNI ÆVAR ÁRNASON veröur jarösunginn frá Selfosskirkju, laugardaginn 19. janúar kl. 14.30. Blóm afþökkuö, þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélag íslands. Fyrir hönd barna okkar og annarra vandamanna, Lóa Guömundsdóttir t Útför SALVARAR ÁGÚSTU ÓFEIGSDÓTTUR, fer fram frá Ólafsvallarkirkju á Skeiöum, laugardaginn 19. janúar kl. 14. Bílferð veröur frá Umferöarmiöstööinni kl. 12. Aðstandendur. t Eiginkona mín ÞÓRA JÓHANNA SIGURDARDÓTTIR, Hringbraut 61, Keflavík sem andaöist 13. þessa mánaðar veröur jarösungin frá Kefla- víkurkirkju 19. þessa mán. kl. 2.00 síödegis. Fyrir hönd barna okkar og annarra vandamanna, Sveinbjörn Davíösson. t INGIMAR OLASON bifreiöastjóri, Skólagötu 8, isafiröi, veröur jarösunginn frá ísafjaröarkirkju laugardaginn 19. janúar kl. 2 e.h. Fyrir hönd ættingja hins látna, Aöalheiöur Guömundsdóttir. legrar föðursystur minnar með nokkrum orðum. Kirstín fæddist að Þingmúla í Skriðdal 18. ágúst 1897, en þar bjuggu þá foreldrar hennar, hjón- in Elínborg Stefánsdóttir og Páll Þorsteinsson. Árið eftir fluttust þau að Tungu í Fáskrúðsfirði og bjuggu þar síðan og þar ólst Kirstín upp. Hún var áttunda barn þeirra hjóna, en þau voru alls fjórtán og af þeim komust tólf til fullorðins ára. Páll, faðir Kirstínar, var ætt- aður úr Fljótsdal. Elínborg, móðir hennar, fæddist á Þóreyjarnúpi í Vestur Húnavatnssýslu en ólst upp á Hofi í Vopnafirði hjá föðurbróður sínum Halldóri Jónssyni, prófasti og konu hans Valgerði Olafsdóttur, og síðar á Valþjófsstað hjá syni sr. Halldórs, Lárusi og hans konu Kirstínu Guðjohnsen. Þaðan mun Kirstínar nafnið vera komið, því að Elínborg amma mat fósturmæður sínar mikilis og kom upp nöfnum þeirra beggja. Kirstín var elst af dætrum Páls og Elínborgar, sem upp komust, og má því nærri geta að snemma þurfti hún að hjálpa til við heimilissstörfin. Kom sér því vel að hún var bráðþroska og dugleg við öll störf og ekki síður við nám. Heimiliskennarar voru fengnir til að kenna barnahópnum eftir því sem kostur var og fljótlega var keypt orgel og byrjaði Kirstín að læra á það innan við fermingu. Þegar hún var 16 ára var hún beðin að sækja organistanámskeið í Reykjavík til að geta spilað við messugerðir í Kolfreyjustaðar- kirkju. Kennai hennar þar var Brynjólfur Þorláksson. Árið eftir stundaði hún nám við Flensborg- arskóla í Hafnarfirði og var jafnt- framt í orgeltímum hjá Friðriki Bjarnasyni, tónskáldi. Sumarið 1916 fór Kirstín til Noregs og dvaldi þar og í Dan- mörku um eins árs skeið. Haustið 1917, þann 20. október, giftist Kirstín Ingólfi Flygenring og settust þau að í Hafnarfiðri og áttu þar heima æ síðan. Bjuggu þau lengst af á Suðurgötu 70, en síðustu tæp tvö árin voru þau bæði sjúklingar og nutu þá góðrar umönnunar, Kirstín á Sólvangi og Ingólfur á St. Jósepsspítala í Hafnarfirði. Ég var svo lánsöm að fá að dvelja á heimili þeirra hjóna sem unglingur um tveggja ára skeið, og var Kirstín mér því sem önnur móðir á viðkvæmum aldri. Fyrir þetta er ég ákaflega þakklát og ekki sízt fyrir að fá að njóta þess að dveljast á þessu hlýlega menn- ingarheimili, þar sem maður hlaut að finna þá gagnkvæmu ást og virðingu, sem ríkti á milli hjón- anna og setti sinn svip á heimil- islífið. Þessi áhrif hafa eflaust orðið okkur unglingunum, sem dvöldust þarna á heimilinu um lengri og skemmri tíma, gott veganesti út í lífið. Við erum víst nokkuð mörg, sem lítum til baka með þakklæti, því að margir unglingar bjuggu hjá þeim hjón- um á meðan þeir stunduðu nám í Flensborgarskóla. Haustið, sem ég kom á heimilið, vorum við fimm, þar af fjögur systkinabörn Kirstínar utan af landi. Aldrei fundum við fyrir því, að börnum þeirra hjóna fyndist að sér þrengt, þó að þau þyrftu að taka okkur frændsystkinin inn til sín, enda voru þau mótuð af ljúfmennsku foreldranna og bera það með sér enn í dag. Kirstín reyndist öllu sínu skyld- fólki ákaflega vel og var boðin og búin til hjálpar ef á þurfti að halda. Systur hennar voru oft lengri og skemmri tíma á heimil- inu bæði við vinnu og nám og föður minn, sem hafði legið veikur á sjúkrahúsi í Reykajvík, tók hún heim til sín og hjúkraði honum af alúð. Fyrir þetta og margt fleira vorum við öll ákaflega þakklát. Kirstín var framúrskarandi húsmóðir og kom það sér vel á þessu mannmarga og gestkvæma heimili, en þau hjón voru bæði einstakir höfðingjar heim að sækja. Kirstín var greind og minnug og hafði ríka kímnigáfu. Sagði hún okkur oft skemmtilegar sögur af sérstæðum persónuleik- um, sem hún hafði kynnzt. Störf Kirstínar voru auðvitað mest bundin hennar heimili og uppeldi barnanna þriggja, sem hún rækti af stakri alúð. Einnig vann hún nokkuð að félagsmálum einkum í kvenfélaginu Hrignum. Börn Kirstínar og Ingólfs eru: Þórunn, gift Magnússi Eyjólfs- syni, þau eiga tvær dætur. Ágúst, kvæntur Guðbjörgu Magnúsdótt- ur, þau eiga tvo syni og tvær dætur. Páll, kvæntur Þóru Jóns- dóttur, þau eiga einn son og tvær dætur. Blessuð sé minning Kirstínar Flygenring. Drottinn minn gefi dánum ró, en hinum líkn, er lifa. Elínborg Steíánsdóttir. Frú Kirstín Flygenring, ekkja Ingólfs Flygenring forstj. og al- þingismanns, verður til moldar borin í dag frá Hafnarfjarðar- kirkju en frú Kirstín andaðist 9. jan. s.l. í elli- og hjúkrunarheimil- inu Sólvangi þar sem hún hafði + Þökkum auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og jarðarför móöur okkar GUÐNÝJAR GUÐMUNDSDÓTTUR Guörún Jónsdóttir Jónbjörg Jónsdóttir Margrét Jónsdóttir t Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug við andlát og útför eiginmanns mín, fööur okkar, tengdafööur, afa og langafa, SIGURÐAR KR. BÁRDARSONAR, Bergþórugötu 2. Ingibjörg Jónsdóttir, Valgeröur Sigurðardóttir, Guólaugur Eyjólfsson, Þorsteina Siguröardóttir, Benedikt Hafliðason, Béröur Sigurösson, Jakob Sígurösson, Gyöa Gísladóttir, barnabörn og barnabarnabörn. dvalist um nokkurt skeið og átt við erfiðan sjúkdóm að stríða. Frú Kirstín var af austfirsku bergi brotin. Fædd í Þingmúla í Fljótsdal 18. ágúst 1897, dóttir þeirra hjóna Elínborgar Stefáns- dóttur frá Þóreyjarnúpi í Húna- vatnssýslu og Þorsteins Pálssonar frá Víðivallargerði í Fljótsdal. Að Tungu í Fáskrúðsfirði flútt- ust foreldrar frú Kirstínar þegar hún var árs gömul og þar ólst hún upp í hópi 14 barna þeirra Tungu- hjóna á rómuðu heimili þeirra. Frú Kirstín mun ekki hafa verið gömul þegar hún hleypti heim- draganum. Skömmu eftir ferm- ingu fór hún til orgelnáms í Reykjavík hjá Brynjólfi Þorláks- syni organista og þegar heim var komið kenndi hún orgelleik og var organisti í Fáskrúðsfjarðarkirkju. Frú Kirstínu var ekki ætlaður langur dvalartími þar eystra. Arið 1915 kom sem kaupamaður að Tungu Ingólfur Flygenring frændi hennar úr Hafnarfirði en hann hafði þá nýlokið búfræðiprófi frá Hólum í Hjaltadal. Örlagadísirnar höfðu ofið vef Kirstínar og 20. okt. 1917 giftist hún Ingólfi og flyzt búferlum til Hafnarfjarðar. I meira en 60 ár veitti frú Kirstín forstöðu myndarlegu og friðsælu heimili þeirra hjóna hér í Hafnarfirði. Húsbóndinn mikill athafnamaður auk þess sem opin- ber störf urðu ekki umflúin og starfsdagurinn því oft langur. Það vill ætíð verða svo að hlutur húsfreyjunnar á slíku heimili er ekki metinn sem skyldi, sér í lagi þegar um hógværð og hlédrægni er að ræða, en þannig var einmitt frú Kirstín. Ég vissi hins vegar vel hversu mikils Ingólfur Flygenring mat sína góðu og greindu konu og ég veit að hún var honum sú stoð og stytta sem góðar eiginkonur ævinlega eru og til hennar leitaði hann þess styrks sem honum var nauðsynlegur. Frú Kirstín og Ingólfur eignuð- ust þrjú börn, Þórunni, sem gift er Magnúsi Eyjólfssyni fyrrv. póst- og símstöðvarstjóra, Ágúst for- stjóra, sem kvæntur er Guðbjörgu Magnúsdóttur, og Pál verkfræðing og ráðuneytisstjóra, sem kvæntur er Þóru Jónsdóttur, og öll eiga þau myndarlegar fjölskyldur, börn og barnabörn. Þegar frú Kirstín nú hefur fengið hvíld og gengið til fundar við Herra sinn, minnast Hafnfirð- ingar þeirra hjóna með virðingu og þakklæti og biðja þeim Guðs blessunar. Börnum þeirra og fjölskyldum sendum við samúðarkveðjur. Matthías Á. Mathiesen. Birting afmælis- og minningar- greina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast i síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfs- formi. Þess skal einnig getið af marggefnu tilefni að frum- ort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. MYNDAMÓT HF. PRENTMYNDAGERÐ AÐALSTRÆTI • SlMAR: 17152-17355

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.