Morgunblaðið - 18.01.1980, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 1980
7
Metnaðarmál
Það er kommúnistum
Hér á landi greinilega
mikiö metnaðarmál aö
öðlast viðurkenningu í
samfélagi vestrænna
lýðræöislanda og þeirra
stjórnmólaflokka, sem
aðhyllast þátttöku í því.
Tvísvar sinnum hefur Al-
þýðubandalaginu verið
veitt umboð til að gera
tilraun til stjórnarmynd-
unar hér á landi og í bæði
skiptin hefur Þjóðviljinn
rokið upp á nef sér,
þegar vakið er máls á
þeirri augljósu stað-
reynd, að kommúnisti
getur ekki orðið forsætís-
ráðherra íslands vegna
andstööu hans við þá
utanríkisstefnu, sem
meirihluti þjóðarinnar
fylgir. Með öðrum orðum,
það eru ekki aörir heldur
kommúnistar sjálfir, sem
valda því, „að Alþýðu-
bandalagsmenn séu að-
eins til heimabrúks" svo
aö vitnað sé til orða
Þjóðviljans í forystugrein
í gær.
Þeirri grein Þjóðviljans
lýkur meö þessum orö-
um: „Ætli þaö sé ekki
sanni nær, að barátta
sósíalista og herstöðva-
andstæðinga, sem komið
hefur því orði á íslend-
inga, að þeir séu „tregir
bandamenn" (reluctant
allies), hafi komið í veg
fyrir, að litið sé á íslend-
inga alfarið sem vitlausa
hækju Bandaríkjastjórnar
á alþjóðavettvangi.“
Þjóðviljinn notar lík-
lega enska tungu í leið-
ara sínum í því skyni að
gefa erlendum mönnum
eitthvað sérstakt til
kynna. 1961 kom út bók
eftir Donald E. Neuecht-
erlein, sem bar heitið
„lceland Reluctant Ally“
og fjallaði um aðild
islands aö Atlantshafs-
bandalaginu. Nafn bókar-
innar vísar til þeirrar al-
mennu sérstöðu sem ís-
lendingar hafa skapað
sér innan Atlantshafs-
bandalagsins og einkum
til þess tvískinnungs
Framsóknarflokksins að
vera ekki reíðubúinn til
að ganga heilshugar til
fylgis við vestrænt sam-
starf vegna þeirrar áráttu
að vilja eiga samvinnu
við kommúnista og
keppa eftir fylgi við þá. A
að skilja leiðara Þjóðvilj-
ans þannig, aö Alþýðu-
bandalagið sé nú tilbúið
aö gerast bandamaður
innan Atlantshafsbanda-
lagsins, þótt með nokkr-
um trega sé?
Næsta röksemd Þjóð-
viljans í þessu máli verö-
ur líklega sú að minna
menn á, aö Svavar Gests-
son hafi meö sannri
ánægju tekíð að sér að
gegna forsetaembætti í
EFTA, þótt Alþýðubanda-
lagið hafi á sínum tíma
barist gegn þátttöku is-
lands í þeim samtökum.
Menn eru greinilega til-
búnir til alls til að svala
metnaöi sínum innan Al-
þýðubandalagsins.
Ekki aöeins
utanríkismál
Það má ekki gleymast,
að ekki aðeins afstaðan í
utanríkismálum mælir
gegn því, að kommúnisti
verði forsætisróöherra.
Andstaða Alþýðubanda-
lagsins við það þjóð-
skipulag, sem hér ríkir, er
alkunn. í kosningabarátt-
unni s.l. haust voru fram-
sóknarmenn iðnastir við
að minna á hana og hafa
þeir áreiðanlega ekki
gleymt þeim boöskap
sínum nú.
Loks er leppshugarfar-
ið svo ríkt í mörgum
ráðamanni Alþýðubanda-
lagsins, eins og fram hef-
ur komið í svörum flokks-
manna um innrásina í
Afghanistan hér í Morg-
unblaðinu, að þjónkunin
við Sovétríkin ræður
meiru en gæsla íslenskra
hagsmuna.
Út í hött?
Þegar Þjóðhagsstofnun
gaf álit sitt á mismunandi
leiðum stjórnmálaflokk-
anna í efnahagsmálum,
gladdist Steingrímur
Hermannsson mjög og
sagðist hafa fengiö
hæstu einkumm. Síðan
kom fram nokkuð annað
mat hjá hagfræðideild
Seðlabanka íslands. Um
þetta fjallar forystugrein
Tímans í gær og honum
lýkur þannig:
„Samkvæmt þessu er
Ijóst, aö það er Þjóð-
hagsstofnun, sem hefur
bestu aöstöðu og skilyrði
til að meta efnahagstil-
lögur, sem koma frá
stjórnmálaflokkum eöa
öðrum aðilum um áhrif
þeirra á þróun efna-
hagsmála og afkomu
þjóðarbúsins. Þess vegna
er eðlilegt að leitað sé til
hennar um slíka útreikn-
inga.
Hitt er alveg út í hött í
þessu sambandi að snúa
sér til hagdeildar Seðla-
bankans, sem gegnir allt
öðru hlutverki en Þjóö-
hagsstofnun og hefur því
ekki sömu skilyrði til að
sinna umræddum verk-
efnurn."
Er út í hött, að meö
þessu sé Tíminn að
þakka Þjóðhagsstofnun
einkunnagjöfina?
Frönsk húsgögn
í káetustíl
Svefnbekkir — háir — lágir
Skrifborö — kollur — kistill
Fataskápur — bókahilluskápur
Skrifpúltsskápur — náttborö.
Efni: Mahogany dökkbrúnt eöa rauöbrúnt
Sendum um land allt.
Opið til kl. 8 - Opiö laugardag kl. 9-12.
irumarkaðurinn hf.
Ármúla 1A, sími 86112.
Þakkarávarp
frá Tómasi Þorvaldssyni
Öllum þeim mörgu, er sýndu mér vinsemd í tilefni 60
ára afmælis míns meö skeytum, bréfum, heimsókn-
um og gjöfum, færi ég alúðarþakkir og beztu
árnaöaróskir.
Tómas Þorvaldsson,
Gnúpi,
Gríndavík.
Lopapeysur
Kaupum vel prjónaöar lopapeysur, heilar og
hnepptar.
Móttaka mánudaga, miövikudaga og fimmtu-
daga milli kl. 1—3.
Arshátíð
Árleg árshátíö Félags íslenskra stórkaup-V
^manna verður haldin laugardaginn 26.
janúar n.k. í Lækjarhvammi Hótel Sögu ogt
'hefst kl. 19.00.
Dagskrá:
Lystauki á barnum
Borðhald
Skemmtiatriöi
Dans
Sérstaklega er vel vandaö til matseðils og!
I skemmtiatriöa. Meðal skemmtikrafta er
Ómar Ragnarsson.
Félagar eru vinsamlegast beönir um aðj
panta miöa sem fyrst. Miðar verö£
afhentir og borö tekin frá á skrifstofu FÍS^
|Tjarnargötu 14. 23. jan. kl. 14.00.
Félagar fjölmenniö og takiö meö ykkur«
gesti.
Stjórnin.
Frá Júgóslavíu
Pinnastólar
borö kringlótt og aflöng