Morgunblaðið - 18.01.1980, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 1980
21
raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar
Til sölu
Framkvæmdanefnd um byggingu, leigu og
sölu íbúöa í Siglufirði auglýsir til sölu íbúðir í
fjölbýlishúsinu nr. 37 við Laugarveg sem
byggt er á vegum nefndarinnar. íbúöir þessar
eru 2ja og 4ra herb. Umsóknarfrestur er til
31. janúar n.k. í umsókn skal greina frá:
1) Atvinnu.
2) Húsnæðisaðstöðu.
3) Fjölskyldustærð.
4) Tekjum og eignum umsækjenda, s.l. 3 ár.
Nánari uppl. eru veittar hjá undirituðum.
Siglufiröi 16. janúar 1980,
Bæjarstjóri.
kennsla
Trésmiðir — Trésmiðir
Kaupaukanámskeið
Námskeið í notkun véla, rafmagnshandverk-
færa og yfirborðsmeðferð viðar hefst í
Iðnskólanum mánudaginn 28. janúar 1980,
og stendur í 3 vikur.
Kennsla fer fram mánudaga, þriöjudaga,
miðvikudaga og föstudaga kl. 17—21 og
laugardaga kl. 14—18.
Þátttaka tilkynnist fyrir 25. janúar til skrif-
stofu Trésmíðafélags Reykjavíkur, Hallveig-
arstíg 1. Sími 27600.
Trésmíöafélag Reykjavíkur
og Meistarafélag húsasmiöa
fundir — mannfagnaðir
Opið hús
verður föstudaginn 18. janúar og hefst kl.
20.30 að Háaleitisbraut 68.
Dagskrá:
1. Sýnd verður ný laxveiðikvikmynd sem
nefnist „Fighters" framleiðandi er ísjaki
h.f.
2. Happdrætti
Félagar fjölmennið og takið með ykkur gesti.
Skemmtinefnd SVFR
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
Keflavík
Til sölu glæsilegt eldra einbýlis-
hús, tlmbur í sérstaklega góöu
ástandi. Allt tekiö í gegn og
endurbætt. Gott tækitæri tyrir
unnendur gamalla húsa.
Eldra einbýlishús, timbur, múr-
húöaö aö utan á einni hæö.
Fallegt lítiö hús. Upplagt tyrir
litla fjölskyldu. Nýlegt einbýlis-
hús, timbur, 140 ferm. Ekkl
fullkláraö, ásamt 60 ferm. sökkl-
um aö bílskúr. Veriö velkomin.
Eignamiölun Suöúrnesja, Hafn-
argötu 57, Keflavík. Sími 3868.
Gleraugu
fundust á Ránargötunni, rétt viö
Framnesveg í gærmorgun.
Upplýsingar á augl. deild Mbl.
síml 22480.
Enskur kennari
uppalinn í Oxford kennir ensku.
Einkum talæfingar. Upplýsingar í
síma 28043.
Þjónusta
Lögg. skjalaþýö., Bodil Sahn,
Lækjargötu 10, s. 10245.
Verzlunarhúsnæöi
óskast
35 til 40 fm. verzlunarhúsnæöi
óskast til leigu viö fjölfarna götu
eða verzlunarsamstæöu í
Reykjavfk. Uppl. í síma 74047.
Frá Guðspeki-
félaginu
Áskriftarsími
Ganglera er 17520
I.O.O.F.12=1611188V2=E.I.
I.O.O.F.1 =1611188% = E.I.
Háteigskirkja
Bænastund í kirkjunni í dag kl.
10.30 vegna alþjóölegara bæna-
viku 18. — 25. janúar.
Prestarnir
■ GCOVERNDARFÉLAG ISLANDSB
í kvöld kl. 21.00 veröur Helga
Hannesdóttir meö erindi, „Viö-
horf deyjandi manna." (VEDA).
Föstudaginn 25. janúar veröur
Eiríkur Stefánsson meö erindi.
Föstudaginn 1. febrúar veröur
Sigvaldi Hjálmarsson.
Skíðadeild Ármanns
Fjölskyldukvöld verður haldiö
sunnudagskvöldið 20. janúar kl.
20.30 í Brautarholti 6. Kynning á
vetrarstarfi. Skíöamynd frá
Aspen, kaffi.
Bláfjallasveitin.
AFarfuglar
*
Aóalfundir
Farfugladeildar Reykjavíkur og
Bandalags íslenskra farfugla
verða haldnir laugardaginn 19.
janúar 1980 kl. 14.00 aö Laufás-
vegi 41. Venjuleg aöalfundár-
störf.
Stjórnirnar.
22480
JW*r0«n5Int>ií>
Viðamikil ráðstefna SUS um aðra helgi:
„Sjálfstæðisflokkur-
inn í kosningum“
SAMBAND ungra sjálf-
stæðismanna hefur ákveð-
ið að gangast fyrir ráð-
stefnu um kosningabar-
áttu Sjálfstæðisflokksins
og úrslit alþingiskosn-
inganna í desember. Ber
ráðstefnan yfirskriftina
„Sjálfstæðisflokkurinn í
kosningum“. Ráðstefnan
verður haldin í Valhöll við
Háaleitisbraut hinn 26.
janúar næstkomandi, og
hefst hún klukkan 9.30
stundvislega.
A ráðstefnunni verður
fjallað um ýmis mál er
snerta kosningabaráttuna,
og hefur þessum þáttum
verið gefin eftirfarandi
heiti:
Stefnumótun flokksins
fyrir kosningar, styrkleiki
— veikleiki. Framsögu-
menn um þennan þátt
verða þeir Ásmundur Ein-
arsson skrifstofumaður,
Guðmundur H. Garðarsson
viðskiptafræðingur, Styrm-
ir Gunnarsson ritstjóri og
Þorsteinn Pálsson fram-
kvæmdastjóri.
Næsti þáttur nefnist
Undirbúningur kosn-
ingabaráttu. Framsögu-
menn verða Björn Jósef
Arnviðarson lögmaður, Ell-
ert B. Schram formaður
fulltrúaráðs sjálfstæðisfél-
aganna í Reykjavík, og Jón
Ormur Halldórsson vara-
formaður SUS.
Þá verður fjallað um
efnið Nýafstaðin kosn-
ingabarátta og næsta
kosningabarátta. Fram-
sögumenn þar verða Jónas
Elíasson verkfræðingur,
Pétur Sveinbjarnarson
framkvæmdastjóri og
Sturla Böðvarsson sveitar-
stjóri.
Því næst verður fjallað
um Kosningaundirbúning
og baráttuna frá sjónar-
hóli frambjóðenda Sjálf-
stæðisflokksins. Fram-
sögumenn verða þeir
Matthías Bjarnason al-
þingismaður og Ólafur G.
Einarsson formaður þing-
flokks sjálfstæðismanna.
Loks verður svo tekið
fyrir efnið „Kosningabar-
áttan frá sjónarhóli and-
stæðingsins“. Framsögu-
menn þar verða þeir Rjarni
P. Magnússon starfsmaður
Alþýðuflokksins og Gestur
Jónsson lögfræðingur.
Þá munu fimm starfs-
hópar starfa á ráöstefn-
unni, og taka þeir til um-
fjöllunar eftirtalin mál:
Val á framboðslista. undir-
búningur framboðs.
Stefnumörkun flokksins
fyrir kosningar og kynning
stefnumála. Kosningastarf
fyrir kjördag og á kjördegi.
Starfsemi flokksins milli
kosninga til undirbúnings
kosninga. Þáttur fjölmiðla
í kosningabaráttu og mögu-
leikar flokkanna á að nýta
þá.
Niðurstöður þessara
starfshópa verða síðan
kynntar í lok ráðstefnunn-
ar.
Jón Magnússon formaður
SUS setur ráðstefnuna um
morguninn, en Geir Hall-
grímsson slítur henni
síðdegis. Ráðstefnustjóri
verður Pétur Rafnsson
formaður Heimdallar.
í frétt frá SUS segir að
ráðstefnan verði opin öllu
sjálfstæðisfólki, hvar sem
það býr á landinu, og einnig
verður fulltrúum fjölmiðla
heimill aðgangur.
Ráðstefna SUS verðtir haldin i Valhöll við Háaleitisbraut laugardaginn 26. janúar næstkomandi.