Morgunblaðið - 18.01.1980, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.01.1980, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 1980 MORötlN-^^ KAFFíNU \\ ' »• (i) <gít Hann er bjáni, en ég heí þó ekki geð í mér til að segja honum að skipið sé íarið aí bryggjunni. bér vitið væntanlega að tómar flöskur eru alltaf að hækka í verði, herra forstjóri? Nú hafið þér verið hér á ferli í þessum regnskýjum í eitt ár, og ég tel brýnt að þér fáið skóhlífar! BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Eins og svo oft skeður var sagnhafa fullkomlega ljóst að spilinu í dag loknu hvernig hann hefði átt að haga úrspilinu. Suð- ur hafði gefið spilið, aðeins hans vængur var á hættu og hann opnaði á einum spaða. Norður Vestur S. 8 H. 432 T. 963 L. D107652 S. 652 H. 976 T. ÁKD84 LG9 Austur S. Á743 H. ÁKD105 T. 852 L. 4 Suður S. KDG109 H. G8 T. 107 L. ÁK83 Eftir pass vesturs sagði norður tvo tígla, austur tvö hjörtu og eftir eðlilegt framhald varð suður Þrjú núll af krón- unni sem allra fyrst „Vinstri stjórnin hin þriðja sló á frest verðbreytingum íslenska gjaldmiðilsins eins og öðrum nauðsynjamálum sem hún lofaði að koma í höfn. Eftir því sem ég kemst næst eru 1.000 íslenskar krónur nú um einnar raunkrónu virði. Fyrsta íbúð, sem ég keypti, um 1931; kostaði 13—14 þúsund krón- ur. Álíka íbúð nú er seld á 15—17 milljónir króna. Ég held að of margir geri sér tæpast grein fyrir eða bara trúa ekki hvað milljónin er lítils virði nú. Margir eldri verkamenn eru sem betur fer mjög vel fjárhagslega stæðir og eiga með öðru drjúgar fjárhæðir í bönkum. Ég spurði einn slíkan kunningja minn hvort honum þætti ekki hálfleitt að eiga stórupphæð í banka, sem rýrnaði stöðugt að verðgildi. Hann sagði að það væri miklu meira gaman að eiga milij- ónir heldur en þessi gömlu þús- und, jafnvel þótt verðgildið væri hið sama. Það er líka hálfspaugi- legt hvernig fjölmiðlar hrópa sýnkt og heilagt: Milljarðar íslenskra króna! Það leynir sér ekki aðdáunin yfir þessum ímynd- aða millagróða. Fyrir nokkru var farið að hugsa um það í alvöru að auka verðgildi íslenskra peninga. Talað var um að taka tvö núll af krónunni og breyta krónunafninu í dal (líkt og áður var) eða í mark eins og víðar tíðkast. En stjórnin kom sér ekki saman um þetta stórmál frekar en annað og sleppti verðbólgunni lausri með þeim afleiðingum að hún er nú um eða yfir 80% og stórvaxandi, verði allt látið áfram reka á reiðanum. Það er furðulegt að bæði fjölmiðlar, þjóðhagsstofn- anir og stjórnmálamenn skuli ekki þreytast á því að spúa því lyga- þvaðri í þjóðina að verðbólgan sé nú um 50%. Stöðugt er klifað á því, bæði af stjórnmálamönnum og fjölmiðl- um, að á Norðurlöndum fái menn nánast allt fyrirhafnarlítið á færi- bandi. En hérlendis sé hinsvegar almenningur kvalinn og píndur næstum hvar sem skyggnst er um í þjóðlífinu. Það er ótrúlegt hversu margir virðast trúa þessum and- styggilega ósanna áróðri, jafnvel þeir sem búnir eru að dveljast í þessum gósenlöndum og kynnast hinu gagnstæða. Þetta er orðið eins konar tískufyrirbæri eða fólk þorir ekki að viðurkenna þann sannleik að keisarinn sé „í öngu.“ Ég hefi kynnst mörgu fólki, sem hefur unnið í Svíþjóð, og segir allt aðra sögu en kaupkröfuþrýstihóp- ar, launþegaforystan og fjölmiðlar hér. Enginn má yfirleitt vinna þar lengur en 8 tíma. Dagvinna er eitthvað betur borguð en hér, en á móti kemur að skattar eru hærri og dýrtíð meiri. íbúðir verkafólks eru víða það lélegar að þær væru vart taldar íbúðarhæfar hér. ‘1 sagnhafi í fjórum spöðum. Útspil hjartafjarki. Austur tók með drottningu og spilaði næst hjartaás og kóng. Suður trompaði og spilaði trompkóng og drottn- ingu. Austur var nógu klókur til að bíða með að taka á ásinn og suður varð því að hætta að spila trompunum. Annars hefði austur næst tekið með ás og spilað fjórða hjartanu, sem suður hefði ekki geta trompað. Því enn ætti austur eftir tromp og fengi á það auk slags á hjarta. Sagnhafi beið því með trompin og spilaði tíglunum í von um, að austur ætti þar minnst þrjú spil. í þriðja tígulslaginn lét suður lauf og fjórða tígulinn vonaðist suður til, að austur myndi trompa. En austur féll ekki í gildruna, lét heldur laufið og í fimmta tígulinn lét hann hjarta. En þegar sagn- hafi spilaði laufi frá blindum trompaði austur með sjöinu, hann hafði náð öruggri talningu á spilum suðurs, fékk slaginn og trompásinn varð fjórði slagur varnarinnar. Sagnhafi sá strax hvar mistökin lágu. Þegar hann hafði spilað tvisvar trompi vissi hann um níu spil á hálitunum á hendi austurs. Og spilin fjögur, sem eftir voru urðu að skiptast 3—1 ætti að vera von um vinning. Taka varð þá einn slag á lauf áður en tíglunum var spilað og þar með dygði ekki fyrir austur að trompa eins og sjá má. _ _ f 1 _ ■ Eftir Georges Simenon Mamrpt oíi v nkaunmað lUnnn JóhannaKristiónsdóttir IVICIIUI v 1 vU V II IfVU U vl 1IUV " 1 ■ • ■ ■ sneri á íslensku 22 vínið ljúffengt. Síðan fengu þeir sér peru, drukku svo kaffi og þegar klukkan var liðlega tvö gengu þeir inn í húsið á Place des Vosges. Það var sama stúlkan sem opnaði fyrir þeim og kvöldið áður og hún bað þá fá sér sæti í forstofunni meðan hún léti frúna vita af komu þeirra. Hún kom að vörmu spori og vísaði þeim inn, ekki í dagstof- una heldur i dyngju sem var innar í íbúðinni. Örstuttu síðar birtist Jeanne Chabut. Svarti kjóllinn sem hún var í var fjarska látlaus, en ákaflega vandaður. Hún bar ekkert skart. — Gerið svo vel að fá yður sæti.... Ég var þarna í morgun ... og ég hef ekki getað komið niður munnbita siðan. — Líkið verður vafalaust flutt hingað? — Já, i dag klukkan fimm. En áður á ég von á manni frá kirkjugörðunum og hann mun sjá um að skreyta syrgjendaher- bergið. Ég býst við þetta her- bergi verði notað. dagstofan er vist of stór. Dyngjan hafði háan glugga, var ljós og björt eins og raunar ibúðin öll, en bar kannski ívið kvenlegri svip. — Eruð það þér sem hafið vaiið húsgögn og gluggatjöld? — Ég hef alltaf haft áhuga á ínnanhússskreytingum. Ég hefði haft áhuga á að læra það hér áður fyrr. Faðir minn er bóksali i Rue Jacob. Þaðan er ekki iangt i Listaakademiuna og þar er líka forngripaverzl- anahverfið. — Hvernig stóð þá á þvi að þér fóruð að vinna á skriístofu? — Vegna þess að ég vildi verða sjálfstæð. Ég hafði hugs- að mér að sækja kvöldnámskeið i Listaakademiunni, en mér varð fljótlega Ijóst að þetta var ekki gerlegt að samræma. Og siðan kynntist ég svo Oscar. — Og urðuð ástkona hans? — Já, og meira að segja strax fyrsta kvöldið. Eins og hann var — kemur yður það líklcgast ekki á óvart. — Var það hann sem stakk upp á því að þið giftuð ykkur? — Getið þér gert yður í hugarlund að ég hafi gert það? Ég held að hann hafi verið orðinn dauðleiður á að búa einn á litlu hóteli, þar sem hann bjó til mat á litlum og frumstæðum primus. Ilann hafði sáralitlar tekjur þá. — Hélduð þér áfram að vinna? — Bara fyrstu tvo mánuðina eftir að við giftum okkur. Svo vildi hann endilega að ég hætti þvi. Það hljómar kannski furðu lega nú, en hann var mjög afbrýðisamur. — Var hann yður trúr? — Það hélt ég. Maigrct virti hana fyrir sér og honum var eitthvað órótt. Það var eins og eitthvað kæmi ekki heim og saman. Andlit hennar var undurfagurt, en svipbrigði sáust engin. Andlit hennar var lifvana, eins og grima. Það lá við borð hún deplaði ekki augunum. Þau voru stór og ljósblá og hún glennti þau upp eins og til að þau verkuðu enn sakleysislegri. Hann snýtti sér og hún sat þegjandi á meðan. — Afsakið. — Ég var að hugsa um þenn- an lista sem þér báðuð mig um. Ég reyndi að setja hann saman. Hún gekk að skrifborðinu og tók fram blað. Hún skrifaði stóra og reglulega rithönd. — Ég skrifaði aðeins nöfnin á þeim mönnum sem ég tel nokkurn veginn öruggt að hafi átt eiginkonur sem Oscar hélt við einhvern tíma. — Þér eruð ekki vissar? — Um fæsta er ég alveg viss. En sú framkoma sem hann sýndi þegar þær voru nærstadd- ar sagði mér nú fljótlega sann- leikann i málinu. Hann las nöfnin. — Henry Legendre? — Verksmiðjueigandi. Hann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.